Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987
rokksíðan
——'ii| i| 111
Drap mann
með skóflu
S/H draumur, Sykurmolar
og Swans
Grafík
Grafískt
leyndarmál
Svart hvftur draumur sendi frá
sér 1. október plötuna Drap mann
meö skóflu sem á eru lögin Helm-
út á mótorhjóli, Bimbirimbirimb-
amm og Eyöimörk.
Drap mann með skóflu er for-
smekkur plötu sem út kemur í
byrjun desember og mun bera
heitiö Goð. Aðallag smáskífunnar,
Helmút á mótorhjóli, eitt besta
rokklag sem út hefur komiö á ís-
landi, verður einnig á stóru plöt-
unni en þá í nokkuð breyttri mynd.
Það fylgir einnig sögunni að
fyrsta nóvember kemur út Snarl-
snældan Veröldin er veimiltíta,
sem er sjálfstætt framhald á tíma-
mótasnaéldunni Snarl C 50 sem
kom út í vor. Eins og menn rekur
minni til voru á þeirri snældu lög
með sex framsæknum rokksveit-
um og verður ekki minna um dýrðir
á Snarl 2. Reiknaö er með að á
milli 15 og 20 hljómsveitir muni
eiga lög á snældunni. Það er Erð-
anúmúsík sem gefur Snarlsnæld-
urnar út og plötur S/H draums út.
Af Svart hvítum draumi er það
annars að frétta að hljómsveitin
kemur fram á tónleikum í MH í
kvöld með Sykurmolunum og
bandarísku hljómsveitinni Swans.
The Swans er talin meðal merki-
legri rokksveitum í Bandaríkjunum
um þessar mundir og er nýjasta
plata sveitarinnar til marks um
það. Hljómsveitin kemur hingað
frá bretlandi þar sem hún hefur
vakið mikla hrifningu og andúð
enda er oft lagt á tæpasta vað á
tónleikum hennar. Sykurmolarnir
Sverrir
Stormsker
semur við
Steinar
Sverrir Stormsker hefur
gert samning viö Steinar um
útgáfu á næstu plötu sinni
sem Tóný ætlaði að gefa út.
Platan sú arna, sem verður
fjórða plata Sverris á þremur
árum, verður tvöföld, þ.e. tvær
plötur í umslaginu, og mun
heita Stormskersguðspjöll.
Guðspjöllin verða 30 og herma
fregnir að Sverrir fari ekki
troðnar slóðir frekar en endra-
nær. Með Sverri að plötunni
starfa ýmsir tónlistarmenn, en
hann semur öll lög og texta
að vanda. Sverrir vinnur nú að
plötunni í hljóðverinu Gnýr og
er hún væntanleg í byrjun des-
ember.
hituðu upp fyrir Swans á eftir-
minnilegum tónleikum í Town and
Country Club í Lundúnum fyrir
skemmstu. Gagnrýnendur Melody
Maker hófu Sykurmolana til skýj-
anna eftir þessa tónleika á kostnað
Swans; sögðu Swans hafa breyst
aftur í Ijóta andarunga eftir að
hafa hampað sveitinni ótæpilega
fram eftir sumri. Hvað sem öðru
líður eru menn á einu máli að tón-
leikar með Swans eru ógleyman-
legir. Langt er síðan hljómsveitar-
meðlimir lýstu miklum áhuga á að
koma til Islands og í tilefni af þess-
ari íslandsför breytir sveitin til; í
fyrri hluta tónleikanna verða notuð
órafmögnuð hljóðfæri. Sykurmol-
ana þarf ekki að kynna og líklega
verða þessir tónleikar S/H draums,
Sykurmolanna og Swans á meðal
merkustu tónleikaviðburða þessa
árs.
Eins og áður sagði verða tón-
leikarnir í Menntaskólanum við
Hamrahlíð og hefjast kl. 21.00 í
kvöld.
f dag sendir hljómsveitin Grafík
frá sér sfna fimmtu hljómplötu,
plötu sem ber heitið Leyndarmál.
Grafík hefur nú starfað í sex ár,
sem er nokkuð yfir meðalaldri hljóm-
sveita hérlendra. Sveitina stofnuðu
þeir Rafn Jónsson og Rúnar Þórisson
sumarið 1981 til að hljóðrita plötuna
Grafík. Sú plata þótti lofa einkar
góðu og síðan hafa komið þrjár plöt-
ur fram til 1986 að sveitin tók sér
hlé um stund, enda hættu þá söngv-
ari hennar og bassaleikari, Helgi
Björnsson og Jakob Magnússon. I
stað Helga kom Andrea Gylfadóttir
og í staö Jakobs kom Baldvin Sigurð-
arson. Þannig skipuð hóf Grafík að
vinna að fimmtu plötunni, sem nú
hefur litið dagsins Ijós. Segja má að
vinna við plötuna hafi staðið meira
og minna síðan í mars fram í ágúst
að síðasta hönd var lögð á hana.
Lögin á plötunni eru níu og ættu
margir að kannast við þau, enda
hafa þau verið hluti af tónleikadag-
skrá sveitarinnar síðan í vor.
Því má svo bæta við hér að fimm-
mannasveitin Grafík heldur tónleika
í kvöld 5. nóvember þar sem sveitin
mun kynna fimmtu plötu sína sem
var fimm mánuði í vinslu. Tónleikarn-
ir hefjast kl. 21.55 stundvíslega og
standa til 1 eftir miðnætti. Gestir
sveitarinnar verða Rauðir fletir sem
gefa út sína fyrstu stóru plötu í
næstu viku og leynigestur verður
Bjartmar Guðlaugsson sem einnig
sendir frá sér plötu í næstu viku.
