Morgunblaðið - 02.12.1987, Page 26

Morgunblaðið - 02.12.1987, Page 26
26_________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987_ Blikur á lofti í tón- listarfræðslumálum Ung stúlka spilar af leikni á flygilinn. „Heyr mitt ljúfasta lag...“ eftirStefán Edelstein Inngangur Eins og kunnugt er, stendur fyr- ir dyrum að færa ýmis verkefni frá ríki yfír á sveitarfélög. Fjárlaga- frumvarp ríkisstjómarinnar fyrir árið 1988 gerir ráð fyrir þessu og ríkisvaldið og stjóm Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa gert með sér samkomulag þar að lút- andi. Eiga sveitarfélög að fá fé úr ríkissjóði til þess að standa straum af kostnaði við þessi verkefni, bæði væntanlega gegnum útsvarsprós- entuna og einnig gegnum jöfnunar- sjóð sveitarfélaga. í fljótu bragði virðist þetta allt gott og blessað: Verið er að færa verkefni frá ríkinu til byggðarlaga, valdi og ákvarðanatöku er dreift frá Reykjavík til landsbyggðarinnar, veitt er fé úr ríkiskassanum í þessu skyni — er þettá ekki það sem allir vilja? Dregið er úr miðstýringu ráðamanna í Reykjavík og höfðað til sjálfsákvörðunarréttar og frelsis sveitarfélaganna. Þetta hljómar sem ljúf tónlist. Inn í þetta læðast þó nokkrir falskir tónar þegar nánar er að gáð. Mig langar hér til að taka fyrir eitt mál í þessu sambandi, en það er rekstur tónlistarskólanna f landinu. Greinarkom þetta er ætlað fyrst og fremst alþingis- mönnum allra kjördæma, sveit- arstjórnarmönnum og aðstand- endum þeirra baraa og unglinga sem stunda nám í tónlistarskól- um landsins. Greinin er vitaskuld einnig ætlað ráðherrum mennta- og fjármála. Lög um tónlistarskóla Árið 1963 voru sett lög um fjár- hagslegan stuðning við tónlistar- skóla. Fjárhagshliðin var að meginefni til skilgreind þannig.að allt að ’/a kostnaðar skyldi greiðast úr ríkissjóði, allt að V3 kæmi frá viðkomandi sveitarfélagi og V3 skyldi greiðast með skólagjöldum. í raun varð þetta þannig, að hlutur ríkis og sveitarfélaga fór síminnk- andi og til samans greiddu þessir aðilar stundum jafnvel minna en helming kostnaðar til samans, þannig að hlutur skólagjaldanna varð fyrirferðameiri nemendum í óhag. Arið 1975, í tíð Vilhjálms Hjálm- arssonar fv. menntamálaráðherra voru sett ný lög um fjárhagslegan- stuðning við tónlistarskóla. Megin- inntak fjárhagshliðarinnar var, að ríki og sveitarfélög skiptu nú öllum kennslukostnaði að jöftiu (þ.e. við- komandi sveitarfélag greiddu út launin og ríkið endurgreiddi eftir á skv. ákveðnum reglum). Annar rekstrarkostnaður skyldi greiddur með innheimtum skólagjöldum. Þessi lög mörkuðu alger þátta- skil í þróun tónlistarskólanna, þeim fjölgaði ört og nemendafjöldi jókst verulega. Eftirfarandi tafla sýnir lióst þróun mála. Ar Fj. tónlistarak. Fj. nemenda 1962—'63 14 1086 1966—'66 23 1828 1970—'71 30 3006 1974—'75 26 8196 1976—'76 38 3600 1980—'81 66 7483 1986—'87 61 ca.8200 Á töflunni sést, að fyrsta stökkið f fjölgun tónlistarskólanna átti sér stað eftir að lögin voru samþykkt 1963 og sfðara stóra stökkið átti sér stað eftir samþykkt laganna vorið 1975. Lögin voru endurskoðuð og þeim breytt ltillega árið 1985 en að meg- inefni til stóðu þau óhögguð. Það er óhætt að segja að tímabilið 1975—1987 hefur verið mesta vaxta- og blómaskeið íslenskra tón- listarskóla frá öndverðu. Kostir núgildandi löggjafar um tónlistarskólana Kostir núverandi löggjafar eru eftirfarandi: 1. Lögin tryggja gagnkvæma ábyrgð rikis og sveitarfélaga. Frumkvæðið að stofnun og rekstri tónlistarskóla kemur frá sveitarfélagi og að fengnu sam- þykki menntamálaráðuneytisins er skóli settur á stofn og hann sfðan rekinn. Þó valdið sé hjá ráðuneytinu hefur það sjaldan eða aldrei neitað stofnun skóla, heldur aðeins takmarkað nem- endafjölda til þess að halda fjárveitingum innan þess ramma sem fjárlög setja hveiju sinni. 