Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 Setningarræða Krisljáns Ragnarssonar formanns LIU á aðalfundi Blikur á loftí Á undanfomum tveimur árum hefur sjávarútvegurinn búið við hagstæð ytri skilyrði. Aflabrögð hafa yfirleitt verið góð og hátt verð hefur fengist fyrir framleiðsluvör- uraar. Áætlað er að sjávarvöru- framleiðslan verði 40,5 milljarðar króna að verðmæti á þessu ári og aukist um 7,9 milljarða króna, eða um 24%. Þessi velgengni sjávarút- vegsins hefur fært þjóðinni stórlega bætt kjör og sýnir enn einu sinni, svo ekki verður um villst, að þjóðin á afkomu sína undir því hvemig fískiskipin okkar afla og hvað við fáum fyrir aflann. Vemlegar verðhækkanir hafa orðið á frystum físki milli ára eða um 20% og á saltfíski um 25%. Mjöl og lýsi hafa verið á lágu verði, en hafa hækkað nokkuð síðustu vikumar. Ferskur fískur hefur hækkað um 5—10%. Rækja og hörpudiskur hafa lækkað vemlega í verði. Það em hin góðu aflabrögð og hið háa verð á erlendum mörkuðum, sem hefur gert okkur mögulegt að halda óbreyttu gengi a ísl. krón- unni. Þetta hefur gerst, þrátt fyrir að dollarinn hefur lækkað mjög í verði á alþjóðamörkuðum, og er nú skráður á 8% lægra verði í ísl. krón- um, en á sama tíma í fyrra. Sjávarvömr em að 70 hundraðs- hlutum seldar á verði, sem tekur mið af verði dollars. Stöðugt gengi er mikilvægur þáttur í rekstrarskilyrðum sjávarút- vegsins og annarrar atvinnustarf- semi. Gengi krónunnar ræðst ekki af yfírlýsingum stjómmálamanna, um að gengi skuli vera stöðugt, heldur því hvort innlendur kostnað- ur hækkar meira en telq'umar. Stjómvöld hafa því fengið einstakt tækifæri til þess að ná niður verð- bólgu á undanfömum tveimur ámm vegna velgengni sjávarútvegsins. Hann gat tekið á sig vemlegar inn- iendar verðhækkanir, án þess að hafa þurft að fá þær bættar með lægra gengi. Hætt er við að sam- bærilegt tækifæri fáist ekki í bráð og er illt til þess að vita, hvað þetta tækifæri hefur verið illa nýtt. Mikil þensla hefur verið á flestum sviðum þjóðlífsins og eftirspum eft- ir vinnuafli mun meiri en framboðið. eðaheilar samstæour Níðsterkarog hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margarog stillanlegar stærðir. Hentarnánast allsstaðar. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga UMBOÐS OG HEILDVERSLUN BiLDSHÖFDA 16 SIMI 6724 44 í mikilvægum þjónustugreinum sjávarútvegsins hefúr verðlag farið úr öllum skorðum. Á það sérstak- lega við um þjónustu viðgerðarverk- stæða og skipasmiðja. Er talið að þjónusta þessara aðila hafi hækkað um 75% á einu ári, en hefði átt að hækka um 20%, ef hún hefði fylgt hækkun kauptaxta. Þessi þróun getur ekki leitt til annars en að útgerðin muni í enn ríkari mæli neyðast til þess að sækja viðgerðar- þjónustu til annarra landa. Afkoma útgerðar Afkoma útgerðarinnar er nú talin jákvæð. Togaramir em taldir skila um 20% í verga hlutdeild fjár- magns, en bátamir um 12%. Þessi niðurstaða leiðir til um 6% hagnað- ar hjá togurum en 1,5% taps hjá bátum. Niðurstaða í heildamppgjöri flotans leiðir til 2,5% hagnaðar, sem nemur um 440 