Morgunblaðið - 28.11.1987, Page 47

Morgunblaðið - 28.11.1987, Page 47
Aðventu- og afmælishátíð Bústaðakirkju Fyrir sextán árum var Bústaða- kirkja vígð. Það var á fyrsta sunnudegi í aðventu, sem ætíð hef- ur verið mikill hátíðisdagur í söfnuðinum og var það fyrir vígslu kirkjunnar. í þetta skiptið er þó meira um að vera, þar sem vígður verður fagur kross eftir Leif Breið- §örð, glerlistamann, sem vinnur nú í fyrsta skiptið á ferli sínum í steypu og gler. Það er Kvenfélag Bústaða- sóknar, sem gefur kirkju sinni krossinn, og er hann við innganginn Bústaðakirkja í kirkjuna og upplýstur og kemur því til með að setja mikinn svip á hana. Að öðru leyti verður hátíðahaldið með svipuðu sniði og ávallt, með bama- og fjölskyldumessu kl. 11 árdegis og almennri guðsþjónustu kl. 14. Að henni lokinni er veglegt afmælishóf í umsjón kvenfélagsins, sem með þeim hætti safnar fyrir andvirði krossins. Er ekki að efa, að margir munu leggja leið sína í safnaðarsalina og gera hvoru tveggja í senn að styðja gott mál- efni og njóta þess, sem fram er borið auk vitanlega þess samfélags, sem þar ríkir. Um kvöldið er síðan aðventusamkoman, sem nýtur svo mikillar hylli. Þar mun hinn nýi kirkjumálaráðherra, Jón Sigurðsson flytja ræðuna, kirkjukórinn syngur undir stjóm organistans, Jónasar Þóris, sem auk þess fær til liðs við sig hljóðfæraleikarana Jónas Þ. Dagbjartsson, Þorvald Steingríms- son, Bjöm R. Einarsson, Jón Sigurðsson og Herbert Hr. Ágústs- son, en hann útsetur einnig verkin, sem flutt verða. Að auki verða ein- söngvaramir Svala Nielsen og Einar Öm Einarsson með nokkur verk í flutningi. Samverunni lýkur síðan með því að kertin eru tendruð og helgistund leiðir huga að aðventuboðskapnum og hinni hæstu hátíð, sem í hönd fer. Sem fyrr sér Bræðrafélag Bú- staðakirkju um undirbúning og flytur formaður þess, Jónas Gunn- arsson, ávarp. _ Ólafur Skúlason. Aðventukvöld í Neskirkju EINS og ævinlega verður helgi- hald í Neskirkju á fyrsta að- ventusunnudegi með nokkuð öðrum hætti en jafnaðarlega aðra sunnudaga. Er gleðiefni hve mikil og almenn kirkjusókn er orðin við upphaf jólaföstunnar, svo helgidómamir fyllast jafnvel tvisvar til þrisvar sama daginn. Klukkan 11 árdegis hittast böm- in í Neskirkju til söngs og samveru í leik og fræðslu, en klukkan 14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 47 Áskirkja Aðventukvöld í Áskirkju FYRSTA sunnudag í aðventu, 29. nóvember, verður aðventukvöld í Áskirkju ki. 20.30. Ræðu flytur Geir Hallgrímsson seðlabankastjóri. Sólveig Björling syngur tvær aríur úr jólaoratoríu eftir Johann Sebastian Bach við undirleik Gústafs Jóhannessonar organista. Þá mun Magnea Áma- dóttir leika á þverflautu og kirkju- kór Áskirkju syngja aðventusálma og söngva tengda jólum undir stjóm Kristjáns Sigtryggssonar organista, en margir þeirra sálma eru meðal dýrustu djásna tónbókmennta kirkj- unnar. Ennfremur verður almennur söngur, en samkomunni lýkur með ávarpi sóknarprests og bænargjörð. Er það von mín að líkt og undan- farin ár leggi margir leið sína í Áskirkju til að njóta aðventukvölds- ins og eiga þar helga og hugþekka stund sem færir birtu og blæ jól- anna nær og stuðlar