Morgunblaðið - 01.10.1987, Page 67

Morgunblaðið - 01.10.1987, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 67 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Fjármunir lífeyrissjóðanna o g aðgerðir stjórnvalda | DULUXS FPA OSRAM - Ljóslifandi orku- sparnaður - 80% lœgri lýsingar- kostnaður miðað við glóperu. - Fimmföld ending ó við venjulega peru. - Þjónusta í öllum helstu raffœkja- verslunum og kaupfélögum. JÓHANN ÚLAFSSON & C0. HF. 43 Sundaborg 13 — 104 Reykjavík - Sími 688 588 Til Velvakanda. í tilefni af átökum, sem átt hafa sér stað að undanfömu milli lífeyris- sjóðanna og stjómvalda um rétta leigu fyrir lánsfé lífeyrissjóðanna til Húsnæðisstofnunar ríkisins, þá er ástæða til að vekja sérstaka at- hygli á eftirfarandi úr leiðumm tveggja dagblaða nýverið: Dapurlegt er að horfa á fjármála- ráðherra segja hæfilega vexti ríkisins til lífeyrissjóða vera 3—4% ' — á sama degi og hann sendir bréf til fólks, þar sem hann grátbiður . það um að lána ríkinu fé á 8,5%. . Þessi gífurlegi munur verður ekki skýrður með misjöfnum lánstíma. Eini sjáanlegi niðurskurðurinn á ráðgerðum útgjöldum ríkisins á næsta ári er á niðurgreiðslum vaxta á húsnæðislánum, enda var áður búið að áætla þessi útgjöld upp úr öllu valdi. Eftir niðurskurðinn verða þessi útgjöld í rauninni meiri á næsta ári en þessu ári. (DV 22/9) Ný lög um viðskiptabanka, spari- sjóði og _ Seðlabanka mörkuðu tímamót. Áður höfðu vextir verið ákvarðaðir af stjómmálamönnum, án tillits til aðstæðna í íslensku efnahagslífi. Afleiðing þess var að vextir vom um langt árabil nei- kvæðir og fjármagn var flutt frá sparifjáreigendum til skuldara — frá einstaklingum til fyrirtækjanna. Þegar svo er verður eftirspurnin eftir lánum meiri en framboðið. fs- lenskur fjármagnsmarkaður var langt frá því að vera í jafnvægi. (Mbl. 24/9) Og eftir að þetta var ritað hefur verið þrengt að erlendum lántökum. Því er nú spáð að vextir á innlend- um lánsfjármarkaði fari enn hækkandi á næstunni, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Stjómvöldum er ekki stætt á því að ætlast til að lífeyrissjóðimir geri samninga langt fram í tímann um leigu (vexti) fyrir sitt ráðstöfun- arfé, sem er langt undir kjömm markaðarins, þar á meðal vöxtum á verðtryggðum spariskírteinum ríkissjóðs. Það eina rétta er að lífeyrissjóð- imir sjálfir fái að velja á milli þeirra ávöxtunarkjara á spariskírteinum, sem ríkið býður á alm. markaði á hverjum tíma. Það vom þeir Halldór E. og Hannibal, er þeir á sínum tíma vom fjármála- og félagsmálaráðherra, sem urðu við þeirri eðlilegu ósk talsmanna lífeyrissjóðanna, að sjóð- . imir fengju spariskírteinakjör hvers tíma fyrir lánsfé sitþ.