Morgunblaðið - 28.11.1987, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.11.1987, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 Flavíska hring- leikahúsið í Róm _________Mynt______________ Ragnar Borg Á það var minnst, hér í mynt- þættinum, hinn 24. október sl., að mótífsöfnun væri afar áhugaverð. Fara má í gegnum myntsöguna, og fínna mynt, sem með ýmsum hætti má tengja saman. Ef menn vilja til dæmis taka byggingarlistina, er af afar mörgu að taka. Hellenar og Rómveijar settu myndir af frægum byggingum á listaverk, og svo er enn. Það er mjög fræðandi að setja sig inn í sögu einstakra bygginga, sem myndaðar eru á mynt. Reyna þannig að skilja hvers vegna mönn- um fannst endilega, að þessi eða hin byggingin væri svo einstök, að setja ætti hana á mynt. Þetta getur verið fræg brú, eða grískt hof, þinghús, skóli, eða reyndar hvaða sem er. Mig langar til þess hér að minnast á flavíska hringleikahúsið, sem reist var í Róm á árunum 79—90. Valeri- anus, keisari árin 69—79, hóf smíði þess, Títus, keisari árin 79—81, vígði það og Domitianus, keisari árin 81—96, lauk smíði þess. Er hring- leikahúsið var vígt, lét Títus keisari slá koparpening, sestertius að verð- gildi, árið 80 eða 81, og á bakhlið peningsins var mynd af hringleika- húsinu, sem við í dag þekkjum undir nafninu Colosseum. Á framhlið pen- ingsins sést hvar Títus situr í stól innan um ýms vopn. Peningur þessi er afar eftirsóttur og eftir því dýr. Þúsundir íslendinga hafa séð rúst- imar af Colosseum, en þær eru stórfenglegt minnismerki um horfna frægð rómverskrar byggingarlistar og verkfræði. Nöfn arkitektanna og verkfræðinganna, sem að bygging- unni stóðu, eru löngu gleymd, en það hvílir einhver dulúð yfír rústun- um. Manni fínnst nærri því, sem ómi vopnaskak skylmingaþrælanna eða öskur villidýranna og óp áhorfend- anna. Svo skemmtilega vill til, að á safni Seðlabankans og Þjóðminja- safnsins er til peningur, sem eitt- sinn var notaður sem aðgangseyrir að Colosseum. Þennan pening er Colosseum á mynt Títusar keis- ara. hægt að fá að sjá á safninu á sunnu- dögum milli klukkan 2 og 4. En áður en þú ferð að skoða peninginn, lesari minn góður, langar mig til að segja nokkuð frá þessari merku byggingu, því peningurinn hans Títusar kom Colosseum inn í hand- bækur um rómverska mynt. Miklar breytingar hafa orðið á Colosseum frá því fyrsti íslendingur- inn sá það. Ætli það hafi ekki verið Guðríður Þorbjamardóttir, tengda- dóttir Egils rauða, sem sá það einna fyrst, eða um árið 1050. Hefir þá Colosseum eflaust verið snöggtum reisulegra en það er í dag. Aldimar þar á eftir var oft farið þangað, til að sækja efni í aðrar byggingar, sem verið var að reisa í Róm, og rýmaði því hringleikhúsið eftir því. Samt er það svo, að það sem eftir er af því, gjörir hvem mann undrandi á mikil- feng þess. Ibúar Rómar voru um 1400 þús- und, um þær mundir er húsið var tekið í notkun. Mikið atvinnuleysi ríkti, en þar eð mikið herfang barst til borgarinnar frá vígstöðvunum, þar sem sigursælar legfíónir róm- verskra hermanna stríddu, gat keisarinn haldið lýðnum í skefjum með brauðgjöfum og leikum í hinum ýmsu hringleikahúsum borgarinnar. Vígsluhátíðin stóð í 100 daga. 9000 villidýr og um 2000 