Morgunblaðið - 28.11.1987, Page 63

Morgunblaðið - 28.11.1987, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 63 Anna Jensdóttir, formaður stjórnar Kaupfélagsins: Erfitt að reka smásöluverslun i dreifbýli, og skuldir vegna sláturhússins juku mjög á erfiðleikana. Með Önnu á myndinni er dóttir hennar, Lilja Sigurðar- dóttir. ársreikningar félagsins verið sam- þykktir mótatkvæðalaust í vor, þrátt fyrir að það væri tekið fram að kjömir endurskoðendur hefðu ekki skrifað undir þá. Þeir viðmælendur Morgunblaðs- ins sem gagnrýndu stjóm Kaup- félagsins tóku það fram að þeir væru ekki fyrst og fremst að ásaka núverandi stjóm, sem var kjörin í maí í vor, heldur þá sem hefðu haidið um stjómvölinn síðustu ár þegar halla tók undir fæti hjá félag- inu. Fimm kaupfélög gjald- þrota á 2 árum Ef taprekstur var ár eftir ár á rekstri einstakra útibúa, hvers vegna var þá ekki reynt að stokka rekstur Kaupfélagsins upp fyrr? Sigurgeir Magnússon, bankastjóri Samvinnubankans, sem var stjóm- arformaður Kaupfélagsins á árunum 1977-’87, sagði að það hefði verið reynt með sölu útibú- anna í fyrra, en lítið verð hefði fengist fyrir þau vegna áhvílandi skulda á þeim. Hann sagði ennfrem- ur að það hefðu kannski verið mistök að taka við rekstri útibúanna á sínum tfma. Jens H. Valdimarsson, kaupfé- lagsstjóri, sagði aðspurður að ef til vill hefði verið hægt að reyna að taka á taprekstrinum á útibúunum fyrr, en árið 1985 hefði mönnum verið ljóst að hveiju stefndi. Hann sagði þó að það væri alls ekki víst hvort hægt hefði verið að bjarga rekstrinum þá, og að það væri auð- velt að vera vitur eftir á. Hann benti á að rekstur kaupfélaga á landsbyggðinni væri víða mjög erf- iður, og að fímm kaupfélög hefðu orðið gjaldþrota á tveimur árum. Öllum starfsmönnum Kaupfé- lagsins var sagt upp þann 1. nóvember. Að sögn manna á Pat- reksfírði mun vera auðvelt að fá vinnu við fískvinnslu á staðnum, en margir starfsmanna KVB höfðu starfað þar árum eða áratugum saman, og geta þeir ekki fengið sambærileg störf. Tvær matvöru- verslanir eru nú á Patreksfírði, og voru menn yfírleitt á því að það væri ekki stórt vandamál að versl- unarþjónusta Kaupfélagsins hætti, þó að minnkandi samkeppni væri ekki af hinu góða. Útibú Kaupfélagsins f Örlygs- höfn er eina verslunin í Rauða- sandshreppi, en hreppsbúar munu þó að stórum hluta sækja verslunar- þjónustu til Patreksfjarðar í dag. Að sögn Valdimare Óssurarsonar, útibússtjóra, hafa Rauðsendingar þó fulian hug á að halda rekstri verslunarinnar áfram, og hann sagðist halda að reksturinn ætti að geta staðið undir sér. Valdimar sagði að Rauðsendingar væru að leita eftir samningi við Olíufélagið um bensínsafgreiðslu, en það væri erfítt að vera án þeirrar þjónustu í Örlygshöfn vegna ferðamanna- straums á Látrabjarg. Næg atvinna, en skuldugt frystihús Atvinnuástand á Patreksfírði er gott í augnablikinu, og hefur þurft að flytja inn erlent vinnuafl til físk- vinnu hjá Hraðfrystihúsi Patreks- Qarðar, sem er stærsti vinnuveit- andinn á staðnum með um 70 manns í vinnu. Lausafjárstaða Hraðfrystihússins er þó erfíð I augnablikinu - það stendur m.a. f vanskilum við Orkubú Vestfjarða og Olfufélagið - og skuldir þess munu vera miklar. Hraðfrystihúsið hefur þó alltaf staðið í fullum skilum við launagreiðslur, og vinna hefur verið næg, þrátt fyrir minnkandi afla á síðustu árum - úr 13-14.000 tonnum niður í 7-8.000 tonn. Jens H. Valdimarsson - sem er framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss- ins, auk þess að vera kaupfélags- Btjóri - sagði að fyrirtækið hefði verið að vinna sig út úr erfiðleikum í ár og í fyrra, en hins vegar væri almennt rpjög slæmt ástand f frysti- iðnaðinum í dag. Þessir erfiðleikar bitnuðu meira á Hraðfrystihúsinu á Patreksfirði en mörgum öðrum fyr- irtækjum, vegna erfíðrar skulda- stöðu frá fyrri árum, þrátt fyrir að reksturinn hefði gengið mjög vel fyrrihluta þessa árs. Jens sagði að næg atvinna ætti að vera í vetur, ef afli væri þokkalegur, en ekki eru allir jafn bjartsýnir; einn viðmæl- andi Morgunblaðsins sagði: „at- vinnuástandið hefur aldrei verið skuggalegra en nú í vetur". Málið er nú í biðstöðu. Viðar Már Matthíasson, lögfæðingur í Reylqavík, hefur verið skipaður bÚBtjóri f þrotabúinu og auglýsing um gjaldþrotið mun birtast fljótlega í Lögbirtingablaðinu. Þá hafa kröfuhafar tveggja mánaða frest að lýsa kröfum á hendur þrotabú- inu, og sfðan líða aðrir tveir mánuðir þar til fyrsti skiptafundur fer fram. Það verður því langt þangað til öll kurl koma til grafar f gjaldþrots- máli Kaupfélags Vestur-Barð- strendinga, en það er ljóst að 80 ára sögu samvinnuhreyfíngarinnar í Vestur-Barðastrandarsýslu er lok- ið - í bili að minnsta kosti. EVALUX einkar lítiö plás. Tvö- faldar rennihurðir: Þú þarft ekki að skáskjóta þér inn I hann. Rammar hvltir; gleriö hert. Stærð: 90x90 sm. Hæð: 1.90 m. Ertu að breyta baðherberðinu? Þú færð hugmyndir hjá okkur. VATNSVIRKINN HF. U-XrCD ÁRMÚLA 21 SIMAR 686455 - 665066 ^flM LYNGHALSI 3 SÍMAR 673415 - 673416 Bókaskápar Fjölbreytt úrval bókaskápa í ýmsum viðartegundum og litum Verð frá kr. 2.980.- stgr. Smiðjuveíji 6, Kópavogi símar 4S670 — 44544. KL 21Æ0 jólastemningin k§mwT með c^lðventukxönsununi frá BREIÐH0LTI SÍMI76225 MIKLAT0RGI SÍMI22822. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.