Morgunblaðið - 12.11.1987, Page 35

Morgunblaðið - 12.11.1987, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 35 Bandaríkin; Vel rniðar í viðræðum Bjart skrífborðsljós, heima og á vinnustad: um fjárlagahallann Stöðugleiki á fjármálamörkuðum Washington, London, New York, Tókíó, Reuter. TALSMÖNNUM Bandaríkjastjórnar og fulltrúum repúblikana og demókratra á Bandarikjaþingi ber saman um að vel hafi miðað í viðræðum um leiðir til að draga úr fjárlagahalla Bandaríkjanna. Er talið liklegt að samkomulag náist á næstu dögum og miðast að- gerðirnar við að vinna bug á hallanum á næstu tveimur árum. Howard Baker, starfsmanna- stjóri Hvíta hússins, sagði í gær að góður gangur væri í viðræðunum og kvaðst hann vera vongóður um að samkomulag myndi liggja fyrir í lok þessarar viku. Gert er ráð fyrir að fjárlagahallinn verði minnk- aður um 23 milljarða Bandaríkja- dollara (um 900 milljarða ísl. kr.) á þessu fjárlagaári sem hófst 1. október. Þingmenn leggja hins veg- ar áherslu á að gripið verði til frekari aðgerða á næsta ári. Al- mennt er litið svo á að stjómin samþykki skattahækkanir auk þes sem fjárframlög hins opinbera verði skorin niður. Gengi Bandaríkjadollars hefur farið lækkandi og telja sérfræðing- ar að það megi meðal annars rekja til þess að viðræðumar um ijárlaga- hallann hafa dregist á langinn. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagði á þriðjudag að gengi dollarans hefði lækkað nægilega og urðu þessi ummæli til að styrkja stöðu gjaldmiðilsins. Gengi hans hækkaði í gær gagnvart helstu gjaldmiðlum og verð hlutabréfa hélst stöðugt á mörkuðum í Evrópu. Er kauphöllin í New York hafði verið opin í hálftíma hafði Dow Jones-vísitalan hækkað um rúm 35 stig í 1.913,46 stig. Hins vegar féllu hlutabréf í verði á fjármála- mörkuðum í Asíu. Er viðskiptum lauk í Tókíó hafði hlutabréfavísital- an þar lækkað um 649,70 stig eða 2,99 prósent og var hún samkvæmt skránirigu 21.036,76 stig. Töldu fjármálasérfræðingar að verðlækk- unina mætti einkum rekja til óvissu um efnahag Bandarílganna og verðfall hlutabréfa á markaðinum í New York á þriðjudag. Á þriðjudag féll Bandaríkjadollar enn gagnvart jeninu. Gengi hans var þá skráð 130,4 jen og hafði ekki verið lægra frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar. í gær var hann skráður á 134 jen í New York og töldu menn að hækkunina mætti einkum rekja til ummæla Reagans forseta á þriðjudag. Fjármálasérfræðingar kváðust á hinn bóginn búast við því að dollar- inn myndi falla enn frekar á næstunni þar eð Bandaríkjastjóm teldi það heppilega leið til að draga úr viðskiptahallanum. „Staða doll- arans hefur ekki breyst þrátt fyrir þessi ummæli og enn eru blikur á lofti," sagði sérfræðingur einn í kauphöllinni í Tókíó. Boris Yeltsin leiðtogi Moskvudeildar kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum: Rekinn úr embætti fyrir pólitísk mistök Moskvu, Reuter. BORIS Yeltsin, sem vikið var úr embætti aðalritara komm- únistaflokksins i Moskvu í gær, hefur verið helsti formælandi umbóta í Sovétríkjunum. Hann réðst gegn matarskorti og skrifræði auk klíkuskapar inn- an flokksins og þótti jafnvel róttækari en Mikhail Gorbach- ev. Yeltsin er nú 56 ára gamall. Hinn stórvaxni flokksleiðtogi með gráspengt hár var fluttur frá Sverdlovsk í Úralfjöllum til Moskvu í apríl árið 1985 aðeins mánuði eftir að Gorbachev tók við embætti. Hann varð leiðtogi Moskvudeildar kommúnista- flokksins í desember á því ári og fékk sæti í Stjómmálaráðinu. Þó naut hann aldrei nógu mikils stuðnings til að fá atkvæðisrétt innan ráðsins, sem ér valdarnesta stofnun Sovétríkjanna. í höfuðborginni tók Yeltsin upp aðra háttu en forverar hans. Það mátti sjá til hans í neðanjarðar- lestinni á