Morgunblaðið - 01.10.1987, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987
7f
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
lan Ross þjálfar KR!
„ÞAÐ var erfið ákvörðun að
hætta hjá Val, en þetta er
rétti tíminn til að breyta til
og ég er mjög ánægður með
að taka við KR-liðinu. Mér
hefur líkað mjög vel hjá Val,
liðið hefur staðið sig vel, en
nú er það KR og ég mun gera
það sem ég get til að liðinu
gangi sem best. Ég kom sem
vinur til Vals og ég kveð sem
vinur,“ sagði lan Ross við
Morgunblaðið seint í gær-
kvöldi, þegar hann gekk frá
tveggja ára samningi við KR.
Ross hefur þjálfað 1. deildarlið
Vals undanfarin fjögur ár og
árangur liðsins undir hans stjórn
hefur verið frábær. En hvers
vegna að breyta til? „Þar sem
áhugamenn eru annars vegar er
oft sagt að þjálfarar eigi ekki að
vera of lengi hjá sama liði — jafn-
vel þó vel gangi. Ég fékk tilboð
frá nokkrum félögum, en að vel
athuguðu máli ákvað ég að fara
nú til KR. Ég held að það sé mér
fyrir bestu og ekki síður Val,“
svaraði Ross.
„Ég vildi fara til KR vegna þess
að KR er KR og það er kraftur
í félaginu. Liðið hefur verið efni-
legt lengi, miklar vonir hafa verið
bundnar við það og tími er kom-
inn til að fara á toppinn. Ég mun
Morgunblaöiö/Þorkell
lan Ross til hægri ásamt Gunnari Guðmundssyni, formanni knattspymu-
deildar KR, í gærkvöldi.
reyna að gera það sem ég get til
þess.“
„Við gátum ekki fengið betri
þjálfara. Þetta eru okkar fyrstu
þijú stig og ekki þau síðustu,"
sagði Gunnar Guðmundsson,
formaður knattspyrnudeildar KR.
Ross fer til fjöiskyldu sinnar 4
Englandi snemma í dag, en kemur
aftur eftir hálfan mánuð til að
ræða við leikmenn KR, sem nú
eru flestir í fríi á Spáni. „Við verð-
um að byija undirbúninginn
saman og stilla strengina. Að-
stæður gerast ekki betri en hjá
KR og ég vil að ailir hafi gaman
af því sem þeir koma til með að
gera milli klukkan sex og átta
næsta ár,“ sagði Ian Ross.
KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA BEVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA
Eitt góðra færa
MorgunblaÖið/Bjarni
Valsmenn fengu mörg góð tækifæri til að skora í leiknum i gærkvöldi. Hér er eitt þeirra: Siguijón Kristjánsson fékk
sendingu inn í teiginn frá Jóni Grétari en var aðeins of seinn og markvörðurinn náði að komast fyrir knöttinn á undan
honum og bægja hættunni frá.
Vafasamt vrti
réð úrslitum
Valsmenn 10 mínútum frá því að komast í 2. umferð
VALSMENN voru í gærkvöldi
slegnir út í Evrópukeppni fé-
lagsliða í knattspyrnu á
Laugardalsvelli. Mjög vafa-
samur vítaspyrnudómur undir
lok leiksins varð þess vald-
andi. Valur náði forystu í
leiknum á 10. mínútu en Wism-
ut Aue jafnaði úr vítaspyrnu
þegar 10 mínútur voru til leiks-
loka og heldur því áfram í
keppninni þar sem fyrri leik lið-
anna lauk með markalausu
jafntefli.
Vítaspyrnudómurinn í lokin var
mjög umdeildur. Aðdragand-
inn var sá að Guðmundur Baldurs-
son, markvörður, átti mislukkað
útspark, Austur-
Valur Þjóðveijar sendu
Jónatansson boltann aftur inn í
skrifar vítateig Vals og þar
var Sævar Jónsson
fyrri til að boltanum í kapphlaupi
við einn leikmann Wismut Aue sem
lét sig síðan falla í vítateignum.
Dómarinn dæmdi umsvifalaust víta-
spymu sem hefði í versta falli átt
að vera óbein aukaspyrna.
„Maður trúir þessu varla enn. Þetta
var ekkert víti. Hann lét sig detta.
Dómarinn var í engri aðstöðu til
að sjá þetta og hefði því átt að
ráðfæra sig við línuvörðinn, sem
var í betri aðstöðu, áður en hann
dæmdi vítaspyrnuna," sagði Sævar
Jónsson eftir leikinn.
Valsmenn geta verið ánægðir með
allt nema úrslitin. Þeir léku mjög
skynsamlega og yfirvegað. Fyrri
hálfleikur var algjörlega eign Vals-
manna og áttu Austur-Þjóðveijar
þá ekkert svar við leik þeirra. í
seinni hálfleik bökkuðu Valsmenn
og gáfu eftir miðjuna og freistuðu
þess að taka þá aftarlega og reyna
að haida boltanum og ná skyndi-
sóknum. Þetta leikkerfi gekk vel
upp en dugði ekki til, dómarinn sá
fýrir því.
