Morgunblaðið - 01.10.1987, Síða 36

Morgunblaðið - 01.10.1987, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 JMtfguiiÞIiifrtfe LJtgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö. Er fastgengis- stefnan í hættu? að eru margar ástæður fyrir því, að fyrrverandi ríkisstjórn tókst að ná tökum á óðaverðbólgunni og minnka verðbólguna úr 130% eins og hún var vorið 1983 niður fyrir 20%. Það voru ekki sízt ytri aðstæður, sem leiddu til þess að sá árangur náðist. Verð- hrun á olíu í ársbyijun 1986 skipti sköpum. Mikil lækkun vaxta á alþjóðlegum lána- mörkuðum átti þátt í því, svo og veruleg hækkun á fískverði erlendis. Til viðbótar komu svo ýmsar ráðstafanir, sem fyrr- verandi ríkisstjóm beitti sér fyrir. Ein þeirra var sú lykil- ákvörðun að hætta að láta gengið síga dag frá degi en taka upp fastgengisstefnu í þess stað. Þær ytri aðstæður, sem áð- ur voru nefndar, gerðu fyrr- verandi ríkisstjóm kleift að halda fast við fastgengis- stefnu. Sjálfsagt hefði hún ekki haldið svo lengi, sem raun ber vitni, ef við hefðum ekki búið við stöðugt hækkandi verðlag á fískmörkuðum okkar og samkeppni milli markaða vestan hafs og austan um físk frá íslandi. Þessar stöðugu verðhækkanir hafa gert físk- vinnslunni kleift að standa undir innlendum kostnaðar- hækkunum. Nú em blikur á lofti og hætta á að erfíðara verði að halda við fastgengisstefnuna en fram að þessu. Fyrst má nefna, að það háa verð, sem hefur verið á fískafurðum vest- an hafs um skeið, er ekki jafn tryggt og áður. Kanadamenn hafa lækkað verð á sínum físki og gefíð þær skýringar, að þeir þurfí að losna við birgðir. Það er nógu slæmt ef verð- hækkanir vestan hafs stöðv- ast, en ef verð fer lækkandi blasa stórfelld vandamál við í fískvinnslunni. Það er skoðun manna í sjáv- arútvegi og fískvinnslu að það sé að byija að halla undan fæti eftir einstakt góðæri. Umskiptin geta verið snögg á hvom veginn sem er. Miklar kostnaðarhækkanir innan- lands og óbreytt gengi hafa valdið umtalsverðum erfíðleik- um í öðmm atvinnugreinum. Þannig er t.d. ljóst, að útflutn- ingur á ullarvömm er í kreppu af ýmsum ástæðum. Ein er sú, að framleiðendum þessarar vöm hefur ekki tekizt að fylgja eftir kröfum markaðarins en önnur, að kostnaðarhækkanir innanlands en óbreytt gengi Ieiða til tapreksturs. Stórfyrir- tæki á borð við Flugleiðir stendur frammi fyrir því að miklar kostnaðarhækkanir innanlands, ásamt vemlegri hækkun á eldsneyti, hafa leitt til erfíðari reksturs en búizt var við. Fastgengisstefnan veldur því að fyrirtækið verður að standa undir þessum kostn- aðarhækkunum án þess að tekjur aukist í íslenzkum krón- um. Þetta em nokkur dæmi um það, að sú fastgengisstefna, sem hefur átt ríkan þátt í að halda verðbólgunni niðri, kann að vera að bresta. Með þessu er ekki sagt, að launþegar og verkalýðshreyfíng beri mesta ábyrgð á því vegna kröfuhörku í kaupgjaldsmálum. í fyrsta lagi er ljóst, að atvinnurekend- ur hafa keppzt um að yfírbjóða fólk vegna skorts á vinnuafli. Það mikla launaskrið, sem hér hefur verið á ferðinni á und- anfömum mánuðum, er fyrst og fremst á ábyrgð vinnuveit- enda. Þeir hafa verið tilbúnir til að greiða mun hærra kaup í mörgum atvinnugreinum, en um var samið. Það hefur t.d. aldrei verið upplýst að fullu, hvað Flugleiðir sömdu um við flugliða fyrr í sumar svo að dæmi sé tekið. í annan stað er ábyrgð ríkisins sjálfs mikil