Morgunblaðið - 01.10.1987, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987
Utflutningnr:
Tölvufræðslan byrjar
bókaútgáfu erlendis
Morgunblaðið/Sverrir
Dr. Sigmundur Guðbjarnason, háskólarektor flytur ávarp á fundi um Háskóla og atvinnulíf.
Þjónusta Háskólans við atvinnulífið:
Kynningarátak framundan
BRÁTT mun hefjast kynningar-
átak Rannsóknarþjónustu
Háskólans á þjónustu sinni og
stofnana Háskólans við fyrirtæki
og félög í atvinnulífinu. Fimm-
hundruð fyrirtækjum og félög-
um verða innan tíðar sendir
upplýsingabæklingar ýmissa
stofnana Háskólans.
Á fundi sem Rannsóknarþjónusta
Háskólans efndi til í gær fyrir ýmsa
aðila í atvinnulífi og hjá hagsmuna-
samtökum var þetta átak kynnt,
en yfirvöld Háskólans hafa í hyggju
að opna enn frekar en nú er dyr
sínar fyrir aðilum í atvinnulífi með
rannsóknar- og þróunarverkefni.
„Hjá okkur er þekking og öflug
rannsóknarstarfsemi. Þessu þarf að
miðla til atvinnulífsins," sagði dr.
Sigmundur Guðbjamason rektor á
fundinum. Á fundinum kynnti
Valdimar K. Jónsson starfsemi
Rannsóknarþjónustu Háskólans og
Halldór Þorsteinsson frá sjávaraf-
urðadeild SÍS og Jón Bragi Bjöms-
son sögðu frá reynslu sinni varðandi
samskipti og samvinnu Háskólans
og fyrirtækja í atvinnurekstri.
Líflegar umræður urðu á eftir með
gestum fundarins.
Tölvufræðslan hefur ákveðið
í samvinnu við aðila hér á landi
að stofna fyrirtæki til að gefa
út tölvubækur á öllum Norður-
löndunum og ef vel gengur í
Þýzkalandi og víðar. Aðalstöðv-
ar fyrirtækisins verða I
Reykjavík og þar verða bæk-
urnar unnar og prentaðar.
Fyrirtækið á að heita „Nordisk
Datautveckling A/B“ og mun
Tölvufræðslan eiga meiri hluta
í fyrirtækinu, en aðrir íslenzkir
aðilar 30% og sænskir aðilar
um 10%.
Áætlað er, að sala á tölvubókum
nemi 1-2 milljörðum kr. í Svíþjóð
og muni stækka ört á næstu ámm.
Hið nýja fyrirtæki stefnir að því
að ná 5% af þessum markaði, en
það ætti að gefa brúttótekjur upp
á 50-100 millj. kr. á ári.
Fyrirhugað er að hefja vinnu
við bækurnar strax í þessum mán-
uði með því að þýða tvær nýjar
bækur Tölvufræðslunnar á
sænsku, annars vegar bók um
IBM-PC og samhæfðar tölvur og
hins vegar bók um Macintosh-
EFTIR að landsfundur Borgara-
flokksins hafði fellt með miklum
meirihluta tillögu Huldu Jens-
Úrskurður yfirnefndar vegna verð-
lagningar kindakjöts:
Bændur eiga rétt á
verðbótum á birgðir
YFIRNEFND Verðlagsnefndar
búvara hefur hafnað kröfu full-
trúa neytenda í sexmannanefnd
um að verðbætur á birgðir kinda-
kjöts frá síðustu sláturtíð dragist
frá við verðlagningu nú. Þá hef-
ur nefndin skorið úr ágreiningi
um hvað teljast beri aðrar tekjur
sauðfjárbænda. í framhaldi af
þessu mun kindakjöt að öllum
l dag
Skatturfiw ] W hrcllir : IjfeA ?* OULL M-- •: sæsjH I
14 i p,; \ég&
Jílvrsunhlahib viÐSKipn fflvníNUiiF b
BZJ 'slensk iyftil útflutnmgs viosxirn islambs o« ja>aw iw.i
jg j
FinUítfvrirtn*ki vílfo U.'nnm FHóí'f'nnvinuslnniL bladB
líkindum hækka í verði.
