Morgunblaðið - 12.11.1987, Síða 61

Morgunblaðið - 12.11.1987, Síða 61
I- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 61 gefínn mikill sálarstyrkur og glað- vær lund, sem hún bar vel gegnum allt sitt líf. Móðir mín og Hanna frænka voru mjög samrýndar og leið varla sá dagur að þær væru ekki í sambandi hvor við aðra. Því var það þungt áfall fyrir Hönnu þegar móðir mín lést aðeins nokkr- um dögum eftir fráfall manns hennar Magnúsar um haustið 1971. Síðan missti hún son sinn í blóma lífsins, eins og áður er getið og stuttu síðar tengdadóttur sína, konu Aðalsteins heitins. Oft var hugur Hönnu hjá dóttur sinni Elísabetu, en hún og fjölskylda hennar er búsett í Ástralíu. Því var það mikil blessun að henni skyldi auðnast að fara og heimsækja hana fýrir nokkrum árum, þennan langa veg, en það var ekki síst fyrir það að samfylgd hafði hún af Ástu Erl- ingsdóttur grasalækni og Inga manni hennar. Sat ég hjá Hönnu á spítalanum fyrir stuttu og minntist á það hve dugleg hún hefði verið að leggja í þessa löngu ferð til Ástralíu, en það var eins og ég væri að tala um eina smáferð af æörgum. Hanna vissi að fyrir dyr- um stóð meiri og stærri ferð en sú sem við ræddum þá. Eg bið að góður Guð megi styrkja ykkur böm hennar og fjölskyldur ykkar og að minning um góða móður megi verma ykkur alla tíð. . Einnig vil ég minnast Óskars Amasonar hárgreiðslumeistara, móðurbróður míns, sem jarðsettur var 16. október síðastliðinn. Ekki var hann síður glaðlegur og elsku- legur en Jóhanna systir hans og var alltaf tilbúinn að rétta náungan- um hjálparhönd. Hans líf var vinnan og §ölskyldan og fór Óskar með börn sín og bamaböm sem sínar mestu gersemar. Ekki var kærleik- ur hans minni en Jóhönnu til systurbama sinna og er mér sér- staklega ljúft að minnast tryggðar hans við Geir bróður minn og stjúp- föður minn eftir að móðir mín dó. En með sérstöku þakklæti minnist ég þó þeirrar dýrðarhelgi sem við þijú systkinin áttum með Óskari og konu hans Steinu, Doddý dóttur þeirra og fjölskyldu hennar í sumar- bústaði þeirra í landi Tungufells rétt austan Gullfoss. en þá vom Óskar og Steina að kveðja þann unaðsreit, sem þau höfðu komið sér þar upp, fyrir fullt og allt. Verða þeir dagar sem við áttum með þeim þar okkur systkinum ógleymanleg- ir. Að lokum vil ég kveðja þessi móðursystkini mín með sálminum mNú legg ég augun aftur", en þann sálm heyrðum við þau syngja svo oft hér áður fyrr og var hann þeim einkanlega kær. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Súsanna Krlstinsdóttir Kveðjuorð: Guðbjörg Lilja Amadóttir Fædd 4. september 1909 Dáin 2. nóvember 1987' í hugum okkar em margar myndir af liðnum samvemstundum með Guðbjörgu Lilju frænku. Við emm þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa og njóta þeirra í gegnum árin. Þær vom ófáar stundimar sem spjallað var um allt milli himins og jarðar, gamla tíma og nýja, hún var jafnvíg á báða. Það var þroskandi fyrir okkur unga fólkið að heyra skoðanir og viðhorf hennar á ýms- um málum að ógleymdum góðum ráðum. Það var ótrúlegt hvað hún var ráðagóð um ólíklegustu hluti. Lilja frænka var þannig mann- eskja að hún laðaði að sér fólk á öllum aldri, öllum virtist líða vel í návist hennar. Margir úr okkar fjöl- skyldu urðu þeirrar ánægju aðnjót- andi að hefja sín búskaparár á Skarphéðinsgötu 14, hjá Lilju og Jóhannesi. Það er einróma álit allra að þar var gott að búa, vera í ná- vist þeirra hjóna. Samgangur var mikill milli hæða og vom þau ætíð tilbúin að rétta hjálparhönd og veita ýmis góð ráð þegar þess þurfti. Lilja hafði einstakt lag á að umgangast böm sem við unga fólk- ið gætum tekið til eftirbreytni. Hún fann bömunum ætíð verkefni við hæfi, ófá hafa þau staðið við eld- húsvaskinn hjá henni og sullað, „þau fá útrás við það" sagði hún jafnan. Oft var það svo er fjölskyld- ur komu í heimsókn á neðri hæðina að bömin óskuðu frekar eftir að fara upp til Lilju. Hún hafði iðulega eitthvað skemmtilegt fram að færa sem höfðaði til þeirra og sýndi þeim fulla virðingu. Eftirfarandi saga lýsir Lilju vel: Nokkrir strákpollar úr nágrenninu vom að göslast í miklu tamara að tala um þarfír annarra. Tengdamóðir mín var ákaflega dagfarsprúð og gestrisin og fyrstu kynni gáfu ótvírætt til kynna að hér væri heilsteypt og góð kona á ferð og þannig var það líka í raun. Hún var létt í lund og söngelsk, það átti við um tengdaföður minn líka, svo að mjög oft var tekið lagið í veislunum hjá þeim. Listhneigð sinni og smekkvísi gaf hún þó aðallega lausan tauminn í handavinnu ýmiss konar. Nutum við góðs af