Morgunblaðið - 28.11.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 28.11.1987, Qupperneq 45
45 Dómkirkjan í Reykjavík. Aðventu- kvöld í Dómkirkj unni Á MORGUN, sunnudaginn 29. nóvember, verður Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar með sitt árlega aðventukvöld í kirkjunni og hefst það kl. 8.30. Kvöldsamkomur þessar í Dóm- kirkjunni eiga sér nú orðið meira en hálfrar aldar sögu og hefur jafn- an verið til þeirra vandað, enda þar oftast ijölmennt. Dr. med. Gunnlaugur Snædal prófessor flytur aðalræðu kvöldsins, Valgerður Dan leikkona les upp og Marta Guðrún Halldórsdóttir syng- ur einsöng. Þá syngur Kór Austurbæjarskól- ans undir stjóm Péturs Hafþórs Jónssonar tónmenntakennara og Dómkórinn undir stjóm Marteins H. Friðrikssonardómorganista, sem einnig leikur einleik á orgel kirkj- unnar. Dómkirkjuprestamir flytja ávörp við upphaf og lok samkomunnar og jafnframt verður almennur söng- ur. Aðventukvöldin í Dómkirkjunni hafa verið mörgum sem „frum- glæði" jólastemmningarinnar, gleði og eftirvæntingar einlægra sálna, sem þrá birtu og frið, inn í líf ein- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 staklings og heildar og vita, að slíkt á enga uppsprettu aðra en bamið, sem lagt var í jötu í Betlehem. Þetta skynjum við vel, þegar við syngjum að lokum aðventukvölds morgundagsins: „Heims um ból helg eru jól.“ Mættum við sem flest sameinast um þá ósk og gera það er í okkar valdi stendur til þess að hún verði að veruleika. Þórir Stephensen Kirkjudagur Arbæjar- safnaðar Á morgun, 29. nóvember, á fyrsta sunnudegi í aðventu, verður hinn árlegi kirkjudagur Árbæjar- safnaðar haldinn í Árbæjarkirkju og hátíðarsal Árbæjarskóla. Þetta er sautjánda skiptið sem sérstakur kirkjudagur er hátíðlegur haldinn í söfnuðinum og hefur safnaðarfólk jafnan fjölmennt til guðsþjónustu þennan dag. Að þessu sinni fer guðsþjónustuhald kirkjudagsins fram í nýrri og fagurri kirkju, sem vígð var 29. mars síðastliðinn. Er því ekki síst ástæða til þess að fjöl- menna til kirkju nú og fagna með því þeim mikilsverða áfanga, sem náðst hefur. Segja má, að upphaflega hafi verið stofnað til kirkjudags í söfnuð- inum til þess að árétta nauðsyn þess, að söfnuðurinn eignaðist sitt eigið kirkjuhús og sameina safnað- armenn um það markmið. Þótt byggingu kirkjuhússins sé að mestu lokið eru samt ýmsir verk- þættir óunnir og verulegar skuldir hvíla að sjálfsögðu á byggingunni auk þess sem efla þarf og styrkja hið innra starf safnaðarins, þegar viðunandi starfsaðstaða er fengin. Á þetta viljum við minna okkur öll á kirkjudegi safnaðarins. Er því enn sem fyrr heitið á safnaðarmenn, að þeir rétti fram örvandi samstarfs- og hjálparhönd með góðri þátttöku í dagskrárliðum kirkjudagsins. Það fer einnig vel á því að hefja jólaund- irbúning okkar á aðventu með kirkjugöngu, því að síst má gleym- ast í erli og umsvifum aðventunnar að greiða jólabaminu, frelsaranum Jesú Kristi, veg að hjörtunun, hon- um, sem er ljósið, sem skín í myrkrinu og einn getur gert jólin þín og mín að helgri og bjartri hátíð. Dagskrá kirkjudagsins verður með hefðbundnum hætti: Bamasamkoma verður í Árbæj- arkirkju kl. 10:30 árdegis. Em foreldrar og aðrir vandamenn boðn- ir velkomnir með bömum sínum. Guðsþjónusta verður síðan fýrir alla íjölskylduna kl. 14.00. Kirkjukór safnaðarins syngur undir stjóm kirkjuorganistans, Jóns