Morgunblaðið - 01.10.1987, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987
MEÐ KAJ MUNK
TIL DANMERKUR
OG SVÍÞJÓÐAR
Gestasýning Leikhússins í kirkjunni
— í Kaupmannahöfn, Malmo og Vederso
eftir Þorbjörgu
Daníelsdottur
Þegar byrjað var að sýna leikrit-
ið um Kaj Munk í Hallgrímskirkju
í upphafi þessa árs var að mörgu
leyti lagt út í óvissu og ríkti því
mikil eftirvænting meðal aðstand-
enda. Ekki bara vegna þess að
frumsýna átti nýtt verk, heldur
einnig af því að það átti að sýna
það í kirkju. Hvemig myndi fólk
taka því að koma í kirkju til að sjá
leikrit. Það hafði aldrei áður verið
reynt á íslandi að færa upp heilt
leikrit í kirkju. Og hvað með efnið
— boðskapinn — skyldi hann eiga
erindi til fólks í dag? Kærir fólk sig
um í annríki dagsins og offramboði
afþreyingar að sjá og heyra um
eldhuga sem trúir á Guð og fómar
fjölskyldu og lífi fyrir sannfæringu
sína?
Já, það sýndi sig að leikritið átti
svo sannarlega erindi. Sjaldan eða
aldrei hefi ég séð fólk eins snortið
eins og áhorfendur greinilega vom
eftir fmmsýninguna. Og í stað
þriggja, fjögurra sýninga, eins og
við reiknuðum með að gætu orðið,
urðu þær hátt í 40, oftast fyrir
fullu húsi og alltaf var hrifning
áhorfenda jafn mikil.
Margt fengið svo
heilladrjúga framvindu
Þegar Ame Munk, sonur skálds-
ins, sem viðstaddur var fmmsýn-
ingu ásamt móður sinni, sló því
fram, bæði í gamni og alvöra, að
gaman væri að fá þessa sýningu
til Danmerkur trúðu fáir að það
gæti orðið að vemleika. En margt
sem tengist þessari sýningu hefur
fengið svo heilladrjúga framvindu
og það var í alvöra farið að vinna
að því að komast til Danmerkur og
Svíþjóðar eftir að formleg beiðni
þar um barst frá báðum löndum.
Við þurftum reyndar að kosta ferð-
ina sjálf, en nógu margir einstakl-
ingar og fyrirtæki studdu við bakið
á okkur til þess að gera okkur fært
að standa undir þeim kostnaði.
M.a. fékkst styrkur frá norræna
leiklistarráðinu.
Að mörgu þurfti að hyggja og
margt þurfti að gera á skömmum
tíma því að af mörgum ástæðum
var ekki mikið svigrúm til að velja
tíma til fararinnar. Vomm við bund-
in við seinustu vikuna í júní. Allt
gekk þó vel og hópurinn skipti með
sér verkum við að gera það sem
gera þurfti.
Þó sviðsmyndin væri einföld og
leikmunir fáir þurfti samt að fá
leigðan gám til flutningsins, aðal-
lega vegna pallanna sem þjónuðu
sem leiksvið í Hallgrímskirkju. Þeim
var svo breytt og þeir aðlagaðir
aðstæðum í öllum þeim þrem kirkj-
um sem leikið var í úti. Það mátti
heita hreinasta snilld hvemig strák-
unum tókst, undir „herstjórn“
Birgis Sveinbergssonar í Sviðs-
myndum, að byggja upp nýtt svið
á hvetjum stað úr þessum sömu
pöllum. Birgir slóst í hópinn á sein-
ustu stundu og var sú ákvörðun
hans ein af þessum óvæntu úrlausn-
um sem okkur fannst við svo oft
fá, ef við stóðum frammi fyrir ein-
hveijum vanda. Eitt slíkt vandamál
var t.d. að fínna út hvað gæti kom-
ið í stað altaristöflunnar, sem ásamt
altarinu var miðpunktur sviðsins í
Hallgrímskirkju. Það var vitað að
ekki yrði hægt að nota slíkt hið
sama í kirkjunum úti og ekki gátum
við tekið með okkur töfluna úr
Hallgrímskirkju. En þetta leystist,
enda segir Guðrún Asmundsdóttir
að maður eigi ekki að hafa áhyggj-
ur, því ekki munum við „auka spönn
við aldur okkar með því". Hún fór
sem sagt á stúfana og fékk lánaðan
yfír 100 ára gamlan, mjög fallegan
róðukross hjá prestum Landakots-
kirkju. Hún bjó síðan um hann í
dúnsænginni sinni og kom honum
vel fyrir í gámnum.
