Morgunblaðið - 02.12.1987, Page 35

Morgunblaðið - 02.12.1987, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 35 Mál og menning: Sendibréf Þórbergs Þórðarsonar birt Jónas Tómasson, tónskáld. Halldór Haraldsson, píanóleik- Gísli Magnússon, píanóleikari. ari. Sinfóníuhljómsveit íslands: Frumflutt nýtt tónverk eftir Jónas Tómasson NÝTT tónverk eftir Jónas Tómasson verður frumflutt á áskriftartónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Há- skólabíó á morgun. Verkið heitir Midi, og er konsert fyr- ir tvö pianó og hljómsveit. Einleikarar eru píanóleikar- arnir Halldór Haraldsson og Gísli Magnússon, en stjórn- andi á tónleikunum verður Frank Shipway. Tónleikamir á morgun verða síðustu áskriftartónleikamir fyrir jól, og þeir síðustu í vetur sem Frank Shipway stjómar, að því er segir í fréttatilkynningu frá Sin- fóníuhljómsveit Islands. Síðara verkið sem flutt verður á tónleikun- um er Sinfónía nr. 3, Eroica eftir Beethoven. Jónas Tómasson heldur fyrirlest- ur fyrir nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík og aðra í Stekk, að Laugarvegi 178, í kvöld, miðviku- dag kl. 17.00. Hann mun fjalla um tónverk sín, þó sérstaklega hinn nýja píanókonsert, en Jónas er bú- settur á ísafirði og kennir við tónlistarskólann þar. Áskriftartónleikamir hefjast kl. 20.30 annað kvöld, og verður miðar seldir á morgun í Gimli við Lækjar- götu og við innganginn. MITT rómantíska æði nefnist bók sem Mál og menning hefur gefið út. Þetta eru dagbækur, bréf og önnur óbirt rit Þórbergs Þórðarsonar frá árunum 1918-1929. í kynningu útgefanda segin „Þórbergur var einstakur bréfritari og í bókinni er að fínna mörg skemmtileg sendibréf sem hann skrifaði vinum sínum á þriðja ára- tugnum, flest til Vilmundar Jóns- sonar landlæknis. Þá eru' birt dagbókarbrot úr hinum frægu orða- söfnunarleiðöngrum Þórbergs og frásögn af fyrstu utanlandsferð hans þar sem hann dvaldi fyrst í Englandi en sótti svo alþjóðaþing guðspekinga í París. Hér eru líka birtir fyrirlestrar um guðspeki, jafn- aðarstefnu, esperanto og önnur hugðarefni Þórbergs. Mesta forvitni munu þó eflaust vekja bréf sem varpa ljósi á tilurð Bréfs til Láru og þá ekki síður á hin sterku við- brögð sem bókin vakti." Helgi M. Sigurðsson tók safnið Nýibær: Ný matvöruverslun verður opin lengnr NÝIBÆR hefur opnað mat- vöruverslun, sem nefnist Litli- bær, í kjallara verslunarhús- næðisins við Eiðistorg og verður hún opin frá klukkan 18.30 til 23 á virkum dögum og frá klukkan 11 til 23 um helgar. Olafur Guðmundsson, aðstoðar- verslunarstjóra Nýjabæjar, segir að nýja verslunin sé alhliða matvöru- verslun með sjálfsafgreiðsluformi. Á boðstólum verði allar nauðsynja- vörur, ferskt kjöt, mjólkurvörur, brauð og fleira. í versluninni séu til að mynda rúmgóðir frystiskápar sem bjóði upp á mikið úrval af Þórbergur Þórðarson saman, það er 216 bls., prýtt 50 gömlum ljósmyndum sem margar hverjar hafa ekki birst áður. Teikn sá um hönnun kápu en Prentsmiðj- an Oddi hf. þrentaði. Morgunblaðið/Þorkell Ólafur Guðmundsson, aðstoðarverslunarstjóri, og Þórður Þórisson, verslunarstjóri, í Litlabæ við Eiðistorg. kjöti. Nýi bær sé sem fyrr opin til klukkan 19 mánudaga til fimmtu- daga, til 20 á föstudögum, og frá 10 til 16 á laugardögum. Nýibær og Litlibær séu því til samans opn- ir alls 99 klukkustundir á viku. Jólabækur kynntar á Selfossi Selfossi. BÓKAKYNNING var í Inghóli á Selfossi á bókum eftir höf- unda sem búsettir eru á Selfossi. Höfundamir lásu úr bókunum og kynntu efni þeirra lítillega. Guðmundur Daníelsson kynnti bók sina „Vatnið", Jón R. Hjálm- arsson bókina „A meðal fólks- ins“, og Guðmundur Kristinsson bókina „Kristinn Vigfússon stað- arsmiður", Lesið var úr unglinga- bók Rúnars Á. Arthúrssonar „Er andi í glasinu", og Ómar Þ. Halldórsson kynnti bók sína „Blindflug“. Ómar hefur lesið bók sína inn á hljómsnældu fyrir blindrabókasafnið. Sig. Jóns. Máfið er svo einfalt að þegar við kaupum leðursóf a- sett veljum við alltaf gegnumlit- að leður og alltaf anilínsútuð (krómsútuð) leður og leðurhúðir af dýrum frá norðlægum slóð- um eða fjallalöndum — og yfírleitt óslípaðar húðir (sem eru endingabestar). Ef þú ert í einhverjum vafa um hvort þú ert að kaupa góða vöru eða ekki skaltu bara biðja okkur um 5 ára ábyrgð. húsgagnfrhöllin 13 REYKJAVlK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.