Morgunblaðið - 12.11.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987
29
lagði ég hvar á landinu nægt heitt
vatn, kalt vatn, byggingamöl
o.s.frv., er að fá.
í mati á því hvers er þörf dugar
ekki að taka einungis tillit til þarfa
í dag, heldur verður að átta sig á
því hveijar framtíðarþarfímar
verða. Þannig verðum við að muna
að olíuverð á eftir að hækka svo
mjög í framtíðinni, að svæði utan
jarðhitasvæðanna munu verða
næstum óbyggileg (sjá mynd 2).
Núverandi byggðastefna gleymir
furðu oft að taka mið af þessari
staðreynd.
Annað dæmi er matvælaiðnaður
(frystihús, sláturhús, fískeldisstöðv-
ar...) hefur verið byggður upp á
stöðum þar sem kalt vatn er hvorki
til í nægilegu magni né að það sé
nægilega hreint (er t.d. víða með
kólígerlum). Þegar þetta er nefnt
svara slúbbertamir: „Þetta hefur
nú þótt nógu gott hingað til.“ Það
veit aftur á móti hver maður, sem
fylgist eitthvað með, að það sem
einu sinni þótti nægiíegt, getur oft
á tíðum ekki fullnægt þeim vaxandi
framtíðarkröfum, sem gerðar em
til hollustu og hreinlætis.
Að móta stefnu sem
lagar sig af náttúru-
forsendum á landinu
Kortin sem ég nefndi hér að ofan
eru hluti §ölda korta, sem ég hef
gert um hinar ýmsu náttúmfars-
forsendur á landinu. Kort þessi
teiknaði ég á glært plast og skyggði
þau svæði dekkst þar sem landgæð-
in em mest. Með að leggja síðan
þessar glæmr hveija yfír aðra kom
þau svæði dekkst út þar sem flest
landgæði koma saman.
í öðmm flokki glæra markaði ég
inn með svörtum lit þau svæði þar
sem hættur em það miklar að þau
skyldi 'forðast nema aðrir úrkostir
séu ekki til. Af þessum atriðum
má nefna mestu jarðskjálftasvæðin,
nýjustu hraunsvæðin, svæði næst
virkustu öskugosstöðvunum og
flóðasvæði útfrá ám, strönd og jökl-
um.
Til að sýna hve byggðastefnan
hefur skeytt lítið um þessar hættur
má nefna að Hveragerði, Selfoss,
Hella og Hvolsvöllur fylgja miðju
einhverra mestu jarðslqálftasvæð-
anna og helstu háspennulínur frá
Búrfelli hafa verið sveigðar inná
þetta svæði á leið sinni til SV-
homsins. Hluti Selfoss er líka
staðsettur á flóðasvæði, þar sem
flóð veldur stórtjóni með reglulegu
millibili.
Úttekt á náttúmfarsforsendum,
eins og hér hefur verið nefnd, er
hin hefðbundna könnunaraðferð í
skipulagi og í ákvörðun um fram-
kvæmdir alls staðar sem ég þekki
til í hinum vestræna heimi, annars
staðar en hér á íslandi. Em þó jarð-
gæði og jarðhættur í fáum löndum
jafn afdrifarík fyrir byggð og ein-
mitt hér á okkar eldfjallalandi.
í nýlegu framvarpi til skipulags-
laga, sem verður væntanlega lagt
fram á Alþingi fyrir jól, er í fyrsta
skipti ákvæði um landsskipulag,
þ.e. skipulag landsins alls. Er það
vel, en höfuðnauðsyn ber til að
tryggja náin tengsl þess við hið
pólitíska vald, því alltof oft er það,
að skipulagshugmyndir em gerðar
án þess að nægur pólitískur vilji sé
fyrir hendi til að fylgja þeim eftir
og em þær þá ekki meira virði en
pappírinn sem þær em skrifaðar
eða teiknaðar á.
Landsskipulagið og Byggða-
stofnun þurfa að vera sitthvor
stofnúnin, en þau þurfa samt að
mætast í daglegu starfí við að flétta
saman hagræna og skipulagslega
þætti í byggðastefnu, sem er raun-
hæf, en glejrmir samt aldrei hinum
stærri steftiumiðum um byggða-
mynstur og aðlögun að náttúmfars-
forsendum landsins.
Óskafyrirkon.ulag væri það, að
mínu mati, að Landsskipulagið
kæmi undir forsætisráðuneytið eins
og Byggðastofnun er. Með þessu
væri náið samstarf stofnanna
tryggt og auk þess er forsætisráð-
herra til þess hæfastur að mynda
tengsl á milli skipulagsstarfsins og
hins ráðandi pólitíska vilja á hveij-
um tíma.
Höfundur er arkitekt og doktor í
skipulagsfræðum.
NYTT FRA VOLKSWAGEN
PYSKUR KOSTAGRIPUR
BETUR BÚINN ENN NOKKRU SINNIFYRR
0’ Innri búnaður sami og í GOLF GT
EZÍ 5 gíra handskipting
Eí Snúningshraóamœlir
Hœðarstilling á ökumannssœti
EJ Hliðarspeglar með innistillingu
ÉT Litaðar rúður
RAFMAGNSTÆKIN
FÁSTVÍÐA.
Suðurfandsbraut 16 - Sími 69 16 00
KAFFIVÉLAR
VERÐ FRÁ
1.950,
%ir
BRAUÐRISTAR
VERÐ FRÁ
2.700,
HÁRBLÁSARAR
VERÐ FRÁ
1.643,
STROKJÁRN
MEÐ OG ÁN GUFU
VERÐ FRÁ
1.349,
Gurtnar Ásgeirsson h