Það er ekkert
sem rekur á
eftir mér
Megas og Loftmynd
Megas sendir frá sér plötuna
Loftmynd næstkomandi þriðju-
dag en plötuna gefur Grammið
út. Umslag plötunnar skreytir
gömul mynd af Reykjavík og þvi
er við hæfi að spyrja fyrst að því
hversvegna Megas hafi gert
Reykjavíkurplötu?
Það eru margar sögur til um
það. Ein hefst fyrir þremur árum
þegar allir í kring um mig voru að
sækja um styrki í sjóði ýmiskonar.
Ég slóst í hópinn, tók sjens á einum
sjóðnum og bjó til umsókn. Ijar
þurfti að útmála sig sem mikinn
tekstahöfund sem óg gerði og
síðan þufti óg að lýsa því yfir að
maður ætlaði að gera eitthvaö
annað við peningana en láta ríkiö
taka þau í meðlög. í usókninni
sagðist ég síöan vera að vinna að
Reykjavíkur-prógrammi; „Ein-
kennilegt mannlíf í skúmaskotum
Reykjavíkur." Ástæðan fyrir því var
að ég var með í höndunum lagið
Plastpokablús sem er svona Breið-
holtssöngur. Þræðir sig svona frá
Hlemmi, gegnum Glæsibæ og upp
í Breiðholt og síöan niður í Vonar-
strætið aftur niður á Félagsmála-
stofnun. Síðan var ég hinum og
öðrum hnöppum að hneppa, hitt
og annað að gera og ekkert gerð-
ist nú í þessu verkefni. Og síðan
kom annað ár og ég sótti meira
um og síðan kom þriðja árið og
enn sótti ég um. Og alltaf fókk óg
þriggja mánaða styrk. Síðan voru
komnir níu mánuðir, sko, með-
göngutími. Þá var óg nú kominn
með móral, þá var komið tæpt ár
síðan borgin átti afmæli. ég kom-
inn á síöasta snúning fannst mór.
Og þá settist ég niöur og hófst
handa.
Það sem tengir textana er svo
að þetta tengist allt Reykjavík. Það
er viss hluti af Reykjavík sem
speglast þarna, kannski ekki endi-
lega það sem er upp á yfirborðinu,
það er bísafílingur á köflum. En
staðfræðilega séð er þetta sú
Reykjavík sem blasir við öllum.
Þetta er svona viss úttekt að svo
miklu leyti sem hægt er að gera
úttekt á 45 mínútum.
Nú fór það ekkí hátt ■ fyrra að
plata þín I góðri trú markaði það
að þú tókst þráðinn upp aftur
eftir langt hlé. Hvað er það sem
hratt þór af stað og hvað rekur
þig áfram f tónlistinni?
1 sjálfu sér er ekkert sem rekur
mig Maöur velur eitthvað af öllu
því sem maður getur hugsanlega
fengist við. Venjulega það sem
manni finnst skemmtilegast og
kræsilegast.
Þú afgreiðir textana sem dæg-
urlagatexta og ekkert meira um
það að segja en hvað um tónlist-
ina?
Dægurlög.
Dægurlög sem samin eru undir
áhrifum af Carl Perkins, Elvis
Presley, Buddy Holly o.fl.
Ég veit það ekki, þetta er sú
músik sem ég ólst upp við, að svo
miklu leyti sem maður elst upp við
músik. Presley kemur fram á sjón-
arsviðið þegar ég er svona 10 ára
gamall. Fram að þeim tíma hafði
ég fylgst með dægurlagamúsikinni
í óskalagaþáttunum en hún hafði
ekki heillað mig neitt sérstaklega.
En þegar Presley kom þá heillaði
hann mig alveg sérstaklega. Allir
þessir fyrstu rokkarar verkuðu
öðruvísi á mig en öll dægurlaga-
músik hafði gert á undan. Ég man
Megas gefur út
Reykjavíkurplötuna Loft-
mynd f byrjun næstu viku.
eftir Presley og mér fannst hann
alveg himneskur og fleiri karlar
eins og Little Ritchard og Fats
Domino og það var þá sem ég
byrjaði að semja músik. Ég hafði
Presley sem fyrirmynd; hann einn
með gítarinn. Hinsvegar spilaöi
hann óskaplega lítið á þennan gítar
sinn þegar fram í sótti.
Hann dansaði með hann.
Já hann dansaöi með hann, en
myndin sem maður fékk í kollinn
var af einum manni með gítar. í
spott-ligti og það æptu allir þegar
hann kom fram. Og þá settist ég
niður og fór að búa til músik. Því
ég sá ekkert í kring um mig sem
væri nothæft. Ég sá ekki ekki sjálf-
an mig í þessari stöðu sem Presley
var, syngjandi neitt af þvi efni sem
var á íslenska markaðnum, ég sá
ekki að það væri hægt að syngja
það á þann hátt sem mér þótti
kræsilegt. Mig langaði að búa til
rokk, en framan af kunni ég það
ekki. Núna eftir að það runnu af
mér eiturlyfin fór ég að átta mig á
því hvernig maður gerir tólf takta
rokkara. Þá hef ég líka gert marga
síöan. Nú er ég alltaf að gera tólf
takta rokkara og ég er algjör meist-
ari í að gera tólf takta rokkara, það
getur enginn gert jafn góða tólf
takta rokkara og ég.