morgnana og hann fór gjama sjálfur í búðir til að kynn- ast matarframboðinu sem al- múginn mátti gera sér að góðu. í janúar árið 1986 réðst hann harkalega á fyrirrennara sína fyr- ir að láta undir höfuð leggjast að búa fólkinu sæmileg kjör. Svo vildi til að forveri hans, Viktor Grishin, mátti sitja undir ræðunni þar sem Yeltsin úthúðaði honum fyrir van- rækslu í starfí. Orð hans fundu hljómgrunn meðal alþýðunnar í Moskvu þó ekki ættu þau greiða leið á síður dagblaðanna. Hann gagnrýndi einnig forystu ungliða- hreyfingar Sovétríkjanna harð- lega fyrir að skilja ekki þarfir 42 milljóna meðlima í' hreyfíngunni. Hvers kyns spilling varð Yeltsin að skotspæni. Hann var ekki sátt- ur við þá leynd sem ríkti yfir fundum valdastofnana flokksins og sagði rangt að valdamenn nytu forréttinda eins og sérstakra verslana og annarrar og betri læknisþjónustu en almenningur. Á miðstjómarfundi kommún- istaflokksins í síðasta mánuði gagnrýndi Yeltsin forystumenn flokksins fyrir að fylgja umbóta- stefnunni ekki af nægilegum krafti. Þótti mönnum þá skörin vera farin að færast upp á bekk- inn og miðstjómin samþykkti ályktun þar sem ræða Yeltsins var sögð vera pólitísk mistök. Miðstjóm Moskvudeildarinnar staðfesti svo þennan úrskurð í gær og lét þennan atorkusama forvígismann umbóta í landinu fjúka. Bretland: Lögðu hald á 208 kíló af kókaíni Southampton, Englandi, Reuter. BREZKIR tollverðir hafa gert upptæk 208 kíló af kókaíni og er það langstærsti farmur af fíkniefninu, sem gerður hefur verið upptækur í Evrópu, að því er skýrt var frá í gær. Verð- mæti farmsins er talið vera um 51 milljón sterlingspunda, eða 3,7 milljarðar íslenzkra króna. Samkvæmt upplýsingum brezku lögreglunnar tók aðgerðin hálfan annan mánuð. Hald var lagt á kóka- ínið í hafnarborginni Southampton á suðurströnd Englands. Var það falið í fölsku þaki í gámi, sem kom með flutningaskipinu Tagama frá Kólumbíu. Átti gámurinn að fara til Rotterdam í Hollandi. Tóku brezku tollverðimir kókaínið og settu hveiti í staðin. Fýlgst var síðan með skipinu í samvinnu við toll- verði í Frakklandi, Vestur-Þýzka- landi og Hollandi, en áður en það kom til Rotterdam losaði það í Le Havre í Frakklandi og Bremen í Vestur-Þýzkalandi. Fylgst var með gámnum allan sólarhringinn og fjörutíu dögum eftir að kókaínið fannst í Southamp- ton vom menn, sem ætluðu að sækja fíkniefnið í gáminn, staðnir að verki í Hollandi. Hefur hollenzka lögreglan handtekið átta menn, þar af fímm Hollendinga, í tengslum við kókaínfundinn. Er talið að upp hafi komizt um stórtækan eitur- lyfjahring. Brezka lögreglan telur ftillvíst að eitrið hafi átt að selja í Bretlandi. DULUX TABLE — Fallegur skrifborðslampi með sparnaðarperunni DULUX" S 11W; sem jafn- gildir birtu 75W glóperu. — Hreyfanlegur I allar stellingar. — Litir: svartur, hvitur. OSRAM Ijóslif andi orkusparnaður Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 HEIÐARLAMBIÐ HÓTELH0LTI Nú kynnum ljúffenga lambakjöts- rétti í hádeginu á sunnudögum Sunnudagur 15. nóvember Heilsteiktur lambahryggur með spergil- káli, gulrótum og rjómasósu. Ávaxtarjómaís. Sunnudagur 22. nóvember Glóðarsteikt lambalæri með blómkáli, sveppum og bearneise sósu Regnbogarjómaís. Sunnudagur 29. nóvember Kryddlegið lambainnlæri með rósakáli, fylltum tómötum og basilikumsósu Marsipan rjómaís. Sunnudagur 6. desember Heilsteiktur lambavöðvi með sveppum, grænu blómkáli og hunangssósu Gráfíkju rjómaís. Sunnudagur 13. desember Innbakaður lambavöðvimeð blómkáli, gulrótum og mintsósu Holts rjómaís. Yerð kr. 695,- fyrir fullorðna og kr. 350,- fyrir börn. Njótið hádegis í Holti með allri fjölskyldunni. Ái SBSffi BffS Bergstaðastræti 37. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.