Morgunblaðið - 01.10.1987, Page 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1 OKTÓBER 1987
ALlT
ÁHREINU
MEÐ
®TDK
Þessir fjórir afoxarar, selen, E og
C vítamín og /3-karótín (for-
veri A vítamíns) eyða óæskileg-
um sindurefnum í fæðu og
sígarettureyk og eru álitin góð
krabbameinsvörn. Margir nær-
ingarfræðingar telja þetta
heppilegustu bætiefnasam-
setningu á markaðinum í dag.
Gerið verðsamanburð.
Jt/k TÓRÓ HF
Síöumúla 32. 108 Reykjavík. o 686964
AFMÆLISHÁTÍÐ
í HÁSKÓLABÍÓI laugard. 3. okt. kl. 14:00
a) Pjetur Þ. Maack, formaður SÁÁ, flytur stutt yfirlit um sögu SÁÁ.
b) Jón Baidvin Hannibalsson, ljármálaráðherra, flytur ræðu.
c) Ávarp landlæknis, Ólafs Ólafssonar.
d) Egill Ólafsson og félagar flytja tónlist.
e) Flosi Ólafsson flytur SÁÁ kveðju sína.
f) Bjami Arason þenur látúnsbarkann
g) Magnús Pétursson flytur ræðu.
h) Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur við undirleik Jóns Stefnánss.
i) Sigurður Guðmundsson, settur biskup, slítur samkomunni.
Stjórnandi og kynnir verður Jónas Jónasson.
Öllum er heimill ókeypis aðgangur. SÁÁ þætti vænt um
að sem flestir kæmu og fógnuðu með samtökunum
merkum áfanga.
Einnig verður kafifisamsæti milli kl. 14.00 og 16.00 í
húsakynnum SÁÁ f Síðumúla 3-5, 2. hæð, sunnudaginn
4. október. Þangað eru velkomnir allir vinir og velunnar-
ar SÁÁ fyrr og nú.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JOHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Suður-Kórea:
Barátta Kim Dae og Kim
Young harðnar og hvorug-
ur virðist fús að víkja
FER hann fram eða fer hann ekki fram? Það er spumingin.
Og Kim Dae Jung er ekkert að flýta sér að svara. Þó veit hann,
að svarsins er beðið innan Suður Kóreu sem utan. Það er engu
líkara en hann vilji láta landa sina velkjast í vafa sem lengst,
varðandi kosningar sem gætu þó markað upphaf nýs tímabils í
Suður Kóreu.
Kim Dae Jung er nú 63 ára
gamall og fréttamenn segja,
að hann líti bragglegar og betur
út en nokkru sinni fyrr. Hann
hefur verið undra snöggur að laga
sig að breyttum aðstæðum; fyrir
fáeinum mánuðum sat hann í
stofufangelsi og átti ekki hægt
um vik að tjá sig við fréttamenn.
Nú hefur hann fengið sér skrif-
stofu á níundu hæð í miðborg
Seul og fréttamenn segja, að hún
hafí allt jrfirbragð kosningamið-
stöðvar. Fréttamenn eiga greiðan
aðgang að Kim Dae. En hann
svarar samt ekki þeirri spumingu,
sem allir eru að spyija hann. Fer
hann fram eða fer hann ekki fram.
Tregða hans til að upplýsa
þetta, hefur orðið til þess að sam-
skipti hans og Kim Young Sam
hafa kólnað mjög og þarf ekki
að koma á óvart. Kim Young Sam
studdi nafna sinn mjög eindregið,
þegar reynt var að hefta frelsi
hans enn á ný sl. sumar. Viðræð-
ur Kim Young við Chun forseta
og Roh forsetaefni stjómarflokks-
ins, réðu úrslitum um að þróun
hófst í átt til lýðræðis. Þetta segja
stuðningsmenn Kim Young og
raunar var á Kim Dae að heyra
fyrir nokkrum mánuðum, að hann
væri öldungis sammála því og
stæði hann og lýðræðið sem slíkt
í hinni mestu skuld við Kim Yo-
ung.
Það er vitað, að Kim Young
hafði áhuga á að bjóða sig fram
til forseta. Han n er ekki jafn
þekktur og Kim Dae og stjóm-
málasérfræðingar töldu Kim Dae
langtum líklegri til að bera ótví-
ræðan sigur af Roh, sem er
frambjóðandi stjómarflokksins.
Þeir Kimmamir lýstu því yfír um
leið og fijálsar kosningar um for-
seta höfðu verið afráðnar, að öllu
máli skipti, að stjómarandstaðan
stæði óskipt að baki forsetafram-
bjóðanda. Báðir sögðu, að þeir
myndu með friði koma sér saman
um, hvor færi í framboðið. Þeir
virtust einnig sammála um að
ólíklegt væri að Roh yrði sigrað-
ur, ef stjómarandstaðan væri ekki
einhuga.
