Morgunblaðið - 12.11.1987, Page 55
HerdSs Ólafsdóttir
„Eigum við enn að láta
lífeyrissjóðina leggja
fram fjármuni sína til
að tryggja annarra hag
fram yfir hag þeirra
sem þeir eru stofnaðir
til að tryggja ?“
vomm
HAFÐUALLTA
HREINU
FÁÐU ÞÉR
OTDK
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987
Borgartúni 23
Skrifstofutæknir
Eitthvað
fyrir þig?
Tölvufræðslan mun í janúar endurtaka hin vinsælu
námskeið fyrir skrifstofufólk sem haldin hafa verið
sl. ár. Um er að ræða þriggja mánaða fjölbreytt nám
í vinnuaðferðum á skrifstofum, með sérstakri áherslu
á notkun PC-tölva, sem nú eru orðnar ómissandi við
öll skrifstofustörf.
í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar:
Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagna-
grunnur, töflureiknar og áætlanagerð, tölvubókhald, toll- og
verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórn-
un, uppsetning skjala, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur,
víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska.
Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að
námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki.
NÁMIÐ HEFST 5. JANÚAR 1988
Á skrifstofu Tölvufræðslunnar er hægt að fá bækl-
inga um námið, bæklingurinn er ennfremur sendur
í pósti til þeirra sem þess óska.
Innritun og nánari upplýsingar veittar
í símum 687590 og 686790.
TÖLVUFRÆÐSLAN
eftirHerdísi
Ólafsdóttur
Lífeyrissjóðimir innan Sambands
almennu lífeyrissjóðanna, eða SAL,
hófu göngu sína árið 1970. Fram
til ársins 1979 var ársvöxtun á eign-
um lífeyrissjóðanna neikvæð.
Verðbólgutap sjóðanna skilaði sér
í verðbólguhagnaði lántakenda eins
og kunnugt er. Frá því í júní 1979
varð heimild fyrir því að lána fjár-
magn sjóðanna í formi verðtryggðra
lána til sjóðfélaga og einnig gátu
sjóðimir búið við ijölbreytta ávöxt-
unarmöguleika hjá bönkum og
sparisjóðum í verðtryggðum lánum.
En reglur lífeyrissjóðanna kveða á
um það að æfinlega skuli Hjármagn
sjóðanna ávxtast á þann hátt sem
tryggastur er og hagkvæmastur
fyrir þá.
Nú þá skeður það, að það vantar
fé í húsnæðismálakerfíð. Og við sem
höfum lítillega hugsað um málefni
lífeyrissjóðanna og það hvemig þeir
mættu sem best skila ávöxtun, trú-
um því að þama sé verið að koma
til móts við almennu lífeyrissjóðina
og nú eigi að gera eitthvað af hendi
ríkisins sem sé í þá veru að þama
vilji ríkjð greiða hærri vexti en ann-
ars staðar sé hægt að fá, greiða
eitthvað til almennu lífeyrissjóð-
anna í líkingu við þær milljónir eða
milljarða sem það greiðir vegna
lífeyrissjóða opinberra starfs-
manna. Þama virtist djarfa fyrir
von um að takast mætti að auka
ávöxtun almennu lífeyrissjóðanna
svo þeim yrði kleift að hækka bæt-
ur til félaga sinna sjúkra og aldr-
aðra gegn því að afhenda þetta
Qármagn. Það hefur lengi verið
áhyggjuefni hvað lágar greiðslum-
ar em sem fólkið fær og hlustað
hefur verið eftir þeim möguleika
sem ræddir hafa verið um breyting-
ar á kerfinu og nánast beðið eftir
því að hægt yrði að taka annað
upp. Má þar nefna gegnumstreym-
iskerfið og fleira sem verið hefur í
umræðu.
Ég vil nefna hér dæmi af lífeyris-
greiðslum tveggja kvenna, sem ég
þekki, báðar fæddar 1915 svo líf-
eyrir þeirra styðst ekki við „eftir-
laun aldraðra", en þeir sem vom
fæddir fyrir 1914 nutu þeirra. En
báðar þessar konur hafa unnið síðan
almennu lífeyrissjóðimir hófu
göngu sína 1970. I ár, þegar þær
voru 72ja ára, hættu þær störfum.
Önnur þeirra vann fulla vinnu í
frystihúsi og hafði á þessu tímabili
unnið sér full réttindi miðað við
dagvinnulaun, 1 stig á ári og greitt
til síns lífeyrissjóðs í 16—17 ár.
Eftirlaun hennar við starfslok em
kr. 7.580,- á mánuði.
Hin konan vann líka í frystihúsi,
en gafst upp á að vinna heilan dag
eftir að bónus var tekinn upp og
vann ekki nema hálfan dag. Það
var ekki greitt í lífeyrissjóð af bón-
usnum, heldur bara af hálfri vinnu.
Nú þegar hún hættir fær hún lífeyr-
isgreiðslu aðeins kr. 3.790,- á
mánuði. Báðar þessar konur hafa
fengið þau fyllstu réttindi sem hægt
er að fá fyrir þetta tímabil miðað
við láglaunastörf eða fiskvinnu'.
