Morgunblaðið - 12.11.1987, Síða 42

Morgunblaðið - 12.11.1987, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands: Fiskmarkaðirnir gefa meira af sér en vinnslurnar Sjómannasamband íslands heldur ráðstefnu formanna sam- bandsfélaga og sambandsstjórn- ar í Alþýðuhúsinu á Akureyri um helgina. Rétt til setu eiga um 40 fulltrúar. Aðalmál ráðstefnunn- ar verða að sjálfsögðu það sem efst er á baugi í sjávarútvegsmál- um í dag og þá sérstaklega drög að nýrri fiskveiðistefnu, að sögn Óskars Vigfússonar formanns sambandsins. Slíkar ráðstefnur eru haldnar annað hvert ár. „Rætt verður um hið fijálsa físk- verð og hvemig það hefur verið útleikið. Við teljum að ekki hafí verið komin næg reynsla á fijálsa fískverðið til að leggja það svo snögglega niður. Við vildum hafa séð eitt ár til reynslu. Þá munu uppboðsmarkaðimir bera á góma og hvemig þeir hafa komið út fyrir okkar umbjóðendur auk þess sem öryggismál sjómanna verða rædd.“ Oskar sagði að sjómenn hefðu takmörkuð ráð á sinni hendi varð- andi fískmarkaðina. Ljóst væri að markaðimir gæfu hærra verð til sjómanna en vinnslumar. Sjómenn gætu þó lítið annað gert en að benda á hátt markaðsverð, enda væri það tekið fram í samningum sjómanna við útvegsmenn að þeim beri að leita eftir hæsta gangverði hveiju sinni. „Yfírleitt er stutt á milli hægri og vinstri vasa hjá út- gerðarmönnum. Sömu aðilar eiga í mörgum tilvikum bæði skip og vinnslu og af eðlilegum ástæðum vilja þeir heldur halda aflanum fyr- ir eigin vinnslur en að fást við markaðina. Þessir menn hafa ákveðið einh'iða verð til sjómanna og þetta er meðal annars það sem er að gerast á annars ágætum Fisk- markaði Norðurlands hf. á Akur- eyri. Maður hélt að markaðurinn myndi ná sér á loft. Svo virðist sem nægir kaupendur séu, en seljendur heldur færri,“ sagði Oskar. Hann sagði að hver einasti sjó- maður á Norðurlandi hlyti að vilja koma sem flestum tonnum inn á Fiskmarkað Norðurlands, þar sem von væri á hærra verði fyrir aflann en í vinnslu viðkomandi útgerðar. „Útgerðarmaðurinn hefur hinsveg- ar ekki jafnmikinn áhuga, þar sem hann kemst upp með að borga sjó- mönnunum lægri laun. Ég hélt að frjálst fiskverð myndi leiða til þess að þama kæmist á jafnari mynd, en það eru ýmis öfl í þjóðfélaginu sem ekki eru þessu sammála, ekki aðeins innan sölusamtakanna eða vinnslunnar, heldur innan vébanda LÍÚ, sem komu bakdyramegin að okkur," sagði Óskar. Prentverk Odds Björnssonar: Gefur út fimm bókatitla á jólabókamarkaðinn PRENTVERK Odds Bjömssonar sendir frá sér nú fyrir jólin fimm bókatitla og era þeir væntanlegir á markaðinn i lok nóvember. Að sögn Geirs S. Björnssonar for- stjóra er þetta heldur minna en venjulega fyrir jólin sökum anna að undanförnu hjá prentsmiðj- unni á öðrum sviðum. „Kveðja frá Akureyri" nefnist bók eftir Richardt Ryel, sem fædd- ist á Akureyri árið 1915. Hann stundaði verslun í húsinu Hamborg þar sem nú er Sportvörubúðin og hét verslun hans „Öxullinn". Síðar fluttist hann til Reykjavíkur og þaðan fór hann til Danmerkur. Richardt er sonur Baldvins Ryel sem var fyrirrennari Amaro og byggði hann þar verslun sem kölluð var Ryel-vðrslunin. Fjölskyldan átti heima í Kirkjuhvoli þar sem minja- safnið er nú til húsa. í bókinni eru minningar Richardts frá uppvaxtar- árunum á Akureyri og fram yfir stríð. í bókinni er fjöldi Ijósmynda frá Akureyri sem sumar hveijar hafa ekki birst áður, bæði úr safni breska hersins og úr safni Hall- gríms Einarssonar. „Gekk ég yfír sjó og land“ eftir séra Kristján Róbertsson fjallar um þau miklu umbrot er urðu i lífí Vestmanneyinga á síðari hluta 19. aldar þegar íslenskir mormónatrú- boðar fóru að boða mormónatrú. Kristján segir frá upphafí hreyfíng- arinnar á íslandi og fylgir eftir öllu því fólki sem fluttist vestur til Utah á seinni hluta 19. aldar og fram yfír aldamótin. Spennusaga eftir metsöluhöf- undinn Sidney Sheldon