Morgunblaðið - 06.10.1987, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987
Slysavamarfélagi íslands
gefinn björgunarbátur
SLYSAVARNARFÉLAG íslands
fékk að gjöf fjögnrra manna
gúmmíbjörgnnarbát og er gef-
andi danska fyrirtækið Viking
Nordisk Gummibaadsfabrik.
í bátnum eru tvö flotholt, sem
gefa tvöfalt öryggi, því þó svo ann-
að bili er flotmagn hins nægilegt
til þess að halda 4 mönnum. Auk
þessa er í bátnum nauðsynlegur
útbúnaður s.s. björgunarlína, rek-
akkeri, handblys o.fl. Báturinn er
með tvöföldum botni sem veitir
betri einangrun frá sjó. Þessir
gúmmibátar eru nú almennt notað-
ir í smærri bátum við íslandsstrend-
ur.
Danska fyrirtækið var stofnað í
Esbjerg í Danmörku og framleiðir
björgunarbáta í allar stærðir skipa
og einnig flotbúninga af ýmsu tagi.
Það er í tilefni af sjávarútvegssýn-
ingunni að Viking ákvað að gefa
Slysavamarfélaginu bátinn. Um-
boðsaðili danska fyrirtækisins er
Kristján 0. Skagfjörð h.f. og af-
hentu fulltrúar fyrirtækisins þeir
Júlíus S. Ólafsson forstjóri og
Bjami Gíslason sölustjóri, þeim
Hannesi Hafstein og Haraldi Henr-
ýssyni forseta Slysavamarfélagsins
bátinn við stutta athöfn í Sæbjörgu
á föstudag 2. okt.
(Úr fréttatilkynningu)
Morgunbladið/Emilía
Frá afhendingu gjafarinnar. Fulltrúar gefanda eru fremst til vinstrí, þeir Bjarni Gíslason og Júlíus
S. Ólafsson. Lengst til hægrí eru Þorvaldur Axelsson og Haraldur Henrýsson.
raðauglýsingar
raðauglýsingar
- . . . ....... . i"i"'
raöauglýsingar
r
húsnæöi i boöi
■
• • •w' 'w- -w» r
KMMniÍÍÍiSMMHiiiiÍÉÍ
Laugavegur
Til leigu er 237 fm verslunar- og þjónustuhús-
næði við miðjan Laugaveg.
Upplýsingar í síma 672121 frá kl. 9-17 virka
daga-.
Skrifstofuhúsnæði
154 + 70= 224 fm
133 + 133= 266 fm
Til leigu er í nýju vönduðu húsi við Skipholt
skrifstofuhúsæði. Húsnæði þetta er allt á
einni hæð (2.) og er það samtals 490 fm.
Hægt er að skipta því í ofangreindar eining-
ar. Afhending nú þegar til innréttingar og
málningar. Frágangur er allur hinn vandað-
asti bæði á húsi og á lóð.
Upplýsingar veitir Hanna Rúna í símum
82946 og 82300.
Frjálst framtak hf.,
Ármúla 18.
Viðskiptavinir athugið!
Rakara- og hársnyrtistofan Figaró er flutt á
Laugarnersveg 52, horni Sundlaugavegar.
Pöntunarsími 35204. Næg bílastæði.
Söngskglinn í Rcykjavík
Söngnámskeið
Næsta kvöldnámskeið,
öldungadeild,
hefst 12. okóber nk. Námsk,eiðið er ætlað
fólki á öllum aldri. Kennt er utan venjulegs
vinnutíma. Innritun er til 7. október nk.
Upplýsingar á skrifstofu skólans, Hverfisgötu
45, sími 27366, kl. 15.00-17.00 daglega.
Skólastjóri.
Gestafyrirlestur
Miðvikudaginn 7. október mun Dr. Colin Thom-
son, dósent í efnafræði við St. Andrews
University í Skotlandi, flytja gestafyrirlestur á
vegum SKÝRR og Reiknistofnunar Háskólans.
Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu L102 í
Lögbergi og hefst kl. 16.00.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og nefnist:
„A highly intelligent workstation and its use
in Significant studies relating to the biology
of Cancer".
Öllum er heimill aðgangur meðan húsrými leyfir.
SKÝRR.
Reiknistofnun Háskólans.
