Morgunblaðið - 12.11.1987, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 12.11.1987, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 33 Þjónusturarnisóknir og raðgjof hofuð- verkefni útibúa Yeiðimálastofnunar i STARFSMENN Veiðimálastofnunar héldu nú i vikunni fund um fag- leg efni og verkefni stofnunarinnar, en slíkir fundir eru haldnir á hverju ári. Á fundinn mættu meðal annarra starfsmenn útibúa Veiði- málastofnunar úti á landi, fiskifræðingarnir Tumi Tómasson á Hólum í Hjaltadal, Sigurður Már Einarsson í Borgarnesi og Magnús Jóhanns- son á Selfossi, og ræddi Morgunblaðið við þá um helstu verkefni utibúanna. I samtölum við þremenningana kom fram að starf útibúanna er fyrst og fremst fólgið í þjónusturannsókn- um og ráðgjöf við veiðifélög. Leið- beint er um fiskrækt í laxveiðiám og nýtingu þeirra og auk þess fara fram ýmiss konar rannsóknir í tengslum við ráðgjöfina. Fylgst er með ástandi seiðastofna, könnuð af- drif seiðasleppinga og árangur metinn af öðrum aðgerðum eins og breytingum á búsvæðum fyrir seiði, myndun nýrra veiðistaða og seiða- sleppingum. Þá hefur verið lögð aukin áhersla á að nýta ólaxgengd svæði til laxaframleiðslu. Við það hefur laxgengd aukist verulega og spumingin er hvemig nýta eigi þenn- an lax, því hætta er á að hrygninga- stofninn verði of stór í ánum. Eftir því sem gangan er stærri veiðist minna hlutfall af henni á stöng. Það getur haft skaðleg áhrif á stofninn. Ef framleiðslugeta stofnsins er ekki nýtt til hlítar og því þarf að meta hveiju sinni hve mikið má nýta á hveijum stað hveiju sinni. Hluti af starfínu felst í að leiðbeina um nýt- ingu veiðiánna að hefðbundnum veiðitíma loknum. Kennir silungsveiðar undir ís Tumi Tómasson starfar við útibú Veiðimálastofnunar á Hólum í Hjaltadal. Hann sagði að þar væri aðallega sinnt hefðbundnum verk- efnum sem áður er lýst. En ýmsum öðmm verkefnum er sinnt þar. Til dæmis er verið að reyna að bæta silungsveiði í vötnum á Norðurlandi og er það verkefni unnið í samvinnu við Búnaðarsamband Skagaflarðar. Bændum er veitt ráðgjöf og þeim er kennt að leggja net og taka úr netum, flaka físk, blóðga, slægja og pakka. Jafnframt hefur Tumi kennt bændum að veiða silung í net undir ís á vetuma. Hann sagði að á síðustu þremur árum hefðu verið veidd um 25 tonn af silungi á ári í vötnum í Skagafirði. Einnig hefði silungsveiði aukist mikið víðar, til dæmis í Húna- vatnssýslum. „Af verkefnum á þessu svæði ber hæst rannsóknir í Miðfjarðará sem styrktar em af Rannsóknarráði ríkis- ins, Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Veiðifélagi Miðfírðinga," sagði Tumi. „Þetta verkefni miðar að því að kanna endurheimtur náttúmlegra gönguseiða, sveiflur í endurheimtum milli ára og hvað geti valdið þeim. Við veiðum seiðin í gildmr í Núpsá sem er hliðará við Miðfjarðará og setjum í þau örmerki. í fyrra vom merkt rúmlega 2000 náttúmleg gönguseiði, 2500 seiðum sleppt og 130 laxar vciddir sem vom að ganga upp í ána. Þessar rannsóknir eiga að gefa vitneslqu um hvort hægt sé að nýta gönguseiðasleppingar til að koma í veg fyrir bresti í laxagengd, t.d. ef framleiðsla gönguseiða í ánum er óvenju rýr eitthvert árið, eða hvort sveiflumar em háðar aðstæðum í hafínu. Þetta er vitneskja sem nauð- synlegt er að hafa.