Morgunblaðið - 01.10.1987, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987
íslenskar mannlífsmyndir frá árunum 1882 til 1885:
Óþekkt persóna öðlast líf
um leið og hún fær nafn
- segir Frank Ponzi listfræðingur
tíma er eina myndin sem til er en
myndin sýnir hana eins og Halldór
Laxness lýsir henni í Innansveitar-
króniku."
ÁÐUR óþekktar ljósmyndir sem
teknar voru á íslandi á árunum
1882 til 1885 eru komnar í leitirn-
ar. Þetta eru 116 mannlifsmyndir
sem Frank Ponzi, listfræðingur
rakst á í dánarbúi bresks aðals-
manns í London. Meðal mynda í
safninu er eina myndin sem til
er af Mosfellskirkju sem Halldór
Laxness skrifar um i Innansveit-
arkróniku. í þættinum 19:19 á
Stöð 2 i kvöld fjallar Frank um
myndina og ber saman Mosfells-
kirkju fyrr og nú.
„Það var undarleg tilfinning að
rekast á mynd af heimaslóðum í
Mosfellssveit í 19. aldar mynda-
safni," sagði Frank. „Þama blasti
við mér sveitin mín og ég gat séð
hvemig þar var umhorfs árið 1882.
Myndin af Mosfellskirkju frá þessum
VEÐUR
Myndimar eru flestar teknar í
Reykjavík og nágrenni auk mynda
úr ferð norður í land til Akureyrar.
„Þetta er mjög skemmtilegt verkefni
að fást við,“ sagði Frank, en hann
er að kanna hvaðan myndrinar eru
og af hveijum og hyggst hann gefa
þær út í bókarformi þegar rannsókn-
inni er lokið. „Það er ólýsanleg
tilfinning að vera með mynd af
óþekktri persónu í höndunum sem
síðan öðlast líf um leið og hún fær
nafn."
Meðal mynda í safninu er mynd
af Einar Zoéga hótelhaldara ásamt
síðari konu sinni, Margréti Zoéga,
bömum þeirra og þar á meðal dóttir-
in Valgerði, eins árs, sem síðar varð
kona Einars Benedikssonar skálds.
Fjölskyldan stendur ásamt starfs-
fólki fyrir frama Hótel Reykjavík
sem þá var við Vesturgötu 17. Á
annarri mynd eru stássbúnir kirkju-
gestir á leið úr messu í krikjunni á
Reynivöllum í Kjós og má þar greina
Sr. Þorkel Bjamason og fjölskyldu
hans.
Þá er mynd af heimilisfólkinu á
Vatnsenda, Ólafi Ólafssyni bónda
og fjölskyldu hans sem síðar fluttist
til Kanada og sagðist Frank vera
kominn í samband við afkomendur
hans þar. í safninu er einnig að finna
elstu mynd sem til er af Vestmanna-
eyjum og mynd frá brennisteinsnámi
sem Skotar stunduðu í Krísuvík á
þessum árum. „Myndin er af vinnu-
mönnum við bámjámshús sem þar
stóðu og sennilega má enn finna
ummerki þessarar byggðar," sagði
Frank.
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Frank Ponzi listfræðingur með
myndaalbúmið góða en myndirn-
ar eru teknar á glerplötur og eru
mjög vel farnar og skýrar.
Vigfús Geirdal um Friðarráðstefnu Heimsfriðarráðsins í Reykjavík:
Ávarp utanríkisráðheira einsdæmi
VIGFÚS
hugaða
Geirdal segir fyrir-
friðarráðstefnu, sem
„Álþjóðleg samtök friðarhreyf-
inga“ halda hér á landi um næstu
I DAG kl. 12.00:
Heimild: Veðurslofa fslands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 1.10.87
YFIRLIT á hádegi f gær: Ýfir S-Skandinavíu er 1.034 millibara hæð
en minnkandi 990 millibara lægð á vestanverðu Grænlandshafi.
Veður fer heldur kólnandi, fyrst vestanlands.
