Morgunblaðið - 28.11.1987, Síða 45

Morgunblaðið - 28.11.1987, Síða 45
45 Dómkirkjan í Reykjavík. Aðventu- kvöld í Dómkirkj unni Á MORGUN, sunnudaginn 29. nóvember, verður Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar með sitt árlega aðventukvöld í kirkjunni og hefst það kl. 8.30. Kvöldsamkomur þessar í Dóm- kirkjunni eiga sér nú orðið meira en hálfrar aldar sögu og hefur jafn- an verið til þeirra vandað, enda þar oftast ijölmennt. Dr. med. Gunnlaugur Snædal prófessor flytur aðalræðu kvöldsins, Valgerður Dan leikkona les upp og Marta Guðrún Halldórsdóttir syng- ur einsöng. Þá syngur Kór Austurbæjarskól- ans undir stjóm Péturs Hafþórs Jónssonar tónmenntakennara og Dómkórinn undir stjóm Marteins H. Friðrikssonardómorganista, sem einnig leikur einleik á orgel kirkj- unnar. Dómkirkjuprestamir flytja ávörp við upphaf og lok samkomunnar og jafnframt verður almennur söng- ur. Aðventukvöldin í Dómkirkjunni hafa verið mörgum sem „frum- glæði" jólastemmningarinnar, gleði og eftirvæntingar einlægra sálna, sem þrá birtu og frið, inn í líf ein- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 staklings og heildar og vita, að slíkt á enga uppsprettu aðra en bamið, sem lagt var í jötu í Betlehem. Þetta skynjum við vel, þegar við syngjum að lokum aðventukvölds morgundagsins: „Heims um ból helg eru jól.“ Mættum við sem flest sameinast um þá ósk og gera það er í okkar valdi stendur til þess að hún verði að veruleika. Þórir Stephensen Kirkjudagur Arbæjar- safnaðar Á morgun, 29. nóvember, á fyrsta sunnudegi í aðventu, verður hinn árlegi kirkjudagur Árbæjar- safnaðar haldinn í Árbæjarkirkju og hátíðarsal Árbæjarskóla. Þetta er sautjánda skiptið sem sérstakur kirkjudagur er hátíðlegur haldinn í söfnuðinum og hefur safnaðarfólk jafnan fjölmennt til guðsþjónustu þennan dag. Að þessu sinni fer guðsþjónustuhald kirkjudagsins fram í nýrri og fagurri kirkju, sem vígð var 29. mars síðastliðinn. Er því ekki síst ástæða til þess að fjöl- menna til kirkju nú og fagna með því þeim mikilsverða áfanga, sem náðst hefur. Segja má, að upphaflega hafi verið stofnað til kirkjudags í söfnuð- inum til þess að árétta nauðsyn þess, að söfnuðurinn eignaðist sitt eigið kirkjuhús og sameina safnað- armenn um það markmið. Þótt byggingu kirkjuhússins sé að mestu lokið eru samt ýmsir verk- þættir óunnir og verulegar skuldir hvíla að sjálfsögðu á byggingunni auk þess sem efla þarf og styrkja hið innra starf safnaðarins, þegar viðunandi starfsaðstaða er fengin. Á þetta viljum við minna okkur öll á kirkjudegi safnaðarins. Er því enn sem fyrr heitið á safnaðarmenn, að þeir rétti fram örvandi samstarfs- og hjálparhönd með góðri þátttöku í dagskrárliðum kirkjudagsins. Það fer einnig vel á því að hefja jólaund- irbúning okkar á aðventu með kirkjugöngu, því að síst má gleym- ast í erli og umsvifum aðventunnar að greiða jólabaminu, frelsaranum Jesú Kristi, veg að hjörtunun, hon- um, sem er ljósið, sem skín í myrkrinu og einn getur gert jólin þín og mín að helgri og bjartri hátíð. Dagskrá kirkjudagsins verður með hefðbundnum hætti: Bamasamkoma verður í Árbæj- arkirkju kl. 10:30 árdegis. Em foreldrar og aðrir vandamenn boðn- ir velkomnir með bömum sínum. Guðsþjónusta verður síðan fýrir alla íjölskylduna kl. 14.00. Kirkjukór safnaðarins syngur undir stjóm kirkjuorganistans, Jóns