Morgunblaðið - 02.12.1987, Page 44

Morgunblaðið - 02.12.1987, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 Morgunblaðið/BAR Á myndinni eru talið frá vinstri: Guðmundur Hallvarðsson, Guðjón Baldvinsson, Sigurður Helgi Guðmundsson, Halldór Guðmundsson og Þorgrímur Eiriksson. Umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól vígt: Húsið er heimili en ekki sjúkrahús - segir Sigurður H. Guðmundsson forstöðumaður ÓLAFUR Skúlason, vígslubisk- up, vígði á þriðjudag umönnun- ar- og hjúkrunarheimili aldraðra, Skjól, á lóð Hrafnistu við Kleppsveg. 90 rúm verða á umönnunar- og hjúkrunardeild- um hússins en af þeim verða 30 rúm tekin í notkun nú. Sigurður Helgi Guðmundsson, forstöðu- maður heimilisins, leggur áherslu á að Skjól sé heimili vist- manna en ekki sjúkrahús. Vígsla umönnunar- og hjúkr- unarheimilisins fór fram síðastlið- inn þriðjudag, og auk vígslubiskups fluttu ávörp þeir Guðjón B. Bald- vinsson formaður Skjóls, Guðmund- ur Bjamason heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjómar, og séra Sigurður Helgi Guðmunds- son. Magnús L. Sveinsson afhjúpaði einnig listaverk eftir Kristjönu Samper, sem ber nafnið Skjól og er gjöf Reykjavíkurborgar til heim- ilisins. Skjól er sjálfseignarstofnun en aðstandendur að byggingu heimilis- ins eru Alþýðusamband íslands, Samband lífejrisþega starfsmanna ríkis o g bæja, Stéttarsamband bænda, Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfírði, Reykja- víkurborg og Þjóðkirkjan. Byggingin er 6 þúsund fermetrar að stærð á 6 hæðum. Á 1. hæð verður þjónusturými og aðstaða fyrir starfsfólk. Á 2. hæð verða skrifstofur, aðstaða lækna, sjúkra- og iðjuþjálfun og dagvistun en hluti hæðarinnar verður tekinn í notkun nú. Á 3., 4. og 5. hæð verða umönn- unar- og hjúkrunardeildir en 5. hæðin verður tekin í notkun nú. Á 6. hæð verður aðstaða fyrir orlofs- gesti, svo og aðstaða fyrir ýmsa þjónustu við heimilisfólk. Þvottaað- staða heimilismanna verður í Hrafnistu, svo og verður fæði þeirra keypt þaðan. Framkvæmdir við bygginguna JNNLEN-T Flest loðnuskip fengu fullfermi - loðnuskyrtan mín ætti að fá hlut, seg- ir Ástráður Ingvarsson hjá Loðnunefnd GÓÐ Ioðnuveiði var á miðunum austur af Kolbeinsey i gær. Siðdegis höfðu 18 skip tilkynnt um 13.330 tonna afla og voru á leið til lands, en önnur á leið út eftir löndun. Þróarrými er þrotið á svæðinu frá Siglufirði austur um til Vopnafjarðar, en er nægi- legt annars staðar. Auk annarra skipa, sem til- kynntu um afla á mánudag og áður er getið, fór Jón Finnsson RE til Siglufjarðar með 1.120 tonn. Síðdegis í gær höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla: Súlan EA 780 í Krossanes, Hrafn GK 630 til Rauf- arhafnar, Guðmundur Ólafur ÓF 600 til Sigluíjarðar, Húnaröst ÁR 620 til Neskaupstaðar, Svanur RE 710 til Grindavíkur, Sjávarborg GK 820 til Siglufjarðar, Harpa RE 630 til Siglufjarðar, Magnús NK 530 til Raufarhafnar, Börkur NK 1.340 til Neskaupstaðar, Þórshamar GK 600 til Þórshafnar, Gísli Ámi RE 650 tii Siglufjarðar, Skarðsvík SH 660 til Raufarhafnar, Hilmir SU 1.050 til Reykjavíkur, Rauðsey AK 610 á leið austur, Eldborg HF 1.350 á austurleið, Erling KE 600 til Siglu- Qarðar, Hilmir II SU 590 til Siglu- Qarðar og Víkurberg GK 560 til Bolungarvíkur. Ástráður Ingvarsson, starfsmað- ur Loðnunefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að síðan hann hefði byijað að vera í „loðnuskyrt- unni" góðu f vinnunni þann 26. október síðastliðinn, hefði allt snú- izt til betri vegar. Skyrtan réði að vísu ekki við