Mýrdal. Einnig syngur Skólakór Árbæjar- skóla í messunni undir stjóm Áslaugar Bergsteinsdóttur tón- menntakennara. Sérstaklega er vænst þátttöku fermingarbama næsta árs.og foreldra þeirra í guðs- þjónustunni. Að lokinni guðsþjónustu yerður síðan gengið yfir í hátíðarsal Árbæj- arskóla, en þar hefst kaffisala Kvenfélags Árbæjarsóknar kl. 15.00. Hafa konur i kvenfélaginu og aðrar safnaðarkonur jafnan bak- að og gefíð dýrindis veislukökur fýrir kirkjudaginn og eiga þær mikl- ar þakkir skyldar fyrir fómfús störf í þágu kirkju og safnaðar. Auk kaffisölunnar verður að venju efnt til glæsilegs skyndihapp- drættis með fjölmörgum góðum og gagnlegum • vinningum. Þetta skyndihappdrætti hefur verið mjög vinsælt og fjölmargir haft heppnina með sér. Þar verður til mikils að vinna, en hér gildir sem oftar, að sjón er sögu ríkari. Safnaðarmenn Árbæjarpresta- kalli. Hefjum aðventuundirbúning okkar með glæsilegri þátttöku í dagskrárliðum kirkjudagsins. Verið öll hjartanlega velkomin. Guðmundur Þorsteinsson Hallgrí mskir kj a * Iupphafi kirkjuárs Fyrirhugað var, að skólakór Garðabæjar syngi við guðsþjónustu í Hallgrímskirkju á morgun, 1. sunnudag í aðventu, en vegna for- falla getur ekki af því orðið en kórinn mun koma síðar í heimsókn. I upphafi messunnar á morgun verður flutt af málmblásuram út- setning af sálminum Vakna Síons verðir kalla, eftir Egil Howland. Flytjendur era Ásgeir Steingríms- son, trompet, Sveinn Birgisson, trompet, Oddur Björnsson, básúna, Eðvarð Fredriksen, básúna. Altaris- ganga verður í messunni. Listvinafélag Hallgrímskirkju gengst fyrir sýningu á 12 völdum síðum úr eiginhandriti Hallgríms Péturssonar af Passíusálmunum og verður sýningin opnuð á morgun. Félagið hefur þegar efnt til margra sýninga á myndlist, sem tengist sálmunum. Ljósmyndir af síðunum úr eiginhandritinu, því handriti, sem skáldið gaf Ragnheiði biskupsdótt- ur í Skálholti, era stækkaðar og koma mjög vel út, og sést þá best hversu fagur og listrænn frágangur handritsins er. Sýningin er í for- kirkjunni. Verkstjóm hefur frú Sigríður Jóhannsdóttir haft. Sýn- ingin verður opin fram yfír áramót. Kl. 17 verða svo aðventutónleikar í kirkjunni. Þeir bera yfírskriftina: „Gjör dymar breiðar hliðið hátt“. Fluttar verða mótettur og messu- þættir frá 16.—18. öld eftir ýmis tónskáld svo og tónlist fyrir blokk- flautu og lútu frá endurreisnartíma- bilinu. Flytjendur era Mótettukór Hallgrímskirkju, Camilla Söder- berg, sem leikur á blokkflautu og » Snorri Öm Snorrason leikur á lútu. Stjómandi er Hörður Áskelsson, orgelleikari kirkjunnar. Geri ég ráð fyrir, að ýmsa fysi að koma í Hallgrímskirkju á þessum fyrsta degi nýs kirkjuárs, njóta þess, sem fram fer og hefja undir- búning undir komu jólanna. Verið hjartanlega velkomin. Raguar Fjalar Lárusson. nh Lindner posttilmíð Bæjarlandí. Míkíð tkrval af vösum, skálum, og öskubökkum í kóbaltbláum lít.. O.c.’* 4 rv* v Nlf ■ ‘C, N ftt M h vi '5 r rJ i iV* A "i \«j' ^— AJ V j>/ Mokkabolla- steÚ í glæsilegu úrvali! Pökkum öllum pökkum í glæsílegar gjafaumbúðir. Póstsendum um allt land. N I/ /A íl/1/1 |\ 'SA f Qr M\[) •O A17/ ) X 1 /• f\ :T’ —X Vá v c> y >er^; Opið í dag frá kl. 10-16 ^ljörtur* ^Tlielóen^, h/$ KRISTALL OG POSTULÍNSVÖRUR TEMPLARASUNDI 3 - SÍMI 19935 Sérverslun með áratuga þekkingu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.