“ Auk rannsókna og leiðbeiningar- starfs kennir Tumi fískrækt og fiskeldi við Bændaskólann á Hólum. Þar er sérstök fiskeldisbraut sem starfar í nánum tengslum við útibú Veiðimálastofnunar. Tumi sagði að menn hefðu miklar áhyggjur af erfðamengun vegna fiskeldis. „Laxinn gengur alltaf upp í ána sem hann fæddist í. Þetta verð- ur til þess að hann einangrast og þegar blöndun kemur annars staðar frá getur það haft óheppileg áhrif. Þeir laxar sem koma í ókunna á hafa það kannski fullt eins gott meðan þeir em í ánni, en þegar kem- ur að því að þeir ganga í sjó em þeir vanir allt öðmm aðstæðum en em í ánni. Þetta getur haft þær af- leiðingar að framleiðsla árinnar minnkar. Einnig hefur blöndun áhrif á ratvísi fískanna. Við þekkjum erfð- amengunina ekki nógu vel, en emm afar hræddir við hana. Og meðan við vitum ekki meira en við gemm þá er íhaldssemin besta reglan. Við eigum tiltölulega ómengaða stofna og emm vonandi ekki of seinir á okkur. Við höfum séð hvemig þetta hefur farið annars staðar og það er tímabært að reyna að spoma við þeirri þróun hér. En þrátt fyrir að við séum hræddir við fiskeldi gemm við okkur fulla grein fyrir því að það á rétt á sér hér. Við viljum hinsveg- ar að þessu sé stjómað þannig að réttur þess verði tryggður og einnig réttur náttúmlegu stofnanna. Því mikið er í húfí bæði í fiskeldinu og laxveiðunum." Kanna ástæður fyrir lélegri smálaxagengd „Við sinnum þessum hefðbundnu verkefnum og stærsti hluti starfsins erþjónusturannsóknir, aðallega í lax- veiðiánum og fískræktinni," sagði Sigurður Már Einarsson í Borgar- nesi. „Svipuð vinna fer fram í sil- ungsvötnum. Þau em rannsökuð og stofnamir athugaðir. Útfrá niður- stöðum em svo gefnar ráðleggingar varðandi nýtingu þeirra. Nýting sil- ungsvatna hefur verið á oddinum síðustu ár með það fyrir augum að bændur geti haft betri tekjur af þeim. Nýlega var sett á stofn fyrirtækið Eðalfískur í Borgamesi, en það er sláturhús og reykhús. Við vonum að þetta fyrirtæki verði til þess að nýt- ing silungsvatna aukist, því bændur geta nú lagt inn físk hjá fyrirtækinu. Af sérstökum verkefnum má nefna rannsóknir í Langá á Mýmm. Þar hafa verið gerðar tilraunir með sleppingar á gönguseiðum, aðallega til að efla veiðina i ánni. Seiðum hefur verið sleppt á tveimur stöðum í ánni og það hefur komið í ljós að laxinn leitar á sinn sleppistað. Þeir laxar sem sleppt var á neðra svæðinu veiðast þar, en laxamir sem sleppt var á efra svæðinu fara þangað. I sumar var mjög léleg smálaxa- gengd í ámar og sérstaklega átti það við á Vesturlandi. Bæði gekk minna af smálaxi í ámar og hann var einn- ig rýrari en venjulega. í vor byijuðum við á þvi að athuga ósasvæðið í Langá, útgöngu laxaseiða á svæðinu og fæðunám. Þetta var gert í sam- vinnu við Vigfús Jóhannsson á Veiðimálastofnun. Okkar tilgáta er sú að fyrsta tímabilið eftir að seiði ganga til sjávar sé mjög mikilvægt varðandi afföll á físki. Við emm að leita svara við því hvaða fæða og hve mikil hentar fískinum á þessu tímabili. Þetta gerðist einnig árið 1984 og 1980 og er mikilvægt að fá vitneskju um hvað veldur þessu. Við höfum því áhuga á að þetta verk- efni haldi áfram og eflist á næstu ámm. Rannsóknir á áhrifum smáseiða- sleppinga em einnig í gangi í Grímsá. Við höfum sleppt sumaröldum seið- um fyrir ofan fossa í Tunguá sem rennur í Grímsá og einnig í Grímsá sjálfa. Þetta er gert til þess að efla veiðina í ánni. Við emm að reyna að meta arðsemina af þessum slepp- ingum og hvaða árangri þær skila fyrir veiðifélagið. Slíkar athuganir em einnig í gangi á fleiri stöðum. Þá er einnig verið að gera athuganir á gönguseiðasleppingum þar sem markmiðið er það sama. Seiðin eru merkt og endurheimta athuguð. í sumar vom merkt um 23.000 göngu- Morgunblaðið/Bjami Tumi Tómasson á Hólum í Hjaltadal. seiði í Borgarfírði og á Mýmm. Öll seiðin vom merkt og árangur kemur í ljós á næstu tveimur ámm. Ymsar fleiri athuganir em gerðar, til dæmis á framleiðslunni í ánum sjálfum og hvemig hægt er að auka afrakstur þeirra." Stórvaxinn sjóbirtingur í Skaftafellssýsium Helstu verkefni útibús