Morgunblaðið - 01.10.1987, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 01.10.1987, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 7 Kvótaskerðing vegna ferskfiskútflutnings: Fiskmarkaðsmenn vissu um þetta þegar 1 vor - segir Ami Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri „SAMKVÆMT gildandi lögum um stjórnun fiskveiða hefur sjáv- arútvegsráðherra heimild til að skerða aflakvóta skipa, ef fiskur veiddur af þeim er fluttur utan. Skerðingin nemur 10% af út- fluttum fiski. í þessu tilfelli skiptir ekki máli hver flytur fisk- inn út, heldur hver veiðir hann. Stjórnendum fiskmarkaðanna var í vor gerð fyllilega grein fyrir þessari heimild og að hún yrði notuð,“ sagði Árni Kolbeins- son, ráðuneytisstjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu, í samtali við Morgunblaðið. í Morgunblaðinu á miðvikudag var skýrt frá því að útgerð og áhöfn togarans Víðis HF hefði sett það skilyrði fyrir sölu 23 lesta af þorski á Fiskmarkaðnum í Hafnarfirði, að fískurinn yrði ekki fluttur utan. Var það gert vegna skerðingar á kvóta vegna útflutnings á ferskum físki. Jón Friðjónsson, útgerðarmaður Víðis og Einar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðsins, sögðu í samtali við Morgunblaðið, að þessar reglur heftu starfsemi fískmarkaðanna og þeim þyrfti að breyta. Arni Kolbeinsson sagði að núver- andi lög giltu til áramóta. Það væri engan veginn sjálfgefíð, að þessari heimild yrði breytt við endurskoðun laganna. „Við upphaf fískmarkað- anna var stjórnendum þeirra gerð skilmerkileg grein fyrir þessari heimild og því að hún kynni að hafa áhrif á starfsemi markaðanna. Þeim var jafnframt bent á, að hugs- anlega þyrfti að laga starfsemina að þessu. Þeim ætti því engan veg- inn að koma þetta á óvart," sagði Ami. V estmannaeyjar: VMSÍ ekki með samnings- umboð fyrir Snótarkonur Vestmannaeyjum. VILBORG Þorsteinsdóttir, for- maður verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum, sagði i viðtali við Morgunblaðið að eins og staðan væri nú færi Verka- mannasambandið ekki með þeirra samningamál i komandi kjarsamningum. Vilborg sagði að í vetur hefði verið samþykkt á fundi hjá Snót að gangast fyrir stofnun sambands fiskverkafólks um land allt. Félög- um innan VS hefði verið ritað bréf þess efnis og nokkur sýnt áhuga. Á sambandsstjómarfundi kom fram tillaga að öðruvísi skyldi farið að, þ.e. kannaður yrði áhugi á stofn- un nýs sambands, sem yrði deilda- skipt, þ.e. deild fiskvinnslufólks, deild fólks í byggingariðnaðinum o.s.frv. Skipulagsnefnd VS hefði verið falið að gera tillögur en ekkert hefði komið fram enn frá nefndinni. Vilborg sagði að á fundi hjá Snót um daginn hefðu félagskonur lýst yfír mikilli ánægju með það að full- trúi Snótar hefði gengið út af formannafundinum fræga sem haldinn var í Reykjavík um daginn. „Austfirðingar hafa ákveðið að semja sjálfír við sína viðsemjendur. Við ætlum að bíða og fýlgjast með hvemig þeim gengur og styðja þá eftir megni. Og það var samþykkt hjá okkur á fundi um daginn að samningsumboðinu yrði haldið hjá okkur hér í Eyjum þar til málin skýrast frekar," sagði Vilborg. — bs. Laugarásbíó rekið af verktaka SÚ BREYTING hefur verið gerð á rekstri Laugarásbíós að Grétar Hjartarson, sem verið hefur for- stjóri bíósins i 13 ár, rekur bíóið sem verktaki Dvalarheimilis aldraðra sjómanna frá og með 1. september síðastliðnum. Að sögn Grétars hefur rekstur bíós- ins gengið frekar erfiðlega á síðustu árum. Breytingar voru gerðar á hús- næði Laugarásbíós fyrir tveim ámm, þegar bíóið hóf að sýna í þremur sölum, og kostuðu þær um 20 milljónir króna. í samtali við Morgunblaðið sagði Grétar Hjartar- son að gengið hefði erfiðlega að greiða kostnaðinn af breytingunum og engir peningar hefðu verið af- gangs til að kaupa dýrar myndir. Grétar sagði að hann byrji rekst- urinn á núlli og engar aðrar breyt- ingar verði á rekstrinum aðrar en þær að nú sé hann verktaki DAS og taki sjálfur á sig fjárhagslegar skuldbindingar vegna myndakaupa og annars reksturs. Vonast Grétar til að þetta nýja fyrirkomulag skapi Dvalarheimilinu umtalsverðar tekj- ur í framtíðinni. Myndbandadreif- ing bíósins verður áfram undir stjóm Grétars og eftir sem áður algjörlega á vegum DAS. Bætur almanna- trygginga hækka BÆTUR almannatrygginga hækka um 7,23% nú um mánaða- mótin. Það er í samræmi við almennar launahækkanir, sem verða frá og með sama tíma. Samkvæmt breytingu þessari trygging einstaklinga 14.118 og verða hæstu bætur einstaklings hjóna 28.236. Lífeyrir vegna eins sem nýtur heimilisuppbóta 30.347 bams verður 4.978, mæðralaun krónur á mánuði. Fæðingarorlof vegna . eins bams 3.120, vegna verður1 36.348 ,krónur á mánuðí, tveggja barna 8.174 og þriggja ellilífeyrir eingtaklinga 8.129, bama 14.499 krónur. Ekkjubætur hjónalífeyrir T'4.633, full tekju- verða frÚ 7.638 upp f lÖ'486 kr. Juncfeers JUTSA prodofeter Jtmeken BAT Spurðu fagmanninn, hann þekkir Blitsa lökk Þú færð Blitsa lökk hjá: Byko, Kópavogi, Byko, Hafnarfiröi, Byggt og búiö, Kringlunni, Húsasmiðjunni, Litnum, Litveri, Málaranum, Dúkalandi, Pétri Hjaltested, Dropanum, Keflavík, Skafta, Akureyri, Penslinum, ísafirði, S.G. búðin, Selfossi, Málningarvörum hf., Málningarþjónustunni og öllum betri byggingavöruverslun um um allt land. EGILLARNASONHF PARKETVAL SKEIFUNNI 3, SÍMI 91-82111 Gödandaginn! ■■■■5•*i m cn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.