Morgunblaðið - 12.11.1987, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987
Menuhin gefur blóm Reuter
Brezki fiðluleikarinn Sir Yehudi Menuhin afhendir sovézka píanóleikaranum Victoria Poznikova blómvönd
að afloknum tónleikum þeirra í Moskvu, höfuðborg Sovétríkjanna, í fyrrakvöld.
Ítalía:
Flokkur frjálslyndra
hótar stj órnarslitum
Fallið frá fyrirhuguðum skattalækkunum
Róm, Reuter.
DEILUR eru komnar upp innan ítölsku ríkisstjórnarinnar vegna fjár-
lagafrumvarps næsta árs og hefur Frjálslyndiflokkurinn hótað að
slíta stjómarsamstarfinu verði frumvarpinu ekki breytt. Giovanni
Goria, forsætisráðherra Ítalíu, boðaði í gær leiðtoga stjórnarflok-
kanna fimm saman til fundar, og fer hann fram á föstudag. Er
þetta var gjört heyrinkunnugt ákváðu ráðamenn Fijálslyndaflokks-
ins að fresta því að taka afstöðu til áframhaldandi stjórnarsamstarfs
þangað til þeim viðræðum lyki.
Renato Altissimo, leiðtogi frjáls-
ljmdra, sagði í gær að flokksforust-
an hefði fallist á að eiga viðræður
við samstarfsflokkana en bætti því
við að treglega myndi ganga að ná
sáttum þó svo hann vonaði að það
tækist. Altissimo lýsti því yfir á
þriðjudagskvöld að hann myndi
leggja til á fundi flokksforustunnar,
sem fram fór í gær, að flokkurinn
hætti stjómarsamstarfinu, vegna
þess að samstarfsflokkamir §órir
hefðu gengið á bak loforða um að
lækka skatta í fjárlagafrumvarpi
næsta árs. Altissimo átti í gær lang-
ar viðræður við Goria forsætisráð-
herra og féllst hann á að bíða þar
til leiðtogar stjómarflokkanna
hefðu komið saman.
Þótt Fijálslyndiflokkurinn hætti
stjómarsamstarfínu myndi stjóm
Gorias enn hafa meirihluta á þingi.
Hins vegar er líklegt að stjómin
myndi neyðast til að segja af sér
sökum breytinga sem gera þyrfti á
henni vegna afsagnar ráðherra
Frj álslyndaflokksins.
Ríkisstjóm Gorias tók við völdum
á Ítalíu þann 28. júlí eftir fimm
mánaða stjómarkreppu. í október-
mánuði neyddist stjómin til að
endurskoða fjárlagafrumvarp
næsta árs eftir að þingnefnd hafði
vísað því á bug á þeim forsendum
að í því væri ekki tekið af nægi-
legri festu á efnahagsmálum
þjóðarinnar. Frjálslyndiflokkurinn
vill að tekjuskattur verði lækkaður
svo og sérstakur tryggingaskattur,
sem sjálfstæðum atvinnurekendum
er gert að greiða. í fyrra frum-
varpinu var gert ráð fyrir að skattar
þessir yrðu lækkaðir en í síðari útg-
áfu þess, sem lögð var fram á
þriðjudag þrátt fyrir mótmæli
ftjálslyndra, er fallið frá þeim
áformum.
Stærstu verkalýðsfélög Ítalíu
hafa boðað til verkfalls þann 25.
þessa mánaðar til að mótmæla því
að ekki hafi verið staðið við skatt-
lækkanimar. Telja stjómmálaskýr-
endur margir hveijir stjóm Gorias
nú riða til falls en almennt hafði
verið búist við að hún héldi velli
að minnsta kosti fram yfir áramót.
Vopnahlésdagurinn
í gær, 11. nóvember, var þess minnst víða um lönd, að þennan dag
1918 var ritað undir vopnahléssamninga, sem bundu enda á fyrri
heimsstyijöldina. Efnt var til minningarathafnar í París og lagði
Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, blómsveig við Sigurbogann í
frönsku höfuðborginni til minningar um þá, sem týnt hafa lífi í styij-
öldum. Sveit hermanna klæddist búningum úr fyrra stríði í tilefni
dagsins; sést hún hér á heiðursgöngu við Sigurbogann.
ísrael:
Ida Nudel
þakklát
Islend-
ingum
Tel Aviv, frá Zeev Goldfeld, frétta-
ritara Morgunblaðsins í ísrael.
„ÉG vil koma á framfæri
þakklæti tíl forseta íslands,
ríkisstjórnar, og þjóðarinn-
ar allrar fyrir þeirra fram-
lag og þann þrýsting sem
leiðtogar Sovétríkjanna
voru beittir á Reykjavíkur-
fundinum í fyrra til þess að
ég og fleiri gyðingar fengj-
um að flytjast til föðurlands
okkar. Eg á enn bágt með
að trúa að draumurinn um
að flytjast til ísraels hafi
rætzt,“ sagði Ida Nudel, hin
kunna andófskona, í samtali
við fréttaritara Morgun-
blaðsins fyrir skömmu.
