Morgunblaðið - 01.10.1987, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 01.10.1987, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 31 Áróðursherferð gegri notkun nagladekkja Á VEGUM borgaryfirvalda verð- ur hrint af stað áróðursherferð þann 9. október gegn notkun nagladekkja. Umferðarráð leggst gegn þessari áróðursherferð, þar eð það telur nagladekkin vera öryggisatriði. Það var nýlega samþykkt á fundi borgarstjómar að veita þremur millj- ónum til áróðursherferðar gegn notkun nagladekkja á götum borgar- innar. Ingi Ú. Magnússon, gatna- málastjóri Reykjavíkurborgar, sem annast framkvæmd herferðarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að gerðir hefðu verið samningar við auglýsingarstofu Ólafs Stephensen um að útbúa auglýsingar. Einnig Fj ölbýlishúsalóðir í Reykjavík: Söluverð hefur hækk- að umfram lánskjara- vísitölu í heilt ár SÖLUVERÐ fjölbýlishúsaibúða í Reykjavík hækkaði um 5% um- fram lánskjaravísitölu milli 1. og 2. ársfjórðungs 1987 og hafa fjöl- býlishúsaíbúðir hækkað umfram Framleiðni- sjóður býður bændum fækk- unar samninga Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins mun nú i haust gefa kost á samningum um fækkun sauðfjár, þannig að framleiðendur sauð- fjárafurða geti aðlagað bústofns- eign sina fullvirðisrétti. Greiddar verða kr. 1.500 fyrir hveija full- orðna kind, sem fargað verður skv. slíkum fækkunarsamningi, gegn skuldbindingu um að ekki verði fjölgað á ný næstu 5 árin. Að jafnaði verður ekki gerður samningur um minni fækkun en 15 kindur. Fækkun miðast við framtal- inn bústofn skv. forðagæsluskýrslum 1986. Ennfremur gefst framleiðend- um, sem engan fullvirðisrétt hafa, kostur á fækkunarsamningi, gegn skuidbindingu um að þeir geri ekki kröfur um aðild að búvörusamningi Stéttarsambands bænda og land- búnaðarráðherra. Umsóknarfrestur er til 25. okt. nk. Upplýsingar veita ráðunautar búnaðarsambandanna og Framleiðnisjóður landbúnaðarins. Vakin er athygli á, að ekki verður boðið upp á slíka fækkunarsamninga sem hér um ræðir á ofangreindu tfmabili. (Fréttatílkynmng frá Framleiðnisjódi.) lánskjaravísitöluna samfleitt i eitt ár. Þetta kemur fram í siðasta hefti Markaðsfrétta, sem útgefn- ar eru af Fasteignamati rikisins. í Markaðsfréttum kemur einnig fram að verð þessara íbúða hafi á öðrum ársfjórðungi ekki verið hærra miðað við fast verðlag síðan í árslok 1984. Þó hafi verðhækkanir innan ársijórðungsins fylgt almennum vísi- tölum og því staðið í stað að raunverði. Fermetersverð þriggja til fjögurra herbergja íbúða í fjölbýlishúsum í Reykjavík hefur hækkað um 39-42% frá sama ársfjórðungi árið áður, en um 32-33% á minni og stærri íbúðum samkvæmt upplýsingum Fasteigna- matsins. verða gerðar stuttar kvikmjmdir þar sem lýst verður skemmdum af völd- um nagladekkja og með viðtölum við menn sem til þekkja. „Ökumenn verða hvattir til þess að keyra á ónegldum snjódekkjum á vetuma, enda á það alveg að duga, þar sem flestir bílar eru með framhjóladrifí og fæstir bílar fara út fyrir bæjar- mörkin. Að sögn Inga er nagla- dekkjanotkun nú um 75% og kostar gatnaslitið borgina um 60-80 millj- ónir á ári. „Þessum peningum væri betur varið til að betrum bæta gatnakerfi borgarinnar." Sigurður Björgvinsson hjá Um- ferðarráði kvaðst vera ósáttur við þessa áróðursherferð, enda liti Um- ferðarráð svo á að nagladekk væm nauðsynlegt öryggistæki á vetmm. „Ónegld snjódekk koma ekki að sömu notum, þar sem þau festa sig ekki í hálkunni eins nagladekkin." Um skaðsemi nagladekkja sagði Sig- urður, að skoða þyrfti það mál betur og horfa til fleiri ára; það væri ekki rétt að taka út einn vetur þar sem slit var óvenju mikið vegna snjóleys- is. Ólafur B. Thors, forstjóri Al- mennra trygginga lét svo um mælt í samtali við blaðið, að væm borgar- yfirvöld tilbúin