Morgunblaðið - 12.11.1987, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987
43
Hjörleifur Guttormsson:
„Keyrir um þverbak“
Seinagangnr á framlagningu stj órnarfrum varpa
Starfsleysi þingnefnda
Hjörleifur Guttormsson (Abl/Af) gagnrýndi harðlega seinagang i
framlagningu stjórnarfrumvarpa og vinnubrögð á Alþingi í þing-
skaparumræðu i neðri deild i gær. Hjörleifur vakti athygli á því að
enginn fundur væri í efri deild, en „messufall er að verða reglan i
þeirri deild“. Hann sagði engan ráðherra viðstaddan upphaf fundar
nú og aðeins tólf stjórnarþingmenn. Mergurinn málsins væri þó sá
að aðeins sjö stjórnarfrumvörp af 104, sem boðuð væru, væru fram
komin.
Hjörleifur Guttormsson sagði
í þingskaparumræðu í neðri deild
Alþingis í gær, að sex ráðherrar
af ellefu væru fjarverandi þing-
störf, þar af fímm erlendis. Tveir
ráðherrar til viðbótar hefðu fjarvist-
arleyfi. Þeir þrír, sem eftir væru,
eru og fjarstaddir, sagði þingmað-
urinn (þeir komu þó í þingsal meðan
ræðumaður fiutti ræðu sína).'
Hjörleifur gagnrýndi hve illa
ríkisstjórninni og þingflokkum
hennar gengi að koma frá sér boð-
uðum stjómarfrumvörpum með
þeim afleiðingum að starfstími
þingdeilda nýttist illa . Hinsvegar
stefndi í afgreiðslu mikils fjölda
þingmála, sumra tímafrekra, á allt-
of skömmum tíma — á síðustu
vikum þings fyrir þinghlé yfir jól
og áramót.
Ríkisstjómin hefur boðað fram-
lagningu 105 fmmvarpa, sagði
þingmaðurinn, en þar af hafi aðeins
sjö verið fram lögð (það áttunda
bættist í hópinn undir ræðu þing-
mannsins).
Hjörleifur deildi og hart á starfs-
leysi þingnefnda. Nokkmm málum,
meðal annars stjómarandstöðumál-
um, hafi þegar verið vísað til
nefnda, en fengju ekki umfjöllun
þar, vegna þess að nefndir væm
ekki kallaðar saman til starfa.
Þingmaðurinn sagðist ýmsu van-
ur um þingstörf, en „nú keyrir um
þverbak", sagði hann. Hvatti hann
deildarforseta til að taka þetta
vinnulag allt upp á réttum vett-
vangi.
Jón Kristjánsson, forseti þing-
deildarinnar, sagði forseta þings
þegar hafa rætt um framlagningu
stjórhárfmmvarpa við rétta aðila.
Þingforsetar héldu og reglulega
fundi með formönnum þingnefnda
til að fylgjast með vinnulagi nefnd-
anna og framgangi þingmála þar.
Hinsvegar hafí staðið yfir breyting-
ar á starfsemi þingsins, fundir
þingdeilda verið færðir til milli
daga, sem að einhveiju leyti hafí
bitnað á nefndastarfí. Þar horfðu
mál hinsvegar til hins betra nú þeg-
ar.
Kjartan Jóhannsson (A/Rn)
sagði að iðnaðamefnd, sem Hjör-
leifur hafði sérstaklega vikið að,
kæmi saman til fundar í næstu viku.
Albert Guðmundsson (B/Rvk)
sagði ríkisstjórnina helzt hafa af-
rekað það, sem betur væri ógert,
eins og að hækka skatta. Þessvegna
væri það máske til góðs en ekki
ills að fmmvörp hennar hefðu hæga
ferð inn í þingsali. Hinsvegar
stefndi í mikinn vanda ef viðamikl-
um málum væri hrúgað inn til
afgreiðslu á síðustu vikum þings.
Albert sagði að fundir í Norður-
landaráði væm engin afsökun fyrir
því að ráðherrar og þingmenn
stjómarliðsins sinntu ekki skyldu-
störfum á Alþingi.
Guðmundur Bjarnason, heil-
brigðisráðherra, sagði þessa daga
ekki versta tímann fyrir þingmenn
til að sinna samstarfsskyldum í
Norðurlandaráði. Hitt væri rétt að
ýmis boðuð stjómarfmmvörp hefðu
tafist í meðferð, meðal annars í
þingflokkum, og væm því seinni á
ferð til þingsins en æskilegt mætti
telja. Hann sagði að fmmvarp til
læknalaga yrði lagt fram innan
fárra daga. Mörg mál væm og á
síðasta snúningi undirbúnings hjá
ríkisstjóm og þingflokkum hennar.
