Morgunblaðið - 02.12.1987, Side 5

Morgunblaðið - 02.12.1987, Side 5
GOTT FÓLK / SlA MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 5 Þannig fékk Glæsibæ nýtt andlit Við starfsfólkið í SS-Glæsibæ erum komin í jólaskap. Þegar sá gállinn er á okkur er ekk- ert sem fær okkur stöðvað. Við tókum því til við að gjörbreyta búðinni okkar til að gera hana enn betri. Við erum mjög ánægð með árangurinn og vonum að þú sért það líka. Glæsilegra útlit og aukið vöruúrval Viö gjörbreyttum útliti verslunarinnar og gerðum hana að einni fallegustu mat- vörubúð á landinu. Með breytingunum gafst okkur ráðrúm til að auka vöruúrvalið til muna. Fjölbreytt og gott vöruúrval gerir heimsókn til okkar enn meira spennandi. Svo þú njótir þess að versla hjá okkur verður þjónustan að vera mjög góð. Þannig viljum við líka hafa það og því fór- um við starfsfólkið á sérstakt námskeið. Þar lærðum við hvernig við getum sinnt þörfum þípum sem best. Ef viðskiptavinur- inn er ekki ánægður erum við það ekki heldur. Við höfum orðið áþreifanlega vör við þetta og þess vegna stækkuðum við og efldum grænmetisborðið. Það hefur reyndar stækkað svo mikið að við erum farin að kalla það grænmetistorg. Á græn- metistorginu geturðu fengið nýtt ogferskt grænmeti á tilboðsverði. Við sköpum fatadeild Nú erum við farin að selja föt líka. Ef þú vilt klæða þig upp á smekklegan hátt eða gefa skyldmennum þínum falleg og ódýr föt erum við til þjónstu reiðubúin. Nýja fatadeildin okkar státar af góðu úrvali af ódýrum fötum á alla fjölskylduna. Fleira í pottinn búið Ef þig vantar potta, pönnur eða diska undir kræsingarnar er engin éstæða til að hendast út um allan bæ. Þú heldur þig enn í SS Glæsibæ því við settum á laggirnar myndarlega búsáhaldadeild með góðu úrvali af allskyns búsáhöldum. Grænmetisborðið svignar A' hugi (slendinga á góðu og fjölbreyttu grænmeti hefur aukist mikið á síðustu misserum. dlipí ' ' '.-x yfTV Stoltið okkar, kjötborðið Við höfum það fyrir satt að margir komi langt að og leggi á sig mikla fyrirhöfn til að njóta úrvalsins og gæðanna í kjöt- borðinu okkar. Það kemur okkur sem til þekkjum ekki á óvart. Fiskborðið okkar er ekki síðra. Þar er hægt að fá gnótt Ijúffengra fiskrétta úr fersku hráefni og við höfum ávallt nýjan fisk á boðstólnum. Erþetta búðin sem þú hefur verið aðbíða eftir? GLÆSIBÆR MEÐ NÝTT ANDLIT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.