Mýrdal. Einnig syngur Skólakór Árbæjar- skóla í messunni undir stjóm Áslaugar Bergsteinsdóttur tón- menntakennara. Sérstaklega er vænst þátttöku fermingarbama næsta árs.og foreldra þeirra í guðs- þjónustunni. Að lokinni guðsþjónustu yerður síðan gengið yfir í hátíðarsal Árbæj- arskóla, en þar hefst kaffisala Kvenfélags Árbæjarsóknar kl. 15.00. Hafa konur i kvenfélaginu og aðrar safnaðarkonur jafnan bak- að og gefíð dýrindis veislukökur fýrir kirkjudaginn og eiga þær mikl- ar þakkir skyldar fyrir fómfús störf í þágu kirkju og safnaðar. Auk kaffisölunnar verður að venju efnt til glæsilegs skyndihapp- drættis með fjölmörgum góðum og gagnlegum • vinningum. Þetta skyndihappdrætti hefur verið mjög vinsælt og fjölmargir haft heppnina með sér. Þar verður til mikils að vinna, en hér gildir sem oftar, að sjón er sögu ríkari. Safnaðarmenn Árbæjarpresta- kalli. Hefjum aðventuundirbúning okkar með glæsilegri þátttöku í dagskrárliðum kirkjudagsins. Verið öll hjartanlega velkomin. Guðmundur Þorsteinsson Hallgrí mskir kj a * Iupphafi kirkjuárs Fyrirhugað var, að skólakór Garðabæjar syngi við guðsþjónustu í Hallgrímskirkju á morgun, 1. sunnudag í aðventu, en vegna for- falla getur ekki af því orðið en kórinn mun koma síðar í heimsókn. I upphafi messunnar á morgun verður flutt af málmblásuram út- setning af sálminum Vakna Síons verðir kalla, eftir Egil Howland. Flytjendur era Ásgeir Steingríms- son, trompet, Sveinn Birgisson, trompet, Oddur Björnsson, básúna, Eðvarð Fredriksen, básúna. Altaris- ganga verður í messunni. Listvinafélag Hallgrímskirkju gengst fyrir sýningu á 12 völdum síðum úr eiginhandriti Hallgríms Péturssonar af Passíusálmunum og verður sýningin opnuð á morgun. Félagið hefur þegar efnt til margra sýninga á myndlist, sem tengist sálmunum. Ljósmyndir af síðunum úr eiginhandritinu, því handriti, sem skáldið gaf Ragnheiði biskupsdótt- ur í Skálholti, era stækkaðar og koma mjög vel út, og sést þá best hversu fagur og listrænn frágangur handritsins er. Sýningin er í for- kirkjunni. Verkstjóm hefur frú Sigríður Jóhannsdóttir haft. Sýn- ingin verður opin fram yfír áramót. Kl. 17 verða svo aðventutónleikar í kirkjunni. Þeir bera yfírskriftina: „Gjör dymar breiðar hliðið hátt“. Fluttar verða mótettur og messu- þættir frá 16.—18. öld eftir ýmis tónskáld svo og tónlist fyrir blokk- flautu og lútu frá endurreisnartíma- bilinu. Flytjendur era Mótettukór Hallgrímskirkju, Camilla Söder- berg, sem leikur á blokkflautu og » Snorri Öm Snorrason leikur á lútu. Stjómandi er Hörður Áskelsson, orgelleikari kirkjunnar. Geri ég ráð fyrir, að ýmsa fysi að koma í Hallgrímskirkju á þessum fyrsta degi nýs kirkjuárs, njóta þess, sem fram fer og hefja undir- búning undir komu jólanna. Verið hjartanlega velkomin. Raguar Fjalar Lárusson. nh Lindner posttilmíð Bæjarlandí. Míkíð tkrval af vösum, skálum, og öskubökkum í kóbaltbláum lít.. O.c.’* 4 rv* v Nlf ■ ‘C, N ftt M h vi '5 r rJ i iV* A "i \«j' ^— AJ V j>/ Mokkabolla- steÚ í glæsilegu úrvali! Pökkum öllum pökkum í glæsílegar gjafaumbúðir. Póstsendum um allt land. N I/ /A íl/1/1 |\ 'SA f Qr M\[) •O A17/ ) X 1 /• f\ :T’ —X Vá v c> y >er^; Opið í dag frá kl. 10-16 ^ljörtur* ^Tlielóen^, h/$ KRISTALL OG POSTULÍNSVÖRUR TEMPLARASUNDI 3 - SÍMI 19935 Sérverslun með áratuga þekkingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.