Morgunblaðið - 02.12.1987, Page 29

Morgunblaðið - 02.12.1987, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 29 HUGH LOFTING DAGFINNUR DÝRAIÆKNIR í APALANDI. Fyrsta bókin um Dagfinn dýralækni BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg- ur hefur endurútgefið fyrstu bókina um Dagfinn dýralækni eftir Hugh Lofting í þýðingu Andrésar Kristjánssonar. Fyrsta bókin, sagan um Dagfinn dýralækni í Apalandi, kom út 1920 og Lofting hlaut helstu verðlaun Bandaríkjanna fyrir bamabækur, Newbery-verðlaunin, árið 1923, fyrir bók sína Dagfínnur dýralækn- ir í langferðum. Hug Lofting hafði eftirfarandi tijeinkun á titilblaði bóka sinna: „Öllum bömum — bömum í æsku og bömum í hjarta, tileinka ég þessa sögu.“ JESS STERN EDGAR UNDRALÆKNIRINN 0G SJAANDINN CAYCE Ölfusárbrú: Vinna haf in við seinni áfangann CaI fnaaí Selfossi. UNNIÐ er að þvi þessa dagana að grafa vinnufyllinguna undan brúnni yfir Ölfusárósa og fylla upp við landstöpulinn austan- megin. Þegar þessari jarðvinnu er lokið og vatn tekið að renna undir brúna geta verktakar hald- ið áfram með seinni áfanga brúarsmiðinnar. Brúarsmíðin hefur gengið mjög vel og er það ekki síst að þakka því hversu tíðarfarið hefur verið gott. Vinnufyllingin sem er undir brúnni verður færð til, annars veg- ar í fyllingu að landstöplinum að austan og hins vegar notuð í fyll- ingu við framhald brúarbyggingar- innar. Eftir er að setja upp tvo brú- arstöpla auk landstöpuls að vestan- verðu. Miðað við þann fram- kvæmdahraða sem verið hefur á verkinu er ekki langt í það að brú- arsmíðinni ljúki. Ekkert hefur verið ákveðið varð- andi tímasetningu á lagningu vegar að brúnni að vestanverðu utan það að hann verði lagður einhvem tímann á næsta ári. Á meðan jarðvinnuflokkurinn er að búa í haginn fyrir framhald verksins tóku brúarsmiðimir sér stutt frí og skruppu út fyrir land- steinana. Sjálfsagt koma þeir svo tvíefldir að verkinu í byijun desem- ber. Sig. Jóns. Bók um undralækni og sjáanda BÓKAÚTGÁFAN Öm og Örlyg- ur hefur gefið út aðra útgáfu af bókinni Edgar Cayce undra- læknirinn og sjáandinn. Höfund- urinn er Jess Stera og þýðinguna gerði Loftur Guðmundsson. Bók- in kom fyrst út á íslensku árið 1967. „Bandaríkjamaðurinn Edgar Caycp, sem lést árið 1945, þá 67 ára að aldri, er tvímælalaust ein- hver athyglisverðasti dulspekingur og sjáandi sem um getur á þessari öld,_“ segir aftan á bókarkápu. Á bókarkápunni segir ennfremur: „Hann lauk aldrei barnaskólanámi, en í dásvefni talaði hann reiprenn- andi erlendar tungur, sá fyrir ævi manna og óorðna atburði, eða lýsti nákvæmlega löngu liðnum atburð- um. Einn undursamlegasti hæfíleiki hans var að greina sjúkdóma manna, sem hann hafði aldrei heyrt eða séð, og búsettir voru í margra mílna fjarlægð, eða í öðrum löndum, og ráðleggja lyf eða aðgerðir af svo furðulegri þekkingu, að lærðir læknar fylltust undrun og aðdáun." TOSHIBA ÖRBYLGJUOFNAR MEÐ DELTAWAVE DREIFINGU MEIRA EN SKREFI FRAMAR *&*H*o£*Oa, $x>. * % 'k/%t 4<, % % % Eínar Farestveit&Co.hf. BORGARTIIN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI PÖRHILDUR/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.