Sýnt í Vartov-kirkju
Þann 24. júní kl. 10 árdegis komu
allir í hópnum saman í Vartov-
kirkju í Kaupmannahöfn til skrafs
og ráðagerða. Flestir höfðu komið
til Hafnar daginn áður, en Guðrún,
Amar, Birgir og Láms ljósamaður
vora búin að vera fáeina daga til
að vinna að undirbúningi.
Vartov-kirkja er í miðri Kaup-
mannahöfn, rétt hjá Ráðhústorgi,
en hún lætur svo lítið yfír sér, að
utan frá séð er ekkert sem bendir
til þess að þar sé kirkja. Til að fínna
hana fer maður gegnum undirgöng,
Guðrún Ásmundsdóttir og Ragnhildur Ólafsdóttir. Myndin er tekin
í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn.
Lisa Munk, ekkja Kaj Munk, og ívar Sverrisson, sem leikur Kaj Munk ungan.
Kaupmannahöfn eða staddir þar um
stundar sakir, en furðu margir
Danir komu líka.
Amar fór á kostum eins og fyrri
daginn og hreif alla, jafnt landa sem
frændur, með kraftmikilli túlkun
sinni og leikur hinna léikaranna,
ekki síst bamanna, var líka jafn
ömggur og góður og hann hafði
alltaf verið í Hallgrímskirkju.
Eftir á mátti heyra undmnar-
og hrifningaryfírlýsingar eins og:
„Þetta var hreint ótrúlega grípandi
og vel gert.“ — „Mér fannst ég
skilja allt sem fram fór, þó ég skildi
ekki málið." — „Þetta var stórkost-
leg upplifun." Sama sagan endurtók
sig svo daginn eftir, nema hvað þá
var sýningin sjálf jafnvel enn betri.
Eftir fyrri sýninguna í Vartov
bauð safnaðamefnd íslenska safn-
aðarins í Kaupmannahöfn leikumm
og öðmm aðstandendum sýningar-
innar til fagnaðar í húsi Jóns
Sigurðssonar, á heimili prestshjón-
anna, séra Ágústs Sigurðssonar og
Guðrúnar Lám Ásgeirsdóttur. Þar
var í forsvari Ragnhildur Ólafs-
dóttir rithöfundur, systir Maríu
Ólafsdóttur listmálara sem látin er
fyrir nokkmm ámm. Ragnhildur
hafði einnig verið óþreytandi við
að aðstoða við undirbúning sýning-
arinnar í Höfn. Guðrún Lára hafði
komið til sögunnar áður, því hún
hafði útvegað öllum þeim, sem ekki
gátu búið hjá vinum eða vanda-
mönnum, ódýrt húsnæði. Einn
þessara ágætu húsráðenda var frú
Ellen Præstegárd, íslandsvinur og
fræðimaður í íslenskum bókmennt-
um. Hún pantaði að hafa Amar
Jónsson hjá sér ásamt þremur böm-
um hans og eiginkonu. (Það vom
9 böm með í ferðinni.) Hún sagðist
vera aðdáandi Amars, hún hefði séð
hann bæði á sviði og í sjónvarpi og
að hennar væri æran og ánægjan
að fá að hafa hann í sínum húsum.
— Svona er nú að vera frægur!
Þessi kona reyndist síðan hinn mesti
vildarmaður okkar allra. Hún sá
báðar sýningamar í Vartov og
skrifaði mjög jákvæða gagnrýni í
blöðin þar sem hún segir m.a. að
Amar hafí ekki leikið Kaj Munk,
heldur verið Kaj Munk á sviðinu.
