Morgunblaðið - 12.11.1987, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987
31
Ævintýrið um rauðagnllið
eftir Heimi L.
Fjeldsted
Allnokkrar umræður hafa farið
fram um úthafsveiðar rækju og
vinnslu að undanfomu. Sýnist sitt
hveijum að venju. Þær raddir hafa
heyrst að of mörg skip og of marg-
ar vinnslur berjist um bitann.
Hér á eftir vil ég freistast í
nokkrum orðum til að varpa ljósi
á tölulegar staðreyndir er varða
málið.
Talið er að skelflettivél (pillun-
arvél) afkasti um 700 tonnum af
rækju á ári, miðað við dagvinnu.
Flestar rækjuvinnslumar em með
2 eða 3 vélar, svo afköstin em
1400 til 2100 tonn á ári. Er þetta
talið lágmark svo vinnslan verði
arðbær. Að visu hefi ég heyrt frá
dönskum sérfræðingum að ekki
borgi sig að koma upp rækju-
vinnsiu með færri en fjórum
vélum. Ef það reynist rétt borgar
sig ekki að koma upp rækju-
vinnslu fyrir minna magn en 2800
tonn á ári.
Hver er reyndin hér á landi og
í nágrannalöndum okkar?
Hér á landi em líklega starf-
andi 44 rækjuvinnslur. En alls
hafa 56 aðilar leyfi til vinnslu á
rækju. Eins og sjá má hafa ekki
allir nýtt sér leyfí sín hvað sem
síðar verður. Þessar 44 rækju-
vinnslur hafa úr að vinna um
30.000 tonnum af úthafsrækju og
er því hlutur hverrar vinnslu um
680 tonn á ári að meðaltali. Til
þess að vinna þennan afla hafa
vinnslumar um 100 vélar, þannig
að um 300 tonn koma í hlut hverr-
ar vélar. Miðað við afköst þyrftu
vélamar ekki að vera fleiri en 43
talsins. Málið er þó ekki svona
einfalt því mestur hluti úthafs-
rækjunnar fellur til á tímabilinu
frá apríl og fram í október, það
er hann dreifíst á sjö mánuði.
Ef við tökum til samanburðar
vinnsluna hjá nágrönnum okkar,
þá em 24 vinnslur í Noregi. Hafa
þær um þessar mundir um 33.000
tonn að vinna úr árlega eða uym
1375 tonn á hveija vinnslu að
meðaltali. Að vísu er rækjustofn-
inn þeirra í algerri lægð og þeir
hafa mest unnið um 80.000 tonn
á ári í 26 vinnslum, sem gerir um
3100 tonn á vinnslu og er þá vem-
lega farið að nálgast álit sérfræð-
inganna.
Færeyingar reka eina rækju-
vinnslu og vinna þar nokkur
þúsund tonn á ári. Ef við lítum
þá til Grænlendinga kemur í ljós
að þar í landi era aðeins 6 rækju-
vinnslur og hafa þær haft undan-
farin ár um 33.000 tonn að vinna
úr á ári. Að meðaitali em það um
5.500 tonn á vinnslu. Það lítur út
fyrir að Grænlendingar standi
einna best að sínum hlutum.
OfQ'árfesting er greinileg í
íslenskum rækjuiðnaði svo ekki sé
talað um ef allar 56 vinnslumar
tækju til starfa, hvað þá ef fleiri
hugsa sér til hreyfíngs. Hlutur
hverrar vinnslu miðað við 56 fer
niður í 536 tonn á ári, að óbreytt-
unl afla. Vélafjöldinn gæti þá orðið
um 130 talsins og magn á hveija
vél aðeins um 230 tonn.
Er ekki mál að linni?
Vinnsla fjarri
veiðisvæðum
Vagga rækjuvinnslu á íslandi
er á Isafírði. Þar hófst handpillun
rækju árið 1936. Var rækjan unn-
in á þann hátt allt fram til ársins
1956 að vélpillun hófst. Fleiri
komu til sögunnar og um 1964
hófust veiðar og vinnsla rækju við
Húnaflóann. Frekari útbreiðsla
átti sér stað um þessar mundir,
svo sem á Snæfellsnesi og Reykja-
nesi. Byggðust veiðamar einkum
á innfjarðarælqu svo og á rækju
af Eldeyjarmiðum.