^.fíú^weÖj^- stofnunar ríkisins. Þetta viðhorf var virt þar til fjármálaráðherra á ■síðasta ári fer að möndla með spari- skírteinin (þ.e. kippa þeim af markaði um tíma til þess að lífeyris- sjóðirnir hefðu ekki viðmiðun í samningum, sem pressaðir vom í gegn í ágúst og október ’86 um 6,25% vexti (fyrir ’87) og 5,9% vexti (fyrir ’88). I ársbytjun ’87 em spariskírteini ríkisins sett á markað með 6,5% vöxtum. Þau seldust mjög illa. Nú em spariskírteini með 8,5% vöxtum auglýst stíft og þau seljast — enn. Hvað verður þegar vextir nú taka að hækka á næstunni, sem horfur em á, það er annað mál. Hinn flokkur spariskírteina ríkis- sjóðs með 7% vöxtum, sem nú em einnig á markaði mun víst ekki eft- irsóttur eins og er, en það em þeir vextir (7%) sem stjómvöld hafa pressað lífeyrissjóðina til að sam- þykkja fyrir árið 1988 (?). Það er ekki hlutverk lífeyrissjóð- anna að kosta niðurgreiðslu á lánsfé Húsnæðisstofnunar ríkisins. Telji stjómvöld það rétta og færa leið, að tryggja lánsfé frá Húsnæðis- stjóm með 3,5% vöxtum og 1% vöxtum frá Bsj. verkamanna á sama tíma og þau taka fé að láni með 8,5% vöxtum, þá það, en eig- endur lífeyrissjóðanna frábiðja sig að standa undir kostnaði við slíka búmennsku. Stjómmálamenn gerðu sparifjár- eigendum (og fjármunimir í lífeyris- sjóðunum em hluti af sparifé tugþúsunda einstaklinga) um langt árabil (líklega meira og minna frá 1940—1980) ókleift að ávaxta geymslufé sitt með jákvæðum hætti. Loks nú þegar aðstæður hafa verið skapaðar fyrir valkost um trygga ávöxtun sparifjárins taka stjómmálamenn aftur upp á kúnstum til að hindra bestu mögu- legu búmennskku í lífeyrissjóðun- um. En ekki veitir þar af til að leitast við að bæta fyrir blóðtökuna á neikvæða vaxtaskeiðinu frá 1940—1980. Slagsíðan hjá lífeyris- sjóðunum er svo hrikaleg að það tók 18 topp-sérfræðinga 10 ár að móta tillögur um hvemig ætti að skera niður lífeyrisréttindi fólksins í hinum ólögbundnu lífeyrissjóðum. En allt er á þurrn hjá opinbemm starfsmönnum í lífeyrismálunum. Þeir eiga áfram að fá óskertan og fullverðtryggðan lífeyri með fram- lögum úr opinberam sjóðum (ríkis- ins, sveitarfélaga, bankanna o.fl.). Stjómvöld verða að finna aðrar fjármögnunarleiðir til íbúðamál- anna en að mergsjúga fijálsu lífeyrissjóðina, sem eiga að sinna lífshagsmunum núverandi og kom- andi iífeyrisþega. Ein af leiðum stjómvalda er að þora að segja landsmönnum að 1% og 3,5% vextir af lánsfé til íbúða- mála sé ekki sjálfsagður hlutur hvemig sem allt annað veltist og snýst í þjóðfélaginu. Önnur leið fyrir stjómvöld er að hægja á ofurkappinu við notkun fjármuna í þjóðfélaginu. Okkur liggur hreint ekki svona mikið á. Tilburði má sjá hjá stjómvöidum nú í þessa átt og ber vissulega að þakka það og meta. En á mikilii ferð þarf mikla hæfni til að hemla þannig að farþegamir meiðist ekki, merjist eða kremjist hættulega. Vonandi lejmast engar annarleg- ar hvatir innan samtaka lífeyris- sjóðanna um að setja þar annað í forgang en hagsmuni sjálfra lífeyr- isþeganna. Aðrir hagsmunir verða að víkja fyrir þeim. Fylgst mun verða með því. hvþ jT II */' |HIVH( HEILRÆÐI Ökumenn. Hafíð bifreið ykkar ávallt í fullkomnu lagi. Dimmviðri og slæm færð krefst aukinnar aðgæslu og minni hraða. Metið aðstæður hveiju sinni og munið að endurkast ljósanna af blautum götunum minnkar skyggni og krefst meiri varkámi. 'lUiV

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.