SPÁ: í dag verður hæg suðvestanátt og smáskúrir á stöku stað
um vestanvert landið. Norðvestankaldi og dálítil rigning um norð-
austanvert landið framan af degi, en síðan hægari vestan eða
suðvestanátt og léttir til. Hiti 7—12 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
FÖSTUDAGUR: Fremur hæg suðvestlæg átt. Smáskúrir um sunn-
an og vestanvert landið, en bjart veður norðaustaniands. Hiti 3—8
stig. Þykknar upp vestanlands með kvöldinu.
LAUGARDAGUR: Fer að rigna um vestanvert landið með vaxandi
sunnanátt, og hlýnar talsvert.
Heiðskírt
TÁKN:
O
á Léttskýjað
m Hálfskýjað
A
m Skýjað
Alskýjað
s. Norðan, 4 vindstig:
v Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
1 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
y Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
Skafrenningur
[~^ Þrumuveður
m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hhl vaftur Akurðyrl 8 rígning Revkiavlk 10 I*ttskýja8
Bergen 12 léttskýjaö
Helsinki 11 léttskýjað
Jan Mayen 5 þoka
Kaupmannah. 12 skýjað
Narssarssuaq 3 skýjað
Nuuk 2 alskýjað
Osló 12 léttskýjað
Stokkhólmur 11 hélfskýjað
Þórshöfn 11 láttskýjað
Algarve 26 léttskýjað
Amsterdam 14 léttskýjað
Aþena 27 skýjað
Barcelona 24 léttskýjað
Berlin 12 skýjað
Chicago 10 léttskýjað
Feneyjar 1S skýjað
Frankfurt 13 léttskýjað
Glasgow 13 mistur
Hamborg 12 hálfskýjað
Las Palmas 26 léttskýjað
London 16 skýjað
LosAngeles 18 þokumóða
Lúxemborg 13 iéttkýjað
Madríd 25 léttskýjað
Malaga 31 léttskýjað
Mallorca 26 skýjað
Montreal 17 rigning
NewYork vantar
París 14 heiðskfrt
Róm 23 skýjað
Vín 12 skýjað
Washington vantar
Winnipog 0 léttskýjað
helgi í tilefni þess að ár er senn
liðið frá Reykjavíkurfundi þeirra
Reagans og Gorbachev í raun
vera að undirlagi Sovétmanna.
Vigfús gagnrýnir sjö íslenskar
friðarhreyfingar fyrir að taka
þátt í ráðstefnu, sem hann segir
vera á vegum Heimsfriðarráðs-
ins, sem sé „ekkert annað en hluti
af utanríkisþjónustu Sovétrikj-
anna“. Þá gagnrýnir Vigfús
sérstaklega þá ákvörðun
Steingríms Hermannssonar, ut-
anríkisráðherra, að ávarpa
ráðstefnuna. í samtali við Morg-
unblaðið taldi hann það einsdæmi
að utanríkisráðherra aðildarrík-
is Átlantshafsbandalagsins
ávarpaði fund sem þennan og
væri nokkurs konar heiðurs-
gestur hans.
Forsaga málsins er að sögn Vig-
fúsar sú að Samstarfshópi frið-
hreyfinga hér á landi var boðið að
halda ráðstefnuna þeim að kostnað-
arlausu. í ljós kom þó að hópnum
var einungis ætlað að taka á móti
skoðanabræðrum sínum, en eigin-
legur gestgjafi yrðu fyrmefnd
samtök. Vigfús telur að með þessu
móti sé ætlunin að notfæra sér
íslensku friðarhreyfingamar í vafa-
sömum tilgangi, en samtök þau sem
hann hefur starfað innan, Samtök
herstöðvaandstæðinga, höfnuðu
boði um að taka þátt í henni, sem
og Samtök eðlisfræðinga gegn
kjamorkuvá. í samfloti við Heims-
friðarráðið em hins vegar enn
íslenska friðamefndin, Menningar-
og friðarsamtök íslenskra kvenna,
^Friðarsamtök íslenskra kvenna,
Samtök lækna gegn kjamorkuvá,
Samtök kjarnorkuvopnalauss ís-
lands, Friðarsamtök listamanna og
Friðarhópur fóstra.