2. Þó flöldi skóla og nemenda hafí vaxið mjög ört síðan 1975 er núverandi fyrirkomulag heil- brigður hemill á ofvöxt skól- anna. Ef sveitarfélag hefur viljað fara lengra í þessum efn- um en ráðuneytið hefur viljað leyfa, þá er Bveitarfélaginu ftjálst að stækka skólana að eig- in vild en án kostnaðarþátttöku ríkis. 3. Lögin eru samt hvetjandi fyrir sveitarfélögin. Það er t.d. alveg ljóst að mörg minni og meðal- stór sveitarfélög sem standa fjárhagslega ekki allt of vel, treystu sér eingöngu til að stofna tónlistarskóla eftir 1975 vegna þess að þau vissu að ríkið myndi taka að sér 50% af kennslukostnaði. Tölumar hér að framan sýna þetta svo ekki verður um villst. 4. Afskipti ráðuneytisins af inntaki námsins og fyrirkomulagi þess í tónlistarskólunum hefur verið af því góða. Skólaárin 1982—3 og 1983—4 var starfandi nám- stjóri tónlistarskólanna í fullu starfí í ráðuneytinu. Hann sinnti ásamt mörgum öðrum aðilum mikilvægum málaflokkum á borð við námskrárgerð, náms- efnisgerð, stöðlun og fram- kvæmd prófa, námskeiðshaldi, skýrslugerð m.fl. Því miður var starf námstjóra skert um helming þegar skólaþró- unardeild ráðuneytisins var breytt í tíð Ragnhildar Helgadóttur fv. menntamálaráðherra. Hafa tónlist- arskólamir misst þar spón úr aski, því öll vinna við námskrár- og námsefnisgerð sem svo brýn var, hefur nánast legið niðri síðan. Kennarar og skólastjórar tónlistar- skólanna eru því sammála að núgildandi löggjöf skólanna sé mjög góð. Hún hafí eflt skólana og reynst þeim farsæl og traust og það sé ábyrgðarhluti að kasta slíkri löggjöf fyrir róða og ana óundirbúið út í óvissuna. Vanhugsuð og óundir- bóin ákvörðun? Tónlistarkennarar, tónlistar- skólastjórar og í vaxandi mæli einnig sveitarstjómarmenn (a.m.k. þeir sem hafa gefíð sér tima til að hugsa um þetta mál ofan f kjölinn) eru uggandi um, að ef af því verð- ur að rekstur tónlistarskólanna fari alfarið yfír á sveitarfélögin eins og § árlagafrumvarpið gerir ráð fyrir, þá sé tilvist skólanna í smærri og veikburðari sveitarfélögum í veru- legri hættu og vöxtur og viðgangur skólanna almennt einnig í hættu í öðrum sveitarfélögum. Hér skulu talin nokkur atriði sem mæla á móti því að þessi áform verði að veruleika: 1. Tónlistarskólar eru fræðslu- stofnanir og sem slíkir eiga þeir að tilheyra hinu almenna fræðslukerfí en ekki að verða slitnir úr samhengi við það. 2. Tónlistarskólamir starfa í dag í nánum tengslum við gmnnskóla og framhaldsskóla m.a. bjóða þeir fram tónlistarkennslu á lqorsviði og sem valgreinar fyrir framhaldsskólanemendur í landinu. Það er erfítt að ímynda sér framkvæmd þessara mála ef menntamálaráðuneytið hættir afskiptum sínum af skólunum. 3. Víða úti á landi hefur tilvist tón- listarskólanna orðið til þess að laða að sér hæfa tónlistarkenn- ara sem einnig hafa tekið að sér tónmenntakennslu í grunn- skóla staðarins, en mikill skortur hefur verið á slfkum kennurum. Tónlistarkennarar hafa einnig oft verið aðalburðarás tónlist- arlífsins á þessum stöðum: Þeir hafa verið kirkjuorganistar, stjómað kórum og lúðrasveitum, unnið að tónlistarflutningi í tengslum við leiklist o.s.frv. Hætt er því við að menningarlíf margra sveitarfélaga yrði fá- tækara fyrir vikið, ef ekki tekst að viðhalda öflugri starfsemi í . tónlistarskólunum. 