Morgunblaðið - 12.11.1987, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987
41
Halldór Blöndal um móttöku gervihnattasjónvarps:
Sömu reglur verða að
gilda um íslenskar
og erlendar stöðvar
JÚLÍUS Sólnes (B.-Rn.) mæltí
í efri deild Alþingis á þriðjudag
fyrir frumvarpi um breytingu
á útvarpslögum, sem hann flyt-
ur ásamt Guðmundi Ágústssyni
(B.-Rvk.). Leggja þeir tíl að
leyfð verði lagning strengja-
kerfa þar sem útvarps- og
sjónvarpsefni er dreift við-
stöðuiaust. Frumvarpið gerir
einmg . ráð fyrir að gegnum
þessi kerfi verði leyft að senda
erlent sjónvarpsefni frá gervi-
tunglum. Nokkur umræða varð
um frumvarpið í deildinni og
þá sér í lagi hvort texta ættí
sjónvarpsefni frá gervihnött-
um. Halldór Blöndal (S.-Ne.)
sagði það vera „undarlega
hugsun“ ef stefnt væri að því
að íslenskar stöðvar þyrftu að
texta allt efni en ekki erlendar.
Þarna þyrftu menn að sitja við
sama borð.
Júlíus Sólnes (B.-Rn.) sagði að
ýmsum kynni kannski að finnast
það vera óðagot að fara nú að
flytja frumvarp til breytinga á
útvarpslögum þar sem þau væru
ekki orðin þriggja ára gömul og
um það hefði verið rætt að þau
skyldu endurskoðuð að liðnum
þriggja ára reynslutíma. Július
taldi ekkert bóla á þeirri endur-
skoðun og í einni grein útvarp-
slaganna hefðu að hans mati orðið
á mikil mistök við lagasetninguna
þar sem fjallað væri um útvarp
um þráð, eða streng, eins og hann
kysi að kalla það.
Lagagreinin hefði verið túlkuð
með þeim hætti að hún banni
lagningu svokallaðra strengkerfa
þar sem dreift er viðstöðulaust
útvarps- og sjónvarpsefni til not-
enda án þess þó að um eiginlegan
útvarpsrekstur sé að ræða. Túlk-
unin væri með þeim hætti að til
þess að mega dreifa viðstöðulaust
til notenda útvarps- og sjónvarps-
efni þyrfti að fela það rekstrarað-
ila sem hefði til þess útvarpsleyfi.
Júlíus sagði þetta vera raunveru-
lega þrengingu á dreifingu
útvarps- og sjónvarpsefnis frá því
sem var áður en útvarpslögin voru
sett.
Þessi túlkun, sem menn væru
þó ekki á eitt sáttir um, hefði
orðið til þess að tefja framþróun
á svokölluðum upplýsinga- og
boðveitukerfum sem hefðu mikið
verið til umræðu hér undanfarin
ár. Til þess að skýra þessi mál
og taka af öll tvímæli um hvað
sé útvarpsrekstur og væri dreifíng
á sjónvarps- og útvarpsefni væri
þetta frumvarp flutt.
Stöðvum ekki mis-
munað eftir þjóðerni
Halldór Blöndal (S.-Ne.) sagði
það ekki koma á óvart að hreyft
væri einstaka efnisþáttum í út-
varpslögunum, þau hefðu verið
mjög umdeild í þinginu á sínum
tíma. Það væri þó „út í bláinn"
að halda því fram að með þeim
hefðu verið þrengdir möguleikar
til útvarpsrekstrar. Júlíus Sólnes
hlyti að hafa mismælt sig í þeim
kafía ræðunnar.
Halldór sagðist ekki ætla að
taka afstöðu til tæknilegra atriða
málsins að öðru leyti en því að
hann væri flutningsmanni sam-
mála um það, að ef hér á landi
yrði sett upp móttökustöð fyrir
sjónvarpsefni frá gervihnöttum
þá gæti slík stöð hvort heldur
væri verið rekin af Pósti og síma,
opinberum aðilum eða einkaaðil-
um. Um það ríkti ekki ágreiningur
þeirra á milli.
Hins vegar hefði það vakið at-
hygli hans að flutningsmaður
hefði ekki vikið einu orði að því
sem væri kjaminn í hans tillögu-
flutningi, nefnilega sá að bijóta
niður þá reglu að skylt væri að
Iáta fslenskan texta eða endur-
sögn þular á íslensku fylgja því
sjónvarpsefni sem dreift væri.