Jóhanna Sigurðardóttir, fé-
lagsmálaráðherra, sagði ráðherra,
sem væm fjarverandi, hafa lögmæt
forföll. Hún minnti á að Albert
Guðmundsson hafí verið fjármála-
ráðherra á þinginu 1984-1985.
Þegar mánuður var liðinn af þingi
þá hafí eins staðið á og nú um fram-
lagningu mála af hans hálfu. Ekki
hafí önnur fmmvörp verið fram
komin en fmmvarp að fjárlögum
og þingmál tengd því. Umræða af
þessu tagi væri hefðbundin við-
brögð stjórnarandstöðu. Sumir
köstuðu þó gijóti úr glerhúsi.
Guðmundur G. Þórarinsson
(F/Rvk) sagði eitt fmmvarp, um
framhaldsskóla, hafa borizt
menntamálanefnd. Menntamála-
ráðherra hafí boðað fmmvarp um
sama efni. Rétt hafí þótt að ræða
þessi tvö mál samtímis. Þessvegna
Jómfrúræða Marín E. Ingvadóttur:
Ekki má mismuna
heimilum skattalega
Hér fer á eftir framsaga Mariu
E. Ingvadóttur (S/Rvk) fyrir
frumvarpi sem hún flytur til
breytinga á lögum um tekju- og
eignaskatt.
Ég mæli hér fyrir fmmvarpi um
breytingar á 68. og 83. grein laga
nr. 75/1981 um tekju og eigna-
skatt með síðari breytingum.
Þessu fmmvarpi er ætlað að
færa skattalögin einu skrefi nær
því að mismuna ekki heimilum eftir
því hver aflar teknanna.
í 6(5. grein ofangreindra laga er
fjallað um skattafslátt, þ.e. þann
persónuafslátt sem rennur til
greiðsluálagðra gjalda. Nú er það
svo að ef annað hjóna, eða sambýlis-
fólks, nýtir ekki þennan skattaf-
slátt, t.d. vegna þess að viðkomandi
vinnur ekki utan heimilis eða aflar
lítilla tekna utan heimilis, færist
ónýttur hluti hans til þess aðilans
sem hærri hefur tekjumar.
Ifyrir 50 ámm vom þeir ungling-
ar færri sem lögðu í langskólanám
en hinir sem fóm út á vinnumarkað-
inn. Þetta hefur snúist við, nú afla
flestir unglingar sér framhalds-
menntunar, enda í takt við þær
þjóðfélagslegu breytingar sem orðið
hafa. Laun unglinga fyrir sumar-
vinnu þeirra duga skammt til
bókakaupa og annars er til skóla
þarf og þurfa þá foreldrar að hlaupa
undir bagga, utan þess að sjá um
framfærslu bama sinna. Foreldrar
bama, eldri en 16 ára njóta ekki
bamabóta vegna þeirra, þrátt fyrir
að kostnaður vegna bamanna sé
einna mestur á unglingsárunum.
Sú breyting sem hér er mælt
fyrir er ekki síst mikilvæg fyrir ein-
stæða foreldra, sem oft á tíðum
standa að mestu ein straum af
María E. Ingvadóttir
kostnaði vegna uppeldis og mennt-
unar bama sinna.
Því er lagt til í þessu frumvarpi,
að aftan við 68. grein um skattaf-
slátt bætist við: „Heimilt er fram-
teljanda að nýta óráðstafaðan
skattafslátt bama sinna, eldri en
16 ára, sem lögheimili eiga hjá
framteljanda." Þetta má þá gera á
svipaðan hátt og með yfírfærslu
ónýtts skattafsláttar milli hjóna og
sambýlisfólks, þ.e. eftir að öll álögð
gjöld hafa verið dregin frá.
í frumvarpi þessu er einnig kveð-
ið á um breytingu við 83. grein
sömu laga nr. 7/1984 og lög nr.