því, einkum meðan við vomm búsett í Svíþjóð. Fyrir jólin, sem og oftar, komu pakkar „að heiman", eins og sagt var. Vom þeir látnir í sérstakan poka, því að Jólasveinninn frá íslandi" kom með þá. Þar á meðal var oft falleg flík eða hlutir sem sýndu ákaflega vand- aða og smekklega handavinnu. Svona handavinna sést ekki lengur, hún er alltof tímafrek. En hjá Guðriði var hugtakið að hafa ekki tíma ekki til frekar en hjá Stein- unni, móður hennar. Guðríður upplifði sem sagt allar þaer breytingar í þjóðfélaginu frá þvf að nær sagt allar vakaðar stund- •r væm vinnustundir til nútíma garðinum hennar. Lilja sagði við þá að þeir mættu ekki fara um með látum en þeir gætu skoðað garðinn og stiklað á steinunum. Þetta varð til þess að strákamir trítluðu um stund í garðinum en fóm síðan sína leið án leiðinda. Það vom ófáir sem skoðuðu garð- inn hennar enda ekki ofsögum sagt að garðurinn hennar Lilju var listi- garður, þar átti hún margar stundir. I garðinum var að fínna ólíklegustu plöntur, öllu haglega komið fyrir og hlúð að af einskærri natni. I honum sungu fuglar og böðuðu sig í litlu fallegu tjöminni, öllum leið vel í þessum sælureit. Listrænir hæfileikar Lilju komu fram á fleiri sviðum, s.s. í hinum ýmsu munum sem hún hannaði. Lilju var mikið í mun að halda sambandi við fjölskyldu sína og fylgdist hún vel með hvað fólkið hennar var að fást við hveiju sinni og var það óneitanlega góð tilfínn- ing. í vor bættust tveir litlir frændur í fjölskylduna, Lilja gat ekki vegna heilsubrests séð þá oft en frétta vildi hún af þeim. Það var ósjaldan sem hún hringdi og ætlaði svona rétt að heyra hvernig þeir hefðu það. Dagur líður, fagur fríður, flýgur tíðin í aldaskaut. Daggeislar hníga, stjðmumar stíga stillt nú og milt upp á himinbraut. Streymir niður náð og friður, nú er búin öll dagsins þraut (Vald. Briem) Minningar um elskulega frænku munum við alltaf eiga. Elsku Jóhannes, Ingólfur og Benný, við vottum ykkur innilega samúð. Blessuð sé minning Lilju frænku. Lilja, Palli og Hrönn. ofgnóttar- og kröfuþjóðfélags. Þeg- ar talið barst að uppvaxtar- og bemskuárunum varð ég samt aldrei var við annað, en að hún væri í fyllsta máta sátt við sína æskutíð. Miklu frekar að hún hefði áhyggjur af umhverfí bama nútímans og það sennilega með réttu. Það var margt í fari Guðríðar og hennar kynslóðar, sem er mér stöðugt aðdáunarefni. Iðjusemin, ósérhlífnin, góðviljinn og hjálpsem- in í garð þeirra, sem á þurftu að halda, hvemig, sem á stóð, dugnað- urinn og hugrekkið í baráttu lífsins, trúartraustið. Það var aldrei nöldr- að, aldrei talað illt um nokkum mann né viðhaft ljótt orðbragð, áreiðanlega engin slík orð til í henn- ar orðaforða. Þetta fólk á allt óskoraða aðdáun mína og ég er henni ákaflega þakklátur fyrir kynnin og samvemstundimar. Nú er lífsstarfí Guðríðar lokið, hér skiljast leiðir, alla vega í bili. Hún hefur skilað góðu dagsverki, ég væri stoltur af því. Fyrir mér stendur eftir mynd af góðri konu. Ég þakka samfylgdina um leið og ég votta öllum aðstandendum mína innilegustu samúð. Paul Jóhannsson Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- sfjóm blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. ,s 'm Hentug jóíagjöf Níðsterkir trefjapjatkassar á bílinn Taka t.d. 6 pör af skíðum og 6 pör af skóm. Litir: Svart-rautt-hvítt. Verðkr. 28.000,- Einnig minni kassar á kr. 9.600,- Gísli Jónsson & co hf. Sundaborg 11.Sími 686644. n IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS VERND HUGMYNDA - EINKALEYFI Markmið: Að gera grein fyrir mikilvægi réttarverndar hugmynda og framleiðsluvöru og hvernig að því er stað- ið. Efni: - Hvers vegna einkaleyfi? - Sögulegt yfirlit. - Fyrir hverju er hægt að fá einkaleyfi. - Eignaréttur á uppfinningum. - Vörumerkjavernd. - Framleiðsluleyfi. Markhópur: Hugvitsmenn og fyrirtæki, auk annarra, sem hafa áhuga á verndun hugmynda. Leiðbeinendur: Árni Vilhjálmsson, lögfræðingur, Gunnar Örn Harðarson, tæknifræðingur. Bókanir í síma (91) 687000. Timi: 16.-17. nóvember kl. 18.00-22.00. Staður: Iðntæknistofnun, Keldnaholti. Frekari upplýsingar veitir Emil Thoroddsen í síma (91) 687000. Rekstrartæknideild. HAFÐU ALLTÁ HREINU FÁÐU ÞÉR OTDK NILFISK GS 90 hefur mótor með yfir 2000 tíma endingu á kolum = um 20 ára meðalheimilisnotkun. Þetta er einsdæmi og annað er eftir því. Nilfisk er tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. Reynslan sannar rekstraröryggi og einstaka endingu. NILFISK engin venjuleg ryksuga iFanix Hátúni 6A SiMI (91)24420

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.