Framandi tungnmál
skipti litlu máli
Frá Kaupmannahöfn var farið
jrfír til Malme í Svíþjóð. Þar búa
sæmdarhjónin séra Ingemar Thurin
og Birgitta Hellerstedt. Þau em
íslendingum ekki með öllu ókunn,
því þau hafa oftar en einu sinni
komið til íslands á vegum æsku-
lýðsstarfs þjóðkirkjunnar, sem
leiðbeinendur við uppfærslu helgi-
leikja. Birgitta heimsótti einnig
Leikhúsið í kirkjunni í desember í
fyrra og leiðbeindi þá um látbragð
og sviðsetningu. Hún er fastráðin
við dómkirkjuna í Lundi sem leik-
stjóri og hefur unnið að kirkjuleik-
list í 25 ár. Þau hjón höfðu
undirbúið komu okkar til Malmo
og Ingemar lánaði kirkjuna sína,
Kirsebergs-kirkjuna, til sýningar-
innar. Þar var leikið sunnudaginn
28. júnf og var nær hver bekkur
setinn og mjög var ánægjulegt að
verða vitni að þvf hvemig góð list-
ræn túlkum kemst óhindrað til
skila. Þama skipti framandi tungu-
mál litlu máli. Allir hrifust með í
framgangi leiksins.
Allt hafði verið
svo gott þennan dag
Sóknamefndin bauð upp á síðbú-
inn, kjamgóðan málsverð eftir
sýninguna því fyrir höndum var að
ná sfðustu feiju yfír til Kaup-
mannahafnar þetta sama kvöld.
Bæði Birgitta og Ingemar þökkuðu
komuna og sýninguna og Guðrún
og Jón Hjartarson, fararstjóri hóps-
ins, þökkuðu gestrisnina og elsku-
legheitin. Allt hafði verið svo gott
þennan dag; veðrið, móttökur Thur-
in-hjónanna og áhorfenda og nú
vom allir glaðir og mettir og tilbún-
ir til að halda til baka. Þá brá
nokkmm skugga á þennan bjarta
dag, því að í ljós kom að einhver
eða einhveijir höfðu lagst svo lágt
að læðast í föggur leikaranna þar
sem þær vom geymdar og rænt
þaðan pieningaveskjum frá sumum
en myndavélum frá öðmm ásamt
fleiri munum. Allir urðu miður sín
yfír þessu en líklega gestgjafar
okkar þó mest. Lítið var þó hægt
að gera til úrbóta annað en að láta
lögregluna vita og urðu einhveijir
eftir til að gefa skýrsiu.
Síst af öllu óraði okkur fyrir því
á þessari stundu, að við yrðum sjálf
„að svara til saka“ fyrir að hafa í
okkar fómm gripi sem ekki til-
heyrðu okkar eigum. En þannig var
að í flýtinum við að taka saman
dótið og pakka eftir sýningamar í
Vartov höfðu óvart lent í farangrin-
um tveir forláta kertastjakar með
sautjándu aldar ártali, mjög dýr-
mætir gripir Vartov-kirkju. Henni
verður ekki með orðum lýst, skelf-
ingunni, sem greip um sig þegar
„glæpurinn" uppgötvaðist. Allt fór
þetta þó vel og var stjökunum skil-
að heilum og ósködduðum til sfns
heima.
Draumurinn rætist
Nú dró að hápunkti ferðarinnar
— æðsti draumurinn var að rætast.
Gat nokkuð verið stórkostlegra fyr-
ir leikara, höfund og leikstjóra, en
að fá að sýna þetta ieikrit um Kaj
Munk í hans eigin kirkju og fyrir
hans söfnuð. Þvílík tilfínning hlaut
það að vera fyrir Amar að fá að
standa í sama prédikunarstól og
Kaj Munk hafði staðið í með sömu
sóknarbörnin fyrir framan sig og
hlustað höfðu á Kaj Munk flytja
margar af hans bestu ræðum.
Mánudaginn 29. júní eftir hádegi
vom allir mættir á aðaljámbrautar-
stöðina í Kaupmannahöfn, samtals
32, tilbúnir í fjögurra tíma lestar-
ferðar til Ulfborg sem er næsta
brautarstöð við Vedersa. Þangað
vomm við sótt og síðan keyrð í
eða port inn í stóran húsagarð. Þar
leynist hún, þessi rúmlega 400 ára
gamla kirkja, sem Gmndtvig eitt
sinn þjónaði, svo falleg og virðuleg
þegar inn er komið.
Enn skipti fólk með sér verkum
og á ótrúlega skömmum tíma var
búið að byggja upp leiksvið þar sem
róðukrossinn góði féll svo vel inn í
umhverfið og sómdi sér svo vel að
það var eins og hann hefði alltaf
verið þama.
Aðsóknin kvöldið eftir fór fram
úr bestu vonum. Aðallega vom það
íslendingar, annaðhvort búsettir í
Araar Jónsson sem Kaj Munk í Vederso-kirkju.