vegna þess, að því hefur mis- tekizt að halda aftur af hækkunum á opinberri þjón- ustu. En kjarni málsins er sá, að nú blasir tvennt við: Annars vegar er hætta á að fastgeng- isstefnan sé að bresta en það mundi leiða til nýrrar verð- bólguöldu. Hins vegar benda þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir um kröfugerð verkalýðs- félaga í kjarasamningum fyrir næsta ár, ekki til þess að menn ætli að taka tillit til raun- veruleikans í efnahagsmálum okkar um þessar mundir. Hvað sem öðru líður er a.m.k. nauð- synlegt að fólk átti sig á því, að við kunnum að standa frammi fyrir nýrri öldu óða- verðbólgu á næstu mánuðum. Hver viíl það? Ami Johnsen skrifar um landsfund Borgaraflokksins: BORGARAFLOl Á BRAUÐFÓl Það getur verið góð skemmtun að komast óvænt í fjölmennt samkvæmi, en það getur verið erfítt fyrir sama fólk að ætla sér að fara að vinna saman að hinum óteljandi málaflokkum hversdags- baráttunnar. Stofnun Borgaraflokksins og kosningabarátta var að mörgu leyti eins og óvænt samkvæmi með mikilli stemmningu og fjöri án þess að djúpt væri kafað í grundvöll og ástæður. Margir hrifust með af sjálfu sér, en þegar áhersluatriðin fara að síast úr og stangast á við hvert annað kemur babb í bátinn á dekki mannlegu tilfinninganna. Nýafstaðinn landsfundur Borgaraflokksins stóð í raun frá fímmtudagskvöldi til laugardagskvölds og það var auðfundið á fyrsta fundinum sem var opinn öllum að menn lögðu kapp á það að mynda stemmningu, voru jákvæðir og opnir. En þessi vilji fann sér ekki farveg og eftir því sem leið á landsfundinn fjaraði undan og segja má að landsfundurinn hafí endað í hálfgerðri upplausn í kjölfar kosningar embættismanna og þegar tekist var á um fóstu- reyðingarmálið þar sem ákveðinni afstöðu gegn fóstureyðingum var varpað fyrir borð. Ráðist á Sjálf- stæðisflokkinn í upphafsræðu Alberts Guð- mundssonar á fundinum réðst hann mjög harkalega að Sjálfstæð- isflokknum og raunverulega byggðist öll ræðan á atriðum úr starfi Alberts innan Sjálfstæðis- flokksins. Albert reyndi enn sem fyrr að skapa sér píslarvætti og má nefna þegar hann fjallaði um stöðu ríkisfjármála í dag: „Já, mér er þessi slæma staða ríkissjóðs undrunarefni í mesta góðæri sem íslensk þjóð hefur búið við, því eins og menn geta kynnt sér, þá lagði ég fram sem fjármálaráðherra frumvarp til laga fyrir árið 1986 með 123 millj. kr. tekjuafgangi. Sjálfstæðisflokkurinn boðaði þá til sérstaks fundar þingflokks og mið- stjómar í Stykkishólmi í fjarveru minni, til að eins og alltaf að finna leið til þess að losna við mig úr embætti fjármálaráðherra og það tókst þeim.“ Albert fékk klapp eft- ir þessi orð, en hver skyldi stað- reynd málsins vera? Albert var boðaður á umræddan þingflokks- fund í Stykkishólmi eins og aðrir þingmenn flokksins, en skömmu áður en fundurinn hófst bárust þau boð frá Albert að hann kæmist ekki á fundinn vegna þess að hann þyrfti að vera í afmæli bamabams síns. Samkvæmt orðanna hljóðan í ræðu Alberts átti sem sagt að fresta fundinum, senda þá heim sem vom komnir langan veg til Stykkishólms, vegna unglingsaf- mælis í fjölskyldu eins þingmanns- ins. Að lokinni ræðu formannsins sátu þingmenn Borgaraflokksins fyrir svömm fundargesta og tengdust spumingamar fíölmörg- um málaflokkum, en oft varð fátt um svör vegna þess að sumar spumingamar vom markvissar, en markviss svör lágu ekki á lausu eins