Morgunblaðið - 12.11.1987, Qupperneq 57
MORGUNBLAJÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987
57
Hljómplötuklúbbur Skífunnar:
Hljómplötur og hljóm-
flutningstæki á
serstökum
SKÍFAN hefur sett á stofn hljóm-
plötuklúbb, þar sem boðið er upp
á hljórnplötu mánaðarlega á hag-
stæðu verði auk þess sem boðið
er upp á fleiri plötur á sérstöku
verði til klúbbfélaga. Þá er í ráði
að bjóða klúbbfélögum upp á
hljómtæki á sérstökum kjörum,
þar á meðal geislaspilara.
Að sögn Jóhannesar Jónassonar,
forstöðumanns Skífuklúbbsins, verð-
ur klúbburinn í tveimur deildum,
poppdeild og klassískri deild. Klúbb-
félagar fá plötu mánaðarins eftir því
í hvora deildina þeir skrá sig. Au-
katilboðin geta svo verið af ýmsu
tagi, þungarokk eða sveitatónlist,
jass eða vísnasöngur, popp eða blús,
harmonikkulög eða óperur. Enginn
er skyldugur til að taka plötu mánað-
arins, frekar en hann sjálfur vill. í
þeim tilfellum er nóg að hringja og
afþakka.
Jóhannes sagði að einnig yrði
haldið uppi ráðgjafaþjónustu um
hljóðritanir, hljómtæki og fleira og
dreift hagnýtum upplýsingum til fé-
laganna. Þá væru áform um að veita
klúbbfélögum fyrirgreiðslu varðandi
aðgöngumiða að tónleikum og fleira
þess háttar. Félagar fá reglulega
sent fréttabréf með kynningu á plöt-
um mánaðarins og þeim aukatilboð-
um sem þeim bjóðast hveiju sinni.
Félagar fá 10% afslátt í verslunum
Skífunnar og fá sent sérstakt afslátt-
arkort. Þeir geta einnig látið senda
sér hvaða plötu sem er á þessum
kjörum með mánaðartilboðunum.
Handhafar greiðslukorta eiga síðan
kost á greiðsluskiptingu á stærri
pöntunum og hagstæðum afborgun-
arkjörum á hljómtækjum. Vilji menn
fremur snældur eða geisladiska mun
orðið við óskum þeirra eftir því sem
kjörum
Morgunblaðið/Bjami
Jóhannes Jónasson, forstöðu-
maður Skífuklúbbsins.
útgáfuhættir leyfa. Þá tekur klúb-
burinn að sér að panta hvers kyns
plötur sem ekki eru fyrirliggjandi og
senda þær klúbbfélögum.
Þess má geta að Jóhannes Jónas-
son, sem hefur verið ráðinn forstöðu-
meður Skífuklúbbsins, varð
landskunnur fyrir góða frammistöðu
í spumingakeppni Stöðvar 2, „Meist-
arinn" og leiddi síðan sveit lögreglu-
manna til sigurs í spumingakeppni
ríkissjónvarpsins „Spurt úr spjörun-
um.“ Aðspurður sagði Jóhannes að
hann hefði ekki í hyggju að hætta
störfum í lögreglunni vegna starfa
sinna fyrir Skífuklúbbinn en líklega
yrði hann þó að sleppa einhveijum
aukavöktum fyrir bragðið.
Úr umferðinni í Reykjavík
þriðjudaginn 10. nóvember 1987
Árekstrar bifreiða voru 23 og samtals voru 33 kæmr fyrir um-
ferðarlagabrot.
Radarmæling leiddi til 4 kæra fyrir of hraðan akstur. Kl. 11.32 var
ökumaður sviptur ökuréttindum á staðnum, en hann var staðinn að
því að aka eftir Eiðsgranda á 107 km/klst hraða. Aðrir, sem kærðir
vom fyrir of hraðan akstur, óku Kleppsveg á 95 km/klst hraða,
Kringlumýrarbraut á 95 km/klst hraða og Bústaðaveg á 81 km/klst
hraða.
4 ökumenn vom staðnir að stöðvunarskyldubroti við gatnamót og
1 tekinn fyrir að aka á móti rauðu ljósi á götuvita.
Kranabifreið fjarlægði 10 bifreiðir fyrir ólöglegar stöður og klippt
vom númer af 9 bifreiðum fyrir vanrækslu á að færa þær til skoðunar.
Frétt frá lögreglunni i Reykjavik.
r _____________ ^
Hermesetas’
GOLP
t Sweeteners with Aspartame 100 .
I KAFFIÐ
Hermesetas Gold
með náttúrulega
sætuefninu
ASPARTAME
Gæðavara frá Sviss
FÆST í APÓTEKUM
Athugið verð! Hermes hf
Flísar Flísar Flísar Flísar Flísar Flísar Flísar Flísar
Glæsilegar flísar á gólf og veggi
kK-' - m;
I Dúkalandi við Grensásveg
fæst ótrúlegt úrval forkunnar fallegra flísa á gólf og
veggi. I eldhúsið, á baðherbergið, í stofuna
og á ganginn. Flísar í mörgum
stærðum, gerðum og litum
'Hjá okkur ná á ótrúlega góðu verð.
gæðin^gegn" Dúkalan(j
tis
VtSA
3!
Grensásvegi 13
sími 91-83577 og 91-83430
Við styðjum
Ólympíunefnd
íslands
Vinnuborð
og vagnar
Iðnaðarborð, öll sterk og
stillanleg. Með og án hjóla. Hafðu
hvern hlut við hendina, það léttir
vinnuna og sparar t í mann.
Leitiö upplýsinga.
UMBODS OG HEILDVERSLUN
BÍLDSHÖFDA 16 SIMI 67 24 44
HA NVtíÆG7
TÆKL
VP'
k
% Pk.
mm
'G ÞÍYTAk
---------------r------
%
V\\NV?
.
■w
tfÆGIim M
mmm
W FYLGJA.