Morgunblaðið - 02.12.1987, Síða 36

Morgunblaðið - 02.12.1987, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 Nicaragua: Sandínistar fá tillög- ur kontra í hendur Viðræður hinna stríðandi afla undirbúnar Managua, Reuter. . FORSETI sandínistastjóraarinn- ar í Nicaragua, Daniel Ortega, sagði á mánudag að stjórn sín hefði fengið í hendur vopnahlés- tillögur kontra-skæruliða og nú væru þær tíl athugunar meðan hugað væri að samningaviðræð- um þessara stríðandi fylkinga í borgarastyrjöldinni í Nicaragua. í ráði er að fyrsta lota þeirra Kosningar í Vanuatu: Stjómin hefjist í Dóminíkanska lýðveld- inu innan tiðar. Tillögur þessar, sem kardínálinn Miuguel Obando y Bravo flutti á milli, eru svar kontranna við 11 liða tillögu sandínistastjómarinnar, sem lögð var fram í Washington í síðasta mánuði. Hann vildi ekki skýra frá þvf hvað tillögumar fælu í sér. „Við þurfum að grannskoða tillög- umar,“ sagði hann á fréttamanna- fundi í Managua. Ortega sagði að hann hefði fall- ist á tillögu kardínálans um óbeinar vopnahlésviðræður stjómar sinnar og skæruliðanna. Kvaðst Ortega hafa hringt í Joaquin Balaguer, forseta Dóminíkanska lýðveldisins, sem sagðist myndi greiða götu samningaviðræðnanna með öllum hætti. Skömm síðar tilkynnti yfirmaður leyniþjónustu hersins, Ricardo Wheelock majór, að hann myndi fara fyrir samninganefnd sandín- ista. Hann undirstrikaði þó að ekki yrði um beinar viðræður að ræða — kardínálinn myndi bera öll boð á milli. Ekki kom fram í máli þeirra Ortega og Wheelock hvenær við- ræðumar hæfust, en Obando y Bravo sagði að hann myndi fara til Dóminíkanska lýðveldisins á fimmtudag til þess að hitta fulltrúa kontranna. Reuter SirJoh Bjelke-Petersen segiraf sér Sir Joh Bjelke-Petersen sagði í gær af sér eftir að hafa setið í forsætisráðherrastóli í Queensland í Ástralíu undanfarin 19 ár. Gerði Bjelke-Petersen þetta eftir að flokkur hans samþykkti að víkja honum frá sem leiðtoga flokksins. Bjelke-Petersen, sem er 76 ára gamall, varð undir í valdabaráttu innan Þjóðarflokks Queenslands. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði þó að ekki væri nein eftirsjá í sinum huga og að hann hygðist ekki sitja auðum höndum í framtíðinni. vem Bretar gruna Frakka Port Vila, Reuter. Stjórnarflokkurinn á eyríkinu Vanuatu í Kyrrahafi vann stóran sigur i þingkosningum sam- kvæmt óstaðfestum tölum sem birtar voru í gær. Þetta var í annað skipti sem gengið er til kosninga í landinu síðan það fékk sjálfstæði árið 1980. Áður laut það yfirráðum Frakka og Breta. Þegar talin höfðu verið 85% at- kvæða virtist flokkur Walters Lini forsætisráðherra hafa fengið 25 þingsæti af 46. Stjómarandstöðu- flokknum var spáð 21 þingsæti. Ekki er búist við endanlegum tölum fyrr en um helgina. Stjóm Vanuatu er talin ein sú vinstrisinnaðasta á Kyrrahafssvæð- inu og hefur vestrænum ríkjum hrosið hugur við tengslum forsætis- ráðherrans við stjómvöld í Moskvu og í Líbýu. Athygli vakti að nú vom í fyrsta sinni kosnar tvær konur á þing. Einnig að Qármálaráðherra lands- ins, Kalpokor Kalsakau, hlaut ekki náð fyrir augum kjósenda en hann er upphafsmaður hugmynda um að landið verði gert að skattaparadís fyrir erlenda Qármagnseigendur. Fylgi Reagans minnkar New York. Reuter. Stuðningur