og til dæmis varðandi fram- kvæmd landbúnaðarstefnu, húsnæðismála, uppstokkun fjár- málakerfísins og fískveiðistefnu. Greinargóð svör fengust til dæmis við spumingu um menntun fólks á dagvistarheimilum, en Albert Guð- mundsson kvað algjörlega ónauð- synlegt að krafíst væri menntunar af starfsfólki dagvistarheimila, nema í mesta lagi af forstöðukonu. f fjölmennum hópi fólks úr ýms- um áttum má búast við margs konar spumingum, en það virtist vera stefna þeirra sem svöraðu að taka undir það sem menn virtust vilja heyra. Það fór hins vegar svo síðar á fundinum að þegar menn þurftu að taka af skarið varð uppi fótur og fít því þá hljómaði ekki saman eins og til dæmis í fóstu- reyðingarmálinu. Helstu ræðu- menn á upphafsfundinum vora m. a. Rögnvaldur Pálsson fyrrverandi forsetaframbjóðandi, Guðjón Hansson leigubílstjóri og Siguijón Bjamason fangavörður. Færri fundarmenn en reiknað var með Þótt fundarsókn væri á þriðja hundrað manns í upphafi fundarins virtist það fara mjög fyrir bijóstið á forastumönnum fundarins að fundargestir væra ekki fleiri. Blaðamenn tvítöldu fundargesti á fímmtudagsfundinum á meðan Al- bert Guðmundsson flutti ræðu sína og vora 204 fundarmenn í fyrri talningunni, en hafði fjölgað um einn í þeirri seinni. Eftir ræðuna komu síðan um 15-20 manns á fundinn. I frétt af fundinum skrifaði ég að liðlega 200 manns hefðu verið á fundinum, en það var tekið óstinnt upp af forastumönnum fundarins sem kröfðust þess að fundarmenn yrðu sagðir um 400. Það var síðan auðheyrt á fundinum að þetta fór í taugamar á sumum og þótt ótrúlegt sé traflaði þetta smáatriði fundinn. Á föstudeginum hélt talnastríðið áfram. Ég spurði blaðafulltrúa fundarins um fjölda fundarmanna og hann kvað um 300 vera í salnum. Það var auðséð miðað við kvöldið áður að svo var ekki, enda fékkst það staðfest hjá starfsstúlkum sem skráðu hvem einasta fundarmann á föstudegin- um um leið og tekið var fundagjald að alls hafí um 150 menn sótt föstudagsfundinn sem fjallaði aðal- lega um ályktanir nefnda og mótaði stefnu flokksins. Einn fundarmanna hafði verið sendur í útvarp Stjömunnar þar sem hann hélt því fram að tölur um fjölda fundarmanna hefðu ver- ið rangar og nokkrir fundarmanna gerðu samskonar athugsasemdir í ræðum sínum. Þegar leið að fund- arlokum neyddist undirritaður til þess að fara í ræðustól og svara fyrir sig í þessu efni. Sá möguleiki Atkvæðaseðlum dreift, en alls kj til svara kom til þannig að í stuttu hléi þegar kosningar stóðu yfír í fundarlok fór einn fundarmanna í ræðustól og sagði brandara. Fund- arstjóri tók því vel og spurði hvort fleiri vildu koma upp og segja brandara á meðan beðið væri. Rödd úr salnum heyrðist þá spyija hvort Ámi vildi ekki halda áfram með sinn. Nokkur kliður fór um við þetta innskot og fundarstjóri spurði þá hvort fundarmenn vildu ekki segja sögur af Árna Johnsen eða hvort hann vildi koma sjálfur. Þetta tækifæri notaði ég í ræðu- stól og kvaðst sem blaðamaður Morgunblaðsins vera að vinna mína vinnu eins nákvæmlega og unnt væri og rakti staðreyndimar um það á hveiju ég byggði tölur um fjölda fundarmanna. Þá benti ég á að á lokafundinum sem stóð yfír og var fíölmennastur væra um 350 manns, enda lá það Ijóst fyrir að mest höfðu greitt atkvæði 331 og var þó um harða kosningabar- áttu að ræða í vali varaformanns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.