Morgunblaðið - 05.11.1987, Síða 56

Morgunblaðið - 05.11.1987, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 Stiörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Heilsumál í dag ætla ég að fjalla lítil- lega um heilsumál Tvíburans (?1. maí—20. júní), um þá líkamshluta sem sagt er að hann stjómi og útfrá því sjúkdóma sem honum er hætt við að fá. Nú sem áður þarf að hafa ( huga að hver maður á sér nokkur stjömu- merki sem einnig hafa sitt að segja hvað varðar heilsu- mál. Tvíburi sem hefur t.d. Tungl í Krabba getur einnig verið veikur fyrir í þeim líkamshluta sem Krabbinn stjómar, eða maganum. Tvíburinn Heimur Tvíburans er heimur hreyfingar. Fólk kemur og fólk fer og skoðanir breytast eftir því sem nýjar upplýsing- ar koma fram í dagsljósið. Tvíburinn er því ekki fastur í viðhorfum sínum, þolir ekki að vera bundinn niður og forðast vanabindingu og end- urtekningar eins og heitan eldinn. Tvíburinn er félags- lyndur og þarf fjölbreytileika . í félagslegt umhverfí sitt. Lungu Tvíburinn er viðkvæmur í lungum og hættir til að fá lungnakvef, berkla, asma eða eiga í erfíðleikum með öndun á annan hátt. Hreint loftslag er mikilvægt fyrir hann, og er t.d. sagt í erlendum stjömuspekibókum að tært fjallaloft eigi vel við Tvíbura og þá sérstaklega ef hann er slappur til heilsunnar. Tvíburinn ætti að gæta þess að fara reglulega í hressandi göngutúra eða stinga höfðinu út um gluggann og teiga í sig hreint loftið. LeiÖindi Tvíburabam getur auðveld- Iega orðið þunglynt ef orku þess em settar of þröngar skorður. Hjá eldri Tvíburum geta einnig þróast geðrænir sjúkdómar sem rekja má til leiðinda. Ef Tvíburinn hreyfír sig ekki og hefur fjölbreyti- leika i daglegu lífí sínu, verður hann slappur, orkulít- ill og jafnvel veikur. Taugakerfi Taugakerfí Tvíburans er oft viðkvæmt, og meðal hugsan- legra kvilla má nefna tauga- þrejrtu, taugabólgur og aðra kvilla sem tengjast tauga- kerfínu. Ástæðan fyrir því er oft sú að Tvíburinn tekur of margt fyrir í einu og á jafnframt erfítt með að slappa af og hvíla sig. Jóga- leikfími og hugleiðsla, sem m.a. gengur út á að að róa hugann, er t.d. góð fyrir Tvíbura. Hugsun Tvíburans er oft of athafnasöm og því fær hann ekki hvíld þó hann reyni að hvílast. Hendur Auk lungna og taugakerfis stjómar Tvíburinn höndum, handleggjum og öxlum. Hann á því til að vera viðvæmur í þessum líkams- hlutum. Nudd getur hjálpað og sömuleiðis er gott fyrir hann að gera æfíngar sem liðka fíngur og hendur. Hugarró Tvö algeng vandamál Tvíbura em leiðindi og eirð- arleysi. Ef hann hefur ekki nóg að gera verður hann bungur. Ef hann hefur of mörg jám í eldinum verður hann stressaður og fer úr einu í annað. Hann þarf að fínna jafnvægi þama á milli: Gæta þess að hafa fólk í kringum sig og hafa nóg að gera en jafnframt að læra sjálfsaga og þróa með sér tækni sem hjálpar honum að róa hugann og slappa af. GARPUR GRETTIR mmjmfrrffmftfrrmmttmtttmmttfrmmfimrm .... —— . —.... ....... — ■ "■ UOSKA FERDINAND SMÁFÓLK I pomtwanttomear ANV MORE CÖMPLAININ6 ABOUTA UTTLE 5N0W 3-S Ég vil ekki heyra fleiri kvartanir um snjó á vellin- um! Okkur veitir ekki af æf- ingu, er það? Og kannske nýrri bólu- setningu við flensu! Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Fýrsta útspil er sá þáttur bridaíþróttarinnar þar sem heppnin vegur þyngst. Að vlsu má oft færa rök fyrir þvl að eitt útspil sé öðru betra, enn stund- um er óneitanlega um hreina ágfakun að ræða. Sveifla upp á 21 IMPa valt á slfkri ágiskun i þessu spili. Vestur gefur, allir á hættu. Norður Vestur ♦ K1083 ▼ 7 ♦ G54 ♦ KG1095 ♦ 5 V G10863 ♦ - ♦ ÁD87432 Austur ♦ ÁG972 ♦ Á4 ♦ K8763 ♦ 6 Suður ♦ D64 ♦ KD952 ♦ ÁD1092 ♦ Ve*tur Norður Aaatar SuAur Paas Pass 2 spaðar 3 hjört'd 4 spaðar 6 hjörtu Paaa Paaa Paaa Opnun austurs á tveimur spöðum sýndi kerfísbundið a.m. k. fímmlit i spaða og fyórlit í tfgti. Þessi upplýsandi opnun gaf vestri val á milli þess að skjóta út spaða eða tfgli. Sá á kvölina sem á völina, og það er erfítt að gagnrýna vestur fyrir að reyna frekar að sækja slagi á tfgul. Þar með gat sagnhafí hent spaðataparanum niður f tfgul og vtxltrompað upp f tólf slagi: 1430 í NS. Á hinu borðinu gösluðust NS einnig I sex hjörtu eftir opnun austurs á einum spaða. Sem austur doblaði og norður re- doblaði! Vestur spilaði út spaða og austur tryggði spilið tvo niður með þvf að trompa tvfavar út: 1000 í AV. Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu í Vmjacka Banja í Júgóslavíu f vor kom þessi stað upp í skák alþjóðlegu meist- aranna Ristic, Júgóslavíu, sem hafði hvítt og átti leik, og Miral- les, Frakklandi. 24. Hxe5! — Bxe5, 25. Hxg6! — Kxg6, 26. Dg5+ - Kh7, 27. Dxh5+ - Kg7, 28. Dg5+ - Kh8, 29. Dh6+ - Kg8, 30. Dg6+ - Kh8, 31. Bf6+ - Bxf6, 32. Rxf6 og svartur gafst upp. Jafnir og efstir á mótinu urðu alþjóðlegu meistaramir Bareev, Sovétríkjunum, og Semkov, Búlg- aríu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.