72/1986, en sú grein er um eignar-
skattsútreikning. í núgildandi
lögum er það svo, að allar eignir
hjóna eða sambýlisfólks mynda
eignarskattsstofn, sem síðan er
skipt til helminga. Frá hvorum
helmingi fyrir sig er síðan dregin
sú upphæð sem nemur skattleysis-
mörkum hveiju sinni. Þessi skatt-
leysismörk voru 1.525.000 fyrir
gjaldárið 1987 fyrir hvem einstakl-
ing og voru þar með 3.050.000 fyrir
hjón eða sambýlisfólk.
Þegar talað er um íjölskyldu í
dag, er ekki lengur hægt að hafa
aðeins í huga það fjölskylduform
sem algengast var áður fyrr. Sú
þróun hefur orðið, að þeim heimilum
íjölgar þar sem aðeins er ein fyrir-
vinna. Ungt menntað fólk stofnar
sín heimili, stundum í sambýli með
öðrum, stundum með bami sínu,
eða bömum, eða þá eitt sér.
Stofnkostnaður húsnæðis og
gjöld vegna þess eru nokkum veg-
inn þau sömu hvert sem fjölskyldu-
formið er. Eftir skilnað verða til tvö
heimili úr einu og þyngist þá eignar-
skattsbyrðin á báðum heimilunum
frá því sem hún var þegar um eitt
heimili var að ræða.
Við lát maka hækkar gjaldskyld-
ur eignarskattsstofn þess sem eftir
lifír um helming þess frádráttar sem
hjónin nutu áður. í þessu frumvarpi
er gert ráð fyrir að skattleysismörk
hverrar fjölskyldu verði þau sömu,
þ.e. að einstaklingar njóti sama frá-
dráttar frá eignarskattsstofni og
hjón eða sambýlisfólk.
Þessi breyting hefði það einnig
í för með sér að færa skattalögin
nær því að mismuna ekki ijölskyld-
um eftir því hvemig þær væru
saman settar.
Að lokinni þessarí umræðu herra
forseti, legg ég til að málinu verði
vísað til 2. umræðu og fjárhags-
og viðskiptanefndar.
Hjörleifur Guttormsson
hafí ekki verið kallaður saman
fundur í þingnefndinni.
Steingrímur J. Sigfússon
(Abl/Nl.e.) sagði að dómsmálaráð-
herra hafí boðað 20 frumvörp, þar
af 9 sem afgreiða þurfí fyrir ára-
mót. Aðeins eitt sé fram komið, og
það fyrir fáum mínútum. Fjármála-
ráðherra hafí boðað 18 fmmvörp.
Þar af séu tvö fram komin: ijárlaga-
frumvaip og lánsfjárlagafrumvarp.
Þannig mætti áfram telja. Ekki séu
enn komin fram mál, sem væru
bæði flókin og tímafrek, eins og
frumvarp um fískveiðistefnu og
frumvarp til breytinga á stað-
greiðslulögum, en bæði þessi
frumvörp þurfí að afgreiða fyrir
áramót.
Það vantar mikið á að ríkisstjóm-
in geti státað af góðri verkstjóm,
sagði þingmaðurinn. Hún þyrfti að
ráða sér bæði verkstjóra og sátta-
semjara, bætti hann við.
Kristín Halldórsdóttir
(Kvl./Rn) lét í ljós áhyggjur af
málamergð á síðustu starfsvikum
fyrir jól. Of mörg mál á of skömm-
um tíma þýddu lakari vinnubrögð.
Hún vék að sömu málum og
Steingrímur, fískveiðistefnu og.
staðgreiðslulögum, sem væru
tímafrek. Illa væri hægt að hverfa
að gamalkunnu ráði: að fresta jól-
unum. Æskilegt væri að fá frá
réttum aðilum skrá yfír þingmál
sem nauðsynlega þurfi að afgreiða
fyrir áramót.
Þórhildur Þorleifsdóttir
(Kvl./Rvk) taldi aðrar og ekki eins
strangar reglur um vinnuskyldu
gilda á Alþingi en úti í atvinnulíf-
inu. Auðvelt væri að komast fram
hjá mætingarskyldu. Hún taldi og
æskilegt að þingmenn fengju í lok
hverrar starfsviku dagskrá fyrir í
hönd farandi viku, svo þeir vissu
með betri fyrirvara hvað framundan
væri í þingstörfum. Það er ekki góð
lexía fyrir þingmann, sem er að
hefja störf, að-lesa það út úr því
sem fram fer umhverfis hann að
það sé allt í lagi að svíkjast um.