til þess að hafa í frammi þær að aðgerðir, sem tryggðu að engin hálka væri á göt- um, væri unnt að fallast á stórlegan samdrátt í notkun nagladekkja. „Hins vegar mega menn ekki gleyma því, að nagladekkin em geysilegt öryggisatriði úti á vegum,“ sagði Ólafur. Fiskverðsdeilan á Eskifirði: Bragi Haunesson við eitt verkanna á sýningunni. Morgunblaðið/RAX Bragi Hannesson sýnir í Gallerí Borg OPNUÐ verður sýning á verk- um Braga Hannessonar í Gallerí Borg við Austurvöll i dag, 1. október, kl. 17.00. Bragi Hannesson fæddist í Reykjavík 1932. Hann er lögfræð- ingur að mennt og starfar sem bankastjóri við Iðnaðarbankann. Bragi hóf að mála 1966-1967 og hefur numið hjá nokkmm list- málurum. Hann málar mest í „expressjónískum“ stíl. Þetta er þriðja einkasýning Braga en áður sýndi hann í Gall- erí Háhól á Akureyri 1977 og í Norræna húsinu í Reykjavík 1984. Þá hefur Bragi tekið þátt í haust- sýningum FIM 1975, 1977 og 1980, samsýningum Vetrarmynd- ar 1977, 1979, 1981 og 1983 og samsýningu í Werkhof Bissendorf við Hannover í Vestur-Þýskalandi 1982. Á sýningunni í Gallerí Borg em olíumálverk og vatnslitamjmdir., Sýningin er opin virka daga kl. 10.00-18.00 og um helgar kl. 14.00-18.00 og stendur til 13. október. Skipveriar hafna tilboði SKIPVERJAR á Eskifirði höfn- uðu á mánudag tilboði útgerðar- manna um 5% hækkun á fiskverði frá 1. júní til 1. októ- ber. Krafa skipverja hljóðar upp á 15% ofan á þorsk og 10% á annan fisk frá áramótum. Einnig vilja skipveijar að miðað verði við verð á fiskmarkaðinum í Hafnarfirði. Að sögn Aðalsteins Jónssonar forstjóra Hraðfrysti- húss Eskifjarðar var frystihúsið að vinna síðasta fiskinn sem til var í gær og taldi hann lfklegt að starfsemi hússins myndi stöðvast í dag ef ekki fengist lausn á deilunni. Enginn fundur hefur verið boðaður milli deilu- aðila en á þriðjudagskvöld funduðu sjómenn áfram um til- boð útgerðar. Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði sagði allt vera í hnút í togaradeilunni. Tilboð útgerðarinn- ar væri alls ekki aðgengilegt. Menn hefðu verið í talsverðri óvissu vegna þess að Verðlagsráð sjávarútvegs- ins hefði ekki lokið störfum. Hrafnkell sagði að það væri út af fyrír sig viðurkennt á Fáskrúðs- firði, þar sem markaðsverðið í Hafnarfirði réði, að óraunhæft væri að miða við það. í samningnum sem þar hefði gilt til skamms tíma væri tekinn út sá fiskur sem aðallega stjómaðist af þörfum fiskkaup- manna, ýsa, lúða og skötuselur. „Það viðurkenna allir að ekki er hægt að taka markaðsverðið sem slíkt og jrfirfæra það út á landi þó menn vilji taka mið af markaðinum. Vinnslan, sem þarf að kaupa allan afla upp úr skipi hefur eðlilega ekki eins rúmar hendur og þeir sem geta farið á markað og kejrpt ná- kvæmlega það magn af hverri tegund sem þeir þurfa hveiju sinni. Það er því út af fyrir sig skilningur á þeim vanda til staðar, en hinsveg- ar teljum við að skort hafi á skilning útgerða skipanna hér að sjómenn eru ekki tilbúnir til að afsala sér íhlutun í verðlagninguna þrátt fyrir að fulltrúar þeirra í verðlagsráði hafi ekki viljað taka afstöðu. Um það hefur málið kannski snúist helst hér á Eskifirði." að þegar við kaupum leð- ursófasett veljum við alltaf gegnumlitað leður og alltaf aniKnsútað (krómsútað) leður og leðurhúðir af dýrum frá norðlægum slóðum eða fjallalöndum — og yfirleitt óslípaðar húðir (sem eru end- ingarbestar). Ef þú ert í einhverjum vafa um hvort þú ert að kaupa góða vöru eða ekki, skaltu bara biðja okkur um 5 ára ábyrgð. Tegund Ceylon. Sumir eiga svo stórar stof- ur að þeir fá aldrei nógu stór homsett í þær. Þeir ættu að koma og Hta á Ceylon homsófann. Litir: Svart og brúnt í úrvalsleðri með afborgunarkjörum í 12 mánuði. húsgagna-höllin REYKJAVÍK MOBLER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.