Morgunblaðið - 02.12.1987, Page 21

Morgunblaðið - 02.12.1987, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 21 Smásögur eftir Einar Kárason SÖNGUR viiliandarinnar og fleiri sögur nefnist smá- sagnasafn eftir Einar Kára- son sem Mál og menning hefur gefið út. Þetta er í fyrsta sinn sem Einar sendir frá sér smásögur. í frétt frá útgefanda segir: „Söngur villiandarinnar geymir alls sjö sögur sem allar gerast í íslenskum nútíma. Hér eru fjöl- breyttar og oft kostulegar frásagnir af furðulegu hvunnda- gsfólki og neyðarleg atvik úr hinu daglega lífí eru gjaman lát- in bregða ljósi yfír ævi og persónur þeirra sem fyrir verða: Þegar fændi frá Vesturheimi heimsækir gamla landið kemur mismunandi innræti skyldmenn- anna í ljós; minni spámaður lýsir sérkennilegu samfélagi misskil- inna snillinga sem leitað hafa skjóls í þorpi úti á landi; drengur missir fóstru sína en finnur ekki sorgina; ein sagan er saga um sögu; atburðarásin snýst um handrit að bók sem geymir lífssögu utangarðsmanna og ut- angarðsmennimir eru einnig á í víking á ljósvakanum LJÓSVÍKINGUR er hugtak sem kemur fyrir í texta Olafs Hauks Símonarsonar á nýrri hljómplötu, sem nýyrði yfir þáttagerðarmenn og plötu- snúða sem starfa á ljósvaka- miðlunum. Morgunblaðið innti forsvarsmenn Stjörnunnar, Bylgjunnar og Rásar tvö eftir áliti þeirra á þessu starfsheiti. „Okkur ljósvíkingunum á Stjömunni fínnst þetta virðulegt heiti, og persónulega fínnst mér þetta miklu fallegra starfsheiti heldur en til dæmis plötusnúður," sagði Björgvin Halldórsson, dag- skrárstjóri Stjömunnar. Björgvin sagði ennfremur að sér heyrðist á mönnum á stöðinni að almennt væru þeir ánægðir með þetta nafn. „Erum við ekki einnig í víking í loftinu, í samkeppninni?" sagði Björgvin Halldórsson. Einar Sigurðsson, útvarpsstjóri Bylgjunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að honum hefði allt- af fundist ljósvíkingur mjög gott orð, en þetta væri nokkuð afger- andi heiti til þess að vera notað almennt. „Ég gæti trúað því að sumir yrðu feimnir við að kalla sjálfa sig víkinga," sagði Einar, „en það er ágætt að eiga þetta orð í handraðanum til þess að geta notað það sem sæmdarheiti um menn sem sýna tilþrif og víkingslund í starfí." Hjá Ríkisútvarpinu varð Ólafur Þórðarson, tónlistarfulltrúi léttrar tónlistar, fyrir svömm og sagðist honum í fljótu bragði lítast vel á þetta orð. „Þetta er gott íslenskt heiti,“ sagði Ólafur, „svo framar- lega sem það verður ekki ofnotað. Það er ágætt til að nota það með þeim heitum sem fyrir em.“ Börn völdu lögin MAGNÚS Þór Sigmundsson tón- listarmaður er þessa dagana erlendis á vegum Bókaútgáfunn- ar Arnar og Örlygs og leggur þar siðustu hönd á barnalaga- plötu sem kemur á markað í byijun desember. Platan hefur að geyma sjö þekkt islensk barnalög og einnig sex ný eftir Magnús sem hann hefur samið við þekktar þutur og barnatexta. Piantan nefnist Eg ætla að syngja. Flytjendur auk Magnúsar em Pálmi Gunnarsson, Jón Ólafsson (Bítlavinafélagið) og tíu stúlkur úr kór Verslunarskólans. Hljóðfæra- leikarar em _ Pálmi Gunnarsson á bassa, Jón ólafsson á hljómborð, Rafn Jónsson á trommur og slag- verk, Þorsteinn Magússon og Amar Sigurbjömsson á gítar og Helgi Guðmundsson á munnhörpur. Jó- hann Helgason aðstoðaði við raddir. Platan var tekin upp í Glaðheimum og hljóðblönduð með stafrænni tækni en unnin að öðm leyti í Bret- landi. Undirbúningur að töku þessarar plötu var á margan hátt með ný- stárlegum hætti og m.a. vom fóstmr og böm af dagheimilum fengin til þess að aðsoða við efnis- val. Lögin á plötunni em: Ein sit ég og sauma, Ein stutt og ein löng, Skóarakvæði, Foli fótlipri, Út um mó, Mamma borgar, Bfum, bíum bambaló, Úllen dúllen doff, Eg ætla að syngja, Vatnið, Kökumar hennar Gerðu, Kalli átti káta mús og Fingraþula. Plötunni mun fylgja textablað og á því verða gítargrip. ÖBB^UO|NAB abab Bók með Beckett Einar Kárason ferð í annarri sögu