Morgunblaðið - 12.11.1987, Page 2

Morgunblaðið - 12.11.1987, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 'ITT’Tri Líkan af skipulagi miðbæjarins með væntanlega ráðhúsbyggingu í forgrunni. Borgarverkfræðingur um væntanlega ráðhúsbyggingu: Ráðhúsið rís á Bárulóðiiuii Engin ástæða til rannsókna þótt Tjörnin skerðist um 1% UMSÖGN Þórðar Þ. Þorbjarn- arsonar borgarverkfræðings vegna tillögu Elinar G. Ólafs- dóttur fulltrúa Kvennalistans um lifríki Tjarnarinnar, hefur verið lögð fram i borgarráði. Þar kemur fram að i tillögu Elinar gæti misskilnings þar sem staðhæft er, að væntanlegt ráðhús verði aðallega byggt i Tjörninni og að skerðing Tjarn- arinnar hafi skaðvænleg áhrif á Iífríki hennar. Ráðhúsinu sé ætlað að risa á Bárulóðinni og verður því raunveruleg minnk- un Tjamarinnar um 800 fermetrar eða um 1% þegar tillit er tekið til þess að með ráðhúsinu er byggð ný litil tjöra á gatnamótum Tjaraar- götu og Vonarstrætis. „Það er akkert sem gefur til- efni til að rannsaka lífríki Tjamar- innar þó hún skerðist um 1% og engar líkur til að bygging ráð- hússins hafí meiri áhrif á það heldur en þegar Iðnó eða Dóm- kirkjan voru byggð við Tjömina á sínum tírna," sagði Davið Odds- son borgarstjóri, en í umsögn borgarverkfræðings segir að þó skerðing Tjamarinnar yrði um 2%, þá benti ekkert til þess að slíkt hefði áhrif á lífríki hennar. „Og þegar því er slegið fram verð- ur ekki komist hjá að álykta, að menn séu að misbeita vísindaleg- um hugtökum f þvf skyni að andæfa áformum, sem þeir af pólitfskum ástæðum em andvígir. Menn verða að hafa í huga, að ekki er verið að byggja verk- smiðju- eða iðnaðarhúsnæði við eitt hom Tjamarinnar, heldur ein- göngu hús, sem er ekki til þess fallið að neinu leyti að hafa slæm áhrif á Tjamarmyndina, eða á það fuglalíf, sem þar þrífst," segir í umsögninni. Tillaga Elínar tengist þings- ályktunartillögu, sem lögð hefur verið fram á alþingi, þar sem rætt er um að fela ríkisstjóminni að hefja viðræður við borgaryfír- völd um ítarlega rannsókn á áhrifum byggingar ráðhúss á lífríki Tjamarinnar. Flutnings- menn vitna til 29. gr. náttúm- vemdarlaga en þar segir: „Valdi fyrirhuguð mannvirkjagerð eða jarðrask hættu á því, að landið breyti varanlega um svip, eða merkum náttúruminjum verði spillt, eða hætta á mengun lofts eða lagar, er skylt að leita álits náttúmvemdarráðs, áður en framkvæmdir hefjast.“ Borgarverkfræðingur segir í umsögn sinni að ekkert bendi til að bygging ráðhúss falli undir þessa grein náttúmvemdarlag- anna. „Þvert á móti þá er sá hluti Tjamarinnar, sem kannski er í dag hvað óyndislegastur, bættur með hógvæm ráðhúsi, sem byggt er skv. teikningum, sem allir, hvar í flokki sem þeir hafa staðið, hafa lýst yfír að væri einstaklega fal- legar og smekklegar." Þá segir að borgarstjórn Reykjavíkur hafi um langan tíma staðið vörð um Tjömina í Reykjavík og það fuglalíf, sem þar hefur þrifíst og hefur tekist það með ágætum, án atbeina al- þingis og ríkisstjómar og ekki verður séð, að þessir tveir aðilar séu líklegri til þess en borgaryfir- völd að sjá um það í framtíðinni. Vegna umsagnar borgarverk- fræðings lögðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista, Bjami P. Magnússon, Alþýðuflokki, og Sigutjón Pétursson, Alþýðu- bandalagi, fram eftirfarandi bókun: „Við mótmælum harðlega þessari umsögn borgarverkfræð- ings og vísum henni á bug sem pólitískri en ekki embættislegri umsögn sem að auki beinist frem- ur að tillögu, sem liggur fyrir alþingi, en þeirri tillögu, sem lögð var fram í borgarráði." Og Sigrún Magnúsdóttir óskaði bókað: „Þegar ég samþykkti byggingu ráðhúss benti ég jafn- framt á, að rétt væri að hefjast ekki handa fyrr en eftir 1-2 ár. Ég tel eðlilegt og sjálfsagt að flýta sér hægt og m.a. fá álit sérfræð- inga, hvort bygging, sem tekur 1-2% af tjöminni, raski eitthvað lífríki hennar." Tuttugu flóttamenn væntanlegir frá Víetnam RÍKISSTJÓRNIN hefur að tillögu utanríkisráðherra samþykkt að veita 20 víetnömskum flótta- mönnum leyfi til að flytjast til ættingja sinna hér á landi. Ut- anríkisráðuneytinu barst ósk um þetta frá flóttamannaráði Rauða Kross íslands. Það tók málið upp að beiðni fólksins sem fluttist hingað frá Víetnam fyrir nokkr- um