Morgunblaðið - 02.12.1987, Page 40

Morgunblaðið - 02.12.1987, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 55 kr. eintakiö. Byggðastofnun og þingflokkurinn Fréttir hafa borist af því, að þingflokkur sjálf- stæðismanna hafi oftar en einu sinni orðið að fresta vali á fulltrúa sínum í stjórn Byggðastofnunar. Stofnun þessi heyrir undir forsætis- ráðuneytið og þar sem formaður Sjálfstæðisflokks- ins er forsætisráðherra kemur formennska í stjórn Byggðastofnunar nú í hlut Sjálfstæðisflokksins. Innan þingflokks sjálfstæðismanna er með öðrum orðum deilt um það, hver eigi að verða stjómarformaður Byggða- stoftiunar. Stofnunin er með sínum hætti leifar Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, sem sett var á fót 1971 og átti að vera áætlana- og fyr- irgreiðslustofnun undir pólitískri forsjá. Þykir stjóm- málamönnum úr öllum flokkum nokkur akkur í því að sitja í stjóm þessarar stofnunar og ráðstafa þar almannafé til hinna margvís- legustu verkefna í nafni byggðastefnu. Á síðari ámm hefur verið vaxandi þungi í almennri gagnrýni á það, að þingmenn séu yfírleitt að taka sæti í stjómum stofnana af þessu tagi. Því hljóta á hinn bóginn einnig að vera einhver takmörk sett, hve langt á að ganga í því að meina þingmönnum beina þátttöku í stjóm ríkisstofn- ana, banka eða sjóða. í þingflokki sjálfstæðis- manna er ekki deilt um það, hvort þingmaður eigi að vera fulltrúi flokksins í stjóm Byggðastofnunnar heldur hver hann skuli vera. Koma þar bæði til álita persónuleg- ir hagsmunir einstakra manna og það viðhorf, að hagur einstakra kjördæma sé fyrir borð borinn nema þingmenn þess sitji í stjóm- um, nefndum og ráðum. Því miður er það vaxandi einkenni á störfum þing- flokks sjálfstæðismanna, að þeir, sem þar sitja, virðast hafa misst sjónar á því, að þeir eiga setu sína á Alþingi að rekja til stjómmálastefnu, hugsjónar. Sjálfstæðisflokk- urinn er fjöldasamtök fólks, sem hefur tekið höndum saman á grundvelli merkustu stjómmálastefnunnar, er fest hefur rætur meðal þjóðarinn- ar. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki til í því skyni, að einstak- ir menn komist í ráð og nefndir eða að þeim sé sköp- uð aðstaða til að geta sinnt málefnum eins kjördæmis frekar en annars. Færa má að því haldbær rök, að í Sjálf- stæðisflokknum sé megin- þorri fólks þeirrar skoðunar, að átök um setu í stjórn Byggðastofnunar séu niður- lægjandi fyrir flokk þess. Fólk, sem gengur að kjör- borðinu með því hugarfari að kjósa sig undan forsjá stjómmálamanna og gegn beinni íhlutun þeirra í stjóm peningamálastofnana, þótt þær starfi í nafni byggða- stefnu, sættir sig illa við að allt leiki á reiðiskjálfí meðal þingmanna þess vegna bitl- ings af þessu tagi. Alþingis- menn eiga að veita opinbemm stofnunum aðhald og eftirlit með öðmm hætti en þeim að keppast eftir því sjálfir að sitja í stjómum þeirra. Þótt menn deili um það sjónarmið hve langt þing- menn eigi að ganga í eftir- sókn eftir setu í nefndum og ráðum ætti hitt að vera hafið yfír allan ágreining, að þing- menn sitja ekki á þingi sjálfra sín vegna heldur sem fulltrú- ar stjómmálastefnu og þeirra, sem fylkja sér á bak við hana. Svo virðist, sem þingmenn hneigist æ meira að þeirri skoðun, að ákvæði stjómarskrárinnar um að þeir skuli fara að eigin sam- visku við ákvarðanir sínar, heimili þeim að taka eigin hag og kjördæma sinna jafn- vel fram yfír gmndvallar- sjónarmið þess flokks, sem þeir starfa fyrir. Þegar svo er komið, myndast fljótt upp- lausnarástand í þingflokkum og trúnaðarbrestur á milli þingflokks og kjósenda. Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins ætti að hafa öðm hlutverki að gegna á þessu erfíða skeiði í sögu flokks síns en mynda slíka gjá í kringum sig. Helgfi Hallgrímsson aðstoðar vegamálastjóri, Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra og Snæbjörn Jóm hugaðar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu á sýningu í Kringlunni. Tillaga frá Matthíasi Á. Mathiesen samgönguráðherra: 300 milljónir umf vegaáætiun til veg? Aðalvegakerfi höfuðborgarsvæðisins endurskoðað MATTHÍAS Á. Mathiesen sam- gönguráðherra hefur lagt til við ríkisstjórnina að ráðstöfunarfé til vegamála árið 1988 verði 300 milljónir umfram þá upphæð sem fjárlagaf rum varpið gerir ráð fyrir. Gert er ráð fyrir að þessu fé verði varið til vegagerðar á höfuðborgarsvæðinu, í brúar- gerð, til jarðgangnagerðar og til aukningar á bundnu slitlagi. í áfangaskýrslu Vegagerðar ríkis- ins um aðalvegakerfi á höfuð- borgarsvæðinu er lagt til að varið verði um 360 milljónum á ári, næstu fimm árin, til fram- kvæmda þar. í Kringlunni í Reykjvík hefur verið komið fyrir sýningu á stöðu vegamála á höfuðborgarsvæðinu og væntanlegar úrbætur kynntar. Við opnun sýningarinnar sagði Matt- Við Amameshæð verður sprengt fyrir vegastæði fyrir Hafnar- fjarðarveg en brú verður byggð yfir gjána, sem þá myndast fyrir Araamesveg. hías Á. Mathiesen samgönguráð- herra að fyrirhugað væri að hefja framkvæmdir á næsta ári við Am- ameshæð og í Mosfellssveit verða sett upp umferðarljós og hringtorg. Á síðustu 15 ámm hefur íbúm á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 30% og bifreiðum um 300% og því nauðsyn á aðgerðum til úrbóta en framkvæmdir í vega- og brúargerð á þessu svæði hafa ekki haldist í hendur við aukna umferð. í drögum að framkvæmdaáætlun að aðalvegakerfinu á höfuðborgar- svæðinu fyrir árin 1988 til 1992, sem vinnuhópur um vegakerfi á höfuðborgarsvæðinu hefur unnið og nýlega em endurskoðuð, em helstu framkvæmdir næstu ára raktar í 35 liðum. Lagt er til að varið verði um 360 millj. á ári til framkvæmd- anna eða samtals 1.800 millj. Er Ákveðið hefur verið að setja tvö hringtorg á Vesturlandsveg, annað við Langatanga og hitt við Álafossveg. Sett verða upp umferðarljós við Reykjaveg, gangbraut við Þverholt og undirgöng við Brúarland. Hugmyndir era uppi um að leng og tengja hann við Gullinbrú í G;

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.