„Það er undarleg hugsun", sagði
Halldór Blöndal,„að slá því föstu,
að sjálfsagt sé að erlendar stöðvar
eigi að hafa fíjálsari hendur um
dreifíngu sjónvarpsefnis á íslandi
en þær sjónvarpsstöðvar sem hafa
fengið leyfí til sjónvarpsrekstrar
hér á landi." Enginn ágreiningur
hefði verið um þá grein laganna
er segði að „óheimilt er að veita
erlendum aðila leyfí til úvarps-
rekstrar né félagi eða stofnun þar
sem eignarhlutdeild erlendra aðila
sé meiri en 10%.“
Halldór sagði að ef við vildum
stíga það skref að gefa erlendum
sjónvarpsstöðvum opna heimild til
þess að endurvarpa sínu efni fyrir
íslenska notendur án þess að skil-
yrðunum um íslenskan texta eða
endursögn þular væri fullnægt þá
hlytu þingmenn um leið að falla
frá þessum skilyrðum gagnvart
Ríkissjónvarpinu og Stöð 2. En á
hinn bóginn gæti hann sagt að
ef erlendu stöðvamar uppfylltu
þessum skilyrðum um íslenskuna
þá hefði hann ekkert við það að
athuga að þær kæmu inn á
íslenskan markað. Það sem hann
gæti ekki fellt sig við væri að
erlendar stöðvar sætu við annað
og hærra borð en íslendingar sem
hefðu fengið leyfí til útvarps-
rekstrar.
Það væri nauðsynlegt að ræða
það ofan í kjölin hvort að þessi
stranga krafa um íslenskuna væri
of ströng og hvort menn vildu
láta „erlendu tungumál flæða yfír
okkur hömlulaust með þeim rök-
stuðningi þá að við verðum sem
fyrst að búa okkur undir það sem
óhjákvæmilegt verður innan til-
tölulega skamms tíma“.
Af skipti kerf iskarla
Guðmundur H. Garðarsson
(S.-Rvk.) sagðist styðja þetta
frumvarp. Taldi hann Halldór
Blöndal hafa rætt málið á „nokk-
uð öfgafullan hátt“. Hann hefði
aldrei verið sannfærður um það
ákvæði sem Halldór vitnaði tii,
að skylda ætti íslenskun á öllu
efni. Það væri að hans mati
„óraunhæft og raunverulega
óframkvæmanlegt" þegar það
væri skoðað til hlítar. Það væri
því fyrirsláttur að lýsa yfír and-
stöðu við fram komið frumvarp
sem fæli í sér sjálfsagt frelsi
manna til þess að nýta þá mögu-
leika er framtíðin byði upp á á
sviðum fjarskipta í sambandi við
sjónvarpsefni. Það hefði til dæmis
aldrei verið gerð athugasemd við
það að menn gætu hlustað á er-
lendar útvarpsstöðvar.
Það sem frumvarpið fjallaði um
væri staðreynd. Það væri stað-
reynd að í hinum vestræna heimi
ætti almenningur víðast hvar að-
gang að sjónvarpsefni með þeim
hætti sem frumvarpið gerði ráð
fyrir. Annað mál og stærra væri
hvemig við ætluðum að vemda
íslenska tungu og íslenska menn-
ingu. í þeim efnum taldi Guð-
mundur að menn yrðu að leggja
meiri rækt á þjóðemismetnað,
þjóðemisvitund og almenna
menntun íslendinga og innræt-
ingu um það hvað það væri að
vera íslendingur. Vildi hann mót-
mæla því að „sjónarmið stjóm-
lyndis og afskipti kerfískarla"
kæmi frekar til skjalann í þessu
máli en orðið væri.
Frelsið enn aukið
Danfríður Skarphéðinsdóttir
(Kvl.-Vl.) minnti á frumvarp
Kvennalistans til breytinga á út-
varpslögum frá 1984 þar sem
gert væri ráð fyrir einkarétti ríkis-
ins en eflingu Ríkisútvarpsins.
Sagði hún að nú væri verið að
boða enn aukið frelsi í fjölmiðlum.
Danfríður vildi taka undir orð
Halldórs Blöndals varðandi
íslenskuna. Vandséð væri hvemig
við gætum haldið tungu okkar
ómengaðri ef við ættum þess kost
að horfa á erlent efni án íslensks
texta eða tals allan sólarhringinn.
Það væri reynsla annarra þjóða
að málvitund manna slævist ef
leyfðar eru beinar sendingar er-
lendis frá. Einnig bæri að hafa í
huga að erlendis giltu aðrar regl-
ur um auglýsingar en hér á landi.