4. Mikið starf hefur verið unnið undanfarin ár við að samræma laun og kjör tónlistarkennara í landinu en ástandið f þeim mál- um var vægast sagt frumskóga- kennt fyrir nokkmm árum. Þessi samræming hefur áunnist vegna samninga sem fjármálaráðu- neytið hefur gert við tónlistar- kennarana sem eru innan vébanda Kennarasambands ís- lands og í Félagi fslenskra hljómlistarmanna. Hætt er við að öll sú vinna verði unnin fyrir gýg ef tónlistarkennarar semja beint við sveitarfélögin um launa- og kjaramál og að öll samræmingin fari út um þúfur. 5. Þeir sem mæla fyrirhuguðum b.reytingum í rekstri tónlistar- skólanna bót, segja sem svo að óþarfí sé að hafa áhyggjur af þessu, ijármunir verði færðir til sveitarfélaganna í þessu skyni og málið sé tryggt. Svo einfalt sýnist þetta samt ekki: a)Útsvarsprósentan sem sveitar- félögin fá er lægri en þau báðu um (6,7% f stað 7,5%). Það ger- Stefán Edelstein „Ég óttast að svo geti faríð að við verðum, fyrr en varir, komnir í sömu stöðu og var fyrir árið 1963. Ég vona þó í lengstu lög að svo verði ekki og ef svo illa fer að þetta skref verði stigið, að sveitarstjórn- ir á Islandi standi vörð um tónlistarskóla sína og hlúi að þeim sem mennta- og menningar- stofnunum. Menningin er lífæð fólksins, og í orðinu menning felst metnaður.“ ir flárhag þeirra þrengri en ella og því ljóst að aðhalds verður þörf. Það er einnig ljóst að meiri líkur eru á því að sparað verður í mennta- og menningarmálum ef fé er af skomum skammti og síður í verklegum framkvæmd- um (fyrst kemur brauðið og síðan smjörið). b) Bent er á að ekki þurfí að hafa áhyggjur af því að minni og fátækari sveitarfélög ráði ekki við þetta mál því gert sé ráð fyrir f é úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga í þessu skyni. Gott og vel. En hvemig er ástatt um jöfnunarsjóðinn? Lýsti formaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga ekki nýverið yfír því að það vantaði rúman milljarð upp á það að jöfnunarsjóðurinn gæti staðið við skuldbindingar sínar arsjóður sveitarfélaga eigi að fá 1,4 milljarða. Lítið virðist þá vera afgangs þegar búið er að jafna út skuldimar. c) Jafnvel þótt allir fjármunir séu gulltryggðir í bak og fyrir er þó algerlega undir hælinn lagt hvort tiltekið sveitarfélag vill eða telur sig geta varið þessum fjár- munum til tónlistarskólastarf- semi eða ekki. Ef áhugi sveitarstjómarmanna gengur í aðra átt eru meiri likur á því að peningamir séu settir í aðra hluti, t.d. verklegar fram- kvæmdir. Ef hinsvegar er vissa fyrir því að ríkið endurgreiðir 50% af launa- kostnaði vegna tónlistarskólans eru meiri líkur á því að sveitarfélagið hafi áhuga á því að reka slíkan skóla (vegna þess að það telur sig hafa frekar ráð á því). Niðurlag Þegar stórar ákvarðanir em teknar um tilfærslur verkefna frá riki yfír á sveitarfélög er mikið í húfí að vel takist til. Eg óttast að þetta stóra dæmi sem um er að ræða (þ.e. tónlistarskólar, íþrótta- mál, dagvistarmál o.fl.) sé í augum ráðamanna fyrst og fremst reikn- ingsdæmi, og inntakslega séð skiptir það þá Iitlu máli. Hvað tón- listarskólana varðar (og það er sá liður sem er til umfjöllunar hér) sýnist tónlistarkennumnum og skólastjóram, ýmsum sveitarstjóm- armönnum og einnig ýmsum al-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.