Stefán Valgeirsson sagði um-
ræðu þessa þarfa. Hann væri þó
ekki sammála öllu því sem sagt
hafí verið. Sum stjómarfrumvörp,
sem fram væm komin, hefðu gjam-
an mátt vera seinni á ferð og betur
unnin. Afleitt væri engu að síður
að hrúga þingmálum inn til af-
greiðslu á of skömmum tíma.
Hjörleifur Guttormsson sagði
nauðsynlegt að setja tímamörk á
framlagningu frumvarpa, sem fá
ættu afgreiðslu fyrir áramót, ámóta
og giltu um afgreiðslu mála fyrir
þinglausnir að vori.
Stuttar þingfréttir
ENGINN fundur var í efri deild
Alþingis í gær. Fundur var
hinsvegar í neðri deild. Þijú
mál vóru á dagskrá: 1) Frum-
varp um Þjóðhagsstofnun, 2)
Frumvarp um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla,
3) Frumvarp Maríu E. Ingvad-
óttur (S/Rvk) um breytingu á
skattalögum. Þá fór fram hörð
þingskaparumræða, sem Hjör-
leifur Guttormsson hóf, um
vinnulag á Alþingi.
* * *
Þórhildur Þorleifsdóttir og fleiri
þingmenn Kvennalista hafa lagt
fram svohljóðandi til’ögu til þings-
ályktunar:
„Alþingi ályktar að fela sam-
gönguráðherra að koma á fót
textasímaþjónustu í tengslum við
Landsímann (02) allan sólarhring-
inn.“
í greinargerð segir að það sé
mikið öryggisatriði fyrir heymar-
skert og heymarlaust fólk að geta
gert viðvart símleiðis ef eitthvað
fer úrskeiðis að nóttu eða degi.
* * *
Unnur Stefánsdóttir (F) og
fleiri þingmenn úr Suðurlands-
kjördæmi flytja tillögu í samein-
uðu þingi um sjávarútvegsskóla:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjóminni að kanna möguleika á
stofnun sjávarútvegsskóla í Vest-
mannaeyjum."
í greinargerð er vitnað til álits
starfshóps á vegum tveggja ráð-
herra sem telur æskilegt að
sameina að einhveiju leyti Vél-
skóla íslands, Stýrimannaskólann
í Reykjavík og Fiskvinnsluskólann
í Hafnarfírði.
* * *
Þórhildur Þorleifsdóttir og fleiri
þingmenn Kvennalista flytja til-
lögu til þingsályktunar um
þjónustumiðstöð fyrir heymar-
skerta:
„Alþingi ályktar að fela félags-
málaráðherra að koma á fót
þjónustumiðstöð fyrir heyrnar-
skerta þar sem veitt væri texta-
síma- og túlkanaþjónusta."
* * *
Hjörleifur Guttormsson og
Steingrímur Sigfússon, þingmenn
Alþýðubandalags, flytja tillögu til
þingsályktunar um jarðganga-
gerð:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjóminni að leggja fyrir yfír-
standandi þing fullmótaða
langtímaáætlun um gerð jarð-
ganga."
* * *
FYRIRSPURNIR:
1) María E Ingvadóttir (S/Rvk)
spyr dómsmálaráðherra hve oft
gjafsókn hafí verið veitt sl. þijú
ár, hver séu útgjöld ráðuneytisins
vegna þessa, hveijir njóti helzt
gjafsóknar, hvers konar mál sé
helzt um að ræða, til hvaða atriða
sé litið við mat umsókna og hve
oft umsóknum hafí verið hafnað.
2) Geir Gunnarsson (Abl/Rn)
spyr utanríkisráðherra hve mikið
magn af olíu og benzíni sé geymt
á tönkum á svæðum sem liggja
nærri vatnsbólum Keflvíkinga og
Njarðvíkinga og fleiri spuminga,
er snerta eftirlit og annað, tengt
þessum geymum.
3) Hjörleifur Guttormsson
(Abl/Al) spyr menntamálaráð-
herra hver afstaða hans sé til
óska sérfræðinganefndar um Mý-
vatnsrannsóknir varðandi fjár-
mögnun rannsókna á ámnum
1987 og 1988. Hann spyr og með
hvaða hætti ráðuneytið hyggist
standa að framhaldi Mývatns-
rannsókna.
4) Kristín Einarsdóttir (Kvl/
Rvk) spyr heilbrigðisráðherra,
hvemig háttað er förgun kerbrota
og annarra úrgangsefna frá álver-
inu í Straumsvík.