Textaskyldan söku-
dólgurinn
Júlíus Sólnes sagði það vera
ljóst að meðan ekki væri heimilt
að dreifa hér á landi erlendu sjón-
varpsefni frá gervitunglum yrði
ekki lögð nein upplýsinga eða
boðveita. í nágrannalöndunum
væri það einmitt sjónvarpsdreif-
ingin sem hefði mtt brautina fyrir
breiðbands- og upplýsingakerfíð.
Varðandi textunina sagðist
hann vera sannfærður um að það
væri einmitt textunarskyldan sem
gerði það að verkum að höfuð-
áhersla væri hér lögð á að dreifa
ódým, léiegu amerísku efni. Það
væri það efni sem fyrst og fremst
borgaði sig að þýða. Júlíus sagð-
ist vera sannfærður um að það
væri þessi „síbylja amerísks af-
þreyingarefnis" sem væri að
eyðileggja íslenska tungu en ekki
það að maður gæti fengið að horfa
á vandað franskt, ítalskt eða
þýskt menningarefni óþýtt.
Hann teldi sjálfsagt að eftir
sem áður væri allt efni íslensku
sjónvarpsstöðvanna textað og
taldi það best gert með hvatning-
arákvæði í lögum. Því yrði þó
ekki alltaf við komið, t.d. þegar
um væri að ræða erlendar sjón-
varpsfréttir i beinni útsendingu.
Eflaust væri hægt að tefja þá
þróun um nokkur ár að almening-
ur á íslandi gæti horft á erlendar
sjónvarpsútsendingar með því að
banna Iagningu strengjakerfa.
Við gætum þó í hæsta lagi tafíð
þróunina um nokkur ár. Þegar
fram líða stundir yrði móttöku-
búnaður ódýrari þannig að hver
og einn gæti þá sett upp loftnet
við sitt heimili. Það þýddi einfald-
lega að bæir og byggðalög á
íslandi yrðu „einn óhræsilegur
loftnetsskógur sjónvarpsloftneta
með diskloftnetum við hvert hús“.
Nú þegar gætu þeir efnameiri
leyft sér þetta og spurði Júlíus
hvort ætlunin væri að meina ein-
ungis þeim er ekki hefðu efni á
loftneti að sjá þessar útsendingar.
Halldór Blöndal sagði Guð-
mund H. Garðarsson ekki hafa
hlustað á kjamann í ræðu sinni.
Hann hefði verið sá að tækninni
fleytti svo fram að það gæti vel
verið óraunhæft að setja sér þá
stefnu að íslenskar útvarpsstöðv-
ar skyldu setja íslenskan texta á
endursent efni eða láta endursögn
þular fylgja. Hann væri reiðubú-
inn til þess að ræða í þingnefnd
hvort ástæða væri til að falla frá
því skilyrði. íslensku stöðvunum
mætti þó ekki setja strangari skil-
yrði en öðrum.
Flugmálastjórn aðstoðar
Færeyinga við gerð flugvallar
FLUGMÁLASTJÓRN hefur á und-
anfömum mánuðum veitt Færey-
ingum tæknilega ráðgjöf við gerð
alþjóðlegs flugvallar við Þórshöfn.
Poul Michelsen, bæjarstjóri ( Þórs-
höfn og lögþingsmaður, er frum-
kvöðull byggingar flugvallarins og
lýkur hann miklu lofsorði á starf
Flugmálastjórnar. Þetta er ( annað
sinn sem Flugmálastjóra vinnur
verkefni fyrir erlenda aðila. Fyrir
nokkru veittu starfsmenn hennar
aðstoð og ábendingar við flugum-
ferðarstjórn á Azoraeyjum.
Þeir Haukur Hauksson, varaflug-
málastjóri og Hörður Sveinsson,
yfírmaður kortagerðadeildar Flug-
málastjómar hafa haft veg og vanda
af vinnunni fyrir Færeyinga og em
nú að skila lokaskýrslu um athuganir
sínar. Pétur Einarsson, flugmálastjóri,
segist mjög ánægður með það traust,
sem Færeyingar sýni þeim með því
að leita aðstoðar Flugmálastjómar.
Poul Michelsen kom til landsins í
gær til að kynna sér aðstæður og flug-
vallagerð hér. Hann sagði f samtali
við Morgunblaðið, að fyrir um það bil
einu ári hefði verið leitað til Flugmála-
stjómar um tæknilega úttekt á
mögulegri flugvallargerð við Þórs-
höfn. Fyrir tveimur vikum hefði sú
niðuretaða legið fyrir að góðir mögu-
leikar væru á því að byggja flugvöll,
sem dygði fyrir meiri hluta alþjóðlegr-
ar flugumferðar. Þá væri um að ræða
Morgunblaðið/Börkur
Poul Michelsen við komuna tíl
landsins
um 2.000 metra flugbraut. Möguleiki
væri á lengri braut, en það væri talið
of dýrt. Hins vegar vildi hann ekki
gefa upp áætlaðan kostnað við þessa
framkvæmd að svo stöddu.