Verðlagsnefnd búvara, svokölluð
sexmannanefnd, varð sammála um
verðlagningu sauðfjárafurða í haust
að undanskildum umræddum
tveimur tekjuliðum sem skotið var
til yfírnefndar. Varðandi verðbæt-
umar töldu fulltrúar neytenda að
verðbætur sem bændur hafa fengið
greiddar á kindakjöt á síðasta verð-
lagsári eftir að þeir fengu kjötið
greitt, yrðu reiknaðar sem fyrir-
framgreiddar tekjur vegna fram-
leiðslu nú í haust. Meirihluti
yfímefndar taldi ekki stoð fyrir
þessari kröfu í lögum og hafnaði
henni.
Yfímefndin tók hins vegar hina
kröfu fulltrúa neytenda til greina.
Ágreiningur var um hvort svokall-
aðar aðrar tekjur í grundvellinum
ættu að vera hálft eða heilt prósent
af gjöldum. Fulltrúar framleiðenda
töldu eðlilegt að miða við hálft pró-
sent en fulltrúar neytenda eitt
prósent. Yfímefndin tók kröfu neyt-
endafulltrúanna til greina.
Líkur eru á að sauðfjárafurðir
hækki eitthvað þegar sexmanna-
nefnd hefur verðlagt kindakjötið
með tilliti til úrskurðar yfímefndar,
eða allt að 7—8% ef nefndin tekur
alla hækkunina inn.
Guðmundur Magnússon prófess-
or er oddamaður yfímefndar,
skipaður af Hæstarétti, Sveinn
Snorrason hrl. er fulltrúi neytenda
og Magnús Sigurðsson bóndi full-
trúi framleiðenda.
dóttur og fleiri í trygginga- og
heilbrigðisnefnd Borgaraflokks-
ins um ákveðna afstöðu gegn
fóstureyðingum, þar sem miða
skyldi rétt lifandi veru við getn-
að, sagði Hulda að hruninn væri
einn aðalmáttarstólpi Borgara-
flokksins og að brostinn væri
grundvöllur fyrir tilveru margra
í Borgaraflokknum. Morgun-
blaðið hafði samband við Albert
Guðmundsson formann Borgara-
flokksins í gær og spurði hann
um þetta atriði.
„Hulda veit betur,“ svaraði Al-
bert, „hún er búin að vera á fundi
með okkur eftir landsfundinn og
ég veit ekki til að nokkur flokkur
annar en okkar hafí tekið betur
undir málstað hennar. Þingmenn
sverja sitt sjálfstæði þegar þeir taka
sæti á Alþingi og þingflokkurinn
hefur verið einhuga um þetta mál
og ég vona að frumvarpið komi
fram um þetta mál.“
Tillagan sem var felld á Borgara-
flokksfundinum byggðist á aðaltil-
lögugrein frumvarpsins, en þegar
Albert var spurður um það hvort
þeim þingmönnum sem greiddu at-
kvæði gegn tillögu Huldu á fundin-
um hefði nú snúist hugar, sagðist
tölvuna. Þessar bækur munu
væntanlega koma út í Svíþjóð vo-
rið 1988 og á hinum Norðurlönd-
unum nokkru seinna sama ár.
„Þetta mun veita mörgum
vinnu. Hér er um nýja útflutnings-
afurð og gjaldeyrisöflun að ræða,“
sagði Ellert Ólafsson, forstjóri
Tölvufræðslunnar á fundi með
fréttamönnum.
