Morgunblaðið - 12.11.1987, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 12.11.1987, Qupperneq 70
rr 70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 Ást er... ... að þola henni júdó-brögð- in. TM Reg. U.S. Pat. Otr.—ali rlghts resetved e 1986 Los Angeles Tlmes Syndlcate Þú mátt ekki hlæja. Þá heldur hann að þetta sé Réttu mér járn! fyndið! Kynþáttafordómar í sjónvarpi? Til Velvakanda. Undanfarið hafa orðið nokkrar umræður um innflutning fólks frá Asíulöndum. Er þá mikið rætt um konur, sem gengið hafa í hjúskap með íslenskum karlmönnum. Sitt- hvað kemur fram í þessu, sem manni finnst orka tvímælis. Mér Til Velvakanda. Þegar við í vor byijuðum á að endurbyggja og stækka kirkju okk- ar og safnaðarheimili gerðum við það í öruggri trú til Drottins að hann myndi vel fyrir öllu sjá. Við vissum að hann myndi leggja það á hjörtu margra vina að leggja þessu máli Iið á einn eða annan hátt. Sannarlega hefír Drottinn ekki brugðist þeim fyrirheitum, sem hann hefír gefið í orði sínu til þeirra sem treysta honum af heilum hug. Honum ber því heiðurinn, dýrðin og þakkargjörðin. Við biðjum Guð að blessa ríkulega þá einstaklinga og fyrirtæki, og launa þeim, sem með áheitum eða beinum gjöfum hafa sýnt í verki kærleika sinn og fómarlund til þessa málefnis. Bæjarbúar og fleiri hafa fylgst af áhuga með þessari byggingu og dáðst að látleysi hennar, en þó reisn og fegurð. Biblían segir: „Ef Drott- inn byggir ekki húsið, erfíða finnst t.d. ekki liggja í augum uppi, að erlendar hjúskaparmiðlanir hafí leyfi til að starfa á íslenskum mark- aði. En hvað sem því liður, er nú þegar nokkuð af fólki hér á landi, körlum og konum á öllum aldri, sem á uppruna sinn í Asíu. Þegar svo smiðimir til ónýtis." Sálm. 127:1. Hér hefír sannarlega það tvennt farið saman. Smiðimir hafa unnið frábærlega vel, og Drottinn hefír verið með í verki. Það er búið að útibyrgja, þó enn sé eftir að setja klæðningu á aðra viðbygginguna. Þá eru allar innréttingar eftir og endumýjun á öllum lögnum. Það þar því mikið efni og mörg hand- tök. Það er því nóg að vinna, og verður því haldið áfram eftir því sem ástæður leyfa. Við minnum alla velunnara flær og nær á að reikningsnúmer Salem- kirlqunnar á ísafírði er 5782 í Landsbankanum. „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vom Jesúm Krist." 1. Kor 15:57. Það, er vinna vill þín kirkja, virstu, Guð, af náð að styrkja, að það beri ávöxt þann, er þá móður gleðja kann.“ (HH.) Sigfús B. Valdimarsson er komið, reynir á okkur, sem fyrir vorum í landinu. Hvemig tökum við þessu fólki og hvemig gætum við réttar þess? í sjónvarpinu var fyrir skömmu skemmtiþáttur, þar sem vikið var að þessum málum á mjög óviðeig- andi hátt. Þar var gert gamanmál úr alvöruefni, og ómögulegt er að hugsa sér, að nokkur gæti hlegið að því nema á grundvelli vemlegra kynþáttafordóma. Höfundur virðist gera ráð fyrir því, að þessir fordóm- ar séu til hjá þeim sem á horfðu. Það liggur í augum uppi, að þessi umfjöllun var niðurlægjandi fyrir alla þá íslendinga, sem eiga uppr- una sinn í Asíu. Þeir hljóta að vera uggandi um framtíð sína á íslandi, ef þetta er hlægilegt í augum þjóð- arinnar. Við íslendingar eigum sterka þjóðmenningu, og einmitt þess vegna hlýtur að vera nokkuð erfítt að vera útlendingur hér. Við getum með