Hygg ég að mörgum muni
bregða í brún, sem nú em að kom-
ast um og yfir sjötugsaldurinn og
hætta störfum, þegar þeir kynna
sér lífeyrisréttindi sín.
Hið nýja fmmvarp til laga um
starfsemi lífeyrissjóða sem nú ligg-
ur fyrir mun síður en svo auka
réttindi fyrir félaga lífeyrissjóðanna
frá fyrri reglugerð, svo ekki er
mikilla lagfæringa að vænta.
Hvar er brjóstvöm fólksins í Al-
þýðusambandi íslands í þessum
lífeyrissjóðsmálum?
Engin samúð er til umræðu fyrr
en kemur til mála að skerða rétt
þeirra til húsnæðislána sem ekki
þurfa láns með, en engin rödd heyr-
ist til samúðar þeim sem em
dæmdir frá lánum vegna erfiðra
aðstæðna og lágra launa fyrr en
félagsmálaráðherra, Jóhanna Sig-
urðardóttir, þorir að bera saman
þessa tvo hópa, ca 7% af umsóknum
húsnæðislána, annan hópinn á lág-
um launum, eignalausan og þarf
aðstoðar við. Þessa hópa telur hún
álíka fjölmenna.
Hvert er „Friedsmans“-frelsið að
leiða okkur? Til þess að traðka á
lítilmagnanum, eða hvað?
Þá langar mig að nefna þau at-
riði sem mestan þátt hafa átt í
þeim mismun, sem verið hefur á
Íífeyrisréttindum starfshópa. Á ég
þar við þá sjóði, sem vinnuveitandi
ábyrgist lífeyrisgreiðslur með fullri
verðtryggingu miðað við laun á
hveijum tíma, og aðra sjóði þar sem
lífeyrisgreiðslur fara eftir greiðslu-
getu sjóðanna sjálfra. Þeir fyrr-
nefndu eru sem kunnugt er
lífeyrissjóðir ríkisstarfsmanna,
starfsmanna sveitarfélaga og ríkis-
banka, hina síðamefndu ber hæst
og eru fjölmennastir, almennu líf-
eyrissjóðimir, sjóðir verkalýðsstétt-
anna í landinu.
Ég var að minnsta kosti svo blá-
eyg að halda, að með þörf fjármuna
lífeyrissjóðanna í húsnæðiskerfið
væri verið að opna nýja möguleika
með betri ávöxtun en verið hefur
sem yrði svo til þess að hægt yrði
að nálgast opinberu sjóðina sem
hafa meiri réttindi { hlutfalli við
iðgjöld og miklu meira öryggi fyrir
sína félaga.
Ég sat nýlega í Reykjavík aðal-
fund almennu lífeyrissjóðanna,
SAL, þar sem verið var að ræða
ávöxtun á fé Hfeyrissjóðanna og hve
mikið sjóðimir mundu vaxa á næstu
árum og hve mikla fjármuni þeir
myndu færa í spamaði innf Qár-
málakerfi þjóðarinnar, jafnvel tæpt
á að ávaxta þyrfti þá erlendis.
En enginn maður ræddi um
greiðslur þær sem fólk fær úr sjóð-
unum eða væntir þess að fá, enginn
talaði um þann vanda hve bætur
sjóðanna em litlar né hvemig bæta
mætti og hækka greiðslur sjóðanna
til félaga sinna. Yfirleitt virtist ekki
vera ætlast til þess að fólk ræddi
málefni sjóðanna fram yfir það sem
fræðingar hafa að segja um ávöxt-
un fjármuna þeirra.
En það þarf ekki að lýsa því sem
er að gerast í dag. Við erum að
bijóta reglugerðir lífeyrissjóðanna
sem kveða á um það, að fé sjóð-
anna skuli vera haft á bestu vöxtum
á hveijum tima, en við réttum hús-
næðismálakerfinu og ríkinu þetta
fé með 7% vöxtum og verðtrygg-
ingu á sama tíma og inn um
bréfalúguna á hveiju húsi dettur
bréf þar sem ríkissjóður býður upp
á verðtryggð spariskírteini með
8,5% vöxtum og verðtryggingu.
Megum við gera þetta? Megum
við fóma möguleikum á auknum
lífeyrisgreiðslum til láglaunafólks-
ins í landinu í húsnæðiskerfið sem
mér er ekki grunlaust um að bra-
skarar og ríkisbubbar geti spilað
með.
Verðbólgutap sjóðanna til 1979
skilaði sér í verðbólguhagnaði lán-
takenda. Eigum við enn að láta
lífeyrissjóðina leggja fram fjármuni
sína til að tiyggja annarra hag fram
yfir hag þeirra sem þeir eru stofnað-
ir til að tryggja?
Verð frö 795.000
með ryðvörn. Átta ára ryðvamarábyrgð
Allar gerðir til afgreiðslu strax. Sýningarbílar í Volvosal.
OpiðtVolvosal mán.-fös. 9-18 laugardaga 10-16
Höfundur er formaður Kvenna-
deildar Verkalýðsfélagsins i
Akranesi.
\ •
"í