Morgunblaðið - 12.11.1987, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987
Tjörnin — perla Reykjavíkur
eftirJónuE.
Jónsdóttur
Það getur ekki satt — það má
ekki vera satt! Stórhýsi skal rísa
við Tjömina — þeim getur ekki
verið alvara.
Getur verið að nokkrar örfáar
sálir fái að ráðskast með Tjömina,
perlu Reykjavíkur, breyta henni og
umhverfi hennar?
Hver hefur gefíð þeim umboð til
þess?
Að mínu mati er þetta stór
ákvörðun sem þyrfti meiri athugun-
ar við. Við skulum ekki vera of
bráðlát.
Þama geta farið forgörðum verð-
mæti sem aldrei verða aftur bætt.
Hvemig á t.d. að leysa umferðar-
vandann sem óneitanlega hlýtur að
skapast um aðliggjandi götur?
Sú stóra spuming brennur mér
á vörum: „Hvemig á að bregðast
við auknum umferðarþunga um
þennan bæjarhluta — og er hann
nú nægur fyrir, svo oft horfir til
vandræða. Hvemig hafa áhuga-
menn um byggingu ráðhúss við
Tjömina hugsað sér aðkeyrslu að
húsinu? Á að breikka Tjamargötu
og gera hana að breiðgötu ásamt
fleiri götum í kringum Tjömina?
Hvers vegna er ekki hægt að
velqa ráðamenn til vitundar um
hversu mikilvægt það er að varð-
veita gamla miðbæjarkjamann? Er
ekkert hægt að gera til að stöðva
þessa niðurrifsstafsemi? Er þetta
hin gamalkunna minnimáttarkennd
sem hijáir þessa menn? Minnimátt-
arkennd vegna þess að í miðborg
Reykjavíkur skuli vera svona fá
háhýsi en svona mörg bárujáms-
klædd timburhús? „En sú niðurlæg-
ing.“ Er það friðsældin við Tjömina
sem fer svona fyrir brjóstið á mönn-
um? Er þeim ekkert heilagt?
Mér finnst að hér sé illa staðið
að málum — ráðhús getur staðið
nánast hvar sem er — t.d. við Skúla-
götu — með annan fótinn út í
Faxaflóa — eða utan í Vatnsenda-
hæð. Allir hafa bíla og fara akandi
til ráðhússins hvar svo sem það
kemur til með að standa. — En
Tjömina og friðsælt umhverfi henn-
ar eigum við að vemda og í stað
niðurrifs skal bæta og hlynna að
þeirri fegurð og friðsæld sem þar
ríkir.
Tjarnargötu ætti að gera að vist-
götu, jafnvel Vonarstræti líka —
gróðursetja tré, planta blómum og
gera svæðin umhverfis Tjömina enn
friðsælli og meira aðlaðandi en nú
er. Lækjargötu ætti að mjókka og
gera að einstefnugötu með bekkjum
og tijágróðri á Tjamarbakkanum.
Já, það væri gaman, ef slíkar breyt-
ingar væru í vændum — það er
gaman að láta sig dreyma.
Staðsetning ráðhúss við Tjömina
er ekkert einkamál örfárra manna
— þetta varðar okkur öll sem búum
í þessu landi — þetta er höfuð-
borgin okkar.
í útvarpsviðtali um daginn sagði
borgarstjóri að þessi blettur — þ.e.
sá sem fara á undir ráðhús — hafi
verið Reykjavíkurborg til skammar
og sé mál til komið að bætt verði
um betur. Það er satt — og betur
hefði verið að hann hefði tekið eft-
ir því fyrr. En ég gat ekki betur
skilið af orðum hans en að eina
leiðin til að bæta úr ljótleika þessa
svæðis væri að byggja heilt ráðhús
—ja, fyrr má nú rota en dauðrota.
„Nei, við eigum margt
eftir ólært. I augna-
bliksæsingi sem grípur
fólk eru oft höggvin
stór skörð sem aldrei
verða bætt.“
„Til þess eru vítin að varast þau.“
Nei, við eigum margt eftir ólært.
í augnabliksæsingi sem grípur fólk
eru oft höggvin stór skörð sem aldr-
ei verða bætt.