milljónum króna, ef miðað er við 6% ávöxtun fjár- magns. Alls nemur verg hlutdeild Qármagns 2,8 milljörðum króna eða um 17% af tekjum. Verri afkoma báta en togara stafar af lélegum afla á vetrarvertíð og lækkun á rækju og hörpudiski. AÍkoma útgerðarinnar er mun betri á þessu og síðasta ári, en hún hefur verið um langt skeið. Var orðið brýnt, að úr rættist, svo unnt væri að endurbæta skipin og smíða ný í stað óhagkvæmra skipa. Sala á ferskum fiski Ástæða er til að nefna sérstak- lega, að sala á ferskum físki skiptir miklu máli um afkomu útgerðarinn- ar. Á þessu ári og á síðasta ári er um 28% af heildartekjum útgerðar- innar vegna sölu á ferskum fiski úr skipum og gámum. Þjóðhags- stofnun telur meðalverð fyrir botnfísk vera um kr. 25 fyrir hvert kíló, sem selt er hér á landi, en um kr. 57 erlendis. Þegar tekið hefur verið tillit til kostnaðar, er verðið til útgerðar um 75% hærra erlend- is. Þessi þáttur hefur því skipt miklu máli varðandi bættan hag útgerðar- innar. Hagur togara, sem frysta aflann um borð, er áfram góður og nokkur aukning virðist vera á þeirri starfsemi á næstunni. Nýjungar, eins og sala á ferskum físki í gámum og fullvinnsla um borð í fískiskipum, virðist sæta gagnrýni nokkurra starfsmanna sölufyrirtækja og verkalýðsleið- toga. Er illt til þess að vita, að einstaklingar í þessum störfum telji nauðsynlegt að hindra eðlilega þró- un í þessu efni, sérstaklega þegar til þess er litið, að allir hafa haft verk að vinna, og hvergi hefur kom- ið til atvinnuleysis. Að sjálfsögðu stendur ekki til að flytja allan físk út ferskan, eða full- vinna hann úti á sjó. Fiskvinnslan er mikilvægasti viðskiptavinur út- gerðarinnar og svo mun áfram verða. Hinsvegar er sjálfsagt og skynsamlegt að nýta sér ferskfísk- markaði þegar þeir gefa hátt verð. Það ræðst hinsvegar af framboði og eftirspum, og það eiga útgerðar- menn að meta á hverjum tíma. Ummæli, eins og þau, að verið sé að hleypa útlendingum inn í land- helgina vegna þess að þeim er seldur ferskur fískur, eru brosleg. Greiðsla fyrir ferskan físk er ekkert öðruvísi greiðsla en fyrir frosinn físk eða saltaðan. Það er einu sinni svo, að fólk vill greiða hærra verð fyrir ferskan físk en frosinn, og við þurfum er- lenda aðila til að kaupa fískinn, því ekki ætlum við að neyta hans alls sjálf. Þegar greitt er hærra verð fyrir heilan físk en fyrir flök getur hagkvæmni þess að selja fiskinn ferskan ekki verið álitamál. Til að undirstrika mikilvægi fískvinnsl- unnar í landinu og gott samstarf útgerðar og fískvinnslu, höfum við boðið þeim, sem í fremstu víglínu standa í sölu á frystum og söltuðum fiski, að kynna viðhorf sín á þessum fundi og spá um þróun okkar mikil- vægustu markaða í framtíðinni. Fisk veiðistefnan Fiskveiðum okkar hefur nú í 4 ár verið stjómað með kvótakerfí, þar sem veiðiheimildir hafa verið miðaðar við ákveðið magn, sem veiða má, eða leyfílegan fjölda daga á sjó með frjálsri veiði á öðrum tegundum en þorski. Miklar um- ræður hafa átt sér stað að undan- fömu um mótun fiskveiðistefnu fyrir næstu ár. Hafa margir verið