Morgunblaðið - 12.11.1987, Page 17

Morgunblaðið - 12.11.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 17 HVERJU SINNl Húsnæðislánin eru hagstæð lán, eins og vera ber. En af þeim þarf að greiða, jafnt sem af öðrum lánum og dráttarvextir eru háir ef ekki er greitt á réttum tíma. Þegar innheimtukostnaður bætist við að auki, fer greiðslubyrðin óneitanlega að þyngjast. Við minnum á þetta núna vegna þess að haustgjalddagi var 1. nóvember sl. og greiðsluseðlar hafa verið sendir gjaldendum. Greiðslur er að sjálfsögðu hægt að inna af hendi í hvaða banka, bankaútibúi og sparisjóði sem er. Við viljum auk þess benda á að þú getur greitt lánið upp.hafir þú tök á því. Þá greiðir þú eftirstöðvar þess, ásamt verðbótum, frá upphafi lánstímans til greiðsludags. Á síðustu 12 mánuðum hafa 12 þúsund lán verið greidd upp, áður en lánstíma lauk. Einnig getur þú lækkað höfuðstól lánsins, viljir þú greiða inn á hann. Það getur komið sér vel þegar til lengri tíma er litið. HAFÐU HÚSNÆÐISLÁNID ÞITT EFST Á BLADl. ÞAÐ BORGAR SIG. C§3 Húsnæðisstofnun ríklsins GYLMIR/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.