Morgunblaðið - 28.11.1987, Page 65

Morgunblaðið - 28.11.1987, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 65 Mývatnssveit: Fjölmenni í afmæli Ragnars á Grímsstöðum Björk, Mývatnssveit. En það veit ég, að eigi það fyrir mér að liggja að knýja einhvern tíma dyra á himnum þá verða pönnukökur á borðum og — mikið skelfíng verður gaman að sjá mig. Asgeir Guðfinna Jónsdóttir er horfin okkur, þessi góða kona, sem bar öll merki líkamlegrar heilbrigði og glaðlyndis, varð að láta í minni pokann fyrir vágesti veikindanna á tiltölulega skömmum tíma. En þegar komið er á krossgötur lífs og dauða, þar sem góður sam- ferðamaður kveður þennan heim, fyllist hugurinn söknuði og trega. Otal minningar frá liðinni tíð birt- ast og þá fínnum við ef til vill best hversu mikið við eigum að þakka þeim, sem horfinn er sjónum. Þann- ig er mér farið við andlát hinnar mætu konu, Guðfínnu Jónsdóttur. Hún var fædd 1. september 1917 í Flagbjamarholti, Landsveit, dóttir hjónanna Sigríðar Gestsdóttur og Jóns Jónssonar, sem þar bjuggu til 1946 að þau brugðu búi og fluttu að Selfossi, þar sem böm þeirra vom sest að. Guðfinna var næstelst 5 bama þeirra hjóna, elstur var Gestur, lést í frumbemsku, næst var Guðfinna, Sveinn (látinn 1984), Gestur og Siguijón. Guðfínna ólst upp í foreldrahúsum. Þann 17. nóv- ember 1940 giftist hún Sigurði Þorbjömssyni, bifvélavirkja, frá Akbraut á Eyrarbakka, en hann lést 6. október 1978. Þau settu bú saman á Selfossi og byggðu sér fljótlega hús utan Ólfusár, en þar var þá aðeins eitt hús fyrir. Sigurður var hagleiks- maður og vann að húsbyggingunni sjálfur og fljótlega var flutt inn í nýja húsið og það nefnt Vík. Síðar stækkuðu þau húsið og ræktuðu stóran garð sem ber þeim fagurt vitni. Þeim áttu svo margt sameigin- legt og varð hjónaband þeirra mjög farsælt. Þau nutu þess að ferðast utan- lands og um landið okkar, ísland, sem þau gjörþekktu. Þau eignuðust 5 böm, 3 dætur og 2 syni. Þau em: Elín, gift Birgi Jónssyni banka- stjóra, Sigríður Inga, gift Þórhalli Steinssyni bónda, Þorbjöm tækni- maður, giftur Eddu Ingvadóttur, Jón rekstrarhagfræðingur, giftur Önnu Maríu Sigurðsson (fædd Jörg- ensen) og Elsa, hennar maður er Hannes Arsælsson. 12 em bama- bömin, sem henni vom mjög kær. Guðfinna var kærleiksrík fjöl- skyldumóðir, sem bar hag flöl- skyldu sinnar mjög fyrir bijósti og lét einskis ófreistað til að leggja þeim allt það lið, sem hún mátti, enda kunni fjölskylda hennar vel að meta hana og sýndi það með gagnkvæmri umhyggju, hlýju og ræktarsemi, sem veitti henni mikla gleði og lífsfyllingu. Þau hjón vom mjög gestrisin. Þau áttu marga vini, sem þótti þar gott að koma. Margur mun sakna vinar í stað. Guðfínna var bókhneigð og vel lesin og fylgdist vel með í þjóðlífinu og ekki síður því, sem varðaði líðan og kjör þeirra, sem stóðu höllum fæti. Með þeim hafði hún ríka sam- úð. Hún var trúuð kona, sem hugleiddi eilífðarmál og öðlaðist þá trúarvissu, sem auðveldar mönnum að taka því sem að höndum ber og það ásamt góðri breytni gerir ferð- ina yfír til annars heims að sigur- göngu. Með innilegu þakklæti og virð- ingu minnist ég Guðfinnu, vinkonu minnar, og bið henni blessunar Guðs á eilífðarbraut. Bömum og öllum öðmm í hennar fjölskyldu færi ég mína innilegustu samúðar- kveðju. Guðrún S. Kristinsdóttir RAGNAR Sigfinnsson á Grímsstöðum í Mývatnssveit átti 75 ára afmæli 25. þessa mánaðar. Þann dag bauð hann vinnufélög- um, vinum og frændum heim til sín. Margir heimsóttu hann og áttu með honum ánægjulega stund. Foreldrar Ragnars vom Þómnn Guðmundsdóttir og Sigfinnur Sigur- jónsson, bróðir Fjalla-Bensa og þeirra systkina. Ragnar hefur ætíð verið mikill náttúmunnandi og haft sérstakan áhuga fyrir fuglum. Fyrr á ámm stundaði hann fuglamerking- ar ásamt Jóhannesi bróður sínum. Eflaust er það mikiil fjöldi fugla, sem Ragnar hefur merkt um dagana. Með þeim hefur fengist margvísleg- ur fróðleikur um ferðir þeirra fugla víða um heim, sem merktir hafa verið við Mývatn. Á unglingsámm stundaði Ragnar öll venjuleg sveitastörf hjá foreldmm sínum eins og þá var títt. Eftir 1940 fór hann að vinna utan heimiiis. Bæði byggingarvinnu og við vega- gerð. í Vestmannaeyjum var hann landmaður 11 vertíðir. 1970 hóf hann störf hjá Kísiliðjunni við Mý- vatn þar sem hann vinnur enn. Ragnar hefur ávalit unnið sér traust vinnuveitenda og verið eftirsóttur starfskraftur. Eiginkona Ragnars er Guðrún Benediktsdóttir og eiga þau þijú böm. Mývetningar senda Ragn- ari á Grímsstöðum bestu ámaðaró-' skir. Kristján Opið alla virka daga kl. 10 -19. Laugardaga og sunnudaga kl. 14-22. Myndverkin eru eftir Sigurþór Jakobsson, myndlistarmann. Myndirnar eru eftirprentanir af vatnslitamyndum sem listamaðurinn vann að á árunum 1985-87. Hægt er að velja á milli 16 tegunda afmyndefni, Hestamyndir, Bátamyndir o.fl. Komið og skoðið - sjón er sögu ríkari Myndirnar eru aðeins gefnar út í takmörkuðu upplagi (350 eintök) og eru þær allar númeraðar og áritaðar afhöfundi. Innrammaðar myndir Myndirnar eru allar seldar innrammaðar undir gleri ífallegum silfurlituðum álrömmum og afhentar ígóðum gjafakössum. Stærri pantanir (20 myndir o.fl.) þarfað gera fyrir 15. des. til að fá afgreiðslu fyrir jól. KOM h^ttAXönnUN 1 E 6HBHHH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.