þannig að því að undirbúa hugann undir að þiggja þann frið, sem jólin færa. Er þess ekki sizt að vænta að foreldrar og aðrir ástvinir fylgi bömum sínum til kirkjunnar til að fagna aðvent- unni oginnri undirbúningi jólanna. Eftir samkomuna í kirkjunni verða reiddar fram veitingar í Safn- aðarheimili Áskirkju. Bifreið mun flytja íbúa dvalarheimila og annarra stærstu bygginga sóknarinnar að og frá kirkju. Árni Bergur Sigurbjömsson Aðventusam- koma Breið- holtssóknar EINS og undanfarin ár verður aðventukvöld Breiðholts- safnaðar í hátíðarsal Breiðholts- skóla fyrsta sunnudag í aðventu, sem að þessu sinni er á morgun, sunnudaginn 29. nóvember, og hefst samkoman kl. 20.30. Að venju verður fjölbreytt dag- skrá. Kór Breiðholtskirkju flytur aðventu- og jólasöngva undir stjóm organistans, Daníels Jónassonar. Inga Backman, söngkona, syngur einsöng, Árni Þór Jónsson les jóla- frásögu og Málfríður Finnbogadótt- ir, formaður KFUK, flytur aðventuhugleiðingu. Kvöldið verður svo endað með stuttri helgistund Breiðholtskirkja við kertaljós, þar sem eldri bömin í bamastarfinu og nokkur ferming- arböm aðstoða. Eru sóknarbúar hvattir til að helja jólaundirbúninginn með því að fjölmenna við þessa athöfn, en þetta verður væntanlega síðasta aðventukvöld safnaðarins á þessum stað, þar sem nú hefur verið ákveð- ið að Breiðholtskirkja verði vígð 13. mars nk. Sr. Gísli Jónasson Flugleiðir; Bjóða ýmiss konar fargjöld innanlands FLUGLEIÐIR bjóða upp á ýmiss konar fargjöld innanlands í vetur og getur fólk valið um margs konar ferðamáta. Fullt fargjald milli Akureyrar og Reykjavíkur, fram og til baka, kost- ar 6.636 krónur. Apex-fargjald á milli þessara staða kostar hins veg- ar 3.981 krónu sem er 40% ódýrara en fullt fargjald. Ef hjón ferðast saman á íjölskyldufargjaldi greiða þau eitt og hálft fargjald saman- lagt. Framhaldsskólanemar geta fengið 25% afslátt á fargjöldum og hópar allt að 20% afslátt. Hopp- fargjald á milli Reykjavíkur og Akureyrar er helmingi ódýrara en venjulegt fargjald. Flugleiðir bjóða upp á ýmiss konar fargjaldapakka, t.d. flug, bíl og hótel, segir í frétta- tilkynningu frá upplýsingadeild Flugleiða. Neskirkja er fjölskylduguðsþjónusta, þar sem öll væntanleg vorfermingarböm taka þátt og sjá um helgistundina með lestri, samtalsþætti og söng og kveikja á fyrsta aðventuljósi kirkjunnar. Klukkan 17 (kl. 5) hefst svo há- tíðarstund í kirkjunni í tali og tónum, þar sem bamakór Mela- og Hagaskóla syngur við stjóm Helgu Gunnarsdóttir. Þá mun Eiður Gunn- arsson ópemsöngvari syngja ein- söng, en ræðumaður verður Ellert Schram ritstjóri. Einnig verður al- mennur söngur og orgelleikur Reynis Jónassonar. Allir eru vel- komnir og vænst fjölmennis sem fyrram. Guðmundur Óskar Ólafsson Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Skipholt 1-38 Skipholt 40-50 Háahlíð Stigahlíð 37-97 VESTURBÆR Ægisíða 80-98 o.fl Nýlendugata Einarsnes Látraströnd Skildinganes Sörlaskjól 1-26 SELTJNES Sæbraut UTHVERFI Skeifan Njörvasund Birkihlíð Ystibæro.fl. KOPAVOGUR Holtagerði Skjólbraut Kársnesbraut77-139 Grenigrund Borgarholtsbr.61-78o.fl. JMirogtHtMiilifö

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.