Morgunblaðið - 12.11.1987, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 12.11.1987, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 71 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . Gott framtak Afi lögga hringdi: „Fyrir skömmu gekk ég fram á menn sem voru að klippa trjá- greinar sem héngu af einkalóðum út yfir gangstéttar. Ég gaf mig á tal við þá og sögðust þeir vera verktakar sem tekið hefðu þetta verkefni að sér fyrir Reykjavíkur- borg. Ég vil þakka fýrir þetta framtak. Meðan ég var í lögregl- unni lét ég rétt gangandi vegfa- renda nokkuð til mín taka og mér hefur alltaf leiðst vita tijágreinar, sem garðeigendur hafa ekki hirðu á að klippa, verða gangandi fólki til ama.“ Hver á sjóinn? - góð grein G.M; hringdi: „Ég vil taka undir með höfundi greinarinnar „Hver á sjóinn?" sem birtist í Velvakanda sl. sunnudag. Þeir sem um sjávarútvegsmál fjalla mættu gjaman tileinka sér þau sjónarmið sem þar koma fram. Fólk úti á landi á ekki að láta meirihlutavaldið í þéttbýlinu troða sér um tær í þessum efn- um.“ Stundin okkar vel unn- in Móðir hringdi: „Það er alltaf verið að kvarta um það sem miður fer en minna talað um það sem vel er gert. Mig langar til að þakka sjón- varpinu fyrir Stundina okkar sem hefur verið mjög vel unnin að undanfömu. Ég von fyrir hönd bamanna að sem mest verði af svona efni í sjónvarpinu. Þau bíða eftir stundinni sinni með óþreyju og fá aldrei nóg.“ Stagl og stam Hallfríður Georgsdóttir - hringdi: „Sem notandi ríkissjónvarpsins spyr ég hvort ekki sé hægt að lesa fyrir okkur fréttir án stagls og stams og jafnvel ýmis konar fréttaskýinga þuls. Þetta er næsta óþolandi og liggur við að ég bara slökkvi.“ Kettlingur Um tveggja mánaða gömul læða, svört og hvít, er í óskilum í Laugameshverfi. Upplýsingar í síma 681525. Góð þjónusta hjá Póst- inum Svanhildur hringdi: „Mig langar til að þakka fyrir góða þjónustu hjá Póstinum. Ég fékk nýlega sendan pakka frá dóttur minni í Kanada en merk- ingin á honum hafði alveg máðst út. Starfsmaður hjá póstþjón- ustunni hafði mikið fyrir því að hafa upp á dóttur minni til þann- ig að hægt væri að koma pakkan- um til skila. Ég vil þakka fyrir þessa góðu þjónustu." Hugleiðingar um hávaða Til Velvakanda: Mig langar til að þakka fyrir tímabærar greinar um hávaða sem birst hafa undanfarið í Morgun- blaðinu. Ágústa Agústsdóttir reið á vaðið með athyglisverðri hugleið- ingu í Lesbókinni þar sem hún fjallaði um böl þeirrar hávaðameng- unar sem við búum við. Síðan hafa fleiri stungið niður penna og ritað í svipuðum dúr. Sannleikurinn er sá að hávaði er orðinn vandamál hér á landi. Að sjálfsögðu er fyrst og fremst átt við „óþarfan" hávaða sem við mennimir framleiðum, aðallega með ýmis konar hljómtækjum. Víða á heimilum, á vinnustöðum, í versl- unum og jafnvel á götum úti glymur þessi hávaði og vaðall í eyrum. Á vinnustaðnum þar sem ég er daglega — svo dæmi sé tekið — þarf ég oft að leysa af hendi fínlega vinnu sem krefst nákvæmni og ein- beitingar. Samt láta sumir sam- starfsmenn útvarpið glymja þegar þeim þóknast. Þó vita þeir vel hversu sum okkar þolum það illa. „Ég vil útvarp og svo varðar mig ekkert um hina“ — það virðast vera einkunnarorð þeirra. Reykingamenn eru loksins famir að skilja að það gengur ekki að aðrir séu neyddir til að anda að sér eitruðum reyk þótt reykingamönn- unum sjálfum þyki reykurinn góður. Nákvæmlega sömu rök hljóta að gilda um hávaðamengun. Það er .gnibioH munXÍ9Í ekki sanngjamt að hávaðasinnar neyði aðra til að hlusta á útvarp og önnur hljómtæki í tíma og ótíma, bara þegar þeim þóknast. Alkunna er að stöðugur glymjandi getur haft slæm áhrif á taugakerfíð og valdið streitu og öðrum sjúkleika. Fólk ætti því að íhuga þessi mál og minnast þess að enginn er einn S heiminum. Þeir sem telja sig „verða“ að hlusta á eitthvað, t.d. við vinnu, geta aðveldað leyst vand- ann á einfaldan hátt: Fengið sér vasatæki, þau eru ótrúlega lítil og þægileg, haft tækið í vasa eða á Til Velvakanda. Mig langar að benda mönnum á að hlusta á útvarpsstöðina ÖLFU sem sendir út kristilegt efni og hef- ir mikinn boðskap að færa. Ég hefí undanfarið hlustað nokkuð á þessa stöð og haft bæði ánægju og gagn af. Þama eru menn méð áhuga á að bæta þjóðlífið, koma anda Drott- ins inn í hugi landsmanna, sem sagt fá fólk til að hugsa, líta sér nær. Hljómlistin er þannig að engum þarf að leiðast sem á hlýðir. Þessa stöð þarf ekki að vara böm við að hlusta á og þarf heldur ekki að segja mönn- um að loka fyrir. Eitt er það sem væri kærkomið og það er að fá meiri kynningar laga eahoD taóisD isel ibnaignH i gO vinnuborðinu og stungið örsmáum hátalaranum í eyrað, með leiðslu á milli. Þannig geta þeir hlustað ótmflaðir og án þess að valda óþæg- indum. Kaupmenn ættu líka að veita því athygli, sem fram hefur komið í umræðum um hávaðann, að þeir fæla fólk frá búðunum með tætings- músík úr hljómtækjum. Það er nú varla meiningin, eða hvað? Ég hvet fólk til að irjalla áfram um málið og snúast til vamar — því að hávaði er ofbeldi. Jórunn Halla og efni erinda. Það er gott að fá þennan anda inn í glauminn sem alla er að setja út af standinum og gera menn átta- villta. Þessi fjölmiðlaglaumur nótt og nýtan dag margra stöðva er ekki vel til þess fallinn að tala um frið, en friðlaus þjóð í mikilli velmegun er ekki sterk til að mæta miklum vanda. Hún þarf vissulega hjálpar við. Hvaðan kemur mér hjálpin? Hjálpin kemur frá Drottni. Þetta er hvetju orði sannara. Og hafi þeir þökk sem að þessari stöð standa. Megi hún eflast og verða mörgum til blessunar. Árni Helgason •'yul'd ijfiöíaíhsJB ugn9i isgniJÍiV' Hlustið á útvarp ÖLFU Síðasta útsöluvika Karlmannaföt kr. 4.975,- 6.500,- og 2.995,- Stakirjakkarkr. 3.975,- Terylenebuxurkr. 1.195,-og 1.395,- Gallabuxur kr. 745,- og 795,- Flauelsbuxur kr. 795,- Skyrtur, peysur, nærföt o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Vinsælu dönsku herra- jakkarnir komnir. Margar nýjar gerðir. FALKON (fathion.fac.men M.a.yfirstærðir. GEYSíPf PIFCO boroviftur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.