Morgunblaðið - 05.11.1987, Page 25

Morgunblaðið - 05.11.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 25 og enginn vilji eða tími til að sinna hugðarefnum. Þessi sundurtætta tilvera endur- speglast líka í íslenskunámi fram- haldsskólanema. Það er t.d. ekki laust við að mann gruni að kjafta- vaðall nýrra útvarpsstöðva sé farinn að sá illgresisfræjum í málfar og hugsun ungs fólks, að það líti á tungumálið sem uppfyllingu í óþægilega þögn eða sem skreytingu á auða pappírsörk. Það verður a.m.k. æ tíðara að. sjá ritgerðir og frásagnir án greinaskila, með punkta og kommur á stangli eins og þeim hafi verið dritað eftir ein- hverri normaldreifingaraðferð og hugsunin eins og loftbóla í iðukasti. Framhaldsskólinn á að______ Þessi sundurtætta tilvera endur- speglast ekki bara í einstökum greinum heldur í náminu í heild. Ekki er óalgengt að framhalds- skólanemi sæki tíma í 7 til 9 mismunandi greinum á viku. Það er sem sagt ekki nóg með að hann þurfí að veija ákveðnum tíma á margklofnum degi til þess að læra heldur verður hann líka að átta sig á því hve miklum tíma hann ætlar að veija til hverrar greinar. Framhaldsskólinn á að vera nem- endum athvarf, ákveðið akkeri í tilverunni. Hann á að vera staður þar sem nemendum gefst tími til skilnings og þroska. Nemendur eiga heimtingu á því að skólinn sé stað- ur þar sem þeim líður vel, í þeirri merkingu að þeir séu tilbúnir að takast á við þau verkefni sem skól- inn færir þeim. Framhaldsskólinn á um leið að ögra nemendum, hann á að draga fram það besta sem býr í hveijum einstaklingi og láta það njóta sín. Framhaldsskólinn á að örva frum- kvæði og sjálfstæði nemenda. Framhaldsskólinn á að vinna gegn allri sundurvirkni, hann verð- ur að vera vettvangur fyrir nemendur til að mynda sér skoðan- ir um lífíð og tilveruna. Framhalds- skólinn verður að gefa nemendum kost á því að dvelja við einstakar námsgreinar eftir áhuga þeirra og hæfíleikum. Hér er ekki um að ræða ein- hveija innantóma draumsýn heldur raunverulega möguleika sem ekki er bara hægt að framkvæma heldur líka skynsamlegt að gera að veru- leika. Með því yrði stigið stórt skref í þá átt að útrýma þversögnum sem umrædd skýrsla sýnir að fínnast í íslenskukennslu við framhaldsskóla hér á landi, þversögnum sem ég hef raunar rökstuddan grun um að leynist í kennslu flestra greina í framhaldsskólakerfinu. Með því móti yrði draumsýnin fyrr að veru- leika, með því móti yrði bærilegra að vera manneskja í sundurhólfaðri tilveru. Höfundur er íslenskukennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Atvinnuþróunarsjóður stofnaður á Akranesi Akranesi. BÆJARSTJÓRN Akraness hefur samþykkt að setja á stofn at- vinnuþróunarsjóð og er tilgang- ur hans öðru fremur að stuðla að eflingu atvinnulífs á Akranesi. Stofnun sjóðsins hefur verið til umræðu um nokkurt skeið og nú hillír undir að hann sé að verða að veruieika. Stefnt er að því að á næstu tíu árum hafí framlag til sjóðsins náð 20 milljónum króna miðað við lánskjaravísitölu júlímán- aðar 1987. Stofnframlag til sjóðsins verður í fyrsta lagi eignir fram- kvæmdasjóðs Akraneskaupstaðar, í öðru lagi andvirði hlutafjár kaup- staðarins í atvinnufyrirtækjum sem seld eru eftir 1. janúar 1987, og endurgreidd verða sjóðnum sam- kvæmt ákvörðun bæjarstjórnar hveiju sinni. í þriðja lagi er svo um að ræða önnur framlög bæjarsjóðs sem ákvarðast af bæjarstjóm hveiju sinni. