Morgunblaðið - 01.10.1987, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987
31
Áróðursherferð gegri
notkun nagladekkja
Á VEGUM borgaryfirvalda verð-
ur hrint af stað áróðursherferð
þann 9. október gegn notkun
nagladekkja. Umferðarráð leggst
gegn þessari áróðursherferð, þar
eð það telur nagladekkin vera
öryggisatriði.
Það var nýlega samþykkt á fundi
borgarstjómar að veita þremur millj-
ónum til áróðursherferðar gegn
notkun nagladekkja á götum borgar-
innar. Ingi Ú. Magnússon, gatna-
málastjóri Reykjavíkurborgar, sem
annast framkvæmd herferðarinnar,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að gerðir hefðu verið samningar við
auglýsingarstofu Ólafs Stephensen
um að útbúa auglýsingar. Einnig
Fj ölbýlishúsalóðir í Reykjavík:
Söluverð hefur hækk-
að umfram lánskjara-
vísitölu í heilt ár
SÖLUVERÐ fjölbýlishúsaibúða í
Reykjavík hækkaði um 5% um-
fram lánskjaravísitölu milli 1. og
2. ársfjórðungs 1987 og hafa fjöl-
býlishúsaíbúðir hækkað umfram
Framleiðni-
sjóður býður
bændum fækk-
unar samninga
Framleiðnisjóður landbúnaðar-
ins mun nú i haust gefa kost á
samningum um fækkun sauðfjár,
þannig að framleiðendur sauð-
fjárafurða geti aðlagað bústofns-
eign sina fullvirðisrétti. Greiddar
verða kr. 1.500 fyrir hveija full-
orðna kind, sem fargað verður
skv. slíkum fækkunarsamningi,
gegn skuldbindingu um að ekki
verði fjölgað á ný næstu 5 árin.
Að jafnaði verður ekki gerður
samningur um minni fækkun en 15
kindur. Fækkun miðast við framtal-
inn bústofn skv. forðagæsluskýrslum
1986. Ennfremur gefst framleiðend-
um, sem engan fullvirðisrétt hafa,
kostur á fækkunarsamningi, gegn
skuidbindingu um að þeir geri ekki
kröfur um aðild að búvörusamningi
Stéttarsambands bænda og land-
búnaðarráðherra. Umsóknarfrestur
er til 25. okt. nk. Upplýsingar veita
ráðunautar búnaðarsambandanna og
Framleiðnisjóður landbúnaðarins.
Vakin er athygli á, að ekki verður
boðið upp á slíka fækkunarsamninga
sem hér um ræðir á ofangreindu
tfmabili.
(Fréttatílkynmng frá
Framleiðnisjódi.)
lánskjaravísitöluna samfleitt i eitt
ár. Þetta kemur fram í siðasta
hefti Markaðsfrétta, sem útgefn-
ar eru af Fasteignamati rikisins.
í Markaðsfréttum kemur einnig
fram að verð þessara íbúða hafi á
öðrum ársfjórðungi ekki verið hærra
miðað við fast verðlag síðan í árslok
1984. Þó hafi verðhækkanir innan
ársijórðungsins fylgt almennum vísi-
tölum og því staðið í stað að
raunverði.
Fermetersverð þriggja til fjögurra
herbergja íbúða í fjölbýlishúsum í
Reykjavík hefur hækkað um 39-42%
frá sama ársfjórðungi árið áður, en
um 32-33% á minni og stærri íbúðum
samkvæmt upplýsingum Fasteigna-
matsins.
verða gerðar stuttar kvikmjmdir þar
sem lýst verður skemmdum af völd-
um nagladekkja og með viðtölum
við menn sem til þekkja. „Ökumenn
verða hvattir til þess að keyra á
ónegldum snjódekkjum á vetuma,
enda á það alveg að duga, þar sem
flestir bílar eru með framhjóladrifí
og fæstir bílar fara út fyrir bæjar-
mörkin. Að sögn Inga er nagla-
dekkjanotkun nú um 75% og kostar
gatnaslitið borgina um 60-80 millj-
ónir á ári. „Þessum peningum væri
betur varið til að betrum bæta
gatnakerfi borgarinnar."
Sigurður Björgvinsson hjá Um-
ferðarráði kvaðst vera ósáttur við
þessa áróðursherferð, enda liti Um-
ferðarráð svo á að nagladekk væm
nauðsynlegt öryggistæki á vetmm.
„Ónegld snjódekk koma ekki að
sömu notum, þar sem þau festa sig
ekki í hálkunni eins nagladekkin."
Um skaðsemi nagladekkja sagði Sig-
urður, að skoða þyrfti það mál betur
og horfa til fleiri ára; það væri ekki
rétt að taka út einn vetur þar sem
slit var óvenju mikið vegna snjóleys-
is.
Ólafur B. Thors, forstjóri Al-
mennra trygginga lét svo um mælt
í samtali við blaðið, að væm borgar-
yfirvöld tilbúin til þess að hafa í
frammi þær að aðgerðir, sem
tryggðu að engin hálka væri á göt-
um, væri unnt að fallast á stórlegan
samdrátt í notkun nagladekkja.