er kynnir les- endum heim málgefínna glæpona og geggjara; kaupmannsfjöl- skylda hyggst reka búð sína á nútímalegan máta en lendir í andstöðu við íbúahverfísins enda hafa þeir vanist góðlegum kaup- manni á Hominu." Söngur villiandarinnar og fleiri sögur er 172 bls., prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en Teikn sá um hönnun kápu. ÚT ER komin hjá bókaforlaginu Svart á hvítu bókin Samuel Beck- ett — sögur, leikrit, ljóð, og er þetta í fyrsta skipti sem verk eftir hann eru gefin út á bók i íslenskri þýðingu. í kynningu útefanda segir m.a.: „Samuel Beckett er í hópi merkustu rithöfunda þessarar aldar og hefur ef til vill öðrum fremur stuðlað að róttækum breytingum á skáld- sagnagerð og leikritun eftir seinni heimsstyijöld. Beckett, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1969, er áleitinn höfundur, einstak- ur og frumlegur, en stendur jafn- framt nær hinni klassísku evrópsku bókmenntahefð en flestir aðrir nútímahöfundar. Hann skilgreinir hlutskipti mannsins á guðlausri atómöld, lýsir leitinni að tilvist og samastað í veröld sem er á mörkum lífs og dauða, þar sem tungumálið hejrr vamarstríð við þögnina. Þrátt fyrir nær fullkomið getuleysi, niður- lægingu og algera örbirgð mann- skepnunnar er henni lýst með miklum húmor og. af ómótstæði- legri ljóðrænni fegurð." í þessari bók eru sjö leikrit, sex sögur og tíu ljóð frá fímmtíu ára ferli, þar á meðal þekktasta verk Becketts, leikritið Beðið eftir God- ot, í nýrri þýðingu, og skáldsagan Félagsskapur, frá 1980. Þýðandi er Ámi Ibsen og hann skrifar jafn- framt inngang og skýringar. HLU1ABRÉFASJÓÐURINN HF. veitir einstaklingum tœkifœri til góðrar óvöxtunar í hlutabréfum með samspili skattfrádróttar og arðsemi traustra atvinnufyrirtcekja. Til sölu eru hlutabréf í Hlutabréfasjóðnum hf., en félagið var stofnað haustið 1986. Hlutabréfasjóðurinn hf. uppfyllir skilyrði laga nr. 9 frá 1984 um skattfrádrátt. í því felst að kaup einstaklinga á hlutabréfum í sjóðnum eru frádráttarbœr frá skatti upp að vissu marki. (Árið 1986 var heimill frádráttur vegna hlutabréfakaupa kr. 45.900 - hjá einstaklingum og kr. 91.800 - hjá hjónum.) Það athugist að „skattlausa árið“ tekur einungis til almennra launatekna. Aðrar tekjur einstaklinga verða skattlagðar og kemur þá skattfrádráttur vegna hlutabréfakaupa að fullum notum. Hlutabréfasjóðurinn hf. notar ráðstöfunarfé sitt til kaupa á hlutabréfum og skuldabréfum traustra fyrirtœkja. Hluthafar í Hlutabréfasjóðnum hf. eru nú um 200 talsins. 45% eigna Hlutabréfasjóðsins hf. eru hlutabréf og á hann nú hlutabréf í eftirtöldum hlutafélögum: Almennum tryggingum hf., Skagstrendingi hf„ Eimskipafélagi íslands hf.( Flugleiðum hf.( Tollvörugeymslunni hf.( Hampiðjunni hf.( Útgerðarfélagi Akureyringa hf.( Iðnaðarbanka íslands hf. og Verslunarbanka íslands hf. 55% eigna Hlutabréfasjóðsins hf. eru skuldabréf atvinnufyrirtœkja. Stjóm sjóðsins skipa: Baldur Guðlaugsson, hrt. stjómartormaður, Árni Ámason, framkvsljóri, Ragnar S, Halldórsson, forstjóri, dr. Pétur H. Blóndal, framkvstjóri. ' Davtð Sch. Thorsteinsson, framkvstjórl varaformaður, Ámi Vilhjölmsson, prófessor, Gunnar H. Hálfdanarson, framkvstjóri, dr. Sigurður B. Stefðnsson, framkvstjóri. Framkvœmdastjóri er F>orstelnn Haraldsson, Iðggiltur endurskoðandL Skólavórðustig 12, Reykjavtk. s. 21677. Endurskoðandi er Stefán Svavarsson, Iðgg. endurskoðandi. Sðlugengi hlutabréfa t Hlutabréfasjóðnum hf, er nú 1.4 (3. desember 1987) en það hœkkar daglega til áramóta m.v. 36% ársvexti. Hlutabréf Hlutabréfasjóðsins hf. eru til sölu hjá effirtöldum aðilum: (nt Hlulabrélainarkaóurinn hf padccct-im^ aDcp Skólavöröustig 12, 3. h. Reykjavik. Simi 21677 * ^ INC./Xkl tlAQÐ VERÐBREFAMARKAÐURINN ■W Hafnarstrætr 7 101 Reykjavtk «»(91) 28566 V l£> VEFtÐBRÉFAMARKAÐUR IDNAÐARBANKANS HF /S Ármúla 7, 108 Reykjavík. Simi 68 1530 ‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.