til kvaddir og enn fleiri hafa boðið sig fram til þess að stjóma þessu fyrir okkur. Ber þar hæst fulltrúa fiskvinnslu, verkafólks, samtök iðn- aðarmanna, skipasmiði og marga fleiri. Er jafnvel svo langt gengið, að skipasmiðir og starfsfólk sölu- samtaka telja sig eiga rétt á tiltekn- um aflakvóta, þótt það hafí aldrei nálægt fiskveiðum komið. Telur það sig eiga jafnan rétt við þá, sem hafa haft fískveiðar að lífsstarfí, og Qárfest hafa í dýmm skipum og tekið mikla áhættu. Meðan að- gangur var fíjáls að auðlindinni, sýndi þetta fólk engan áhuga á því að sækja físk í sjó. Stjómvöld hafa i góðu samstarfi við þá aðila, sem hafa haft fiskveiðar að lífsstarfí, komið stjóm á veiðamar, til vemd- ar fískistofnunum. Þegar það hefur tekist, fínnst þessu fólki það hafa misst einhvem ímyndaðan rétt. Mikils misskilnings virðist gæta um áhrif kvótakerfísins á sölu físki- skipa. Talað er um að verð skipa sé óeðlilega hátt vegna þess að kvóti fylgi skipi. Þetta er ekki rétt. Skip, sem er selt, hefur fengið meðalkvóta og er gert ráð fyrir að svo verði. áfram. Skip hafa ávallt gengið kaupum og sölum og við það hefur afli færst frá einum stað á annan. Ástæðan fyrir háu verði á skipum er, að óheimilt er að koma með nýtt skip nema annað víki. Sú ákvörðun hefur ekki verið umdeild, því allar takmarkanir á sókn í físki- stofnana byggja á því að skipin séu of mörg og óheft sókn muni leiða til ofveiði. Svo virðist, sem mikil samstaða sé meðal útvegsmanna um að halda áfram stjómun veiðanna á líkan hátt og verið hefur. Ljóst er, að veiðimöguleikar fískiskipanna eru meiri, en fískistofnanir geta gefið af sér. Hefur Hafrannsóknastofnun nú mælt með, að við minnkum þorsk- og karfaaflann, frá þvl sem verið hefur. Lagt er til, að þorskafl- inn verði ekki meiri en 300 þúsund lestir á næsta ári, í stað um 380 þús. lesta í ár, og karfaaflinn 75 þúsund lestir á móti um 85 þúsund lestum á þessu ári. Erfítt er að andmæla þessum tillögum, þegar litið er til ástands stofnanna. Ekki leikur á því vafí, að við erum ekki að nýta þorskstofninn á réttan hátt, þegar veiðinni er hagað þannig, að annar hver fískur, sem veiðist, er þriggja og fjögurra ára gamall, og hver einstaklingur vegur ekki nema IV2—2 kfló. Minni veiði á smáfíski myndi fljótt skila sér í meiri heildar- þunga, en það gerist með því að gefa fleiri einstaklingum tækifæri til þess að vaxa. Hversu mikið sem menn greinir á um vitneskju físki- fræðinga, ætti menn ekki að greina á um, að ástand þorskstofnsins er ekki nægilega gott, þegar litið er til þess, hvað lítið gengur af físki á hrygningarstöðvamar. Þjóðfélagið má ekki gera svo miklar kröfur til sjávarútvegsins, að hann sjái sér ekki fært að tak- marka aðganginn að fískistofnun- um með hófsemd. Á það hefur verið bent að við höfum aflað meira en fískifræðing- ar hafa mælt með og hefur kvóta- kerfinu verið kennt um. Það er hinsvegar misskilningur. Stjómvöld hafa ákveðið að heimila meiri veiði Kristján Ragnarsson flytur ræðu sína á aðalfundi LÍÚ í gær. af efnahagslegum ástæðum og í kvótakerfínu hafa verið frávik, sem allir vissu að gátu valdið aflaaukn- ingu. Helstu atriði, sem huga þarf að við mótun fiskveiðistefnu fyrir næstu ár, eru: 1. Gildistími nýrrar löggjafar. 