við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Repúblik- anaflokkinn hefur minnkað allnokkuð ef marka má skoðana- könnun, sem blaðið New York Times og sjónvarpsstöðin CBS birtu í gær. Samkvæmt könnuninni er meiri- hluti Bandaríkjamanna óánægður með frammistöðu Reagans í efna- hags- og utanríkismálum og hefur það ekki gerst áður sl. fjögur ár. 54% jjótti hann hafa staðið sig illa í efnahagsmálunum en 39% vel og 49% líkaði ekki frammistaða hans í utanríkismálum en 38% voru án- ægð með hana. Almennt töldu 45%, að Reagan stæði sig vel í embætti en í október sl. voru 52% á þeirri skoðun. Aðeins helmingur þeirra, sem kusu Reagan í kosningunum 1984, ætlar að kjósa repúblikana í næstu kosningum en annars var stuðning- urinn við flokkana þannig, að 39% ætluðu að fylgja demókrötum en 30% repúblikönum. um græsku í gíslamáli Frakkar sagðir hafa greitt írönum 300 millj. dollara skuld til að liðka fyrir samuiugum London, Washington. Reuter. BRESKA stjórnin er reið stjórnvöldum í Frakklandi fyr- ir að hafa leyft írönskum sendiráðsmanni, sem er grun- aður um hryðjuverk, að fara frá Iandinu. Þykir augljóst, að með þessu móti fengu þau leysta úr haldi frönsku gíslana tvo í Líbanon en Bretar óttast, að þessi fangaskipti geti spiUt fyrir tilraunum til að frelsa Terry Waite, sendimann ang- likönsku kirkjunnar. Breska utanríkisráðuneytið hef- ur staðfest, að það hafi farið fram á viðræður við frönsku stjómina og vill fá að vita hvers vegna Vahid Gordji, íranska sendimann- inum, var leyft að fara frá Frakklandi. Var hann eftirlýstur og grunaður um aðild að sprengj- utilræðum í Frakklandi og hafði franska lögreglan setið um íranska sendiráðið í fimm mánuði. Þegar Gordji var laus leyfðu íranir franska sendiráðsmannin- um Paul Torri að fara frá Teheran og öfgahópur, sem styður írani, leysti úr haldi tvo franska gísla. Opinberlega hafa bresk stjómvöld fallist á yfirlýsingar Frakka um að engir samningar hafí verið gerðir við írani en í einkaviðtölum geta breskir embættismenn ekki dulið gremju sína. Bandaríska blaðið Washington Post sagði í gær; að hluti af samn- ingnum við írani um lausn gíslanna hefði verið, að Frakkar greiddu stjóminni í Teheran 300 milljónir dollara, sem vom gömul skuid við keisarastjómina. Sagði blaðið ennfremur, að Manucher Ghorbanifar, sem hafði einnig af- skipti af vopnasölu Bandaríkja- manna til írans, hefði haft milligöngu í samningunum fyrir írani og fyrir Frakka þeir Charles Pasqua innanríkisráðherra og að- stoðarmaður hans, Jean-Charles Marchiani. í bresku blöðunum vom höfð ófögur orð um Frakka og þeir sakaðir um að svíkja nýlega samn- inga við önnur vestræn ríki um að hvika hvergi í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Er búist við, að Margaret Thatcher forsætis- ráðherra muni fitja upp á þessu máli við Jacques Chirac, forsætis- ráðherra Frakklands, á leiðtoga- fundi Evrópubandalagsríkjanna í Kaupmannahöfn um næstu helgi. Það, sem Bretar óttast, er að mannræningjamir, sem hafa Terry Waite á valdi sínu, telji nú líklegt, að unnt sé að semja með sama hætti við bresku stjómina. Hafa bresku blöðin skorað á stjómina að láta ekki fallast í þá freistni enda sagði Waite það sjálf- ur á sínum tíma, að hann vildi ekki, að fyrir sig yrði greitt lausn- argjald yrði honum