Morgunblaðið - 12.11.1987, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987
37
Leiðtogafundurinn í Washington:
Lengir Gorbachev
Bandaríkjaförina?
New York, Reuter.
BANDARÍSKA dagblaðið The New York Times sagði í frétt í gær
að vera kynni að Mikhail S. Gorbachev Sovétleiðtogi dveldist lengur
en áætlað hafði verið í Bandaríkjunum er hann kemur þangað til
fundar við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta í næsta mánuði. Kvaðst
blaðið hafa fyrir þvi heimildir að ráðgjafar Gorbachevs hvettu hann
nú til þessa og færi eiginkona hans, Raisa, þar fremst í flokki.
Ákveðið hefur verið að leiðtogar
risaveldanna komi saman til fundar
í Washington í Bandaríkjunum
þann 7. desember og verður þar
undirritaður sáttmáli um útrýmingu
meðal- og skammdrægra kjarn-
orkueldflauga á landi. Enn liggur
ekki fyrir hversu lengi Gorbachev
mun dveljast í Bandaríkjunum og
ekki er vitað til þess að skipulögð
hafi verið dagskrá líkt og tíðkast
þegar um opinberar heimsóknir er
að ræða.
Ónefndur sovéskur embættis-
maður sagði í samtali við blaðið að
ráðgjafar Gorbachevs legðu nú hart
að honum að dvelja lengur í Banda-
ríkjunum vegna þess að hæfni hans
til að koma boðskap sínum á fram-
færi myndi njóta sín vel í íjölmiðlum
þar í landi. Minntist embættismað-
urinn heimsóknar Nikitas Khrus-
hchev, þáverandi leiðtoga Sovétríkj-
anna, til Bandaríkjanna árið 1959,
sem vakti gífurlega athygli.
Khrushchev dvaldist þar í 13 daga
og fór víða. Heimsótti hann meðal
annars Disneyland-skemmtigarðinn
og hitti kvikmyndastjömur í Holly-
wood að máli.
Sovéski embættismaðurinn sagði
í viðtalinu við The New York Times
að ekki væri ráðgert að Gorbachev
fetaði í fótspor Khruschevs að þessu
leyti. Hins vegar sagði talsmaður
Sovétstjómarinnar í Moskvu á
þriðjudag að Gorbachev kynni að
fallast á að mæta í sjónvarpsviðtal
í Bandaríkjunum yrði þess óskað.
Austurríki:
Tónlistarmað-
ur mótmælir
kjöri Waldheims
Vín, Reuter.
BANDARÍSKI popptónlistar-
maðurinn Terence Trent D’Arby
hætti við tónleika i Vin á þriðju-
dag til að mótmæla kjöri Kurt
Waldheim til forseta Austurrikis.
„Samviska mín leyfir ekki að
ágóði af tónleikum minum
hringli i ríkiskassa þjóðar sem
hefur kosið samsærismann úr
hópi nasista sem forseta," sagði
í yfirlýsingu frá D’Arby.
í Austurríki er lagður virðisauka-
skattur á hljómplötur og miða á
hljómieika. D’Arby tjáði sig ekki
um það hvort hann hygðist láta fjar-
lægja plötur sínar úr verslunum í
landinu. D’Arby er þekktur „soul“-
tónlistarmaður og hefur verið
kallaður „James Brown níunda ára-
tugarins". Vinsældir hans hafa
vaxið undanfama mánuði og lög
hans náð efstu sætum vinsælda-
lista.
Kurt Waldheim hefur ítrekað
sagt að hann hafi einungis verið
nokkurs konar ritari í leyniþjónustu
þýska hersins á Balkanskaga. í
skýrslu sem nýlega fannst í her-
málagögnum í Bandaríkjunum
segir að Waldheim hafi verið annar
tveggja leyniþjónustumanna á
Balkanskaga sem fengu upplýsing-
ar um það hvemig komið var í veg
fyrir áætlað morð á Hitler þann 20.
júlí árið 1944. Elan Steinberg fram-
kvæmdastjóri Alheimsráðs gyðinga
segir að skýrslan sýni best hver
staða Waldheims hafi í raun verið
á stríðsárunum.
Fulltrúi Sovétmanna hjá SÞ:
Sovéskur her
frá Afganistan
- að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Sameínuðu þjóðunum, Reuter.
FULLTRÚI Sovétríkjanna á
þingi Sameinuðu þjóðanna, Alex-
ander Belonogov, sagði í fyrra-
dag, að Sovétstjórnin hefði þegar
ákveðið að flytja sovéskt herlið
á brott frá Afganistan að því til-
skildu, að allri íhlutun i mál
Afgana yrði hætt.
Belonogov lét þessi ummæli falla
í umræðum allsheijarþingsins um
Afganistan en þær hafa farið fram
árlega síðan Sovétmenn réðust inn
f landið. „Hvað varðar sovéska her-
liðið í Afganistan vil ég segja, að
það verður ekki miklu lengur í
landinu. Það hefur verið ákveðið
og við það verður staðið svo fremi
allri íhlutun í mál afgönsku þjóðar-
innar verði hætt," sagði Belonogov.
Fyrr í umræðunum sagði Zain
Noorani, utanríkisráðherra Pakist-
ans, að lausn Afganistanmálsins
væri prófsteinn á stefnu Mikhails
Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna,
og þann „alheimsfrið", sem hann
segðist vilja vinna að. Ole Bierring,
sendiherra Dana, sem talaði fýrir
hönd Evrópubandalagsríkjanna,
fagnaði því, að Sovétmenn vildu
finna pólitíska lausn á málinu „en
við bíðum enn eftir, að orðunum
verði fylgt eftir í verki".
— LÚX
Þýsku sófasettin og hornsófarnir úr Leður-lúx efnunum
eru komin í verslunina í meira úrvali en nokkru sinni fyrr.
Þessi slitsterku efni eru svo lík leðri að undrun sætir.
(Slitprófun Leður-lúx gefur 50.000 strokur þegar áklæði
yfir 20.000 strokur eru talin góð)
PANTANA ÓSKAST VITJAO íDAG
TEGUND: ATLANTA
Hornsófi 5 sæta 78.720,-
Hornsófi 6 sæta 85.420,-
Sófasett 3+1 + 1 78.720,-
Sófasett 3+2+1 87.640,-
ÚTBORGUN ÁMÁNUÐI
23.000,- ca 5.000,-
25.000,- ca 5.000,-
23.000,- ca 5.000,-
25.000,- ca 5.000,-
Leður-lúx litir:
Hvítt, grábrúnt, brúnt, svart, drapplitt, dökkgrátt og Ijósgrátt.
TEGUND: PADUA
Sófasett 3+1 + 1 64.180,-
Sófasett 3+2+1 69.860,-
TEGUND: NOVARA
kr. 98.760.-
Hornsófi með tveimur bogum.
Dragið ekki til morguns að tryggja
ykkur sett úr þessari sendingu.
Útborgun með Visa og Euro að sjálfsögðu og afborganir
í allt að 12 mánuði.
húsgagn»höllin
REYKJAVÍK