Morgunblaðið - 01.10.1987, Page 20
f
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987
Dagvistun barna
eftírSelmu
Júlíusdóttur
Dagvistun bama hefur verið í
brennidepli síðastliðin ár. Hinar
gífurlegu þjóðfélagsbreytingar okk-
ar hafa kallað á breytta siði og
skapað mæðrum mörgum hverjum
annað hlutverk en að verða fyrst
og fremst mæður. Því miður hefur
íslenskt framúrstefnukvenfólk ekki
axlað þá breytingu með viti og
reisn. Það sem hefur tekið völdin í
dag er gífurleg frekja og óskamm-
feilni. Réttur bama og velferð hafa
verið látin liggja á milli hluta en
vinna foreldra og „bágindi" verið
sett á oddinn í öllum opinberum
umræðum. Bágindi foreldra með
heilsu og vinnuþrek á íslandi í dag,
hver em þau?
Þeir foreldrar sem heyrist hæst
í em tvennskonar. Hámenntað fólk
sem biður ekki um að reynt sé að
finna bestu leiðina með því að að-
gæta allar leiðir út frá reynslu
okkar og annarra þjóða og með það
að leiðarljósi að finna út hvað bam-
inu er fyrir bestu og láta svo sinn
skerf úr eigin buddu til að skapa
það umhverfi sem hverjum einstakl-
ingi hentar. Það virðist meira að
segja vera svo mikil gmnnhyggni
og vitleysa að þetta fólk heldur að
öllum bömum henti það sama,
KERTAÞRÆÐIR
ípassandi settum.
Leiðari úr stðlblöndu. Sterkur og þoiir
að leggjast í kröppum beygjum. Við
nám aðeins 1/10 af viðnámi kolþráða.
rwargioHi notstagsBOi.
Kápa sem deyfir truflandi rafbylgjur.
Varahlutir i
kveikjukerfið
SÖMU
HAGSTÆÐU
VERÐIN
SKEIFUNNI5A, SÍMI: 91-8 47 88
hvaða skapgerð sem bamið hefur
eða líkamlegan styrkleika. Hinn
hópurinn, sem lætur mikið að sér
kveða hér í Reykjavík, eru foreldra-
samtök dagvistunar. Sem betur fer
er aðeins mjög fámennur hópursem
virðist fylgja stefnu þeirra en mál
þeirra sem heyrist i er vægast sagt
ljótt. Þessir foreldrar eru einir af
þeim fáu sem hafa komist á jötuna
hjá ríki og borg. Nú í dag borgum
við skattborgamir líklega í rekstr-
arkostnað um 14.000 krónur á
mánuði með hveiju bami þeirra á
dagheimili. Þetta er fyrir utan upp-
byggingu húsa og innanstokks-
muna og vita allir að það skiptir
milljónum sá kostnaður.
Þessir foreldrar láta sig hafa það
að standa í illdeilum við borgina
og fara með böm sín í kröfugöngu
til að heimta meira úr sameiginleg-
um sjóði sér til handa.
Ég skil ekki hvers vegna forráða-
menn borgarinnar láta svona lítinn
forgangshóp fá svona mikið afhent
af okkar sameiginlega sjóði en láta
hina vera út í kuldanum. Þetta er
því miður gert, en það verður að
stokka upp.
Hverslags siðfræði er það hjá
þessum foreldrum að nota böm til
að halda á kröfuspjöldum og beita
þeim í kröfugöngu. Það finnst mér
vera misnotkun á bömum og vona
að bamavemdamefnd fjalli um það
mál. Hvað það varðar að foreldrar
heimti meiri laun fyrir fóstmr með
þessum hætti, þá er önnur mjög
einföld lausn á því máli. Foreldram-
ir borga bara meira sjálfir eins og
flestir útivinnandi foreldrar þurfa
að gera, sem ekki fá inni hjá borg-
inni. Frá þessum sama hópi hefur
heyrst að engin ófóstmmenntuð
mannvera mætti koma nálægt
bömum þeirra. Það væri fyrir neðan
virðingu þeirra sjálfra og bama
þeirra. Það er sko orðin allvemlega
alvarleg uppákoma. Semsagt fara
á að draga manneskjur í dilka, sem
TXISJIR.
Verð frá kr. 9.850.-
HINIR HEIMSÞEKKTU
STURTUKLEFAR
OG BAÐHURÐIR
Á. Bergmann,
heildverslun,
Stapahrauni 2,
Hafnarfiröi, s: 651550
Útsölustaðlr:
Vald. Poulaen, Rvik Skapll lif., Akoreyrí Kaupl. Rangælnga, Hvolsvelli
B.B. byggingavörur, Rvík Kaupl. Þingeylnga, Húsavík Kauplélaglö Þór, Hellu
HúsiÖ, Rvík Kaupf, Héraöabúa, Egllsatööum gA Böövarsson, Selfossi
Pensillinn, Isafiröi Kaupl. Fram, Neskaupstaö Kaupfélag Vestmannaeyja, byggingavd.
Þ. Skagfjötö, Sauöárkrókl KÉA byggingavörur, Akureyn Kaupf. A.-Skaltfellinga. Hötn ,00t.)%P'P9 Sklpí Kaflavlk . SlUfTn
Selma Júlíusdóttir
amar. Þetta varð hroðaleg útkoma.