Valsmenn fengu óskabyijun í leikn-
iim er Jón Grétar JÓhsson sköráði
gott mark eftir aðeins 10 mínútna
leik. Hann fékk þá sendingu frá
Siguijóni Kristjánssyni inn að
markteig, sneri sér við og skoraði
framhjá Wessflog, markverði. Þetta
mark virkaði eins og köld vatns-
gusa framan í leikmenn Aue en
Valsmenn léku á als oddi. Bæði
Sævar og Siguijón fengu góð mark-
tækifæri í fyrri hálfleik sem
Weissflog, markvörður, varð að
hafa sig allan við að veija í horn.
Lið Vals lék mjög vel í þessum leik
og á hrós skilið fyrir hetjulega bar-
áttu. Sævar og Guðni voru sterkir
í vöminni að vanda. Hilmar og Ingv-
ar börðust vel á miðjunni og
Siguijón og Jón Grétar voru mjög
ógnandi frammi. Ekki reyndi mikið
á Guðmund Baldursson, markvörð,
en hann greip vel inn í þegar á
þurfti að halda.
Dómari leiksins dæmdi vel ef frá
er talin vítaspyman. Gremjulegt að
það hafi ráðið úrslitum í þessum
annars 'fjöriig* leik.
Akumes-
ingar em
úrleik
Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit
SÆNSKA liðið Kalmar FF sigr-
aði ÍA með einu marki gegn
engu í seinni leik liðanna í Evr-
ópukeppni bikarhafa sem fram
fór í Sviþjóð í gærkvöldi. Fram-
lengja þurfti leikinn því hvor-
ugu liðinu tókst að skora fyrstu
90 mínúturnar. Svíar skorðu
síðan sigurmarkið í fyrri hálf-
leik framlengingarinnar sem
tryggði þeim áframhaldandi
veru í keppninni.
Svíar voru meira með knöttinn
í leiknum og sóttu meira.
Skagamenn spiluðu vamarleik,
reyndu að halda boltanum og
byggðu á skyndisóknum sem vom
oft hættulegar.
Vömin var sterk með Sigurð Láms-
son og Heimi Guðmundsson sem
bestu menn. Birkir Kristinsson var
öryggið uppmálað í markinu. Hann
varði mjög vel allan leikinn. Svíar
reyndu mikið fyrirgjafir sem Birkir
átti auðvelt með að taka. Ólafur
Þórðarson og Sveinbjöm börðust
einnig vel á miðjunni.
„Þetta var sanngjam sigur en það
var þó svekkjandi að fá markið á
þessum tíma því það var farið af
fara um Svíana. Það er aldrei að
vita hvað hefði skeð ef það hefði
þurft að grípa til vítaspymu-
keppni,“ sagði Hörður Jóhannesson,
fararstjóri IA, í samtali við Morgun-
blaðið eftir leikinn.
Ahorfendur vom 1.062.
Hvað sögðu þeir?
lan Ross, þjálfari
„Ég er ánægður með leikinn en
ekki úrslitin. Strákamir börðust vel
og léku skynsamlega og áttu mörg
góð marktækifæri. Það var leiðin-
legt að þurfa að tapa eftir að hafa
haldið þetta út í 80 mínútur."
Sigurjón Kristjánsson
„Sárt að tapa þessu eftir að hafa
verið ofaná. Leikurinn var góður
og skynsamlega leikinn. Við bökk-
uðum kanski full mikið í seinni
hálfleik. Vítið var algjör gjöf.“
Guðni Bergsson
„Það er svekkjandi að tapa þessu
eftir að hafa haldið þessu svona
lengi. Ég gat ekki betur séð en að
þetta hafi verið leikaraskapur hjá
Þjóðveijanum að láta sig falla í víta-
teignum. Þeir vom að missa móðinn
þegar þeir fengu vítið.“
Ingvar Guðmundsson
„Sorglegt að tapa þessu svona á
síðustu mínútum. Við áttum mörg
hættuleg færi. Vitið var alveg út í
hött. Dómarinn var ekki í aðstöðu
til að sjá þetta svo vel að hann
gæti dæmt víti.“
Valur-Wismut
1 : 1
Laugardalsvöllur, Evrópukeppni fé-
lagsliða, miðvikudaginn 30. september
1987.
Mark Vals: Jón Grétar Jónsson (10.
mín.)
Mark Wismut Aue: Matthias Wiss
(Víti, 80. min.)
Gult spjald: Matthias Weiss (39.) og
Volker Schmidt (87.).
Áhorfendur: 1848.
Lið Vals: Guðmundur Baldursson,
Guðni Bergsson, Sævar Jónsson,
Þorgrímur Þráinsson, Valur Valsson,
Hilmar Sighvatsson, Ingvar Guð-
mundsson, Njáll Eiðsson (Ámundi
Sigmundsson vm. á 86. mín.), Magni
Blöndal Pétursson, Siguijón Kristjáns-
son og Jón Grétar Jónsson.
Lið Wismut Aue: Weissflog, Balck,
Konik, Kruss, Mothes, Weiss, Bittner,
(Schmidt vm. á 6. mín.), Jacob, Kö-
hler, Becker (Einsiedel vm. á 33. mín.).
Hilmar Sighvatsson
„Ég er gráti næst. Vítið var algjör
jólagjöf. Leikurinn var góður og við
reyndum að halda boltanum og
náðum að skapa okkur góð færi^
Við vorum óheppnir að skora ekki
nema eitt mark.“