Árið 1983 vom rækjuvinnslum-
ar orðnar 22 talsins: A Vestfjörð-
um 8 vinnslur, við Húnaflóa 5
vinnslur, á Snæfellsnesi 2 vinnsl-
ur, á Reykjanesi 3 vinnslur og á
Norðurlandi austan Húnaflóa (4
vinnslur.
Afkastageta þessara vinnslna
var um 30.000 tonn á ári miðað
við vélaíjölda. Aflinn var hinsveg-
ar 13.090 tonn, sem skiptist
þannig að úthafsrækja var 6.415
tonn og innfjarðarækja var 6.675
tonn. Aðalmiðin vom í ísafjarðar-
djúpi, í Húnaflóa svo og á úthaf-
inu.
Sú aukning sem orðið hefur á
rækjuveiðum hefur orðið fyrst og
fremst í úthafsrækjunni (árið 1983
6.415 tonn, árið 1986 30.676
tonn). Aðalástæður þessarar
gífurlegu aukningar em einkum
þær, að rækjuvinnslur á Vestfjörð-
um og Norðurlandi hafa fengið
skip frá öðmm landshlutum, svo
sem af Vesturlandi, Reykjanesi og
Austfjörðum, til að taka þátt í
ævintýrinu um rauðagullið og
fengið útvegsmenn til veiðanna
með því að leggja þeim til veiðar-
færi og veitt þeim ýmsa fyrir-
greiðslu aðra. Með þessum hætti
varð til stór floti rækjuveiðiskipa
og mikill fjöldi sjómanna sem kann
góð skil á veiðunum. I stað þess
að fjárfesta sjálfír í skipum veittu
menn fjármunum til útvegsmanna
svo sem flestir gætu tekið þátt í
þessum tilraunum. Því sannast
sagna tóku menn þama þátt í
miklu happdrætti og lítið var vitað
um vinningslíkur. Vestfírskar og
norðlenskar rækjuvinnslur unnu á
þennan hátt mjög þarft brautryðj-
endastarf.
Hver em svo verklaunin? Því
er auðsvarað, þau em ekki að
verðleikum. í árslok 1983 fengu
átta aðilar leyfí til rækjuvinnslu.
Vom sjö þeirra frá landshlutum
Qarri úthafsrækjumiðunum.
Næsta ár varð einnig veraleg
ijölgun á rækjuvinnslum og em
flestar þeirra líka fjarri miðunum.
Var þá bmgðið á það ráð að landa
rækjunni í Norðurlandshöfnum og
flytja hana landveg suður yfír
heiðar. Mikil ringulreið skapaðist
og hráefni sem til vinnslu kom
varð sífellt eldra og lakara að
gæðum.
íslensk rækja átti og á í harðri
samkeppni við rækju frá Noregi
og Grænlandi. Því verður það að
vera keppikefli framleiðenda að
halda gæðunum ef rækjan okkar
á ekki að verða undir í hinni hörðu
samkeppni. Til þess höfum við
meðal annars ágæta reglugerð nr.
337/1984 um meðferð, geymslu
og vinnslu rækju um borð í veiði-
skipum og vinnslustöðvum í landi.
Það þarf bara að fara eftir henni.
Afleiðingar þess að vinnslum
Ijölgar svo sem raun ber vitni um
í landshlutum fjarri miðunum
koma glöggt í ljós í eftirfarandi
tölum: A Vestfjörðum vom 42,8%
alls rækjuafla unnin árið 1983 og
á Norðurlandi vestra vom 31,2%
rækjuafla unnin það ár. Árið 1986
var hlutfallið komið niður í 28,4%
á Vestfjörðum og 18,2% á Norður-
landi vestra. Á sama tíma eykst
hlutur Reykjaness í 11,7% 1983 í
24,3% 1986 og hlutur Vesturlands
úr 4,0% í 8,5%.
Öll þessi aukning er fengin af
miðunum fyrir norðan land.
Á Vestfjörðum og Norðurlandi
em mörg byggðarlög sem byggja
afkomu sína að miklum hluta á
rækjuveiðum og vinnslu. Nú
standa þessi byggðarlög frammi
fyrir mikilli atvinnuröskun ef svo
heldur fram sem horfir. Er ekki
mál að linni?