Líklegast vantaði ekkert nema móð-
ur og eða föðurhjartað og aðra
mannlega hlýju, en það skipti sköp-
um. Bamið er eins í dag. Hvað það
varðar að hreykja sér yfir aðra og
draga fólk í dilka eftir prófum eða
öðmm metorðastigum er ekkert
nema neikvætt.
Af reynslu okkar frá fyrri sögu
heims leiðir það aðeins til sundmng-
ar og stríðsfyrirkomulags. Þeir sem
álíta sig æðri og meiri en aðrir og
halda að aðeins þeirra skoðun á
málunum sé sú eina rétta, em bæði
vitgrannir og háskalegir umhverfi
sínu nú eins og áður. Því miður
tekst þannig þenkjandi fólki oft að
spila á múgsefjun fólks og er dug-
legt að fá á sitt band fréttamiðla.
Hinir ugga ekki að sér fyrr en skað-
inn er skeður og reynist þá erfitt
að bijótast í gegnum heimskuna
og múgæsinguna. Því miður er ekki
Böm frá Víetnam í föndurskóla, Selmu Júlíusdóttur.
hafa bamauppeldi að starfi. Þeir
sem ekki hafa fengið gæðastimpil-
inn fóstmskóli á sig fara í O flokk.
Höfum við ekki heyrt eitthvað
svipað þessu áður í heimssögunni?
Hitler og hans menn fengu líka ill-
kynjaðan sjúkdóm, sem er kallaður
ofmenntaður. Þeir héldu því fram
að germanski stofninn væri skapað-
ur af Guði til að vera fallegasti,
vitrasti og guðlegasti stofninn og
væri sjálfkjörinn til að drottna yfir
heiminum. Þeir töldu sig hafa rétt
til að beita öllum tiltækum brögðum
til að koma þessari fallegu heimssýn
á. Tilgangurinn helgar meðalið.
Eitt af því, sem þeim í Þýskalandi
þess tíma datt í hug, var að setja
á stofn fullkomna kynbótastarfsemi
mannkyninu til blessunar. Þeir
„leyfðu" fallegu ljóshærðu fólki að
eðla sig þar til líf kviknaði. Þá var
karlmaðurinn dreginn frá en kven-
maðurinn látinn vera þar til lífið
birtist heiminum, þá var barnið lát-
ið í hendur velmenntaðs fólks en
móðirin var búin að skila sinu hlut-
verki og fór að vinna fyrir ættjörð-
ina á öðrum vettvangi þar sem álitið
var að störf hennar nýttust betur.
Því miður var mannkynið samt við
sig. Þetta einfaldlega stóðst ekki.
Bömin brugðust neikvætt við og
andlegt og líkamlegt atgervi þeirra
var í engu samræmi við vænting-
brotist í gegn nema með hörku og
einbeitni. Það verður fyrst að bijóta
niður alla blekkinguna sem hefur
verið viðhöfð og síðan að byggja
allt upp aftur frá grunni.
Þannig álít ég að við séum stödd
í umræðum um dagvistarmál í dag.
Ég tek það SKÝRT fram að flestir
uppeldisfræðingar, hvort sem það
er háskólamenntað fólk eða mennt-
að í fagskólum, er mjög gott fólk,
sem alls ekki hefur verið með í
þessari niðurrifsstarfsemi. Niður-
rifsstarfsemin er framkvæmd af
haværum fjölskrúðlegum hópi sem
hefur vaðið áfram og við hin höfum
ekki haft vara á okkur og höfum
ekki aðhafst nóg. Ég vona að allir
sem vilja bömum okkar vel sporni
nú við fótum og hjálpist að við að
koma málunum í betra horf. Þar á
enginn að vera titlaður yfir annan
en allir að sýna getu sína í verki.
Þannig á að koma í ljós hvort fólk
er menntað eða ekki.
í öðrum pistli mun ég taka fyrir
dagvistarform á íslandi. Einnig
mun ég vitna í lokaniðurstöður
flokks á vegum Evrópuráðs um
galla og kosti dagvistarforma Evr-
ópulanda.
Höfundur hefur starfrækt fönd-
urskóla og einkadagvistun í 20 ár.
Jóhann Hjartarson
teflir við stúdenta
JÓHANN Hjartarson, stórmeist-
ari og laganemi teflir á morgun,
föstudag, fjöltefli við stúdenta í
Háskóla íslands.
Fjölteflið er háð í stofu 201 í
Ámagarði og hefst klukkan 15.00.
Allir stúdentar eru velkomnir og
eru minntir á að hafa með sér töflim i
Það er Orator, félag laganema,
sem stendur fyrir flölteflinu, en
fyrr á árinu stóð félagið fyrir fjöl-
tefli við Michael Tal, fyrrum
heimsmeistara. í samtali við Morg-
unblaðið sagði Frans Jezorski, sem
sér um framkvæmdina, að nú færi
hver að verða síðastur til að tefla
við Jóhann áður en hann hæfí at-
lögu sína að heimsmeistaratiltlinum
í skák.