Það stóð einu sinni svo fallegt
tré á hominu á Túngötu og Garða-
stræti — já, það var fallegt —
gullregn hét það. Munið þið hvað
það blómstraði fallega og gladdi
augað? Svo var það höggvið einn
daginn. Af hveiju? Jú, það á að rísa
stórhýsi þama, sagði einhver. Nú,
já, var það?
Við hvert slíkt axarhögg sem
höggvið er í hús eða náttúm þessa
lands sem kalla mætti niðurrifs-
starfsemi — er stórt sár höggvið í
vitund þeirra manna sem byggja
þetta land og láta sig umhverfi og
náttúm eitthvað varða.
Reykvíkingum er vonandi í
fersku minni sá styrr sem stóð um
Bemhöftstorfuhúsin á sínum tíma.
Forráðamönnum var hún alltaf
þymir í auga. „Þessar fúaspýtur
mættu nú ijúka — og danskar í
þokkabót."
Birtar vom myndir í blöðum af
líkani að nýju stjómarráðshúsi „sem
myndi sóma sér vel á Torfunni".
Sami leikur og sýndur var í blöðum
um daginn í sambandi við ráðhús
í Tjöminni og þar var jafnvel talað
um íslenskan byggingarstíl, en von-
andi er það nú bara innskot blaða-
manns til að vera fyndinn.
Sjáið þið ekki í anda svo sem
eins og þijár Morgunblaðshallir í
röð þar sem Bemhöftstorfuhúsin
em og kannski fimm hæða bíla-
geymslu undir? En þessi niðurrifs-
áætlun var kæfð — sem betur fer
segi ég.
Þessi hús vom síðan gerð svo
skemmtilega upp, ég held ég megi
segja öllum til gleði og augnayndis.
Það vom margir sem léðu því
máli lið og tóku til höndum í alvöm
þessu til stuðnings. Skrifaðar vom
margar greinar af góðum og mæt-
um mönnum — m.a. ekki ómerkari
manni en Halldóri Laxness. Skrif-
aði hann stórgóða grein, sem birtist
í Morgunblaðinu 7. júlí 1971, undir
yfírskriftinni „Brauð Reykjavíkur".
Þar lætur hann í ljós skoðun sína
á niðurrifsstarfseminni og bygg-
ingu nýs stjómarráðshúss á
Bernhöftstorfunni. En hvað skyldi
honum nú fínnast um ráðhús í
Tjöminni?
Arkitektafélag íslands stóð fyrir
samkeppni um „endurlífgun" gömlu
• húsanna og fjölmargar tillögur bár-
ust. Ein var þó sem bar af, að
mínum dómi, það var tillaga er
hlaut fjórðu viðurkenningu, höfund-
ur Jón Gunnar Ámason myndlistar-
maður. Höfundur lagði fram
niðursuðudós.
„Tillagan gerir ráð fyrir því að
Bemhöftstorfan verði varðveitt í
dós í 100 ár — og þar með slegið
á frest ákvörðun um það hvað gera
skuli við húsin — í von um betri
skilning meðal almennings og yfir-
valda á gildi þeirra í heildarmynd-
innj en nú er.“ Tilv. lýkur.
Ég lýk þessum pistli mínum með
tilvitnun þessari og flyt hugmynd-
ina yfír á Tjömina og umhverfi
hennar, þar með talið alþingishúsið
og umhverfí þess.
Sjáumst á útifundinum við Tjöm-
ina.
Höfundur er leiðsögumaður.
Ráðhús ofan í Tj örninni
eftir Bergþóru
Gísladóttur
Eitt er það sem bömin mín vilja
ræða við mig öðru fremur, en það
er hvemig ég geti íjármagnað hinar
ýmsu þarfír þeirra. Frá mínum
bæjardymm séð em á þessu máli
margar hliðar.
1. Fjármagnið sem ég hef úr að
spila er ekki ótakmarkað.
2. Hveijar em hinar raunvem-
legu þarfír bamanna minna og hver
er þess umkominn að gera greinar-
mun á raunþörfum og gerviþörfum?
