Morgunblaðið - 12.11.1987, Síða 74

Morgunblaðið - 12.11.1987, Síða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 KNATTSPYRNA / V—ÞÝSKALAND Grísku meistaramir Olyrn- piakos vildu leigja Lárus - en hann hafði ekki áhuga. Bongartz þjálfari Kaiserslautem rekinn í gær Josip Skoblar fyrrum þjálfari Hamburger. Skoblar rekinn tvisvar GRISKU meistararnir í knatt- spyrnu, Olympiakos frá Aþenu, hafði samband við Lárus Guðmundsson í vikunni og vildu leigja hann frá Kais- erslautern út þetta keppn- istfmabil. Lárus neitaði boðinu, sagðist ekki hafa áhuga. Olympiakos er eitt frægasta lið Grikklands. Það varð meistari §ögur ár í kringum 1980 og síðan aftur síðastiðið vor. í haust hefur liðinu hins vegar gengið illa. „Umboðsmenn hafa verið að hringja í mig en ég hef ekki áhuga á að fara frá Kaiserslautem bara til að þóknast forseta félagsins. Ég er með samning hér til ársins 1989 og fer ekki frá félaginu nema ég fái almennilegt tilboð. Ég fer ekki hvert sem er,“ sagði Lárus f samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði hægt að þéna vel í Grikklandi, en það væri ekki alltaf númer eitt. Þjálfari Kaiserslautem, Hannes Bongartz, var í gær rekinn frá félaginu og þar er nú allt í upp- lausn. „Bongartz var hampað sem heimsmeistara á síðasta keppn- istímabili. Þá þótti hann nánast undrabam í þjálfun. Nú segja forráðamenn félagsins að hann sé vonlaus, kunni ekki neitt og reka hann!“ sagði Lárus. í dagblaðinu Bild á þriðjudaginn var haft eftir forseta Kaiserslaut- em, Jurgen Friedrich, sem hefur verið í meira lagi yfirlýsingaglað- ur undanfarið, að nokkrir leik- menn félagsins gætu farið að leita sér að nýju félagi. Tiltók hann þar sérstaklega þá tvo sem keypt- ir voru í haust, Lárus og vamar- manninn Michael Nushöhr, sem kom frá Stuttgart. Að sögn Lárus- ar kallaði forsetinn svo Nushöhr á skrifstofu sína í gærmorgun og sagði við hann að það var ekki hægt að bjóða áhorfendum lengur upp á það að hafa hann í liðinu, Lárus Quðmundsson hann væri svo lélegur! „Forsetinn hefur hins vegar ekki yrt á mig síðustu vikumar, eftir að ég neit- aði „freistandi" boði hans um að fara í fjögurra vikna uppbygging- armeðferð. Hann sagði að ég þyrfti að styrkja mig, en ég sagði að það kæmi ekki til greina. Það eina sem mig vantaði væri leikæf- ing,“ sagði Láms í gær. — frá HSV á þremur dögum! Hinn júgóslavneski þjálfari HSV í vestur þýsku knattspym- unni, Josip Skoblar, getur verið - ~-~>nokkuð öruggur með að hann er nú atvinnulaus, eftir að hafa tekið pokann sinn hjá HSV tvisvar á þremur síðustu dögunum. Fyrmrn leikmaður HSV, Willy Reiman, er nú tekinn við og hans fyrsta verk var að reka Mladen Praija frá félag- inu. Praija hefur staðið í marki HSV og fengið á sig 37 mörk í 15 leikj- um, en allt síðasta keppnistímabil fékk liðið færri mörk á sig. Ballið byijaði þegar HSV rak Sko- blar á mánudaginn og átti Reiman ^ * að taka við samdægurs. En á dag- inn kom að erfíðleikum reyndist bundið að fá Reiman lausan frá félagi hans St. Pauli í 2. deild. Á þriðjudeginum var Skoblar því beð- inn að hefja aftur fyrri störf og féllst hann á það. Ekki var þó Sko- blar lengi í Paradís frekar en Adam forðum, því í gær, á miðvikudag, tókst að losa Reiman frá St.Pauli og var Skoblar þá kominn á kaldan klaka aftur. Reiman rak síðan Pra- ija með þeim orðum að hann væri ekki einu sinni miðlungsmarkvörður og myndi varamaðurinn Richard Gölz taka stöðu hans í leiknum gegn Werder Bremen um helgina. Reiman sagði þó að nýr og betri _ „ markvörður yrði keyptur með hraði. ' Hann hét og frekari breytingum á næstunni. Burdenski í markið hjá Hamburger Hamburger SV hefur tryggt sér nýjan markvörð. Seint í gær- kvöldi bárust þær fréttir frá herbúðum HSV að Dieter Burd- enski, markvörður Werder Bremen, kæmi til félagsins. Hann er 36 ára og hefur leikið tólf landsleiki fyrir Jd» V-Þýskaland. Forráðamenn Bremen sögðu í gær- kvöldi að ekki yrði gengið frá félagaskiptunum fyrr en' eftir leik Hamburger og Bremen sem verður í Hamborg á laugardaginn. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Morgunblaðið/Július Valdlmar Qrfmsson sést hér stökkva inn úr homi og skora eitt af fímm mörkum sinum sem hann skoraði gegn Stjömumönnum t Valshúsinu I gærkvöldi. Valdimar hefur skorað 42 mörk fyrir Valsmenn í 1. deildarkeppninni. KNATTSPYRNA Leik frestað vegna hættu á ólátum Leik áhugamannaliðsins Oss og Feyenoord frá Rotterdam í 2. umferð hollensku bikarkeppninnar í knattspymu sem fram átti að fara í_Oss um helgina var frestað í gær. Ástæða þess er sú að bæjarstórinn í smábænum Oss hefur ekki gefíð leyfi fyrir leiknum vegna hættu á ólátum. Bæjarstjórinn tók þessa ákvörðun eftir að upplýst var að einn bæjarbúa Oss hefur verið handtekinn og sakaður um að hafa kastað reyksprengjunni að mark- verði Kýpur í Evrópuleik Hollend- inga og Kýpurbúa í síðasta mánuði. Valur - Stjaman 22 : 14 Valsheimilið, íslandsmótið í handknatt- leik - 1. deild, 11. nóvember 1987. Gangur leiksins:3:0, 5:4, 6:5, 8:5, 9:7, 13:7, 13:8, 14:8, 19:12, 20:13, 22:14 Mörk Vala Július Jónasson 6, Valdem- ar Grímsson 5, Þórður Sigurðsson 4/1, Jakob Sigurðsson 3, Gísli Óskarsson 2, Geir Sveinsson 2 mörk Varin skot: Einar Þorvarðarson 13 Mörk Stjömunnar: Gylfi Birgisson 5, Hermundur Sigmundsson 3/2, Haf- steinn Bragason 2, Skúli Gunnsteins- son 2, Sigurjón Guðmundsson 1, Einar Einarsson 1 mark. Varin skot:Sigmar Þ.Óskarsson 6/1, Höskuldur Ragnarsson 4 skot. Dómarar:Einar Sveinsson og Gunnar Viðarsson. Dómgæsla þeirra var kö- flótt, en mistökin höfðu ekki áhrif á gang leiksins. Lok, lok og læs! Hin mjög svo óárennilega vörn og markvarsla Valsmanna fœrði þeim öðru fremur tvö dýrmœt stig gegn Stjörnunni í Valshöllinni í gærkvöldi. 22-14 urðu lokatölurnar og bar leikur Stjömunnar allan keim af því að liðið hafði leikið erfiðan og svekkjandi leik í vikunni, leik sem endað hafði með ósköp- um. Stjömumenn léku afar köflótt, byrjuðu illa í fyrri hálfleik og enduðu hann illa líka. Spiluðu vel þar á milli, en voru svo afleitir í ■■■■■ seinni hálfleik. Raunar er hér eink- Guðmundur Um átt við sóknar- Guðjónsson hliðina. Vömin var betri hluti liðsins og markvarslan þokkaleg. Vöm Vals var sannarlega í góðu lagi, hom- anna á milli, hvert skotið af öðm var varið og raunar má segja, að samvinna Stjömumanna var afar bágborin, þannig var það hátíð ef eitthvað var reynt að hjálpa Gylfa, sem aftur reyndi og reyndi upp á eigin spýtur, en með litlum ár- angri. Sókninvar góð og slæm á víxl hjá Val, en nógu góð til að sigra örugglega í þessum ieik. Bestur i liði Vals var Einar Þorvarð- arson sem varði 13 skot, þar af tvö vítaskot, en annars var liðið afar jafnt, með Júlíus Jónasson fremstan meðal jafningja. Hörkuleikur hans bæði í sókn og vöm. Hjá Stjöm- unni vom það helst Hafsteinn Bragason og Skúli Gunnsteinsson sem stóðu fyrir sínu, Gylfí á köfl- um, en þetta var ekki dagur Stjöm- unnar og sigur Vals næsta auðveldur. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Bjami kemur ekki Bjami Guðmundsson, homa- maðurinn snjalli frá Wanne Eickel í Vestur-Þýskalandi, kem- ur ekki til landsins í næstu viku til þátttöku í leikjunum gegn Póll- andi, ísrael og Portúgal með landsliðinu. Bjami kemst ekki vegna vinnu sinnar, en hann rekur eigið tölvu fyrirtæki ásamt fleirum. Ekk hefur verið ákveðið hver kemu inn í hópinn f stað Bjama, ei líklegt verður að telja að það verð annað hvort Bjarki Sigurðsson ú Víkingi eða Valsmaðurinn Valdi mar Grímsson. Bjami Quðmundsson KNATTSPYRNA „Hugsa málið næsta ár“ - segir Óli Þórðar, sem verður áfram hjá ÍA Eg hef tekið þá ákvörðun að vera áfram á Ákranesi og leika með ÍA næsta keppnistímabil. Að því loknu getur verið að ég athugi með að leika erlendis, en ég hugsa um það þegar þar að kemur," sagði Ólafíir Þórðarson, landsliðsmaður í knattspymu, við Morgunblaðið í gær. ðlafur var einn af bestu leikmönn- um íslandsmótsins í sumar. Fjögur erlend lið áhuga á að fá hann til liðs við sig í haust. ;,Mér leist vel á allar aðstæður hjá Oster í Svíþjóð, en það er erfítt að fara frá Skaga- liðinu núna,“ sagði Ólafur. Til stóð að Ólafur færi til Uerding- en í Vestur-þýskalandi, en sú ferð féll niður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.