Kvótinn til vinnslunnar
Rækjuveiðar og vinnsla em
mikilvægar atvinnugreinar hér á
landi. Á síðasta ári veiddust
35.832 tonn af rækju, sem skiptist
þannig að úthafsrækjan var
30.676 tonn og innfjarðarækjan
var 5.156 tonn. Má ætla að unnin
rækja úr þessu magni hafí numið
um 9.300 tonnUm og útflutnings-
verðmætið hafí verið um 3,6
milljarðar króna, miðað við að allt
hafí verið unnið hér á landi. Af-
urðaverðið var hátt og loksins
varð hagnaður af vinnslunni.
Það fór ekki framhjá Verðjöfn-
unarsjóði fískiðnaðarins og brá
hann skjótt við og tók til sín kúf-
inn af hagnaðinum og setti á
reikning í Seðlabanka íslands eins
og lög gera ráð fyrir.
Fjárhæðir þær sem sjóðurinn
tók til sín vom umtalsverðar og
var reynt af fremsta megni að
tryggja að rækjuiðnaðurinn færi
sér ekki að voða með þessa fjár-
muni undir höndum, svo sem að
draga úr afurðalántökum og ann-
að í þeim dúr.
Á fyrri hluta yfirstandandi árs
fór hinsvegar að halla undan fæti
hvað afurðaverð snertir. Verð-
lækkun varð um 35% frá upphafí
ársins til ágústloka að botni varð
náð. En áfram hélt Verðjöfnunar-
sjóður að soga til sín fé og blóð-
tökuni Iinnti ekki þrátt fyrir
taprekstur og þá staðreynd að
rækjuiðnaðurinn mæddist mjög af
blóðleysinu. Það var ekki fyrr en
í október að blóðtökunni linnti og
vom þá mörg fyrirtækin farin að
kröftum.
Hvenær útgreiðslur hefjast er
óvíst, en hart þykir forráðamönn-
um vinnslanna að beijast í bökkum
og bönkum meðan gildir sjóðir
gildna enn frekar í Seðlabankan-
Heimir L. Fjeldsted
„Offjárfesting- er
greinileg í íslenskum
rækjuiðnaði svo ekki sé
talað um ef allar 56
vinnslurnar tækju til
starfa, hvað þá ef fleiri
hugsa sér til hreyfings.
Hlutur hverrar vinnslu
miðað við 56 fer niður
í 536 tonn á ári, að
óbreyttum afla. Véla-
fjöldinn gæti þá orðið
um 130 talsins og magn
á hverja vél aðeins um
230 tonn.“
um á kostnað fyrirtækja þeirra.
Þetta getur ekki verið vilji
stjómvalda. Það er löngu tíma-
bært að leggja þennan óskapnað
niður og færa flárráðin á ný í
hendur viðkomandi aðila. Rækju-
iðnaðurinn getur rekið eigin
verðjöfnunarsjóði í sínum við-
skiptabönkum og þarf ekki ríkis-
forsjá í þeim efnum.
Skiptar skoðanir em hinsvegar
á ríkisforsjá hvað varðar skiptingu
þeirrar þjóðarauðlindar sem rækj-
an er í hafínu. Útvegsmenn telja
sig eina eiga yfírráðarétt yfír
rækjunni, en vinnslumenn hafa
fært að því gild rök að þeim beri
að treysta til að skipta rauðagull-
inu niður á vinnslumar svo
hámarksnýting auðlindarinnar
megi verða. Benda þeir ennfremur
á veigamikil rök máli sínu til
stuðnings, sem em jafnvægi í
byggð.
Af hógværð hefur vinnslan farið
fram á helming hugsanlegs kvóta
á rækju á móti útvegsmönnum.
Mín skoðun er sú, að vinnslan eigi
að fara fram á kvótann allan því
það er óumdeilanlega vinnslan sem
hefur byggt upp rækjuveiðamar
og henni er treystandi til að skipta
aflanum niður á vinnslumar með
þeim hætti að sem flestir geti við
unað.
Hafa fulltrúar vinnslunnar mót-
að mjög skýrar línur í þeim efnum,
þar sem tekið er tillit til sem flestra
sjónarmiða, svo sem afkastagetu,
staðsetningar, reynslu, mikilvægi
fyrir byggðarlög og fleira. Sam-
staðan er mikil og góð meðal
vinnslumanna, sem stjómvöld
hljóta að taka tillit til.
Hingað til hefur vegur útvegs-
ins verið gerður of mikill í öllum
kvótaúthlutunum.
Mál er að linni.
Höfundur er framkvæmdastjórí
Rækjuvinnslunnar hf. & Skaga-
strönd.
■AUSTURSTRÆTI 14 • S12345
MARTIN