Morgunblaðið - 12.11.1987, Síða 22

Morgunblaðið - 12.11.1987, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til við- tals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurn- um og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 14. nóvember verða til viðtals Anna K. Jónsdóttir, formaður stjórnar Dagvistar barna og í stjórn heilbrigðisráðs veitustofnana og Sólveig Pétursdóttir, formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur og í stjórn félagsmálaráðs. Orðsending til Verslunar- MANNA í MIÐBÆNUM & 62 33 88 Föstudaginn 13- nóvembcr kl. 14:00 opnar Gula línan upplýs- ingamiðstöð í Turninum á Lækjar- torgi. Þangað mun almenningur leita eftir upplýsingum um vörur og þjónustu miðbæjarins. Ferða- fólk (innlent og erlent), fólk af landsbyggðinni og við hin sem erum ekki alveg viss, fáum í Turn- inum greinagóðar upplýsingar um vörur og þjónustu þátttakenda í Gulu línunni. Turninn á Lækjar- torgi verður þannig samnefnari fýrir þá fjölþættu þjónustu sem hægt er að fá í miðbænum. Þú veröur að vera meö pví þaö er sjálfsögöþjónusta viö neytendur! Iní veröur aö vera meö til aö missa ekki af viöskiptum! Þú veröur aö vera meö til aö taka þátt í aö gera miöbœinn aö heil- steyptara og eftirsóknarverðara verslunarsvœöi! Þú veröur meö af því aö skráning kostar frá 26 krónum á dag. VERÐUR ÞÚ MEÐ LÍKA? I Ciuli Turninn á Iækjartorgi Á að leggja niður tilrauna- stöðvar RALA? eftir Hólmgeir Björnsson „Menntun, starfsfræðsla og rannsóknir í landbúnaði verði efldar.“ Svo segir í málefna- samningi ríkisstjórnarinnar. Fyrstu efndir eru stórfelldur nið- urskurður á fjárveitingum til rannsókna og leiðbeininga í fjár- lagafrum varpinu. I frumvarpi til fjárlaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir, að fjárveitingar til rekstrar sex af sjö tilraunastöðvum Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins (RALA) falli niður. Fjárveitingar til þeirra voru 15,5% af útgjöldum til almenns rekstrar RALA á þessu ári. Aðstaða til tilraunastarfsemi við ólík skilyrði er þó forsenda þess, að stofnunin geti risið undir því nafni að vera Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Án tilraunastöðva skortir marga sérfræðinga starfs- vettvang og skorið er á nauðsynleg tengsl milli landbúnaðar og rann- sókna. Niðurskurðurinn er svo handahófskenndur, að fyrstu við- brögð manna voru að gera gys að vitleysunni, en, því miður, þetta er fúlasta alvara. Enginn dregur í efa rétt löggjaf- ans til að breyta um stefnu í fjárveitingum til hinna ýmsu sviða né heldur að æskilegt sé að spyma við fæti gegn sjálfvirkni í ríkisút- gjöldum. Hins vegar gemm við kröfu til þess, að menn hugsi ráð sitt og fylgi einhverri stefnu, en beiti ekki hnífnum af handahófí og skilji eftir aflimaðar stofnanir flak- andi í sámm. Samdráttur í land- búnaði... Þessi árin er unnið að því að draga úr framleiðslu í hefðbundnum landbúnaði til að aðlaga hana inn- anlandsmarkaði. Fljótfæmisleg ályktun er, að 15,5% niðurskurður á landbúnaðarrannsóknum sé bara í eðlilegu samræmi við þennan sam- drátt. En hversu mikill er samdráttur- inn? Mjólkurframleiðslan minnkar um rúman tíunda hluta, en kinda- kjötsframleiðslan um rúman fímmta hluta. Að vísu er meiri nið- urskurður fyrirsjáanlegur á kinda- kjötsframleiðslu, en á móti kemur aukning á annarri kjötframleiðslu. Þessar greinar verða því áfram helstu framleiðslugreinar íslensks landbúnaðar. Til frekari saman- burðar má geta þess, að núverandi framleiðsla er svipuð því, sem var um 1960. Veigamesti munurinn er sá, að bændum hefur fækkað mik- ið, en búin eru mun stærri en áður. Mælt i vinnuafli hefur vægi hefð- bundins landbúnaðar minnkað verulega, en að öðru leyti heldur hann stöðu sinni, ef litið er til lengri tíma. Vafasamt er, að yfírstandandi samdráttur í hefðbundnum land- búnaði gefi nokkurt tilefni til samdráttar í