veðrið, en veiðin hefði aukizt og aðstæður batnað. „Þetta er met skyrta og ætti að fá hlut. Ég verð greinilega að vera í henni til vertíðarloka," sagði Ástráður. Smygl um borð í Vetti SU 3: Fíkmefni, bjór og sjónvarp NOKKUÐ magn af fíkniefnum fannst við leit um borð í Vetti SU 3 er skipið kom til heimahafn- ar á Eskifirði að afloknum sigl- • ingartúr í Bretlandi. Alls er talið að hér sé um að ræða um 8 til 900 grömm af hassi auk 18 gramma af amfetamíni. Auk þess voru gerðir upptækir 52 kassar af áfengum bjór og eitt sjón- varpstæki. MB Vöttur kom til Eskifjarðar um kl. 18 á mánudag og biðu þá bátsins, auk tolivarða á Eskifirði, fulltrúar frá rannsóknardeild toll- gæslunnar og fíkniefnadeild lög- Morgunblaðið/Bjami Umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól við Kleppsveg. hófust haustið 1985 en byijað var á að steypa upp húsið í fyrrahaust. Húsið hönnuðu arkitektinn Halldór Guðmundsson, Teiknistofan Ár- múla 6 og Verkfræðistofa Stefáns Ólafssonar hf. Upphafleg kostnað- aráætlun vegna byggingar hússins hljóðaði upp á 380 milljónir króna en húsið verður trúlega 30 til 50 milljónum króna ódýrara. Nú þegar eru famar 220 milljónir króna til byggingar hússins, að sögn Sigurð- ar H. Guðmundssonar forstöðu- manns. Ný rannsókn á ýmsum þáttum málsins var fyrirskipuð þann 16. október, eftir að dómsmálaráðherra hafði skipað Jónatan sérstakan ríkissaksóknara í málinu. „Rann- sóknin gengur vel og eftir áætlun, en það er erfítt að segja hvort sést fyrir endann á þessu enn,“ sagði Jónatan. „Málið hefur ekki verið skilið í sundur eftir því hvort þætt- ir tengjast Hafskip hf. eða Útvegs- bankanum, heldur er það rannsakað jöfnum höndum. Ég vil ekkert um það segja á þessu stigi hvort ný gögn hafa komið fram eða aðrir menn yfírheyrðir nú en áður. Ég hef alltaf sagt við fjölmiðla að ég vonist til að málinu ljúki á næsta ári og ætli ég verði ekki að halda við þá yfirlýsingu. Það er ekki hægt að gefa nákvæmari tímasetn- ingu,“ sagði Jónatan Þórmundsson að lokum. regiunnar og framkvæmdu þeir leit í skipinu. Sér til fulltingis höfðu þeir hasshund. í framhaldi af fundi ofangreindra fíkniefna voru þrír skipveijar handteknir. Einum þeirra var sleppt að lokinni yfírheyrslu um kl. 24 um kvöldið, en tveir sitja enn í varðhaldi í fangageymslum á Eski- fírði. Ingólfur Hafskipsmálið: Rannsókn gengnr vel „VED rannsökum jöfnum hönd- Hafskip hf. og Útvegsbanka ís- um þá þætti málsins sem tengjast lands og rannsóknin gengur eftir áætlun,“ sagði Jónatan Þór- mundsson, sérstakur ríkissak- sóknari í málum sem tengjast gjaldþroti Hafskips. Ráðhúsið í Reykjavík: Engin skipulagstiUaga verið jafn vel TILLAGA fulltrúa minnihlutaflokkanna í borgarráði um að borgar- ráð gangist fyrir almennri kynningu á uppdrætti og líkani af væntanlegri ráðhúsbyggingu í Reykjavík, var vísað frá á fundi borg- arráðs í gær. í tillögunni er farið fram á, að borgarráð kynni uppdrætti og líkan af væntanlegri ráðhúsbyggingu eins og það hefur verið samþykkt og gefa borgarbúum kost á að gera skriflegar athugasemdir við bygg- inguna og staðsetningu hennar. „Aðeins þannig má tryggja að ekki sé gengið á formlegan rétt borg- arbúa til að gera athugasemdir við nýtt skipulag," segir í tillögunni. í greinargerð með frávísunartil- lögu meirihlutans segir að tillaga minnihlutans sé bersýnilega síðbúin tilliástæða til að þvælast fyrir fram- kvæmd þeirrar ákvörðunar sem borgarstjóm hefur tekið með 2/3 hluta atkvæða. Slíkum andmælum var ekki haldið uppi þegar deili- skipulag Kvosarinnar var rætt, síðar auglýst og samþykkt til stað- festingar eða þegar ákvörðun um byggingu hússins var tekin. „Ekk- ert skipulag, engin skipulagsá- kvörðun borgaryfirvalda fyrr eða síðar hefur verið kynnt betur fyrir borgarbúum og kjömum fulltrúum en skipulag Kvosarinnar, þ.m.t. skipulag ráðhúslóðar.