árum. Björn Friðfínnsson formaður flóttamannaráðs Rauða Krossins sagði að óvíst væri hvenær flótta- mennimir kæmu hingað, líklega mundi það taka nokkra mánuði. Bjöm sagði að allir flóttamennimir ættu nána ættingja hérlendis. Þeir væru flestir af kínversku bergi brotnir og leyfðu víetnömsk yfírvöld þeim að flytjast úr landi vegna sam- komulags þau hefðu gert við Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóðanna um að fólk sem á ættingja búsetta erlendis fái að flytjast úr landi. Bjöm sagði að Flóttamannastofn- un Sameinuðu þjóðanna þrýsti mikið á íslendinga að taka við fólki í líku hlutfalli og_ aðrar þjóðir gera. Þetta væri kvóti íslendinga í flóttamanna- málum á þessu ári. Bjöm Friðfinnsson sagði að ætt- ingjar flóttafólksins mundu taka við því við komuna hingað og ætti það að gera alla aðlögun þess mun auð- veldari en ella. íslensk stjórnvöld þurfa hins vegar að sjá því fyrir íslenskukennslu. Kjötmiðstöðin hefur keypt tvær verslanir KJÖTMIÐSTÖÐIN festi í gær kaup á versluninni Garðakaup í Garðabæ. í síðustu viku keypti fyrirtækið einnig verslunina Kópavog f Kópavogi. Hrafn Bach- mann kaupmaður í Kjötmiðstöð- inni sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að með þessu væri fyrirtækið að reyna að styrkja stöðu sfna f gífurlega harðri sam- keppni sem nú væri f matvöru- verslun á höfuðborgarsvæðinu. Eigendur Kjötmiðstöðvarinnar auk Hrafns Bachmann em þeir Pét- ur Björnsson og Ármann Reynisson í Ávöxtun og Halldór Kristinsson svínabóndi, Hlíð við Akureyri. Kjöt- miðstöðin rekur einnig samnefnda matvöruverslun í Reykjavík, stóra kjötvinnslu og fyrirtækið Veitinga- manninn. Sjá viðskiptablað- B-14: Eins dauði er annars brauð. í dag Jg Kk k’.JLk 1 orru i *; r: ; V- ý) j r ■sQkAX,----i— Jflerjjunblaíiib VEÐSKffTIAIVINNULÍr Creiðslustöðvun Ijá MiðfdJJ og Hinnmtnik Féfang býður einstakl- ingum lán til bílakaupa Sýknaður af ákæru um okur vegna ónógra gagna MAÐUR, sem var ákærður fyrir okur f sambandi við lán sem hann veitti Hermanni Gunnari Björgvinssyni, sem var ákærður fyrir okurlánastarfsemi, var fyrir nokkru sýknaður i Sakadómi Reykjavíkur. Dómarinn, Sverrir Einarsson, komst að þeirri niður- stöðu, að gögn málsins væru ekki nægjanleg til sakfellingar. Ákæruvaldið sætti sig við þessa niðurstöðu og áfrýjaði málinu ekki. Óvíst er hvaða áhrif dómur þessi hefur á önnur mál, sem eftir á að dæma f. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veitt Hermanni Gunnari 25 sinnum peningalán og áskilið sér og tekið hærri vexti en lögleyfðir voru. í ákæru voru ofteknir vextir sagðir vera tæpar 890 þúsund krónur. Síðar kom f ljós að engin gild fyrirmæli vom til um hám- arksvexti frá 11. ágúst 1984 og var því aðeins tekin afstaða til ákæm um ólöglega vaxtatöku í sambandi við þau lán sem maður- inn veitti fyrrir þann tíma. í dómi Sakadóms Reykjavfkur kom fram, að gögnin í málinu vora tvær ávísanir, sem maðurinn hafði tekið við frá Hermanni Gunnari, til greiðslu á lánum til hans. Þá fannst fangamark í bók Hermanns Gunnars, sem hann sagði eiga við ákærða og tölur við fangamarkið, sem að sögn Hermanns Gunnars táknuðu vexti. Á þessu og fram- burði um tveggja mánaða tímabil var byggt og var þetta hið eina sem stuðst var við um þær lán- veitingar, sem eftir stóðu í ákæmnni, þ.e. fjárhæðir, dagsetn- ingar, vexti og lánstfma. í niður- stöðum Sakadóms segir, að þessi gögn þyki ekki viðhlftandi gmn- dvöllur fyrir því að sakfella ákærða. Var hann því sýknaður og allur sakarkostnaður greiddur úr ríkissjóði. Bjöm Helgason, saksóknari, sagði það rétt að ákæmvaldið hefði getað sætt sig að fullu við niður- stöðu Sakadóms og þvf hefði ekki verið áfrýjað til Hæstaréttar. „Þetta mál er ólíkt þeim málum sem sakfellt hefur verið í, þar sem gmndvöllur ákæm er ansi veikur, svo ekki sé meira sagt,“ sagði Bjöm. „Ég er alveg sáttur við þennan dóm, en get ekki fullyrt hvort svona gallar eiga eftir að koma upp í þeim málum sem enn em ódæmd, enda var búið að ákæra f þessum málum áður en ég hóf afskipti af þeim hjá ríkissak- sóknara. Eg hef hins vegar ekki orðið var við það í þeim málum sem dæmt hefur verið í að gmndvöllur hafí verið jafn veikur og í þessu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.