Sjá Viðskiptablað B 16
Starf þingmanna varð-
ar landslög en ekki
landsfundarsamþykkt
- segir Albert Guðmundsson um fóstureyðingarmálið
Albert ekkert vita um það, en eið-
stafur þingmanna varðaði landslög
en ekki samþykkt landsfundar.
ÁgústB.
Jónsson á
Hofi látinn
ÁGÚST B. Jónsson á Hofi í Vatns-
dal er látinn. Ágúst var fæddur
9. júni 1882 að Gilsstöðum í Vatns-
dal en flutti fjórum árum síðar
að Hofi og bjó þar alla sína tíð.
Ágúst útskrifaðist sem búfræð-
ingur frá Hólum 1913 og var bóndi
að Hofi frá 1916 til 1958. Hann
gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum
og sat m.a. í hreppsnefnd Áshrepps
í tuttugu ár.
Ágúst var einn af stofnendum
Skógræktarfélags Austur—Húna-
vatnssýslu og fyrsti formaður þess,
og gaf hann félaginu á sextugsaf-
mæli sínu fímm hektara lands síns
til skógræktar.
Ágúst var fréttaritari Morgunblaðs-
ins um langt árabil.
Ágúst giftist Ingunni Hallgríms-
Fiskverð
fijálst
til 15.
nóvember
Málamiðlun, segir
Óskar Vigfússon
VERÐLAGSRÁÐ sjávarút-
vegsins samþykkti á fundi
sínum í gær að fiskverð yrði
fijálst til 15. nóvember næst-
komandi. Samkomulag var um
það, að til þess tíma leituðust
fulltrúar ráðsins við að finna
hentugar samstarfsreglur við
verðlagningu sjávarafurða.
Óskar Vigfússon, formaður
Sjómannasambands íslands,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að þama hefði verið um mála-
miðlun að ræða, sem meðal
annars helgaðist af því, að físk-
vinnslan hefði fallið frá veiga-
miklu skilyrði fyrir fijálsu
fískverði. Hún hefði áður farið
fram á að fiskverðsdeilan á Aust-
fjörðum leystist áður en ákvörðun
um fíjálst verð yrði tekin. Óskar
sagðist geta sætt sig við þessa
niðurstöðu miðað við aðstæður.
dóttur 9. júní 1922, en hún lést þann
4. mars 1951. Þeim hjónum varð
þriggja dætra auðið og lifa þær föð-
ur §inn.
Útför Ágústs fer fram frá Undir-
fellskirkju næstkomandi laugardag
og verður hann jarðaður í heima-
grafreit.
Kínverjar vilja aðstoð
fslendinga í fiskiðnaði
TVEIR íslenskir sérfræðingar á
sviði fiskiðnaðar, þeir Ossur
Kristinsson, deildarstjóri hjá SH,
og Grímur Þór Valdimarsson,
forstjóri Rannsóknarstofnunar
fiskiðnaðarins, eru nú staddir í
Kína. Þar munu þeir skoða
kínverskan fiskiðnað og athuga
hvernig íslendingar geti orðið
Kínveijum að liði í þessum efn-
um. Kemur þetta fram í frétt í
nýjasta hefti Á döfinni, sem Fé-
lag íslenskra iðnrekenda gefur
út.
Össur og Grímur Þór fóru út í
boði og að beiðni kínverskra stjóm-
valda. Héldu þeir utan 22. septem-
ber og verða í Kína til 12. október.
í Kína munu þeir ferðast víða og
skoðá helstu útgerðarbæi, ræða við
forystumenn og kanna hvað íslend-
ingar geti lagt af mörkum til
aðstoðar Kínveijum í fiskiðnaði.
Kínveijar veiða árlega um 7 millj-
ónir tonna af fiski og rækta til
viðbótar um 2 milljónir tonna. Hafa
þeir hug á að auka vinnslu sína
verulega á næstu árum en þurfa
við það sérfræðiaðstoð til að halda
sem mestum gæðum.