Veiðimála- stofnunar á Selfossi em meðal annars rannsóknir á Veiðivötnum. Verkefnið er að hluta til fjármagnað af Landsvirkjun og Veiðifélagi Land- mannaafréttar. Magnús Jóhannsson sagði að til skamms tíma hafí þetta verið hrein urriðavötn. „Fyrir allmörgum ámm var bleikju sleppt í Tungná, sem tengist Veiðivötnum. Þegar bleikja kemur í vötn þar sem hún hefur ekki verið fyrir hættir henni til að fjölga um of og vötnin verða ofset- in,“ sagði Magnús. „Bleikjan er að breiðast út á þessu svæði og smám saman að sækja á. Hún gerir vötnin verri til nýtingar, bæði hvað varðar stangveiði og netaveiði. Við fylgj- umst því sérstaklega með útbreiðslu bleikjunnar á svæðinu. Einnig er athuguð hrygning hjá urriðastofninum og endumýjun hans, svokölluð nýliðun, sem virðist ganga Sigurður Már Einarsson í Borg- arnesi. erfíðlega í þessum fjallavötnum. Við gefum auk þess ráðleggingar vegna seiðasleppinga. Komið hefur í ljós að seiðasleppingar gefa góða raun til að bæta upp nýliðunarbrest. Auk erfíðra skilyrða til hrygningar á svæðinu spilar veðurfar þama inn í. Það hefur sýnt sig að vissir árgang- ar hafa dottið út og hugsanlega má rekja það til veðurfars. Aðrir þættir gætu einnig haft áhrif. Rannsóknir í Þórisvatni hafa leitt í ljós að þar hafa sömu árgangar fallið úr. Þóris- vatn er miðlunarlón og virðast miðlunaráhrif hafa haft áhrif á þessa árganga. Þessara áhrifa hefur hugs- anlega gætt í Veiðivötnum vegna gmnnvatns, en ennþá er ekki gott að segja með vissu um þetta." Magnús sagði að nokkuð sérstakar rannsóknir á sjóbirtingi hefðu farið fram í Skaftafellssýslu. Þar er sjó- birtingur ráðandi í nokkmm ám, sem er mjög óvenjulegt. Auk þess er hann nokkuð stórvaxnari en gengur og gerist annars staðar á landinu. Fylgst hefur verið með seiðamagni í ánum og síðan hafa verið gerðar merkingar í samvinnu við fiskeldisbrautina á Kirkjubæjarklaustri. Þær hafa sýnt að ratvisi kynþroska sjóbirtings á heimaslóðir er nokkuð góð. En rann- sóknimar em enn í gangi og á eftir að vinna frekar úr þeim. Sjóbirting- urinn er frábmgðinn laxinum að því Magnús Jóhannsson á Selfossi. leyti að hann er eingöngu í sjónum yfír sumarið og gengur á hveiju ári upp í ferskvatn. Lax er hins vegar allt árið í sjó, eftir að hann hefur einu sinni gengið í sjó, og gengur í ferskvatn þegar hann er kynþroska. „Þessar rannsóknir á sjóbirtingi má nota til þess að meta á hvem hátt nota má sjóbirting í eldi, þá ekki síst í hafbeit," sagði Magnús. „Á þessu svæði er mikið um físk- eldi, sérstaklega í Rangárvalla- og Ámessýslu, ekki síst í Ólfusinu. Við sinnum ráðgjöf við þessar fiskeld- isstöðvar. Hins vegar tel ég að villtir laxastofnar og fiskeldi eigi ekki sam- leið og menn em uggandi um hvaða áhrif fískeldi getur haft. Þegar fískur sleppur úr eldisstöð, villist úr hafbeit eða er sleppt í ár langt frá heimkynn- um sínum, getur það haft skaðleg áhrif á villta laxastofna. Við höfum reynt að benda mönnum á að koma ekki með framandi stofna inn á vatnasvæði laxveiðiáa. Það er akkur fyrir fískeldismenn að fara eftir þeim lögmálum sem gilda, ekki síst í haf- beit, því þar er fisk sleppt út í náttúmlegt umhverfí. Margt bendir til þess að fískur sem er í eldi í Ölf- usá henti á því svæði, en alls ekki til dæmis fyrir norðan land. Það er þvi fleira en erfðamengun sem ber að varast," sagði Magnús. Hlutafélagið Agæti stofnað Selfossi. ' ^ ^ NÝTT hlutafélag, Ágæti hf., var stofnað á fundi á Selfossi á laug- ardag af 102 hluthöfum. Flestir eru kartöflubændur í Ámes-, Rangárvalla- og Vestur-Skafta- fellssýslu og úr Oræfum. Nokkrir hluthafar eru úr Eyjafirði og frá Homafirði og víðar. Á stofnfund- inum vom lögð fram hlutafjárlof- orð