rannsóknum. Þvert á móti gerir aðlögun að nýjum að- stæðum nýjar kröfur til rannsókna sem eiga að gera atvinnuveginn færan um að standast harðnandi samkeppni. Meira máli skiptir þó í þessu sambandi, að ekki er neitt augljóst samband milli umfangs atvinnugreinar og þarfarinnar á rannsóknum. Hafí óþarflega miklu fé verið varið til rannsókna að und- anfömu er sjálfsagt að skera. Hafi hins vegar rannsóknir verið ónógar til þessa er enn þörf á aukningu. ... eða þensla Jafnframt því sem dregið hefur úr framleiðslu á mjólk og kinda- kjöti hafa aðrar greinar vaxið svo sem svína- og alifuglarækt. Fjöl- breytnin er vaxandi. Þá er geymt en ekki gleymt, að verið er að hefja búskap með nýjar greinar, einkum loðdýr og alifísk. í stað samdráttar er réttara að tala um breytingar í landbúnaði. Horfur em jafnvel á, að hlutur landbúnaðar í atvinnulíf- inu fari vaxandi. Mikil þörf er á rannsóknum vegna hinna nýju greina. Ástæða er til að nefna, að einnig þarf að sinna rannsóknum á greinum sem eru ekki stundaðar en þykja væn- legar. Með því móti er séð til þess, að þekkingar sé aflað áður en tekið er til við nýja búgrein. Þetta er tekið hér fram til að ítreka, að ekki er neitt augljóst samband milli umfangs rannsókna og atvinnuveg- ar. Menntamál Búvísindi þau sem stunduð eru hjá RALA eru menntamál, þótt stofriunin heyri undir landbúnaðar- ráðuneytið líkt og skólar land- búnaðarins. Aðrar atvinnugreinar búa við hliðstætt skipulag. Stefnan í fjárlagaframvarpinu mun almennt vera sú að efla menntamál. Niður- skurður fjárveitinga til RALA og Orkustofnunar stingur mjög í stúf við þessa stefnu. Rannsóknir hjá RALA takmark- ast engan veginn við þau fræði, sem snúa beint að framleiðslunni. Land- búnaðurinn er sú atvinnugrein, sem framar öðram nýtir landið. Þess vegna er mikil þörf á rannsóknum á því hvemig landbúnaðurinn fer með þessa auðlind. Slíkar rannsókn- ir hafa verið veralegur þáttur í starfsemi RALA, svo sem gróður- kortagerð og ýmsar vistfræðirann- sóknir. Mikið vantar þó á, að nægilega mörgum þáttum hafí ver- ið sinnt. Sumum þeirra er reyndar sinnt á öðram stofnunum svo sem vera ber. RALA er þó hinn rétti vettvangur fyrir mun víðtækari rannsóknir en þar era nú stundað- ar. Þær gætu orðið grandvöilur að nýtingu lands til fleiri búgreina en nú er um leið og nauðsynlegt tilit væri tekið til náttúravemdarsjónar- miða. Fræðisvið búvísinda er mjög víð- tækt. Því er veraleg hætta á fræðilegri einangran á ýmsum svið- um vegna fámennis. Þegar ég hóf störf hjá RALA fyrir tæpum tutt- ugu áram var stofnunin þannig stödd, að fámenni á flestum fag- sviðum ásamt lélegri starfsaðstöðu virtist standa í vegi fyrir því, að stofnunin gæti verið frjó. Helsta undantekningin var sauðfjárrann- sóknir. Síðan hefur starfsaðstaða batnað mjög á flestum sviðum og fleiri fræðasvið náð að blómgast. Menntunargildi rannsókna felst m.a. í því, að með tímanum verður til þekkingarforði sem er undirstaða nýrra rannsókna og er jafnframt unnt að miðla til annarra. Ef skorið er á rannsóknir á einhveiju sviði, líkt og átt hefur sér stað á Orku- stofnun, tapast þekking og árangri margra ára starfs er á glæ kastað. Dæmi um það, hvemig uppsöfn- uð þekking og reynsla verður til þess, að unnt er að takast á við umfangsmeiri verkefni en ella væri, era rannsóknir á fitusöfnun sauð- fjár og aðgerðir til að laga kinda- kjötsframleiðsluna að kröfum markaðarins um hæfilega feitt kjöt. Hér er unnt að hagnýta niðurstöður rannsókna, sem hafa fengist á nokkram áratugum, og nú tengjast þær matvælarannsóknum sem era nýlegur þáttur í starfsemi stofnun- arinnar. Annað dæmi um hve rannsóknir þurfa stundum að standa lengi til að skila árangri eru jurtakynbætur. Þær hafa verið stundaðar í um fjóra áratugi. Árangur þeirra hefur til þessa einkum verið fólginn í því að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.