Ida Nudel, sem er 56 ára,
var nýlega leyft að fara frá
Sovétríkjunum, þar sem hún
sat meðal annars í fangelsi í
Síberíu fyrir skoðanir sínar í
fjögur ár. Kom hún til ísraels
fyrir þremur vikum.
Nudel er meðal rúmlega
6.200 gyðinga, sem fengið
hafa að flytjast frá Sovétríkj-
unum í ár, en það eru níu
sinnum fleiri en fengu að fara
þaðan í fyrra (908). ísraela
greinir á um hvað valdi því að
Rússar hafi leyft fleiri gyðing-
um að fara úr landi í ár. Sumir
segja að þetta sé afleiðing
umbótastefnu Gorbachevs en
aðrir halda því fram að þetta
sé aðeins bragð til þess að
öðlast samúð á Vesturlöndum
og að stefna Sovétmanna í
málefnum gyðinga hafí í raun
ekkert breyst.
Hvað sem því líður fagna
ísraelar hveijum þeim gyðing
sem fær að flytjast frá Sov-
étríkjunum. Talið er að um
400.000 gyðingar bíði þess að
fá að fara þaðan.
Með hlaðna
skammbyssu
í skólann
New York, Reuter.
SEX ára piltur mætti í skóla i einu
af betri hverfum New York í
gærmorgun veifandi hlaðinni
sjálfvirkri skammbyssu, að sögn
talsmanns lögreglu borgarinnar.
„Hann var með hlaðna skamm-
byssu með hlaupvíddinni 7,65 milli-
metra og það voru ( henni fjögur
skot. Hvar hann fékk hana höfum
við ekki hugmynd um,“ sagði tals-
maðurinn, Peter O’Donnell.
Yfirvöld skólans afvopnuðu pilt-
unginn og kölluðu á lögregluna. Tók
hún stráksa í sína vörzlu. Þegar
hann var spurður hvemig hann hefði
komizt yfir skotvopnið varð honum
margsaga. Móðir hans kvaðst mjög
hlessa og gat ekki ímyndað sér hvar
hann hefði fengið byssuna.
f gær var pilturinn til yfirheyrzlu
hjá bamavemdamefd New York-
borgar. Að sögn lögreglu verður ekki
aðhafst neitt frekari í málinu. Lög-
reglan neitaði að gefa upp nafn
piltsins.
Stærstu flugfélög Bret-
lands ganga í eina sæng
Stjórnin heimilar samruna British Airways og British Caledonian
Lundúnum, Reuter.
BRESKA stjórnin samþykkti í
gær tillögu samruna tveggja
stærstu flugfélaga landsins, en
með skilyrðum þó. Þau eru til
þess að tryggja eðlilega sam-
keppni. Stjórnarformaður Brit-
ish Airways (BA), King lávarður,
sagði að hann byggist við þvi að
nú stæði ekkert i vegi fyrir sam-
einingu félaganna — einungis
væri eftir að ganga frá fjármála-
hliðinni.
Það var Young lávarður, við-
skipta- og iðnaðarráðherra, sem
tilkynnti að stjómin hefði fallist á
sameiningu félaganna að undan-
gengnum skilyrðum, sem tryggðu
eðlilega samkeppni.
Fyrr á árinu einkavæddi stjómin
BA og seldi hlutabréf í fyrirtækinu
að andvirði 900 milljóna sterlings-
punda (um 60 milljarðar ísl. króna).
Frá apríl til september í ár hefur
hagnaður fyrirtækisins numið um
142 milljónum punda. British Cale-
donian hefur á hinn bóginn átt í
nokkmm erfiðleikum og tapaði
rúmlega 19 milljónum punda á
síðasta ári. Er talið að samruninn
sé félaginu nauðsynlegur, ella kunni
það að verða gjaldþrota.
Smærri flugfélög á Bretlandi
hafa barist harðlega gegn samein-
ingunni, sem þau segja muni koma
verst niður á sér fái BA að halda
flugleiðum British Caledonian innan
lands og í Evrópu. Young lávarður
sagði að BA yrði að gefa upp á
bátinn 5.000 lendingar og brott-
farir á Gatwick-flugvelli og að
sérleyfi British Caledonian yrðu
tekin til endurskoðunar, til þess að
tryggja fijálsa og eðlilega sam-
keppni. Ennfremur verður BA að
afsala sér öllum leyfum Caledonian
innanlands og til 10 evrópskra
borga, innan eins mánaðar frá því
að kaupin fara fram.
Upphaflega bauð British 237
milljónir punda í Caledonian, en
þegar málinu var skotið til stjómar-
innar féll það sjálfkrafa úr gildi.
Nú hefur BA þijár vikur til þess
að taka afstöðu til ákvörðun stjóm-
arinnar og bjóða í Caledonian að
nýju.