í þýðingu Sólveigar Sigurðardóttur kemur út hjá POB. Hún heitir „Vindmyllur guðanna" og er þessi bók áttunda bók Sheldons. Þá gefur POB út tvær barnabækur. Önnur þeirra heitir „Urðarbúinn" og er eftir Jón Gísla Högnason. Sagan segir frá 11 ára gamalli sveitastúlku, sem situr yfír ám föður síns. Hún verður vör við yrðling, sem hún hænir að sér, og gengur sagan út á þeirra samband. Hin barnabókin er ævin- týri eftir Guðjón Sveinsson og ber heitið „Kettlingurinn Fríða Fant- asía og rauða húsið í reyniviðar- garðinum". Bókin er með litteikn- ingum eftir Þorgeir Helgason. Þá hefur POB látið útbúa nýja útgáfu af Depils-bókunum fyrir yngstu kynslóðina. Listkynn- ing í Alþýðu- bankanum Verk eftir Soffíu Árnadóttur Menningarsamtök Norðlend- inga og Alþýðubankinn hf. kynna að þessu sinni listakon- una Soffíu Árnadóttur. List- kynningin er í útibúi Alþýðubankans hf. á Akureyri, Skipagötu 14, og lýkur henni 28. desember. Soffía er fædd á Akureyri árið 1955. Hún lauk námi við Mynd- lista- og handíðaskólann árið 1983. A námstímanum lagði Soffía sérstaka áherslu á skrift og leturgerð. Árið 1984 stofnsetti hún ásamt Friðriki Erlingssyni auglýsingastofuna Auglit og star- far hún þar nú jafnframt því að kenna skrift og leturgerð við Myndlistarskólann á Akureyri. Á listkynningunni eru sex verk, fímm þeirra unnin með blýanti og bleki á pappír, og dúkrista. Skrift og leturgerð er yrkisefni hennar. Morgunblaðið/GSV Soffía Amadóttir við eitt verka sinna. Morgunblaðið/GSV Súlan EA landaði 800 tonnum í gær hjá Krossanesverksmiðjunni. Krossanesverksmiðjan: 9.300 tonn komin á land Hatt 130.000 tonn á sama tíma 1 fyrra ÞRJÚ loðnuskip lönduðu hjá Krossanesverksmiðjunni í gær, samtals um 1.600 tonnum. Örn KE kom með 500 tonn, Þórður Jónasson EA 350 kom með 300 tonn og Súlan EA 300 kom með fullfermi, 800 tonn, að landi og var þetta fyrsti farmur Súlunnar. Hörður Hermannsson verk- smiðjustjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að það sem af væri vertíð, hefðu 9.300 tonn borist í Krossanesverksmiðjuna, það væri mun minna samanborið við árið í fyrra. Þá hafði borist hátt í 30.000 tonn. „Þetta er þokkalegt miðað við hversu seint vertíðin hófst. Við höfum alveg misst tvo mán- uði úr og þegar vertíðin loksins hófst, komu ógæftir." Hörður sagði að verksmiðjan greiddi þetta 2.000 til 2.300 krónur fyrir ton- nið eftir gæðum. Bókaútgáfan Skjaldborg: Þrjátíu bækur gefnar út fyrir jól BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg gefur út 30 bækur fyrir jólin, og er helmingurinn af þeim eftir íslenska höfunda. Þetta er tals- verð aukning frá útgáfu Skjald- borgar í fyrra, en fyrirtækið keypti Ægisútgáfuna og Bók- hlöðuna í sumar. Þijár nýjar íslenskar skáldsögur koma út hjá Skjaldborg að þessu sinni, þar á meðal fyrsta bók Soffíu Jóhannsdóttur „Örlagarík ákvörð- un“, ástarsaga sem skeður hér á landi og erlendis, og „Áttunda fóm- arlambið“ eftir Birgittu H. Halld- órsdóttur. Þetta er fímmta bók Birgittu, og er ástar- og sakamála- saga. Fyrsta bókin í nýjum flokki, ár- bók hestamanna, kemur út fyrir jólin, og nefnist hún „Hestar og menn 1987“. Að sögn Bjöms Eiríks- sonar, forstjóra Skjaldborgar, er þetta í fyrsta sinn sem útgáfa slíkrar árbókar er reynd hér á landi. Bókin inniheldur viðtöl við hesta- menn, helstu viðburði og afrek í hestamennsku og úrslit móta, en höfundar bókarinnar em Guðmund- ur Jónsson og Þorgeir Guðlaugsson. Af þýddum bókum taldi Bjöm til helstra tíðinda bókina „Ég veit af hveiju fuglinn í búrinu syngur", sem er sjálfsævisaga bandarísku blökkukonunnar Maya Angelou, í þýðingu Garðars Baldvinssonar. Bókin íjallar um uppvaxtarár Ang- elou í smábæ í suðurríkjum Bandaríkjanna á Ijórða áratugnum, en hún er leikkona og lék m.a. í sjónvarpsþáttunum „Rætur" sem sýnd var í ríkissjónvarpinu á sínum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.