upp á 16 milljónir. Hinu nýja hlutafélagi er ætlað að yfirtaka rekstur Ágætis sem rekið er af Sölusamtökum íslenskra mat- jurtaframleiðenda. Gengið verður frá kaupum Ágætis hf. á eignum Sölusamtakanna þar sem Ágæti er til húsa, húsum gömlu Grænmetis- verslunar ríkisins. Sölusamtökin keyptu húsin af ríkinu en ekki hefur verið gengið frá afsali. Samstaða var á stofnfundi Ágæt- is hf. og kosningar nær einróma og án mótatkvæða. Félagið er opið fyr- ir fleiri aðiium sem vilja gerast hluthafar. I stjóm voru kosnir Sigur- bjartur Pálsson, Þykkvabæ, Öm Bergsson, Hofí, Öræfum, Hrafnkell Karlsson, Hrauni, Ölfusi, Einar Val- ur Ingimundarson, Reykjavík, og Magnús Sigurðsson, Birtingaholti, Hrunamannahreppi. Sig. Jóns. Ekki f engust uppljreingar um fjárhagsstöðu Agætis - segir Jens Gíslason kartöflubóndi Á stofnfundi Ágætis hf. gerðu tveir hluthafar athugasemdir við stofnsamning. Annar þeirra, Jens Gíslason kartöflubóndi á Jaðri í Þykkvabæ, segir að á fundinum hafi ekki fengist upplýsingar um fjárhagslega stöðu SÍM og Ágætis sem þó væri fyrirhugað að nýja hlutafélagið yfirtæki. Jens segir að nú sé komið i ljós að Samband fslenskra matjurtaframleiðenda hafi aldrei verið skráð sem sölusamtök, heldur aðeins sem einkafyrirtæki þeirra manna sem sátu I undirbúningsstjóm. Jens segir að málið snúist um það að með því að leggja fram peninga í nýja hlutafélagið séu menn að kaupa sér hlut í eignum gömlu Grænmetisverslunarinnar sem SÍM er að kaupa af ríkinu og að þeir fjölmörgu sem Ágæti skuldi peninga séu með stofnun félagsins að reyna að fá skuldimargreiddar. Jens sagði að sér virtist að þó að SÍM fengi að kaupa húseignir Grænmetisverslunarinnar á því lága verði sem um hefði verið sa- mið og seldi þær aftur til nýja hlutafélagsins væri vafasamt að það dygði fyrir skuldum. „Ég hef verið í samkeppni við þetta fyrir- tæki í 3 ár og hef þurft að selja kartöflur á kostnaðarverði og það- an af lægra vegna þessa fyrirtækis. Svo stendur fyrirtækið núna uppi með 50 milljóna króna tap sem það ætlar sér ekki að greiða sjálft," sagði Jens. I Qárlögum fyrir árið 1987 var Qármálaráðherra veitt heimild til að selja fasteignir Grænmetisversl- unarinnar að Síðumúla 34 og jarðhúsin í Ártúnsbrekku, „enda séu fasteignimar nýttar áfram í þágu samtaka framleiðenda mat- jurta.“ Söluandvirðið á að leggja í sérstakan sjóð sem koma á kart- öfluræktinni til góða. Kaupsaming- ur var þá þegar gerður en afsal hefur enn ekki verið gefíð út. Skrif- stofustjóri fjármálaráðuneytisins hefur lýst því yfír að afsal verði ekki gefið út fyrr en það liggur fyrir hvort nægileg samstaða fram- leiðenda verður um nýja hlutafélag- ið til að fullnægja skilyrðum heimildar í fjárlögum. Kaupverð eignanna var 62,5 milljónir kr. og á að greiða 54 milljónir af því með skuldabréfi til 22 ára frá fyrstu afborgun sem er 1990. Þeir kartöfluframleiðendur í Þykkvabæ _sem ekki eru í viðskipt- um við Ágæti hafa skorað á fjármálaráðherra að gefa ekki út afsal fyrir eignunum vegna þess að þær séu aðeins notaðar undir starfsemi sem tengist aðeins fá- mennum hópi framleiðenda. Fram hefur komið sú skoðun þessa hóps að verð eignanna samkvæmt kaup- samningi sé langt undir markaðs- verði og það hafi fengist á þeirri forsendu að uppbygging þessara eigna hafi átt sér stað með íjár- munum frá framleiðendum i gegnum árin. Stjóm félags kart- öflubænda við Eyjafjörð hefur einnig lýst þvi yfir að óhyggilegt sé að afhenda SÍM eða Ágæti hf. eignimar við núverandi aðstæður vegna ágreinings í röðum framleið- enda. Fyrst verði að endurskipu- leggja félagið til að ná um það viðunandi samkomulagi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.