Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987
Nærsýni bæjarsljórinn
eftirKristin
Kristjánsson
I Morgunblaðinu þann 26. sept-
ember sl. birtist grein eftir Sturlu
Böðvarsson bæjarstjóra í Stykkis-
hólmi, sem hann nefnir „Og vegirnir
batna". Er í þessari grein fjallað
um vegamál á Snæfellsnesi, en
greinarhöfundur hefur dyggilega
ritað um þessi mál á undanfömum
árum, gagnrýnt þau vinnubrögð
sem viðhöfð hafa verið og fjallað
um það fjársvelti sem Vegagerðin
hefur verið í þegar um samgöngu-
bætur á Snæfellsnesi hefur verið
að ræða.
Nú bregður svo við að Sturla
leggur blessun sína og dásamar þær
miklu vegabætur sem átt hafa sér
stað nú nýverið og telur þær m.a.
sér að þakka og öðrum slíkum sem
gerst hafa málsvarar samgöngu-
bóta á Snæfellsnesi og get ég verið
Sturlu þar sammála, að vert er að
þakka það sem vel er gert og hvert
það handtak sem unnið er til að
bæta vegina okkar er sannkölluð
kjarabót.
í lok greinarkomsins greinir höf-
undur frá sinni framtíðarsýn í
vegamálum á Nesinu og getur þess
m.a. að leggja þurfí nýjan veg um
Dufgusdal í stað vegarins um Kerl-
ingarskarð, sem þá á trúlega að
leggjast af. Þessi vegur hans um
Dufgusdal er liður í nýrri hringveg-
arhugmynd um byggðir Snæfells-
ness og á þessi nýi vegur, ásamt
Fróðárheiðarvegi, að verða tengi-
braut milli byggðanna sunnan- og
norðaníjalls. Nú er hvorki minnst á
Heydalsveg og þaðan af síður Ut-
nesveg fyrir jökul. Ég hefði haldið
að við Snæfellingar værum búnir
„Væntanleg vetrar-
hringleið um Nesið
hlýtur að miðast við
Heydal annars vegar og
veg fyrir Jökul hins-
vegar, það er að segja
ef menn eru því sam-
mála að byggð skuli
haldast á Nesinu öllu.“
að fá nóg af fjallvegunum okkar
sem vetrarleiðum, þó ekki væri ver-
ið að búa til nýjar leiðir. Og veit
ekki Sturla að með þessari hug-
mynd sinni er hann að útiloka heilt
sveitarfélag frá sambandi við önnur
sveitarfélög. Veit hann ekki að
þama er byggðarlag sem hefur átt
í vök að veijast en er nú að rísa
úr áralöngum doða, blómlegt at-
vinnulíf er að myndast í kringum
ört vaxandi trillubátaútgerð. Þessi
staður má ekki við því að hann
verði lokaður frá vegasambandi við
umheiminn að vetrinum. Og veit
hann ekki að þama úti á Nesinu
er Snæfellsjökull, Jökullinn sem
hann hefur sjálfsagt oft minnst á,
og talað fallega um á merkum
mannamótum. Mér finnst sorglegt
til þess að vita að Sturla skuli ger-
ast sporgöngumaður þeirra afla
sem unnið hafa ljóst og leynt móti
góðum vetrarvegi fyrir Jökul og
þess í stað að mæla með nýjum fjall-
vegi yfir Nesið. Það er þeim mun
sorglegra, þar sem Sturla gegnir
áhrifamikilli stöðu og hefir veitt
góðum málum brautargengi. Hann
ætti svo sannarlega að hafa víðari
sjóndeildarhring í samgöngumálum
okkar Snæfellinga.
Væntanleg vetrarhringleið um
Nesið hlýtur að miðast við Heydal
annars vegar og veg fyrir Jökul
hinsvegar, það er að segja ef menn
eru því sammála að byggð skuli
haldast á Nesinu öllu. En því er nú
verr að á meðan svo nærsýnir menn,
sem Sturla virðist vera, fá ein-
hveiju ráðið, eru jaðarbyggðimar á
Snæfellsnesi í hættu.
Höfundur er grunnskólakennuri &
Hellissandi.
Ernst Jiinger
og útlendinga-
hersveitin
Erlendar bækur
.. Siglaugur Brynleifsson
Ernst JUnger: Afrikanische
Spiele. Deutscher Taschenbuch
Verlag 1987.
' Emst Jiinger er nú rúmlega
níræður. Hann á að baki viðburða-
ríkan lífsferil. Fæddist í Heidelberg
1895, faðir hans apótekari. Átján
ára var hann orðinn dauðþreyttur
á námi og lagði land undir fót,
hélt til Frakklands og bauð sig fram
sem málaliðsmaður í frönsku út-
lendingahersveitinni Junger skrif-
aði löngu síðar skáldsögu þar sem
Herbert Berger segir söguna, sem
er fléttuð eigin reynslu Jungers frá
þessum æskuárum. Þessi skáldsaga
kom fyrst út 1936.
Atburðimir sem urðu tilefni sög-
unnar áttu sér stað 1913. Junger
virðist skrifa þessar æskuminningar
sínar í írönskum tón, ijarlægð hans
frá aðalpersónunni, þ.e. sjálfum
sér, virðist fullkomin, þetta er eitt-
hvað, sem snertir hann sjálfan ekki
lengur. Honum var löngu orðið ljóst
að „menn lifa í heimi, sem ekki
verður flúinn".
Lýsing Jungers á herlækninum,
sem Berger kynnist og sem dregur
upp aðra mynd af lífínu í útlend-
ingahersveitinni en þá, sem Berger
hafði vænst.
Málalyktir urðu þær, að aðalper-
sónunni var veitt lausn úr herþjón-
ustunni fyrir tilstuðlan læknisins
og aðstandenda Bergers.
Atburðimir gerðust 1913 og árið
eftir brýst fyrri heimsstyijöldin út.
Junger gekk þegar í þýska herinn
og þar rættust draumar Jungers
um hermennskuna. Hann var á
vígvöllunum næstu fjögur ár og
gekk svo vasklega fram að hann
hlaut hið sjaldgæfa heiðursmerki
„Pour le mérite". Eftir styijöldina
starfaði Junger sem liðsforingi I
þýska ríkishemum til 1923. Síðan
stundaði hann náttúrufræðinám um
nokkum tíma og tók síðan að skrifa
skáldsögur.
Fyrsta fræga skáldsaga hans var
„In Stahlgewittem" 1920. Reynsla
hans frá vígvöllunum birtist þar á
sérstæðan hátt. Hann taldi her-
mennskuna sérstæða mystíska
reynslu sem væri gild, sem slík.
Stríðið var honum þolraun, þar sem
maðurinn og vélin tókust á. Júnger
segir í viðtali við Spiegel (1982) að
fyrri heimsstyijöld hafi verið síðasta
stríðið þar sem þessi þolraun var
gild. Slík stríð geisa þó enn og er
styrjöldin í Afganistan dæmi um
átök mannsins við þrælskipulagða
morðvél þursanna.
Þessi saga „Afrikanische Spiele"
er ekki talin til kunnustu skáld-
sagna Júngers, en er meðal feg-
urstu sagna hans, sem mótast af
æskudraumum og rómantík.