Því hljóta athafnir Kim Dae að
vekja furðu. Hann hefur farið í
ferðalög um Suður Kóreu þvera
og endilanga sfðustu vikumar og
haldið ræður út og suður. Honum
er fagnað eins og forsetafram-
bjóðanda á kosningaferðalagi og
hann lætur sér það vel líka. En
staðfastlega neitar hann að stað-
festa að hann vilji verða forseti
og vísar þá jafnan til fyrri orða
um, að það muni þeir Kimmar
ákveða sín á milli. Hins vegar er
erfítt að botna í tilgangi ferðalag-
anna ef þau eru ekki farin, honum
til framdráttar og kynningar.
Báðir mennimir hafa fengið
sinn skammt af vonbrigðum í
stjómmálum. Þegar forsetakosn-
—
ingar voru árið 1971 hafði Nýi
lýðræðisflokkurinn - einkum og
sér í lagi Yu Jin San, sem var
miðjumaður- gefíð Kim Young svo
undir fótinn með að hann yrði
frambjóðandi flokksins, að Kim
Young hafði í vasa sínum ræðuna
sem hann ætlaði að flytja, þegar
hann hefði verið útneftidur
En á síðustu stundu tókst Kim
Dae að snúa öllu sér í vil og varð
frambjóðandi. í kosningunum
fékk Kim Dae 46 prósent atkvæða
og var furðu mjótt á munum og
Park forseta, sem þá settist í
embættið og gegndi því næstu
átta ár. Kim Dae hefur alltaf stað-
ið í þeirri meiningu, að útkoma
kosninganna hafí verið fölsuð.
Samkeppni þeirra nafnanna
kom næst verulega upp á yfir-
borðið 1980 eftir að Park forseti
var myrtur. Áður en Chun náði
að taka völdin og batt þar með
enda á vonir stjómarandstöðunn-
ar, var Kim Young að gera
nákvæmlega það sem hann gagn-
rýnir Kim Dae fyrir að gera nú;
hann flengdist um landið og
reyndi að styrkja stöðu stna og
auka vinsældir sínar sem væntan-
legur forsetaframbjóðandi. Kim
Dae hafði þá verið sviptur borg-
araréttindum og gat því ekkert
hafzt að.
Kim Dae segir, að hann hafí
ákveðið að fara til Kwangju, til
að minnast hryllilegs uppreisnart-
ilraunar og hryllilegs blóðbaðs
sem varð þar 1980. Honum hafí
verið tekið svo vel, að hann telji
það skyldu sína að vitja þjóðarinn-
ar sinnar, eftir löng ár í stofufang-
elsi.
í tímaritinu Far Eastern Ec-
onomic Review segir, að nánustu
samstarfsmenn Kim Dae virðist
ekki hafa grænan grun um, hvort
hann ætli að bjóða sig fram til
forseta. Það viti enginn nema
hann og hann hafí margsagt, að
hann muni taka mið af vilja þjóð-
arinnar. Það þykir enn ein
vísbending um stirfni í samskipt-
um þeirra Kim Dae og Kim
Young, að sá fyrmefndi hefur
aflýst áformuðu ferðalagi til Pus-
an, kjördæmi Kim Young, en sem
stendur er ekki einsætt að mót-
tökur þar yrðu jafn hlýlegar og
annars staðar sem hann hefur
farið um. Kim Young hefur ekki
haft hátt um sig og var engu
líkara en hann legði blessun yfír
ferðalög nafna síns. En nú virðist
honum nóg boðið og skoraði hann
á Kim Dae að aflýsa öllum frek-
ari kynningarferðum um landið,
fyrr en frambjóðandi stjómarand-
stöðunnar hefði verið ákveðinn.
En Kim Dae hefur svarað að
menn geti þvf aðeins metið hvor
sé heppilegri frambjóðandi, ef
þeir kynni þjóðinni sig og sín
stefnumál.
Það verður síðla októbermán-
aðar sem ákvörðun verður tekið
á þingi stjómarandstöðunnar.
Sem stendur er talið að Kim Yo-
ung njóti meira fylgis hjá forystu-
mönnunum. Kim Dae er aftur á
móti þekktari meðal almennings.
Öllum virðist bera saman um,
að hugsanlegt væri að sigra Roh
frambjóðanda stjómarflokks
landsins. En því aðeins að annar
Kimanna dragi sig til baka. Um
þessar mundir virðist hvomgur
þeirra fús til þess. Áhangendum
raunverulegs lýræðis í Suður
Kóreu til sárrar raunar.
heimild: Far Eastem Economic
Review,
Þeir faðmast ekki um þessar mundir, Kim Dae og Kim
Young.