2. Hver á að hafa veiðiréttinn? 3. Aðlögun úthafsrækjuveiða við kvótakerfíð. 4. Endurskoða sóknarmarkið með hliðsjón af minni afla. 5. Taka afstöðu til þess að bátar undir 10 rúml. lúti sambærilegri veiðistjómun og önnur skip. 6. Ákveða framsalsheimildir. 7. Hvort skerða á veiðirétt vegna sölu á ferskum físki. Að fenginni reynslu undanfar- inna ^ögurra ára, þar sem gildistími lagasetningar hefiir verið 1 ár og nú síðast 2 ár, virðist æskilegt að reyna að sjá lengra fram í tímann. Mjög erfítt er fyrir útgerðina og atvinnustarfsemi henni tengdar að búa við svo stuttan gildistíma, og væri því æskilegt, að gildistími nýrra laga yrði í 4 ár. Nokkrir aðilar hafa haldið því fram með miklum hávaða, að veiði- rétturinn eigi að deilast á fleiri aðila en útgerðina. Með hliðsjón af því, að þessir aðilar hafa nú dregið þess- ar tillögur formlega til baka í ráðgjafanefnd sjávarútvegsráðu- neytisins er ástæðulaust að deila frekar við þá um þetta atriði. Full- trúar rækjustöðva halda þó enn við þau óeðlilegu sjónarmið, að veiði- réttur geti verið hjá eigendum verksmiðjuhúsa og rækjupillunar- véla í stað eigenda skips. Þessi sjónarmið hafa sem betur fer ekki fengið undirtektir sjávarútvegs- ráðuneytisins, enda reynsla af þessu fyrirkomulagi vægast sagt slæm þar sem það hefur verið reynt. Þegar kvótakerfíð var sett á í árslok 1983, var ákveðið að veiðar á úthafsrækju yrðu gefnar fijálsar í því augnamiði, að sókn myndi aukast I þennan stofn, hvað og gerðist. Var rækja um 11% af sjáv- arvöruframleiðslunni 1986. Einnig má segja, að frelsi til rækjuveiða hafí verið einskonar öryggisventill á kvótakerfinu, þvl þeir, sem töldu sér misboðið með því, gátu hafíð rækjuveiðar. Nú hefur hinsvegar verið náð fullri nýtingu á þessum stofni og mönnum ber saman um, að afli á togtíma fari minnkandi á öllum veiðisvæðum. Sóknin er þvl orðin of mikil og ástæða til þess að gæta hófs og íhuga, hvaða leiðir eru heppilegastár til nýtinga á þessum mikilvæga stofni. Eins og áður er að vikið, telja fiskifræðingar að minnka þurfí þorsk- og karfaaflann á næsta ári. Það samrýmist þeim markmiðum illa að viðhalda óbreyttu sóknar- marki. Því þarf að minnka áhrif þess og jafnframt að ákveða meðal- afla af karfa fyrir togara I sóknar- marki I suður- og norðursvæði til þess að jafna aðstöðumun. Við núgildandi stjómkerfí fyrir fiskveiðar hafa bátar undir 10 rúml. að stærð ekki verið háðir veiðitak- mörkunum. Hefur þetta leitt til gífurlegrar fjölgunar þessara báta. Opnir bátar eru nú 1434 og hefur Ijölgað um 109 það sem af er þessu ári. Bátar með þilfari undir 10 rúml. em nú 216 og hefur fjölgað um 49 það sem af er árinu, og samið hef- ur verið um smiði 55 báta til viðbótar. Á sama tíma gilda þær reglur um eldri báta, stærri en 10 rúml., að bátar verði að víkja fyrir nýjum, og bátar yfír þeirri stærð þurfa að hlíta aflatakmörkunum. Það getur ekki gengið lengur að