skylminga- þrælar misstu þá líf sitt. Hringleika- húsið er á fjórum hæðum. Á fyrstu þrem hæðunum eru bogar studdir súlum. Á fyrstu hæðinni eru dórísk- ar súlur, á annarri jónískar súlur og á þriðju hæðinni _eru súlurnar að korinþskum stíl. Á fjórðu hæðinni eru svo stoðir með korinþskum skreytingum efst, en gluggamir eru ferhymdir. Um 50.000 manns hafa komist fyrir í sætum, en geta ber þess, að á Circus Maximus, þar sem fram fór keppni á herkerrum, sem hestum var beitt fyrir, var pláss fyr- ir 250.000 áhorfendur. Sviðið í Colosseum var um 80 metra langt og 50 metrar á breidd. Hringleika- húsið var frekar sporöskjulagað og voru hlið á hvorum enda. Ut um suðausturhliðið, Libitinare (nefnt eftir Libitinu gyðju greftmnar) voru bomir vegnir skylmingaþrælar og dauð villidýr, sem fallið höfðu í val- inn. Inn um hliðið á hinum endanum gengu svo skylmingaþrælar, er ætl- uðu að beijast. Um leið og fylking þeirra fór framhjá stúku keisarans, heilsuðu þeir honum og mæltu „Ses- ar, mortui te salutant" (Keisari, vér sem erum um það bil að deyja, heils- um þér). Undir sviðinu vom svo búr fyrir villidýrin og mennina, sem áttu að fóma þann daginn. Greiðlegt var inngöngu í hringleikahúsið, og fengu menn að vita hvar þeim var ætlað sæti, en það fór eftir mannvirðing- um. Tvenns konar leikir fóm fram í Colosseum. Fyrir hádegi vom dýra- veiðar, en skylmingamar vom um eftirmiðdaginn. Keisaramir Domit- ianus, Trajanus og Hadrianus vom afar hrifnir af leikjunum, og tóku meira að segja sjálfír þátt í þeim stundum. Hadríanus drap eitt sinn ljón á sviðinu. Er Dakía (nú Rúm- enía) hafði verið unnin, stóð Trajan- Síldá borðum Heimllishorn Bergljót Ingólfsdóttir Hjá frændum okkar á Norður- löndum, eins og þeir em kallaðir á hátíðlegum stundum, skipa síldar- réttir mikilvægan sess á jólamatseðl- inum. Því er ekki þannig farið hérlendis, eftir því sem best er vitað, en nóvembermánuður er síldarmán- uður í íslenskum fiskbúðum. Sú er þetta ritar hefur aldrei unnið í físki, og því ekki fullnuma í að flaka og roðfletta salt- og kryddsfldar, en er svo lánsöm að eiga góða að í físk- búðinni. Það er því lítið eftir þegar heim er komið með flökin, skolað er af þeim og þau síðan látin liggja í mjólkurblöndu (eða tómri mjólk) yfir nótt. Eftir það em þau tilbúin (þ.e. þegar búið er að skola þau og þerra) og hægt að búa til allskyns salöt, sem em áreiðanlega kærkomin ekki síður en venjuleg marinemð síld með lauk upp á gamla móðinn. Slík síld borin fram með heitum kartöflum og rúgbrauði er lostæti. Marinemð _ Selko, ____ SIGURÐUR ELÍASSON OPNAR DYR I NÝJU HUSNÆÐI AD SMIDJUVEGI O ð f /? 1 m ■■ i í. ■ c ; 4 t '-/-‘Vv ■ I :w;;< \ i ; í\ i JjjL. • -1\ } í \ . k. M l ..T-.'JL~, SELKO SIGURÐUR ELlASSON HF. SMIÐJUVEGI 9, 200 KÓPAVOGI SÍMI: 41380 - 41381 Með hurðum lokum við dyrum og njótum friðhelgi og einkalífs. Með hurðum opnum við dyr og njótum samvista við aðra. Við höfum hurðir stöðugt fyrir augunum. Vönduð smíði, góður frágangur og fallegt útlit hafa verið einkunnarorð Selkó frá upphafi, enda hafa inni- hurðirnar frá Sigurði Elíassyni notið sérstaks álits um 40 ára skeið. Komið á Smiðjuveginn og kynnið ykkur verð og gæði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.