rænt. Viðræður um fækkun herafla frá Atlants- hafi til Úralfjalla NÚ þegar fyrir liggur að samningur um upprætingu meðal- og skammdrægra kj arnorkuflauga á landi verður undirrítaður þann 8. desember i Washington beinist athygli manna að viðræðum um niðurskurð hins hefðbundna herafla í Evrópu. í Vínarborg vinna embættismenn nú að þvi að skipuleggja viðræður um fækkun i hin- um hefðbundna herafla allt frá Atlantshafi tíl Úralfjalla og munu þær koma í stað MBFR-viðræðnanna svonefndu um jafna og gagn- kvæma fækkun heija sem staðið hafa yfir í 13 ár og skilað litlum árangrí. í nýju viðræðunum verður rætt um fækkun herafla fjöl- margra ríkja sem staðið hafa utan MBFR-viðræðnanna. Viðræðumar munu einnig taka til varnarliðssveita Bandaríkjahers í Vestur- Evrópu þar á meðal varnarliðsins á íslandi. MBFR-viðræðumar hófust árið 1973 og var takmarkið með þeim að ná fram fækkun í heijum Atl- antshafsbandalagsins og ríkja Varsjárbandalagsins. Viðræðumar tóku til herafla í Tékkóslóvakíu, Póllandi, þýsku ríkjunum tveimur og í Benelúx-löndunum. Á síðasta ári var ákveðið að hafnar yrðu nýjar viðræður sem tækju til herafla allt frá Atlantshafi til ÚralQalla og átti Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi so- véska kommúnistaflokksins, frum- kvæðið að þeim. Embættismenn í Vin telja líklegt að unnt verði að hefja viðræðumar næsta vor. Kostir og gallar Því fylgja ákveðnir kostir að ræða fækkun heija á stærra landsvæði en áður en það kann einnig að reyn- ast hættulegt. Hefði samkomulag náðst á vettvangi MBFR-viðræðn- anna hefðu Bandaríkjamenn þurft að kalla sveitir sínar frá Vestur- Evrópu alla leið yfír hafið til Bandaríkjanna. Sovétmenn hefðu á hinn bóginn aðeins þurft að flytja hersveitir sínar nokkur hundrað kílómetra að eystri landamæram Póllands. Vandamálið við MBFR- viðræðumar var þvi einkum það að samkomulag á þeim vettvangi hefði verið öðram aðilanum til hagsbóta. Náist samkomulag um niðurskurð hins hefðbundna herafla munu Bandaríkjamenn eftir sem áður þurfa að kalla heim hluta sveita sinna en jaftiframt verða Sovétmenn skyldaðir til að flytja sveitir sínar mun lengra til austurs en gert var ráð fyrir í MBFR-viðræðunum. Sem fyrr sagði munu fleiri ríki taka þátt í viðræðunum en áður. Spánveijar, Portúgalir, Danir, Norð- menn, ítalir, Grikkir og Tyrkir bætast í hóp þeirra ríkja sem taka munu þátt fyrir hönd Atlantshafs- bandalagsins en Ungveijar, Búlgar- ir og Rúmenar fyrir hönd Varsjárbandalagsins. Að auki munu viðrseðumar taka til herliðs Breta og Bandaríkjamanna á Bretlandi og til vamarlipssveita bandaríska flug- hersins á íslandi. í pólitísku tilliti kunna nýju við- ræðumar að reynast aðildanfkjum Atlantshafsbandalagsins erfiðar. Sjónarmið ríkja eins og Frakklands, Spánar og Griklq'a kunna að stang- ast á við skoðanir annarra NATO- ríkja. í MBFR-viðræðunum gátu NÁTO-ríkin gengið til samninga sem ein heild og afstaðan var mótuð í höfuðstöðvum Atlantshafsbanda- lagsins í Briissel í Belgiu. Nú mun hópur háttsettra embættismanna frá öllum aðildarríkjunum taka þátt í viðræðunum og þykir sýnt að ekki verði unnt að samræma sjónarmið með sama hætti og gert var i MBFR-viðræðunum. Ríki Varsjár- bandalagsins munu ekki eiga við ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.