Söluturn
Til sölu söluturn í miðbænum. Mikil velta.
Upplýsingar á skrifstofu minni í síma 621511.
GuðmundurK. Sigurjónsson hdl.,
Skipholti 7, Reykjavík.
Kópavogur - spilakvöld
Hin vinsælu spilakvöld hefjast aö nýju þriðjudaginn 6. október kl.
20.30 í sjálfstæðishúsinu Hamraborg 1. Þriggja kvölda keppni.
Góð kvöld- og heildarverðlaun. Eddukonur sjá um veitingar.
Sjáumst hress.
Sjálfstæðisfólögin i Kópavogi.
Félag sjálfstæðismanna í vestur- og
miðbæjarhverfi
Aðalfundur
Aðalfundur félagsins verður haldinn I Valhöll, Háaleitisbraut 1, mið-
vikudaginn 7. október kl. 20.30 i kjallarasal.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Fáskrúðsfjörður
Egill Jónsson, alþingismaður, mætirá rabb-
fund f fólagsheimilinu Sknjö þriðjudaginn
6. október og hefst fundurinn kl. 20.30.
Þingmaöurinn verður einnig með viðtals-
tíma sama dag f Skrúði kl. 17.30-18.30.
Sjálfstæðisflokkurinn Austuriandi.
Rakara- og hársnyrtistofan Fígaró.
Styrkur til að skrifa
um þjóðfélagsmál
Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og
kennslugagna — auglýsir til umsóknar starfs-
styrk til höfundar eða starfshóps, sem hefur
í hy99ju að senda frá sér rit um þjóðfélags-
mál. Styrkurinn verður veittur í því skyni að
auðga íslenska þjóðmálaumræðu. Upphæð
styrksins er 100.000.- krónur.
Umsóknir skal senda stjórn félagsins fyrir
1. nóvember nk. Æskilegt er að drög að
verkinu eða hluta þess fylgi umsókn og efnis-
grind skal fylgja. Dómnefnd, sem stjórn
Hagþenkis hefur tilnefnt, metur umsóknir.
Nánari upplýsingar veitir Hörður Bergmann,
formaður félagsins.
Reykjavík, 6. október 1987.
Hagþenkir - félag höfunda
fræðirita og kennslugagna,
i pósthólf 8290, 128 Reykjavík.
Mikil velta
Til sölu mjög góður söluturn í Reykjavík með
ca 4 millj. kr. veltu pr. mán, fyrir utan Lotto
og Happaþrennu. Verð 15 millj.
Þeir aðilar sem hafa áhuga á nánari upplýsing-
um leggi inn nafn og símanúmer á auglýsing-
deild Mbl. merkt: „Mikil velta — 4546“.
Bílasala
Til sölu ein af betri bílasölum borgarinnar.
Mjög góð aðstaða. Góð velta.
Áhugasamir vinsamlegast leggi inn nafn og
símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt:
„Bílasala. - 777“.
Prentvél til sölu
Adast offsetprentvél, formstærð 48,5 x 66 cm.
Góð greiðslukjör.
Upplýsingar í síma 22133 og á kvöldin í síma
39892.
Prentsmiðjan Rún sf.
Selfoss - Árnessýsla
Sjálfstæðisfélagið Óðinn og Félag ungra
sjálfstæðismanna halda samelginlegan
fund á Tryggvagötu 8, Selfossl, fimmtudag-
inn 8. október kl. 20.30.
Frummælendur veröa þeir Þorsteinn Páls-
son forsætisráðherra og Ólafur Björnsson
stjórnarmaður SUS.
Málenfi fundarins:
Landsmálin og önnur mál.
Mætum sem flest yngri sem eldri og gerum
góðan fund betri.
Stjórnirnar.
Kópavogur
Fundur verður hald-
inn í Sjálfstæðis-
húsinu, Hamraborg
1, fimmtudaginn 8.
okt. kl. 20.30.
Frummælendur á
fundinum verða þau
Jón Magnússon,
lögfræðingur og
Þórunn Gestsdóttir,
form. Lands8am-
bands sjálfstæðis-
kvenna.
Kaffiveitingar og almennar umræður á eftir.
Sjálfstæðisfólk fjölmenniðl
Sjálfstæðisfólag Kópavogs.