„Hins vegar mega menn ekki gleyma
því, að nagladekkin em geysilegt
öryggisatriði úti á vegum,“ sagði
Ólafur.
Fiskverðsdeilan á Eskifirði:
Bragi Haunesson við eitt verkanna á sýningunni.
Morgunblaðið/RAX
Bragi Hannesson
sýnir í Gallerí Borg
OPNUÐ verður sýning á verk-
um Braga Hannessonar í Gallerí
Borg við Austurvöll i dag, 1.
október, kl. 17.00.
Bragi Hannesson fæddist í
Reykjavík 1932. Hann er lögfræð-
ingur að mennt og starfar sem
bankastjóri við Iðnaðarbankann.
Bragi hóf að mála 1966-1967
og hefur numið hjá nokkmm list-
málurum. Hann málar mest í
„expressjónískum“ stíl.
Þetta er þriðja einkasýning
Braga en áður sýndi hann í Gall-
erí Háhól á Akureyri 1977 og í
Norræna húsinu í Reykjavík 1984.
Þá hefur Bragi tekið þátt í haust-
sýningum FIM 1975, 1977 og
1980, samsýningum Vetrarmynd-
ar 1977, 1979, 1981 og 1983 og
samsýningu í Werkhof Bissendorf
við Hannover í Vestur-Þýskalandi
1982.
Á sýningunni í Gallerí Borg em
olíumálverk og vatnslitamjmdir.,
Sýningin er opin virka daga kl.
10.00-18.00 og um helgar kl.
14.00-18.00 og stendur til 13.
október.
Skipveriar hafna tilboði
SKIPVERJAR á Eskifirði höfn-
uðu á mánudag tilboði útgerðar-
manna um 5% hækkun á
fiskverði frá 1. júní til 1. októ-
ber. Krafa skipverja hljóðar upp
á 15% ofan á þorsk og 10% á
annan fisk frá áramótum. Einnig
vilja skipveijar að miðað verði
við verð á fiskmarkaðinum í
Hafnarfirði. Að sögn Aðalsteins
Jónssonar forstjóra Hraðfrysti-
húss Eskifjarðar var frystihúsið
að vinna síðasta fiskinn sem til
var í gær og taldi hann lfklegt
að starfsemi hússins myndi
stöðvast í dag ef ekki fengist
lausn á deilunni. Enginn fundur
hefur verið boðaður milli deilu-
aðila en á þriðjudagskvöld
funduðu sjómenn áfram um til-
boð útgerðar.
Hrafnkell A. Jónsson, formaður
verkalýðsfélagsins Árvakurs á
Eskifirði sagði allt vera í hnút í
togaradeilunni. Tilboð útgerðarinn-
ar væri alls ekki aðgengilegt. Menn
hefðu verið í talsverðri óvissu vegna
þess að Verðlagsráð sjávarútvegs-
ins hefði ekki lokið störfum.
Hrafnkell sagði að það væri út
af fyrír sig viðurkennt á Fáskrúðs-
firði, þar sem markaðsverðið í
Hafnarfirði réði, að óraunhæft væri
að miða við það. í samningnum sem
þar hefði gilt til skamms tíma væri
tekinn út sá fiskur sem aðallega
stjómaðist af þörfum fiskkaup-
manna, ýsa, lúða og skötuselur.
„Það viðurkenna allir að ekki er
hægt að taka markaðsverðið sem
slíkt og jrfirfæra það út á landi þó
menn vilji taka mið af markaðinum.
Vinnslan, sem þarf að kaupa allan
afla upp úr skipi hefur eðlilega
ekki eins rúmar hendur og þeir sem
geta farið á markað og kejrpt ná-
kvæmlega það magn af hverri
tegund sem þeir þurfa hveiju sinni.
Það er því út af fyrir sig skilningur
á þeim vanda til staðar, en hinsveg-
ar teljum við að skort hafi á skilning
útgerða skipanna hér að sjómenn
eru ekki tilbúnir til að afsala sér
íhlutun í verðlagninguna þrátt fyrir
að fulltrúar þeirra í verðlagsráði
hafi ekki viljað taka afstöðu. Um
það hefur málið kannski snúist helst
hér á Eskifirði."
að þegar
við kaupum leð-
ursófasett veljum við
alltaf gegnumlitað leður og
alltaf aniKnsútað (krómsútað)
leður og leðurhúðir af dýrum frá
norðlægum slóðum eða fjallalöndum —
og yfirleitt óslípaðar húðir (sem eru end-
ingarbestar).
Ef þú ert í einhverjum vafa um hvort þú
ert að kaupa góða vöru eða ekki, skaltu
bara biðja okkur um 5 ára ábyrgð.
Tegund Ceylon. Sumir eiga svo stórar stof-
ur að þeir fá aldrei nógu stór homsett í
þær. Þeir ættu að koma og Hta á Ceylon
homsófann.
Litir: Svart og brúnt í úrvalsleðri
með afborgunarkjörum í 12 mánuði.
húsgagna-höllin
REYKJAVÍK
MOBLER