Vigfús segir að herstöðvaand-
stæðingar hefðu ekki haft nein
tengsl við Heimsfriðarráðið og benti
á að hinar stærri hreyfingar á Vest-
urlöndum hefðu ekki gert það
heldur.
Vigfús sagðist ekki telja að mál
þetta bæri vott um að ágreiningur
væri á meðal íslenskra friðarsinna,
heldur væri fáfræði og misskilningi
fyrst og fremst um að kenna. „Hvað
aðrar hreyfingar en íslensku friðar-
nefndina og MFÍK varðar held ég
að hér sé aðallega um að ræða fá-
fræði fólks á því hvað þetta
Heimsfriðarráð er.“ Benti Vigfús á
að friðarhreyfingar á Vesturlönd-
um, sem em óháðar Heimsfriðar-
ráðinu hefðu frekar myndað tengsl
við óháð friðarsamtök í Austur-
Evrópu, en meðlimir þeirra hefðu
hins vegar sætt ofsóknum vegna
skoðana sinna.
„Merkilegast í þessu máli finnst
mér þó sú ákvörðun utanríkisráð-
herra að ávarpa ráðstefnuna," sagði
Vigfús. „Ég held að slíkt sé nánast
einsdæmi í Atlantshafsbanda-
lagsríki að utanríkisráðherra ávarpi
ráðstefnu, sem haldin er að tilhlutan
Heimsfriðarráðsins. Einu skýring-
una á þessu tel ég vera þá að
ráðherra hafi verið boðið að ávarpa
ráðstefnu „Alþjóðlegra samtaka
fríðarhreyfinga" og hann eða
starfsmenn ráðuneytisins ekki vitað
betur hvað á ferðinni var.“
Morgunblaðið hafði samband við
Steingrím Hermannsson, utanríkis-
ráðherra og spurði hann um tilefni
ræðuhalds hans á ráðstefnunni.
Steingrímur sagði að sér væri að
vísu ókunnnugt um álit Vigfúsar
Geirdal á málinu, en sagði að af
orðanna hljóðan væri hér um allt
aðra hluti að ræða, en þá sem hon-
um hefði verið sagt. „Út af fyrir
sig hef ég ekkert á móti því að
ávarpa þetta fólk. Ég hef lofað því
því og það mun ég gera.“
Steingrímur sagði að hann hefði
beðið starfsmenn ráðuneytisins um
að kanna þetta mál, en þar hefði
ekkert komið fram sem gerði fyrir-
hugað ávarp hans óeðlilegt.
Úr umferðinni í Reykjavík 29. september 1987
Arekstrar bifreiða voru 25 og 2 ökumenn færðir á slysadeild eftir
árekstur á Vesturlandsvegi/Höfðabakka kl. 10.52 og á Reykjanes-
braut kl. 10.56.
Samtals 99 kærur fyrir brot á umferðarlögum á þriðjudag.
Ökumaður var sviptur réttindum strax fyrir að aka með 107 km/klst.
hraða um Elliðavog á bifhjóli. Annar var sviptur fyrir að aka með 105
km/klst. hraða um Skógarhlíð á bifhjóli. Þriðji var sviptur fyrir að
aka með 104 km/klst. hraða um Elliðavog.
Auk þessa voru ökumenn kærðir fyrir 105 km/klst. hraða um Kringlu-
mýrarbraut. 80-104 km/klst. hraða um Sætún. 94 km/klst. hraða um
Vesturlandsveg. 101 km/klst. hraða um Miklubraut. 84-95 km/klst.
hraða um Kleppsveg.
Númer voru klippt af 43 bifreiðum fyrir vanrækslu á aðalskoðun.
Nokkuð var um að ökumenn virtu ekki stöðvunarskyldu við gatnamót
og óku mót rauðu ljósi á götuvita.
í þriðjudagsumferðinni voru 2 ökumenn grunaðir um ölvun við stýrið.
Frétt frá lögreglunni í Reykjavík