“ Rakin er forsaga ákvörðunar um ráðhúsbyggingu og Kvosarskipulag en arkitektar að skipulaginu voru ráðnir fyrir fjórum árum. I júní 1984 kynnti borgrastjóm fyrst hug- myndir sínar um ráðhús á Bárulóð- inni og síðan nokkrum sinnum á næstu árum, m.a. nokkrum dögum fyrir borgarstjómarkosningamar 1986. Skipulagsnefnd kynnti heildartil- lögu að Kvosarskipulagi í septem- ber, 1985 og kom staðsetning ráðhússins þar fram. í nóvember fór fram almenn kynning á tillög- unni og fylgdi þá líkan sem sýndi byggingu merkta ráðhús á Bámlóð- inni. Skipulagið var kynnt í sama mánuði I Morgunblaðinu og í Þjóð- viljanum birtist grein og viðtal við Sigurð Harðarson, tekið af Álfheiði Ingadóttur þar sem fjallað var um ráðhúsið sem hluta af Kvosarskipu- laginu. I desember og fram í lok febrúar árið 1986 er ákveðið að efna til almennrar kynningar á Kvosarskipulaginu með sýningu sem standa skyldi minnst 4 vikur. Skipulagið var ennfremur sýnt á sögusýningu borgarinnar á Kjarv- alsstöðum. í október 1986 var samkeppni um ráðhús auglýst og í sama mán- uði er lögð fram greinargerð borgarverkfræðings um Kvosina, skipulag umferðar og bílastæði. I nóvember ritar Guðrún Ágústs- dóttir borgarfulltrúi grein um Kvosarskipulagið og lætur fylgja með kort sem sýnir fyrirhugað ráð- hús í homi Tjamarinnar og í desember er birt ítarleg greinargerð í Morgunblaðinu um Kvosarskipu- lagið. Þar er 3ja hæða ráðhús- bygging sýnd við Tjömina. I janúar 1987 samþykkir skipu- lagsnefnd að heimila auglýsingu á skipulagstillögu þar sem gert er ráð fyrir ráðhúsi við norðvesturhom Tjamarinnar. Engar athugasemdir komu fram í skipulagsstjóminni kynnt sem var fullmönnuð öllum aðal- mönnum á fundinum. I janúar til mars 1987 er enn haldin almenn sýning á uppdráttum og líkani af Kvosarskipulaginu. Þar er sýndur á korti byggingarreitur væntanlegs ráðhúss og segir í texta: „Samkeppni um ráðhús, byggingar- reitur“. Skipulagsstjóm ákvað síðan í maí að heimila auglýsingu á aðal- skipulagi Reykjavíkur en þar er sýnd landnotkun í samræmi við áform um byggingu ráðhúss. Hald- in var almenn sýning og deiliskipu- lag miðbæjarins kynnt en á líkani er fellt inn líkan af verðlaunatillög- unni sem borgarstjóm hafði þá samþykkt með 2/3 hluta atkvæða. í greinargerð með aðalskipulag- inu eru fjallað um ráðhúsið sérstak- lega og stóð kynningin í 14 vikur í stað þeirra 6 sem em lögbundnar. Auglýstur var almennur borgara- fundur en hann varð fámennur og engar athugasemdir bárustu um ráðhúsið né staðsetnignu þess. í september eru lagðar fram og kynntar athugasemdir, sem bárust um tillögu aðalskipulags Reykja- víkur, í skipulagsstjóm ríkisins og voru engar athugasemdir gerðar varðandi kaflann um ráðhús, né greinargerð varðandi landnotkun í norðvestur homi Tjamarinnar. Bent er á að þó þeir borgarfull- trúar sem fjallað hafí um Kvosar- skipulagið og ráðhúsið um alllanga hríð hafí ekki áttað sig á að þetta tvennt fari saman, þá vefjist slíkt ekki fyrir þingmönnum Reyk- víkinga, a.m.k. 6 þeirra, sem flytji þingsályktunartillögu um lífríki Tjamarinnar og taki fram að: „í Kvosarskipulaginu er gert ráð fyrir ráðhúsið á þeim stað, sem nú er ákveðinn."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.