„Samvinnan við Flugmálastjóm
heftir verið mjög góð og allir, sem
þekkja til ljúka lofsorði á vinnu starfs-
manna hennar. Möguleikar á að
stækka flugvöllinn á Vogey og bæta
hann em ekki fyrir hendi. Því er okk-
ur nauðsynlegt að fá nýjan flugvöll,
sem getur annað einhveiju af alþjóð-
legum flugsamgöngum og tengt okkur
betur við umheiminn en nú er. Ekki
er ljóst hvemig bygging flugvallarins
verður flármögnuð, en nú er það bæj-
aretjóm Þórshafnar, sem hefur tekið
frumkvæðið. Fáist stjómvöld ekki til
að leggja fé í þessa framkvæmd, kem-
ur til greina að fjár verði aflað með
gjöldum á farþega,“ sagði Poul Mic-
helsen.
Jafntefli
í ótefldri
skák
ANATOLY Karpov, áskorandi,
sóttí á gömul mið ( tólftu ein-
vígisskákinni ( gærkvöldi er
hann ákvað að verjast í drottn-
ingarbragði i stað þess að tefla
enskan leik eins og fyrr ( ein-
víginu. Drottningarbragðið er sú
byrjun sem oftast hefur sést i
einvígjum þeirra Kasparovs, en
þetta var ( fyrsta sinn sem það
sést í Sevilla. Hvorugur keppend-
anna var ( baráttuhug í gær,
Kasparov var ánægður með að
halda þægilegri forystu sinni og
Karpov var að vonum sáttur við
jafntefli, eftir afskaplega klaufa-
legt tap í elleftu skákinni.
Einvígið er nú hálfnað og er stað-
an þannig að Gary Kasparov,
heimsmeistari, hefur hlotið sex og
hálfan vinning, en Anatoly Karpov,
áskorandi, er með fímm og hálfan.
Karpov þarf því að vinna seinni
hlutann 7-5 til að endurheimta
heimsmeistaratitilinn. Eftir slaka
taflmennsku hans að undanfömu
kæmi mjög á óvart ef það tækist,
því Kasparov virðist allur að færast
í aukana.
Þrettánda skákin verður tefld á
morgun, föstudaginn þann 13. nóv-
ember, nema annar hvor keppenda
reynist nægilega hjátrúarfullur til
að fresta henni. Það verður þó
áreiðanlega ekki Kasparov sem læt-
ur það eftir sér, því 13 mun vera
happatala hans.
Margeir Pétursson
Fyrirlestur
um færeysk-
ar kvenna-
bókmenntir
MALAN Simonsen, lektor i fær-
eyskum bókmenntum við Fróð-
skaparsetur Færeyja, flytur
siðari fyrirlestur sinn ( boði
heimspekideildar Háskóla ís-
lands i dag kl. 17.15 í stofu 422
í Árnagarði. Fyrirlesturinn verð-
ur um kvennabókmenntir i
Færeyjum og verður fluttur á
dönsku.
Fyrri fyrirlesturinn, sem fjallaði
um færeyska ljóðagerð 1980, flutti
Simonsen í gær.
Malan Simonsen Jauk
cand.mag.-prófi í dönsku og
frönsku frá Kaupmannahafnar-
háskóla og síðan licentíats-prófi frá
háskólanum í Odense. Hún var um
tíma lektor í dönsku og færeysku
við háskólann í Frankfurt áður en
hún sneri aftur til Færeyja. Hún
er nú einn helsti bókmenntafræð-
ingur Færeyinga og hefur gefíð út
bókina Kvinnuroddir, sem Qallar
um aðalviðfangsefni hennar, færey-
skar kvennabmenntir.
Friðrik en
ekkiGrétar
ÞAU mistök urðu (frétt Morgunr
blaðsins i gær um minningarbók
um dr. Eirik Albertsson, að einn
þeirra, sem við sögu koma var
rangnefndur. í myndatexta er
Friðrik Eiríksson sagður heita
Grétar. Það er ekki rétt og biðst
Morgunblaðið velvirðingar á mis-
tökum þessum um leið og það
leiðréttir þau.