mismuna mönnum með þessum hætti, og eru því tillögur sjávarút- vegsráðuneytisins fagnaðarefni, enda þótt þær gefí þessum aðilum rétt til veiða langt umfram það, sem þeim var ætlað I upphafí. Hlutur þessara báta átti að vera 8.200 lest- ir af þorski I upphafi kvótakerfísins, en afli þeirra á síðasta ári var yfír 30.000 lestir. Til þess að kvótakerfið stuðli að hagkvæmni þurfa framsalsheimild- ir að vera rúmar. Langur gildistími gefur möguleika á, að útgerðar- menn sameini veiðiheimildir á skip og dragi með því úr útgerðarkostn- aði. Fulltrúar fiskvinnslunnar hafa reist háværar kröfur um að sala á ferskum físki rýri veiðiheimildir um 25%. Öllum ætti að vera ljóst, að ráðstöfun afla hefur ekkert með veiðistjóm að gera. Þvingunarað- gerðir, eins og þessar, geta haft gagnstæð áhrif og skapað óeðlileg samskipti milli útgerðar og físk- vinnslu. Fiskvinnslan hefur haft það hráefni, sem hún hefur ráðið við með góðu móti. Eigendur físk- vinnslu hafa ráðstafað afla sínum ferskum af hagkvæmnisástæðum, engu síður en þeir sem eingöngu gera út. Endurnýjun skipa í upphafi árs 1986 hóf Fiskveiða- sjóður íslands, eftir nokkurt hlé, að lána til smíði nýrra skipa. Gilda um þau lán strangar reglur. Skip víki fyrir nýju skipi, annaðhvort með því að það sé selt úr landi eða úrelt. Alls hefur Fiskveiðasjóður lánað til kaupa eða smíði á 40 skipum, sem skiptast þannig eftir gerð: Skip undir 100 rúmlestum 14 Skip yfír 100 rúmlestum 19 Loðnuskip 4 Skuttogarar 3 Af þessum skipum voru 9 keypt notuð erlendis, en þau eru þó yngri en fjögurra ára; 20 smíðuð erlend- is, flest ókomin til landsins og 11 smíðuð hér á landi. Samtals eru þessi skip að verðmæti um 4,3 millj- arðar króna og lánar Fiskveiðasjóð- ur 60% þegar þau eru smíðuð erlendis, en um 65% þegar þau eru smíðuð hér á landi. Sjóðurinn lánar ekki til smíði skipa undir 10 rúml. að stærð. Nauðsynlegt var að he§a þessa endumýjun nú, því mikils er um vert, að endumýjun eigi sér stað I áföngum en ekki I risastökkum, eins og oft hefur gerst áður. Vanskil útgerðarinnar við Fisk- veiðasjóð em nú óveruleg. Þann 30. sept. sl. námu lán sjóðsins til út- gerðarinnar tæpum 9 milljörðum króna. Af þeim lánum vom tæpar 100 milljónir króna I vanskilum, eða um 1% af útlánum. Á þessu ári gjaldfalla afborganir og vextir, sem nema 1.670 milljónum króna, og em vanskilin 6% af þeirri upphæð. Auk þess að hafín hefur verið endumýjun fískiskipastólsins, hafa vemlegar endurbætur verið fram- kvæmdar á fjölda skipa, og oft verða skipin sambærileg við ný skip, eftir þær endurbætur. Eftir lang- varandi erfíðleika var tímabært að úr rættist, og hægt væri að endur- bæta fiskiskipaflotann, sem ekki hafði verið haldið eðlilega við vegna fjárskorts. Fiskmarkaðir og frjálst fiskverð Alþingi samþykkti lög um físk- markaði sl. vetur. í kjölfar þeirra vom stofnaðir fískmarkaðir I Reykjavík og Hafnarfírði og íjar- skiptamarkaðir á Suðumesjum og á Ákureyri. í undirbúningi er að stofna fiskmarkað I Vestmannaeyj- um. í lögum um fískmarkaði em
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.