3. Hver segir að raunþarfímar
eigi að hafa forgang?
Allt þetta fínnst mér ærið snúið
að meta fyrir sjálfa mig, hvað þá
aðra. í umkomuleysi mínu verður
mér stundum á að svara: Af hveiju
þetta sífellda nauð um peninga,
þegar allt sem mestu máli skiptir í
lífínu kostar ekkert, er ókeypis og
ómetanlegt. Þessu getur fylgt löng
upptalning allt eftir því sem samtal-
ið ræðst. Ekki þurfíð þið að borga
fyrir heilsuna, hreina loftið, vorið,
kyrrð fjallanna eða það að vera ís-
lendingar. Meðan við bjuggum í
Reykjavík áttu Tjömin og Esjan
heima í þessum félagsskap.
Við þessa ræðu er margt að at-
huga. I fyrsta lagi er tilefnið vit-
laust. Því bömin eru til mín komin
til að fá úrlausn sinna mála en
ekki til að hlusta á útúrsnúning eða
misheppnaða fyndni. í öðru lagi,
og það er aðalatriði, er það alls
ekki rétt að þessi lífsins gæði kosti
ekkert. Því einmitt á okkar dögum
á náttúran sjálf undir högg að
sækja sem aldrei fyrr. Getur verið
að verðmætamat okkar sé orðið svo
öfugsnúið að við metum í raun ein-
ungis það sem hægt er að verð-
leggja í peningum? Eða hvemig er
öðruvísi hægt að útskýra hversu
lítið heyrist í talsmönnum hinna
sönnu gæða? Hvar eru talsmenn
lífrikisins og náttúrufegurðarinnar?
Nú emm við þar stödd þessi kyn-
slóð að ef við ætlum að eiga aðgang
að hingað til sjálfsögðum gæðum,
þurfum við að taka afstöðu með
náttúrunni og með sjálfum okkur.
Því ef við stöndum ekki vörð um
það sem okkur er kærast, gerir það
enginn. Við þurfum sem sagt að
leggja það á okkur að vera ábyrgar
manneskjur.
Er Reykjavík
innflytj endaborg?
Þótt ég sé hvorki fæddur Reyk-
víkingur né búi þar nú, finnst mér
Reykjavík koma mér við og það
meira en lítið. Þar hef ég alið u.þ.b.
helming ævi minnar. Lengi framan
af var afstaða mín til Reylq'avíkur
mótsagnakennd. Ég held að mér
hafí í aðra röndina fundist hollusta
„Getur verið að verð-
mætamat okkar sé
orðið svo öfuðsnúið að
við metum í raun ein-
ungis það sem hægt er
að verðleggja í pening-
um?“
við Reykjavík væri einshvers konar
svik við heimabyggð mína og uppr-
una. Og náttúran — hún átti heima
utan Reykjavíkur. Eftir að ég lærði
eða leyfði mér að meta Reykjavík,
hefur það oft hvarflað að mér, þeg-
ar mér hefur ofboðið skeytingar-
leysi heimamanna gagnvart
umhverfí sínu, hvort það geti stafað
af því að Reykjavík sé borg innflytj-
enda, sem ekki hafi enn sæst við
sín nýju heimkynni.
Ifyrir skömmu þegar ég var á
ferð í Reykjavík sá ég mér til hrell-
ingar að bakkar Tjamarinnar höfðu
orðið fyrir talsverðu hnjaski. Mér
var sagt af heimamönnum að þetta
væru tímabundin spjöll, vegna við-
gerða. Ekki efa ég það. En það var
eins og ýtt væri við mér. Stendur
ekki meira til? Allt til þessa hafði
ég leitt hjá mér deilur Reykvíkinga
um staðsetningu ráðhúss. En þar
sem ég stóð þama á tjamarbakkan-
um var mér eins og í sjónhendingu
ljóst hver virði Tjömin var mér. Eg
hugsaði með mér, hvemig á ég að
geta haft gleði af því að heimsækja
Reykjavík ef enn verður þjarmað
að Tjöminni. Skyndilega blossaði
reiðin upp í mér. Hver hefur leyfi
til að gera svona? Eiga Reykvíking-
ar Tjömina? Og reiðin færði mér
svarið. Auðvitað hefur enginn leyfí
til að spilla Tjöminni. Ég og við öll
sem njótum þess að horfa á Tjöm-
ina, við eigum hana. Við skulum
taka höndum saman og bjarga
henni hvar sem við emm niðurkom-
in í veröldinni. Reykvíkingar eiga
ekki Tjömina frekar en Mývetning-
ar eiga Mývatn eða Snæfellingar
Snæfellsjökul.
