Morgunblaðið - 01.10.1987, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987
Opið bréf til Þing-
vallanefndar
j
— fráÞorleifi
Einarssyni
Til Þingvallanefndar.
Hinn 4. september barst mér í
pósti bæklingur eða greinargerð,
sem nefnist Þingvellir með undir-
titlinum Þjóðgarðurinn og
umhverfi. Greinargerð þessi er
samin í samræmi við vilja og óskir
hinnar þingkjömu Þingva^anefnd-
ar, en í henni sitja Þórarinn Sigur-
jónsson fyrrverandi alþingismaður,
formaður, Hjörleifur Guttormsson
alþingismaður og Þorsteinn Pálsson
alþingismaður og núverandi forsæt-
isráðherra. Um miðjan maí 1985
samþykkti Þingvallanefnd í skjmd-
ingu að ráða tvo landslagsarkitekta,
þá Einar E. Sæmundsen og Reyni
Vilhjálmsson, til að gera skipulags-
tillögu um þjóðgarðinn á Þingvöll-
um og umhverfí og tæki hún til
nýtingar þjóðgarðsins og þeirrar
starfsemi sem þar á að fara fram.
Þjóðgarðsvörðurinn og sóknar-
presturinn, sr. Heimir Steinsson,
sem jafnframt er framkvæmdastjóri
Þingvallanefndar, mun hafa verið
arkitektunum mjög innan handar í
öllu starfi þeirra.
Ástæðan fyrir því að Þingvalla-
nefnd vaknaði svo skyndilega af
værum blundi var sú, að hinn 18.
maí 1985 hafði Landvemd boðað
til ráðstefnu um Þingvelli — framtíð
og friðun — í Valhöll. Mér fannst
nefndarmenn óþarflega fljótir til,
HOLME
GAARÐ
OFCOPENHAGEN
glerskurðarsýning
Kurt Larsen glerskurðarmaður Jrá HOLMEGAARD.
Danski glerskurðarmaðurinn Kurt Larsen sýnir glerskurð
í verslun okkar dagana 1. til 4. október n.k.
Viðskiptavinum okkar gefst kostur á
að láta grafa í gler frá HOLMEGÁARD.
Þetta er jafnframt sölusýning á þeim verkum
sem Kurt grefur í á staðnum.
Missið ekki af þessum einstœða listviðburði.
Sýningar Kurts verða á eftirtöldum tímum:
Fimmtudagur 1. október kl. 9—12 og 14—16
Föstudagur 2. október kl. 9—12 og 14—16
Laugardagur 3. október kl.10—12 og 13—16
Sunnudagur 4. október kl. 13—16
KÚNÍGÚND
SÉRVERSLUN MEÐ GJAFAVÖRUR
Skólavörðustíg 6 Sími 13469
„ Astæðan fyrir þessum
skrifum mínum er ein-
faldlega sú, að Þing-
vellir eru ímínum huga
og líklega íslendinga
allra, helgasti staður á
Islandi. Þar renna sam-
an í eitt saga þjóðar og
menningar svo og sér-
stæð náttúrufegurð.“
vart hefði skaðað, þótt þeir hefðu
beðið nokkra daga og hlýtt á erind-
in á ráðstefnunni og stuðst við það,
sem þar kom fram, og metið hvort
þar kæmi eitthvað gagnlegt fram.
Ræðumenn eru allir fróðir um Þing-
velli. Má nefna að forseti íslands
Vigdís Finnbogadóttir hélt ávarp,
en erindi fluttu Sigurður Steinþórs-
son jarðfræðingur, Pétur M.
Jónasson líffræðingur, Guðmundur
Ólafsson fomleifafræðingur, Eyþór
Einarsson grasafræðingur, Finnur
Torfi Hjörleifsson lögfræðingur, sr.
Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður
og Matthías Jóhannessen ritstjóri.
Á ráðstefnu þessari komu fram
ýmsar gagnlegar upplýsingar og
ábendingar þótt fjölmiðlar, nema
Morgunblaðið, segðu lítt frá ráð-
stefnunni, svo að niðurstöður
ráðstefnunnar fóm að nokkru leyti
fram hjá almenningi.
Tillögur í greinargerð landslags-
arkitektanna um Þingvelli em um
margt athyglisverðar, sumar mjög
jákvæðar, aðrar vafasamar og
margar að mínu viti ótækar. Verst
af öllu er að tími til að gera athuga-
semdir er ótrúlega stuttur, en þeim
skal skila til framkvæmdastjóra
nefndarinnar fyrir 1. október, rúm-
um þrem vikum eftir að greinar-
gerðin var send út. Þessi frestur
er allt of stuttur þegar um svo
mikilvægt mál er að ræða sem
framtíðarskipulag helgistaðar þjóð-
arinnar. Við þetta bætist að erfitt
var að fá nánari upplýsingar um
málsatvik og tillögur þar sem þjóð-
garðsvörður dvaldist meginhluta
þessa stutta tíma í Bandaríkjunum
ásamt arkitektunum tveim, til að
kynna sér rekstur og starfsemi
þjóðgarða.