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn láni fjármagn til nýframkvæmda á vegum einstaklinga, fyrirtækja og stofnana og veiti áhættulán til sér- stakra athugana og áætlana í tengslum við nýjar atvinnugreinar. Leiði athugun til jákvæðrar niður- stöðu skal framlag sjóðsins endur- greitt. Þá er gert ráð fyrir að sjóðurinn veiji fjármagni til kaupa á hlutafé í fyrirtækjum á Akranesi til þess að auðvelda stofnun eða endurskipulagningu þeirra. Sjóður- inn mun einnig veita lán eða styrki til sémáms í þágu atvinnulífs í sér- stökum tilfellum, ábyrgð gagnvart lánveitingu annarra sjóða sé bak- trygging fyrir hendi og svo að lokum að kosta hagnýtar athuganir á atvinnulífi á Akranesi. Að sögn Gísla Gíslasonar, bæjar- stjóra á Akranesi, mun höfuðstóll sjóðsins strax á næsta ári verða þijár til fjórar milljónir króna. Það er framlag sem kemur úr gamla framkvæmdasjóðnum og framlag beint úr bæjarsjóði. Þá má vænta þess að sjóðurinn geti auglýst eftir lánsumsóknum. Gísli sagði að á næstu ámm muni sjóðurinn aðeins geta létt undir með þeim sem hyggja á sköpun nýrra atvinnutæki- færa en ekki muni verða um að ræða stórar fjárhæðir fyrst um sinn í einstök verkefni. Með þessu vilji bæjarstjóm Akraness koma til móts við einstaklinga og fyrirtæki sagði Gísli að lokum. - JG Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Saumastofa Hensons hf. á Akranesi er dæmi um nýtt fyrirtæki sem hóf starfsemi sina á Akranesi fyr- ir nokkrum árum. Hmnsón Sjálfstæðismaður af Suð- umesjum situr á Alþingi Vogum. U ° SUÐURNESJAMAÐUR situr nú á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en það er orðið æði langt síðan suðurnesjamaður hefur setið á þingi fyrir flokkinn. Það er Ellert Eiríksson sveitarstjóri í Garði 1. varaþingmaður í Reykjaneskjör- dæmi sem hefur sest á þing í forföllum Matthíasar Á. Mathies- en samgöngumálaráðherra. Ellert sagði í samtali við fréttarit- ara Morgunblaðsins að nú færu nýir straumar um atvinnumál Suður- nesja. Staða útgerðar og fiskvinnslu væri betri en fyrir ári síðan og nú hefðu með stofnun fískmarkaðar komið nýjar leiðir til að dreifa aflan- um sem bátamir koma með að landi. Þá sagðist Ellert binda miklar vonir við stofnun útgerðarfélagsins El- deyjar hf. Einnig nefndi Ellert mikla upp- byggingu í fískeldi á Suðumesjum og sagði, að margir hefðu atvinnu við fískeldisfyrirtækin, við fóðrun, fóðurgerð, slátrun, flutning og sölu. Þá nefndi hann líka, að margir störf- uðu við mannvirkjagerð fyrir fiskeld- isfyrirtæki, enda virðast flest þeirra taka tíu ár í byggingu. Ellert sagði það alveg ljóst að gífurlega margir góðir kostir fylgdu Flugstöð Leifs Eiríkssonar og þeim ætti eftir að fjölga. Fleiri atvinnu- tækifæri hefðu skapast í þjónustu vegna flugstöðvarinnar, heldur en menn hefðu gert sér grein fyrir. Nú er mikil uppbygging í ferða- þjónustu á Suðumesjum, sem tengist tilkomu flugstöðvarinnar, svo sem bygging hótela til viðbótar þeim sem fyrir eru. - EG EUert Eiríksson, sveitarstjóri í Garði og varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins. feÖKUKREM 2 MISMUNANDI GERÐIR • SÚKKULAÐIKREM • MÖNDLU NOUGA KREM Heildsölubirgðir: Þ. Marelsson Hjallavegi 27, 104 Reyk/avtk 55* 91-37390 - 985-20676 zrvris vörur hrir vanolata ZENTIS VÓRl'R FYRIR \ A\DLATV 6 MISMUNANDI GERÐIR • Bláberja- • Aprikósu- • Brómberja- • Ananas- ÍAppelsínu- • Rifsberja- Heildsölubirgðir: ■ Þ.Marelsson Hjallavegi 27, 104 Reykjavtk 91-17390 - 985-20676 Zentis “ orugg gæði - Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! SJONVARPIÐ -ÞmnmiðUl, eignokkarallra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.