Annað mál
Til að ekki komi nú upp neinn
misskilningur vil ég taka það fram,
að með þessum orðum er ég engan
veginn að leggjast gegn því að
Reykvíkingar fái sitt ráðhús. Þaðan
af síður er ég að taka afstöðu til
þeirrar hugmyndar að ráðhúsi sem
fyrir liggur. Ég er ekki með öllu
ókunnug starfsaðstöðu þeirra sem
vinna fyrir Reykjavíkurborg og hef-
ur löngu fundist tímabært að því
ágæta fólki verði sköpuð nútímaleg
vinnuskilyrði. Sama gegnir um þá
sem njóta þessarar þjónustu, þeir
eiga allt það besta skilið. En góðir
Reykvíkingar. Finnið ráðhúsinu ein-
hvem annan og betri stað heldur
en ofan í Tjöminni.
Höfundur er sérkennari og vinnur
á Fræðsluskrifstofunni í Borgar-
nesi og er búsett þar.
Kjördæmisþing Alýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi:
Hlutur landsbyggðar orðinn enn lakari
Kjördæmisþing Alþýðu-
flokksins í Vesturlandskjör-
dæmi sem haldið var 1.
nóvember í Stykkishólmi
sendi f rá sér ályktun þar sem
meðal annars kemur fram
að þingið taldi að samdráttur
í landbúnaði og gallað kvóta-
kerfi í sjávarútvegi hafi enn
gert hlut landsbyggðar lak-
ari gagnvart höfuðborgar-
svæðinu.
Kjördæmisþingið benti á að
gæta verði að við endurskoðun
fiskveiðistefnu að áhrif sveitarfé-
laga á ráðstöfun veiðiheimilda
verði aukin. Þá fagnaði þingið því
að ný ríkisstjóm stefni að eðlilegri
byggðaþróun í landinu og minnti
á að eitt brýnasta hagsmunamál
Vestlendinga væri bætt vegakerfí.
Alþýðuflokksfólk í Vesturlands-
kjördæmi beindi því til ráðherra
Alþýðuflokksins að haft væri í
huga að svigrúm til samdráttar á
landsbyggðinni væri minna en á
þenslusvæðunum og stórfelldur
niðurskurður á framlögum til
landsbyggðarinnar gæti haft al-
varlega byggðaröskun í för með
sér og aukið enn á það misrétti
sem nú viðgengst.
Kjördæmisráðið fagnaði aðgerð-
um Jóns Baldvins Hannibalssonar
fjármálaráðherra vegna brejrtinga
á skattkerfínu. Lýst var eindregn-
un stuðningi við stjómarfrumvarp
til breytinga á lögum um hús-
næðislán og aðgerðum Jóhönnu
Sigurðardóttur félagsmálaráð-
herra í þeim efnum. Jafnframt
fordæmdi þingið harðlega orð-
bragð og ummæli einstakra
þingmanna Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks í umræðum um
húsnæðismál á Alþingi að undanf-
ömu. Þingið fagnaði starfí Jóns
Sigurðssonar dómsmálaráðherra
vegna endurskoðunar dómskerfís-
ins í landinu.
í ályktuninni kom einnig fram
ósk um að þjóðarátak til umferðar-
öryggis mætti verða til að fækka
slysum og auka öryggi í umferð-
inni, að þingmenn flokksins og
ráðherrar standi vörð um kjör
þeirra sem minnst mega sín, hafí
hemil á verðbólgunni og starfi í
nánu samráði við samtök launa-
fólks og aðra aðila vinnumarkaðar-
ins með það að markmiði að treysta
kaupmátt og efla jöfíiuð og jafn-
rétti í þjóðfélaginu.