Það er skrítin uppákoma, að þeir
skyldu fara í þessa langferð eftir
að greinargerðin var send út.
Venjulegra er að menn afli sér vitn-
eskju um málefnin fyrir fram en
ekki eftir á. En svona starfar nú
Þingvallanefnd, sbr. það sem áður
sagði um ákvörðun um gerð grein-
argerðarinnar um Þingvelli nokkr-
um dögum áður en ráðstefna
Landvemdar fór fram. Af framan-
sögðu tel ég nauðsynlegt að
Þingvallanefnd framlengi skilafrest
athugasemda við greinargerðina
verulega, svo að t.d. alþingismenn,
sem bera samkvæmt lögum ábyrgð
á vemd Þingvalla og starfsemi þar,
geti komið sínum skoðunum á fram-
færi. Einnig tel ég æskilegt að
Náttúmvemdarþing, sem verður
haldið seint í október, fái að fjalla
um þetta mál svo og fulltrúar á
aðalfundum Landvemdar og Sam-
bands íslenskra náttúruvemdarfé-
laga, en bæði þessi samtök halda
fundi seinna í haust.
Ástæðan fyrir þessum skrifum
mínum er einfaldlega sú, að Þing-
vellir em í mínum huga og líklega
Islendinga allra, helgasti staður á
íslandi. Þar renna saman í eitt saga
þjóðar og menningar svo og sérstæð
náttúmfegurð. Þangað sækja því
hundmð þúsunda manna ár hvert
til að baða sig í ljósi sögunnar og
njóta náttúmfegurðar. Að auki em
Þingvellir Mekka allra jarðvísinda-
manna heimsins, staðurinn þar sem
unnt er að sjá hvemig ný jarð-
skorpa verður til á plötuskilunum
milli Ameríku og Evrópu.
Ég treysti mér alls ekki nú eftir
stuttarlegan lestur greinargerðar-
innar til að gera þær athugasemdir
sem fram þurfa að koma, til þess
þarf ég meiri tíma. En mér sýnist,
að eitt af einkennum þessarar
greinargerðar sé m.a. að takmarka
umgang almennings um Þingvelli
sjálfa. Þeir sem koma til Þingvalla
virðast eiga að hanga á berangri
vestan Almanngjár og austan
Hrafnagjár. Aðstaða fyrir almenn-
ing er ætlað að vera minnst í 2—4
km fjarlægð frá Þingvöllum sjálf-
um, hvort sem um er að ræða
tjaldstæði, veitingahús eða aðra
starfsemi. Til að njóta Þingvalla
sjálfra þarf því að fara gangandi,
fram og til baka, a.m.k. 4—8 km.
Þetta er í góðu veðri svo sem ætl-
andi frísku fólki en í illviðrum
aðeins hörkufólki, hörðum göngu-
mönnum eða skokkurum. Á hinum
eiginlegu Þingvöllum yrði aðeins
prestsetrið og svo monthöll fyrir
Alþingi og kirkju.
Mér sýnist að greinargerðin
Þingvellir — þjóðgarðurinn og um-
hverfi — sé um margt svo meingöll-
uð að ekki komi til mála annað en
hún verði endurskoðuð rækilega.
Við endurskoðun skal haft í huga
að Þingvellir verði aðgengilegri al-
menningi en nú er. Þetta er helgi-
staður allrar þjóðarinnar. Um þetta
svæði þarf því að auðvelda fólki
ferð og dvöl en ekki hindra. Ekki
er tími eða rúm til að gera nánarí
athugasemdir, en vonandi vinnst
tími til þess síðar.
Það er skylda Þingvallanefndar
að sýna almenningi gögn og tillög-
ur, svo sem ber samkvæmt skipu-
lagslögum, svo að unnt sé að fá
nánari skýringar á tillögum hennar
og starfsfólks hennar svo og nánari
útlistun á texta og kortum í greinar-
gerðinni en kortin eru ærið erfið
aflestrar vegna of mikillar smækk-
unar.
Að lokum fer ég hér með fram
á það við Þingvallanefnd að skila-
frestur á athugasemdum við grein-
argerðina verði lengdur til
sumardagsins fyrsta 1988 svo að
góður tími gefist til að huga nánar
að skipulagi Þingvalla og nágrenn-
is.
Með vinsemd og virðingu.
Höfundur erjarðfræðingur.
Guðný S. Þorleifsdóttir og Gerður Steinarsdóttir, hinir nýju eig-
endur blómaverslunarinnar „Stör“ f Domus Medica.
Eigendaskiptiá blómaverslun
NÝIR eigendur hafa tekið við leifsdóttir.
rekstri blómaverslunarinnar f Verslunin hefur á boðstólum
Domus Medica og hefur versl- gjafavörur og allar hefðbundnar
unin fengið nýtt nafn, „Stör“. blómaskreytingar. Versiunin
Hinir nýju eigendur eru Gerður verður opin alla daga vikunnar frá
Steinarsdóttir og Guðný S. Þor- kl. 10.00-21.00.