nokkrum rétti ætlast til að innflytjendur lagi sig að þjóðmenn- ingu okkar. Hins vegar eiga þeir heimtingu á, að við niðurlægjum þá ekki vegna uppruna síns eða sérkenna í menningu hins fyrra heimalands. Skylda okkar allra er að líta fremur til með þessu fólki, til þess að stuðla að því, að það haldi einstaklingsréttindum og möguleikum til jafns við aðra í landinu. Vonandi er virtur fjölmiðill ekki að gefa tóninn um viðhorf þjóðar- innar til kynþáttamála með slíkri umfjöllun. Við skulum í þessu efni, sem öðrum, veita skemmtikröftum það aðhald í framtíðinni, að hlæja aldrei að neinu, nema því sem við erum viss um að okkur fínnist hlægilegt. Sr. Signrður Sigurðarson Þorstein aft- ur í Morgnn- stundina Kæri Velvakandi Hún var svo ágæt sagan sem hann Þorsteinn Thorarensen las í bamatímanum Morgunstund bam- ana um daginn. Hann las hana svo vel að við vildum ekkert missa af því sem hann las. Hann gerði okkur svo spennt. Er ekki hægt að fá Þorstein til að koma aftur og lesa og segja frá í Morgunstundinni. Hann er svo líflegur. Við sendum Þorsteini kveðjur og þakkir. Tvær litlar í Hólminum Salem, ísafirði: Halfnað er verk þá... Yíkverji skrifar Sigrár íslendinga á erlendri grund eru jafnan sætir. En ein- hvem veginn hefur sá Víkverji, sem hér fer, fengið þá tilfínningu, að sigrar á Dönum í boltaleikjum séu sérstaklega sætir. Og þá einnig, að þungbærara sé að tapa fyrir Dönum en öðrum á þessu sviði. Sigur hand- boltaliðs Víkings um helgina jrfir danska liðinu Kolding var einn af þessum sætu sigmm, því flestir, sem hafa rætt leikinn í eyru Víkveija, hafa tekið sérstaklega fram, að það gerði sigurinn ennþá sætari, að andstæðingurinn var danskt lið. Heimildarmaður Víkveija, sem átti samleið með Víkingum heim og nefur áður átt heimleið með íslenzkum íþróttalið- um eftir sigur í útlöndum, segist ekki muna aðrar eins móttökur og Víkingar fengu hjá starfsfólki Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar. Og rúsínan í pylsuendanum voru um- mæli eins starfsmannsins, sem tók "þétt í hönd handboltamannsins og sagði: „Þakka ykkur fyrir. Þakka ykkur fyrir. Þetta var eins og í ævintýri" XXX En það sigra fleiri íslendingar í útlöndum en boltamenn. í þriðjudagsblaði Morgunblaðsins, þar sem sagt er frá sigri Víkings, er sagt frá þremur íslenzkum söngvurum, sem eru að hasla sér völl með erlendum þjóðum. Bergþór Pálsson hefur verið ráðinn við óper- una í Kaiserslautem f V-Þýzkalandi, þar sem eiginkona hans, Sólrún Bragadóttir, er fyrir. 0g í Englandi fær Garðar Cortes lofsamleg ummæli fyrir söng sinn. Þannig eru íslenzk ævintýri að gerast út um allan heim. Og þau eru bæði mörg og margbreytileg. Hver fylgist ekki af áfergju með frama þeirra Kristjáns Jóhannsson- ar, Helga Tómassonar, Ásgeirs Sigurvinssonar og Jóhanns Hjartar- sonar svo örfá dæmi séu nefnd.? Og hefur ekki Ashkenazy verið út- nefndur tengdasonur íslands? Öll þessi nöfn vekja ekki minni gleði í hjarta Víkveija en frammi- staða Víkinga um helgina. Og í kvöld á að kjósa fegurstu konu heimsins. Að sjálfsögðu hefur íslenzk kona borið þann titil og önnur keppir í kvöld. Þannig er ekkert lát á okkar framgöngu. Og auðvitað erum við íslendingar bezt- ir. Rétt eins og Víkingar voru í leiknum gegn Kolding.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.